Morgunblaðið - 09.02.2018, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Hafdís Vala Freysdóttir, forstöðumaður áhættustýringar oghlítingar hjá Kortaþjónustunni, á 40 ára afmæli í dag. Korta-þjónustan, eða KORTA, er greiðslustofnun sem sér um
færsluhirðingu fyrir söluaðila. Hafdís hefur starfað hjá KORTA frá
árinu 2014 en hún er með BA-gráðu í viðskiptalögfræði frá Bifröst.
„Starf mitt felst að stærstum hluta í að tryggja að fyrirtækið fram-
fylgi þeim lögum og reglum sem eru um starfsemina sem og að skoða
tilvonandi viðskiptavini bæði áður en af samningi verður og svo fylgja
þeim eftir ef af samningi verður.“
Áhugamál Hafdísar eru helst þessa stundina að vera með sonunum,
fjölskyldu og vinum. Hafdís er einnig í sóknarnefnd Fella- og Hóla-
kirkju. „Okkar hlutverk í sóknarnefndinni er að hlutast til um að efla
starf okkar kirkju, erum við t.d. nýlega búin að ráða nýjan prest til
okkar. Því fylgir formfast ferli sem þarf að fylgja. Ég hef lengi verið
viðloðandi kirkjuna hérna. Ég ólst upp í Hólahverfi og hef alltaf búið
hér fyrir utan þann tíma er ég var í námi. Bý ég nú með fjölskyldu
minni í sama húsi og ég ólst upp í.“
Sambýlismaður Hafdísar er Hilmar Freyr Hilmarsson, sjálfstætt
starfandi smiður. Börn Hafdísar eru Ásbjörn Freyr Jónsson tvítugur,
Felix Freyr Hilmarsson sjö ára og Alex Freyr Hilmarsson fimm ára.
Þá á Hafdís tvo stjúpsyni, þá Óliver Mána sautján ára og Elías Dag ell-
efu ára.
Hafdís ætlar að fagna afmælinu á morgun með fjölskyldu, vinum og
samferðafólki. „Í dag ætla ég eftir vinnu að sjá „Breiðholt’s Got Tal-
ent“ þar sem sonur minn er að keppa með vinum sínum, en það er
hæfileikakeppni frístundaheimila í Breiðholti.“
Fjölskyldan Hafdís, Hilmar og börn stödd á Tenerife 2016.
Býr í sama húsi
og hún ólst upp í
Hafdís Vala Freysdóttir er fertug í dag
Á
rbjörn Magnússon fædd-
ist á Seyðisfirði 9.2. 1943
og ólst þar upp: „Við
strákarnir vorum nú
mest að slæpast niðri í
fjöru og á bryggjunni, að fylgjast með
bátunum og aflabrögðum. Svona
gekk þetta til með stráka í öllum fiski-
og útgerðarplássum á Íslandi þá.
Við lékum okkur líka mikið með
trébíla á hjólum sem við drógum á
eftir okkur í taumi. Þetta voru vöru-
bílar og eftirlíkingar af herjeppum,
allt heimasmíðuð leikföng og sumir
þeirra listasmíði. Pabbi smíðaði t.d.
mína bíla sem ég var stoltur af. Svona
farartæki þurftu svo vegi þannig að
við gleymdum stað og stund í bílaleik
og vegagerð.
Ég var svo eitt sumar í sveit hjá
móðursystur minni í Bessastaðagerði.
Þar fékk maður að reka kýrnar og
atast í heyskap.“
Árbjörn Magnússon, skipstjóri á Eskifirði – 75 ára
Við jólahús á sumri Árbjörn og Hansína með barnabörnunum Bryndísi Tinnu, Árbirni, Axel og Hansínu Steinunni.
Skipstjórnarmaður og
sundkappi á árum áður
Hjónin Árbjörn og Hansína í fríi í útlöndum. Þau hafa verið gift í rúm 52 ár.
Reykjavík Ívar Andri
Lárusson fæddist 7. nóv-
ember 2017 kl. 12.47.
Hann vó 3.820 g og var
51 cm langur. Foreldrar
hans eru Anna Lind
Þórðardóttir og Lárus
Ívar Ívarsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
)553 1620
Lauga-ás hefur
frá 1979 boðið
viðskiptavinum
sínum upp á úrval
af réttum þar sem
hráefni, þekking
og íslenskar
hefðir hafa verið
höfð að leiðarljósi.
Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík
laugaas@laugaas.is • laugaas.is
Við bjóðum m.a. upp á:
Súpur
Grænmetisrétti
Pastarétti
Fiskrétti
Kjötrétti
Hamborgara
Samlokur
Barnamatseðil
Eftirrétti
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is