Morgunblaðið - 09.02.2018, Side 40

Morgunblaðið - 09.02.2018, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 Svissnesk-íslenski myndlistarmað- urinn Christoph Büchel, sem var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíær- ingnum fyrir þremur árum með hið umdeilda verk „Moskan“, hóf á dögunum undirskriftasöfnun í Bandaríkjunum þar sem farið er fram á að prufuútgáfur sem reistar hafa verið við landamæri Mexíkó af landamæravegg Donalds Trumps forseta verði friðaðar sem þjóð- arlistaverk. Segir hann þær mik- ilvæg umhverfislistaverk. Jafnframt skipulagði Büchel með samtímalistasafninu í San Diego skoðunarferðir að veggbútunum þar sem þeir eru skoðaðir bæði norðan og sunnan landamæranna. Nú hafa Büchel og samstarfs- menn hans hrundið annarri undir- skriftasöfnun um málið af stað og að þessu sinni á vef Hvíta hússins sem ætlaður er fyrir undirskriftir sem þessar en hann lá niðri þegar herferðin fór fyrst af stað. Undirtektir hafa, samkvæmt The Art Newspaper, ekki verið miklar en hinsvegar hafa nokkur hundruð listamenn, kennarar og sýning- arstjórar undirritað opið bréf þar sem hugmyndum Büchels er harð- lega mótmælt, þótt kaldhæðnar séu. Þar segir að ekkert sem reist er í nafni hvítar einangrunar- hyggju og ofbeldis, eins og téður landamæraveggur, eigi að styðja í nafni listamanna og listastofnana og eru Büchel, blaðamaður The New York Times, sem fjallaði um herferðina, og samtímalistasafnið í San Diego harðlega gagnrýnd. Landamærin Sýnishornin af mögu- legum landamæraveggjum blasa við sunn- an landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna. Herferð Büchels harðlega gagnrýnd Listamannatvíeykið Holly og Rúna er komið í undanúrslit alþjóðlegrar myndlistarsamkeppni, Arte Lag- una, sem haldin er í tólfta skipti í ár og er kennd við lónið í Feneyjum þar sem eru höfuðstöðvar sam- keppninnar. Verkið sem þær sendu í keppnina nefnist „Volucris“ en það merkir fugl á latínu. Holly and Rúna kalla þær Holly Tong ljósmyndari og blómaskreyt- ingakonan Rúna Lind Kuru Krist- jónsdóttir sig þegar þær vinna sam- an að listrænum ljósmyndaverkefn- um á Nýja-Sjálandi, þar sem þær eru búsettar. Þær hafa starfað þar saman í átta ár og skapa stór verk af blómum. Ljósmyndaverk eftir 25 ljós- myndara eða samstarfsaðila hafa verið valin til sýningar í lokakepni Arte Laguna en sýningin verður opnuð 17. mars næstkomandi í hin- um frægu sýningarsölum Arsenale í Feneyjum, þar sem Feneyjatvíær- ingurinn í myndlist er einnig settur upp. Keppt er í níu flokkum mynd- listar og eru sýnd verk eftir alla þá sem komast í undanúrslit. Einnig eru veitt verðlaun fyrir málaralist, gjörninga, vídeóverk, stafræna grafík, list í náttúru, list í borgar- umhverfi, skúlptúra og innsetn- ingar, auk listar í sýndarveruleika. Volucris Prent Holly and Rúna af verkinu í undanúrslitum Arte Laguna-keppninnar. Verk eftir Holly og Rúnu í undanúrslit Fifty Shades Freed Þriðja kvikmyndin í Fifty Shades- syrpunni sem hófst með Fifty Shad- es of Grey og byggð var á sam- nefndri skáldsögu E.L. James. Enn segir af sambandi Christians og Anastasiu sem ganga í hjónaband og halda í brúðkaupsferð til Suður- Evrópu. Þar njóta þau lífsins en þegar heim er komið á ný, til Seattle, sækja á þau fortíðardraug- ar sem stefna hjónabandinu í hættu. Leikstjóri myndarinnar er James Foley og með aðalhlutverk fara Dakota Johnson og Jamie Dornan. Metacritic: 34/100 The 15:17 to Paris Nýjasta kvikmynd Clints East- woods og byggð á sannsögulegum atburði. Hinn 15. ágúst árið 2015 unnu fimm karlar hetjudáð þegar þeim tókst að koma í veg fyrir hryðjuverk í lest á leið frá Amst- erdam til Parísar. Þeir yfirbuguðu mann sem hóf skothríð í lestinni og ætlaði sér að myrða fjölda farþega. Þrír mannanna voru bandarískir, einn Breti og einn Frakki. Með að- alhlutverk fara Spencer Stone, Ant- hony Sadler og Alek Skarlatos, sömu Bandaríkjamenn og stöðvuðu hryðjuverkamanninn á sínum tíma. Metacritic: 52/100 50 skuggar og hetjudáð í lest á leið til Parísar Bíófrumsýningar Bjargvættir Úr The 15:17 to Paris sem segir af því er nokkrum mönnum tókst að yfirbuga hryðjuverkamann í lest á leið til Parísar árið 2015. Wild Mouse Georg missir vinnuna sem tónlistargagnrýnandi á þekktu dagblaði í Vínarborg. Bíó Paradís 20.00 Call Me By Your Name Athugið að myndin er ekki með íslenskum texta. Metacritic 93/100 IMDb 8,3/10 Bíó Paradís 22.00, 22.30 Óþekkti hermaðurinn Sögusviðið er stríðið milli Finnlands og Sovétríkjanna 1941-1944. Morgunblaðið bbbnn Bíó Paradís 17.30, 20.00, 22.30 In the Fade Metacritic 63/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 17.45 Raiders Of The Lost Ark Bíó Paradís 20.00 Beuys Bíó Paradís 17.45 Fifty Shades Freed 16 Metacritic 34/100 IMDb 3,6/10 Sambíóin Kringlunni 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20 Smárabíó 12.00, 16.30, 19.00, 19.50, 21.30, 22.20 Háskólabíó 21.00 Den of Thieves 16 Metacritic 50/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.30, 22.10 The 15:17 to Paris 12 Bandarískir hermenn kom- ast að áætlun hryðjuverka- manna um að ráðast á lest á leið til Parísar. Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.35 Sambíóin Keflavík 20.00 Maze Runner: The Death Cure 12 Metacritic 52/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 20.00 Smárabíó 19.40, 22.40 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.40 Molly’s Game 16 Metacritic 7/100 IMDb 7,6/10 Laugarásbíó 19.50, 22.35 Háskólabíó 20.40 Pitch Perfect 3 12 Morgunblaðið bbnnn IMDb 6,3/10 Smárabíó 20.10 Three Billboards Outside Ebbing, Missouri 16 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 88/100 IMDb 8,4/10 Smárabíó 17.30, 22.20 Háskólabíó 18.00, 20.50 Bíó Paradís 22.00, 22.30, 22.45 Jumanji: Welcome to the Jungle 12 Metacritic 58/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 17.00 Smárabíó 17.10, 20.00 Svanurinn 12 Morgunblaðið bbbmn IMDb 7,0/10 Háskólabíó 18.10 Insidious: The Last Key 16 IMDb 5,8/10 Metacritic 49/100 Smárabíó 22.40 The Greatest Showman 12 Metacritic 48/100 IMDb 8,0/10 Háskólabíó 18.10 Star Wars VIII – The Last Jedi 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 85/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.30 Sambíóin Egilshöll 17.00 Lói – þú flýgur aldrei einn Lói er ófleygur þegar haustið kemur og farfuglarnir fljúga suður á bóginn. Morgunblaðið bbbbn Laugarásbíó 15.50, 18.00 Smárabíó 15.20, 17.30 Sambíóin Keflavík 18.00 Borgarbíó Akureyri 18.00 Ævintýri í Undirdjúpum IMDb 4,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.50 Sambíóin Egilshöll 17.50 Sambíóin Akureyri 17.50 Paddington 2 Metacritic 89/100 IMDb 8,1/10 Laugarásbíó 15.50, 17.45 Sambíóin Keflavík 17.40 Smárabíó 15.00, 17.20 Ferdinand Metacritic 58/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 15.00 Coco Metacritic 81/100 IMDb 8,7/10 Sambíóin Egilshöll 17.40 Svona er lífið Morgunblaðið bbbbn Háskólabíó 18.00, 20.40 Yfirhylming sem náði yfir setu fjögurra Banda- ríkjaforseta í embætti, varð til þess að fyrsti kvenkyns dagblaðaútgefandinn og metnaðar- fullur ritstjóri, lentu í eldlínunni. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 83/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 18.30, 21.00 Sambíóin Akureyri 17.30 The Post 12 Winchester 16 Sérlunduð kona sem erfir fyrirtæki sem framleiðir skotvopn, telur að draugar fólks sem var drepið með Winchester rifflum, ásæki sig. Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00, 22.10, 22.30 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 22.10 Sambíóin Keflavík 22.20 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Darkest Hour Í upphafi seinni heimsstyrjald- arinnar hvíla örlög hins frjálsa heims á öxlum óreynds for- sætisráðherra Bretlands, Win- stons Churchills. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 75/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 17.00, 19.40, 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.