Morgunblaðið - 14.02.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 14.02.2018, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 4. F E B R Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  38. tölublað  106. árgangur  HLAUT EIKON- VERÐLAUN OG SÝNIR Í VÍN LJÓÐRÆNT OG ERÓTÍSKT ÖNDUNARTÆKNI BEITT GEGN STREITU AHHH … 31 ART OF LIVING 12KATRÍN ELVARSDÓTTIR 33 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Árekstur.is kom að yfir 120 málum frá mánudegi til föstudags í síðustu viku. „Það er alveg búið að vera rosa- lega mikið að gera hjá okkur frá morgni til kvölds,“ segir Kristján Kristjánsson, rekstrarstjóri hjá Árekstur.is. Fyrirtækið sér um að- komu að umferðarslysum og óhöpp- um og aðstoðar við að koma upplýs- ingum til tryggingafélaga. Nær þjónustusvæðið yfir allt höfuðborg- arsvæðið. Þrír bílar eru starfræktir hjá fyrirtækinu og hefur verið erfitt að annast allar tilkynningar síðustu daga. Fyrirtækið ákvað nýlega að bæta við sig bíl og starfsmanni á komandi mánuðum til að anna auk- inni eftirspurn. Kristján segir aðspurður að starfsmenn hans verði ekki mikið varir við að bílar séu illa dekkjaðir um þessar mundir, slíkt hafi þó kom- ið fyrir. „Það er talið á fingrum ann- arrar handar í vetur, þetta er bara færðin,“ segir Kristján. »4 Sinntu 120 árekstrum  Árekstur.is fékk til sín yfir 120 mál á fimm dögum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Slys Mikil hálka og snjókoma hefur aukið eril hjá Árekstur.is sl. daga. Snjóþungi síðustu daga hefur gert sorphirðumönn- um í Reykjavík erfitt fyrir og valdið því að ekki er hægt að ná yfir hverfin á tilsettum tíma. Reykjavíkurborg sendi frá sér tilkynningu í fyrradag þar sem óskað var eftir því að íbúar mok- uðu frá ruslatunnum sínum til að aðstoða við sorp- hirðu. Unnið er í vikulöngum verkefnum hjá Sorp- hirðu Reykjavíkur og segir Egill Arnarson flokksstjóri að það sem ekki klárast yfir vikuna fær- ist yfir á helgarnar og síðan yfir á næstu viku. „Þá lengist milli sorphirðuferða, ruslið eykst og þetta vindur upp á sig. Ruslið fer ekkert,“ segir Egill. »6 Morgunblaðið/Hari Sorphirðumenn standa í ströngu Reykjavíkurborg biðlar til íbúa með mokstur frá tunnum Þóroddur Bjarnason Guðmundur Magnússon 80-90% af starfsemi gagnavera hér á landi eru vegna bitcoin-námugraftar. Gagnaver hér á landi eru fá og slæmt að þau séu svo háð einni tegund af vinnslu. „Sem ofan á allt er mjög brothætt. Ef verð á rafmynt fell- ur hratt og gengið fer neðarlega af ein- hverjum ástæðum gæti það leitt til þess að þeir aðilar sem eiga þennan búnað sjái ekki fram á að það borgi sig að halda starf- seminni áfram,“ segir María Ingi- mundardóttir, framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs Op- inna kerfa. Hún segir að það sem helst standi í vegi fyrir því að erlendir aðilar komi til Íslands séu fáar tengingar og frekar dýrar. Gagna- flutningsgeta sæstrengjanna Farice og Dan- ice sé nægileg og langt frá því að vera full- nýtt. Heilbrigða samkeppni vanti á markaðinn. María kveðst telja að sú stað- reynd að ríkisstyrkir séu eingöngu veittir til uppbyggingar gagnavera úti á landi hamli uppbyggingu gagnavera hér á landi. „Það mun verða ákveðin hindrun í sölu á verkefnum inn í gagnaver ef það er staðsett langt frá höfuðborgarsvæðinu.“ Gagnaver á Blönduósi Íslenska fyrirtækið Borealis hefur fengið úthlutaða lóð fyrir gagnaver á Blönduósi. Það mun einbeita sér að bitcoin-námuvinnslu. Þrjátíu störf eða fleiri gætu skapast þar á næstu þremur árum, segir sveitarstjórinn. Gagna- ver háð bitcoin  „Brothætt vinnsla“  30 störf á Blönduósi Uppbygging » Fleiri gagnaver þarf hér til að bera kostnað af fleiri tengingum til landsins. » Ísland þykir öruggasta land í heimi fyrir gagnaver.  Brögð eru að því að sjúkrabílar í Árnessýslu taki krók á leið sína eða fari villir vegar þegar þeir hafa sinnt útköllum á sveitabæjum í sýsl- unni sem bera nafnið Krókur. Er talið líklegt að það stafi m.a. af því að fimm bæir í sýslunni heita Krók- ur, þar af þrír í Flóahreppi. Sjúkrabílunum hefur því stund- um sóst ferðin seint við að sækja sjúklinga og dæmi eru um að sjúkl- ingar hafi þurft að lóðsa sjúkra- flutningamenn rétta leið frá bæj- unum á sjúkrahúsið á Selfossi, að sögn Lilju Maríu Gísladóttur, bónda í Króki í Flóahreppi. Virðist þetta gerast þrátt fyrir uppgefin öryggis- númer og aksturstölvur í bílunum. Einnig eru dæmi um að Póstur- inn hafi borið bréf út á röng heim- ilisföng og póstnúmer hjá ábúend- um á Króki. »4 Sjúkrabílar villast og keyra krókaleiðir Sjúkrabíll Verið að sækja sjúkling. Morgunblaðið/Kristinn  Oft er ekki ann- að til bragðs að taka en loka veg- inum yfir Hellis- heiði, svo algengt er orðið að á fjall- ið ætli sér í vondu veðri ökumenn á vanbúnum bíln- um sem gjarnan festa bílana og teppa með því alla aðra umferð. Þetta segir Ingi- leifur Jónsson verktaki sem í ára- raðir hefur sinnt vetrarþjónustu á veginum austur fyrir fjall. Snjó- moksturinn segir hann orðinn vandasamari en áður var. »15 Vanbúnir bílar fastir og teppa umferðina Ingileifur Jónsson MGagnaverin »11 og 16 Útkoma svokallaðra ÍSAT-nem- enda, eða nemenda sem hafa ís- lensku sem annað tungumál, í síð- ustu PISA-könnunum þykir sérstakt áhyggjuefni. Lesskilningi þeirra hef- ur hrakað enn hraðar en hjá nem- endum sem eiga íslensku að móður- máli. Hlutfall ÍSAT-nemenda sem eru í allra neðstu mörkum í lesskiln- ingi er mun hærra á Íslandi, 56,9%, en meðaltal OECD-ríkja sem er 32,7%. Þessi þróun verður samfara gífur- legri fjölgun innflytjenda hér á landi og bendir til þess að ekki hafi verið nógu vel staðið að aðlögun þeirra í skólakerfinu. Í nýrri greiningu Menntamála- stofnunar á þessu er meðal annars lagt til að sett verði á stofn sérstakt sérfræðingateymi sem sinnt geti þessum hópi, tekið þátt í mótun sam- ræmdrar stefnu og aðgerðaáætlunar fyrir þennan málaflokk á landsvísu. Þá er kallað eftir sértæku námsefni og að íslenska sem annað tungumál verði kennd sem sjálfstæð náms- grein í skólum. »2 Bregðast þarf við vanda innflytjenda bbbbm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.