Morgunblaðið - 14.02.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.02.2018, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018 Baðaðu þig í gæðunum Vandaðar vörur, gott verð og fjölbreytt úrval Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Sex arkitektateymi skiluðu frumtil- lögum að hönnun nýbyggingar fyr- ir Landsbankann við Austurhöfn í Reykjavík hinn 19. janúar sl. Sjö teymum hafði verið boðið að skila inn tillögu en eitt teymi afþakkaði boðið. Bankaráð og bankastjórn eru að fara yfir tillögurnar, sam- kvæmt upplýsingum Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. Þeim til ráðgjafar er þriggja manna ráðgjafaráð sem í sitja: G. Oddur Víðisson arkitekt, Halldóra Vífilsdóttir arkitekt og Valgeir Valgeirsson verkfræðing- ur. Val á tillögu verði tilkynnt í lok þessa mánaðar. Nýbyggingin, sem rísa mun í ná- grenni Hörpu, verður um 16.500 fermetrar að stærð og mun bank- inn nýta um 10.000 m² í nýju húsi, eða um 60% af flatarmáli hússins, undir eigin starfsemi. Bankinn mun selja eða leigja frá sér um 6.500 m². Í byrjun september sl. var aug- lýst eftir arkitektum til að hanna nýbygginguna. Alls lýstu 26 arki- tektateymi yfir áhuga á að taka þátt í hönnun hússins. Sjö var boðið að senda inn tillögur en sex nýttu sér það. Teymin eru: 1. Arkþing og C.F. Møller, 2. BIG og Arkiteó í samstarfi við BIG Engineering, VSÓ ráðgjöf, Dagný Land Design og Andra Snæ Magnason, 3. Henning Larsen og Batteríið arkitektar, 4. Kanon arki- tektar ehf. og Teiknistofan Tröð ehf., 5. PKdM arkitektar, 6. Teymið - A2F arkitektar, Gríma arkitektar, Kreatíva teiknistofa, Landmótun og Trivium. sisi@mbl.is Meta sex tillögur að nýbyggingu  Reisa 16.500 fermetra hús við Hörpu Morgunblaðið/hag reglum,“ sagði Ingibjörg í samtali við RÚV. Tilefnið var viðtal við Sigríði ráðherra í Kastljósi þar sem m.a. var rætt um dómnefnd um hæfni um- sækjenda um dómarastörf. Nefndin lagði til 15 dómaraefni við Landsrétt. Ráðherra breytti út frá fjórum tillög- um. Meðal þeirra sem hún gerði ekki tillögu um voru Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson. Fagnaði aukinni aðkomu Lögfræðingafélag Íslands skilaði líka umsögn vegna áðurnefnds frum- varps um dómstólalög. Umsögnin var afhent 1. apríl 2016. Var þar fjallað um hugmyndir um aukna aðkomu fé- lagsins að dómnefndinni. „Samkvæmt þeim er ráðgert að fjölga í nefnd sem metur hæfni dóm- araefna og leita eftir tilnefningum fleiri aðila í nefndina, þ.á m. af hálfu Lögfræðingafélags Íslands. Stjórn Lögfræðingafélagsins fagn- ar þessum áformum og telur þau vera í fullu samræmi við markmið félags- ins … Telji stjórnvöld ástæðu til að leita eftir tilnefningu félags sem ekki er bundið við tiltekna fagstétt lög- fræðinga er Lögfræðingafélag Ís- lands tvímælalaust rétti aðilinn og hinn eini í samfélagi lögfræðinga hér á landi sem opið er öllum lögfræðing- um … Að þessu leyti er tilnefning af hálfu Lögfræðingafélagsins fallin til að tryggja ákveðna breidd í samsetn- ingu nefndarinnar umfram það sem hefðbundið stéttarfélag væri fært um að endurspegla,“ sagði í umsögninni. Tveir í stjórn félagsins mæltu með umsækjendum um Landsrétt. Umsækjandinn var í stjórn Þá skilaði Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) umsögn 4. apríl 2016. Meðal stjórnarmanna var þá Jó- hannes Rúnar Jóhannsson. Eins og komið hefur fram höfðaði hann mál gegn ríkinu eftir að ráðherra gerði ekki tillögu um hann sem dómara við Landsrétt. Dæmdi Hæstiréttur ráð- herra sem áður segir brotlegan gegn stjórnsýslulögum í málum Ástráðs og Jóhanns Rúnars (591 og 592/2017). Skal tekið fram að umsögn LMFÍ var undirrituð af fulltrúum laganefndar félagsins, Stefáni Á. Svenssyni og Hildi Ýri Viðarsdóttur. Efasemdir um pólitíska valdið Þar var fjallað um áhrif frumvarps- ins á aðferðina við dómaraval, nánar tiltekið þátt ráðherra. „Samkvæmt frumvarpsdrögunum virðast rökin vera þau að komið sé í veg fyrir að „ákvörðunarvald um skipun dómara [sé] í raun á hendi nefndarinnar og þar með stjórnvaldi sem hvorki ber ábyrgð gagnvart Al- þingi né öðrum handhöfum ríkis- valds“ … Laganefnd skilur þessi sjónarmið, sem eru ekki ný af nálinni, en leyfir sér þó að benda á að mjög skiptar skoðanir eru um hvort rétt sé og eðlilegt að auka áhrif hins pólitíska valds við val á dómaraefnum, en aukin áhrif hins pólitíska valds endurspegl- ast jafnframt í því að ráðgert er að Al- þingi tilnefni tvo af sjö nefndarmönn- um,“ sagði m.a. í umsögn LMFÍ. Réttarfarsnefnd skilaði umsögn um frumvarpið 23. mars 2016. Sátu þá m.a. í nefndinni Ragnheiður Harðar- dóttir, nú dómari við Landsrétt, og Stefán Már Stefánsson, einn dómara í áðurnefndum málum Jóhannesar Rúnars og Ástráðs Haraldssonar fyr- ir Hæstarétti. Færi gegn Evrópuráðinu Þar var það markmið 1. gr. frvdr. „að tryggja að raunverulegt vald til ákvörðunar um skipun í embætti dómara liggi ekki hjá dómnefndinni heldur hjá ráðherra“ sagt fara gegn tilmælum ráðherranefndar Evrópu- ráðsins: „Áðurnefnt markmið að raunverulegt vald til ákvörðunar um skipun dómara skuli fært í hendur ráðherra stríðir gegn síðastgreindu ákvæði og því er sú tilhögun, sem lögð er til í 1. gr. frvdr., í andstöðu við til- mæli ráðherranefndarinnar,“ sagði m.a. í umsögn nefndarinnar. Þessi samantekt bendir til að DÍ, LMFÍ og réttarfarsnefnd hafi fært rök gegn því að auka vald ráðherra við skipan dómara. Sem fyrr segir var Jóhannes Rúnar í stjórn Lögmanna- félags Íslands en hann átti síðar hags- muna að gæta í dómsmáli vegna Landsréttar. Eiríkur Tómasson, þá- verandi formaður réttarfarsnefndar, mælti með Jóhannesi Rúnari sem dómara við Landsrétt. Reynslan metin misjafnlega Lögfræðingafélag Íslands færði ekki rök gegn auknu valdi ráðherra. LMFÍ taldi að meta ætti reynslu af lögmannsstörfum þyngra við valið. Dómnefnd um hæfi umsækjenda um dómarastöður vísaði til reynslu Karls Axelssonar sem lögmanns þeg- ar hún lagði til að hann yrði skipaður dómari við Hæstarétt 2015. Karl er nú dómari við réttinn. Stefán Már kom að tilnefningunni á Karli. Sigríður Á. Andersen dómsmála- ráðherra taldi dómnefndina gefa reynslu af dómarastörfum of lítið vægi við mat á umsækjendum um Landsrétt. Hæstiréttur taldi það mat ráðherrans ekki vera nógsamlega rannsakað og útskýrt. Margtengdir við dómaravalið  Fulltrúar dómarafélaga, sem mæltu gegn auknu valdi ráðherra, tengdust síðar landsréttarmálinu  Stefnandi gegn ríkinu í málinu sat í stjórn eins félagsins  Formaður DÍ hefur gagnrýnt ráðherra Stjórn Dómara - félags Íslands Þegar félagið skilaði umsögn 22.3. 2016 Skúli Magnússon, formaður frá 2013 Ingibjörg Þorsteinsdóttir, varaformaður frá 2014 Hildur Briem, gjaldkeri frá 2013 Sótti um Landsrétt 2017 Sandra Baldvins- dóttir, ritari frá 2013 Sótti um Landsrétt 2017 Karl Axelsson, meðstjórnandi frá 2015 Skipaður í Hæstarétt 2015 Stjórn Lögfræðingafélags Íslands 2016-2017 Þegar félagið skilaði umsögn 1.4. 2016 Kristján Andri Stefánsson, formaður Jónína Lárusdóttir, varaformaður Veitti meðmæli vegna Landsréttar Katrín Ólafsdóttir, meðstjórnandi Ólafur Þór Hauksson, meðstjórnandi Veitti meðmæli vegna Landsréttar Páll Þórhallsson, meðstjórnandi Sat í réttarfarsnefnd 2014-2016 Kolbrún Sævarsdóttir, meðstjórnandi Þóra Hallgrímsdóttir, meðstjórnandi Stjórn Lögmanna- félags Íslands Þegar félagið skilaði umsögn 4.4. 2016 Reimar Pétursson, formaður Óttar Pálsson, varaformaður Jóhannes Rúnar Jóhannsson, ritari Sótti um Landsrétt, höfðaði mál gegn ríkinu Berglind Svavars- dóttir, gjaldkeri Árni Þór Þorbjörnsson, meðstjórnandi Fulltrúar réttar farsnefndar Þegar nefndin skilaði umsögn 23.3. 2016 Eiríkur Tómasson Veitti meðmæli vegna Landsréttar, m.a. með Jóhannesi Rúnari Ása Ólafsdóttir Hjördís Björk Hákonardóttir Ragnheiður Harðardóttir Sótti um Landsrétt, er nú dómari við réttinn Stefán Már Stefánsson Mælti með einum um- sækjenda við Landsrétt, var dómari við Hæstarétt í málum vegna Landsrétt- ar (591 og 592/2017) Skipan dómara við Landsrétt Morgunblaðið/Hanna Við Vesturvör Hús Landsréttar. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dæmi eru um að fulltrúar lögmanna- félaga sem veittu umsagnir um val á dómurum hafi síðar komið að um- sagnarferlinu. Sama gildir um full- trúa réttarfarsnefndar. Nánar tiltekið varðar málið frum- varp um breytingar á lögum um dóm- stóla sem umræddir aðilar veittu um- sögn um í mars og apríl 2016. Dómarafélag Íslands (DÍ) skilaði umsögn 22. mars 2016. Þar voru m.a. færð rök gegn því að auka vald ráð- herra við skipan dómara: „Í upphafi ber að halda því til haga að samkvæmt gildandi reglum getur ráðherra leitað atbeina Alþingis í því skyni að víkja frá tillögum dómnefnd- ar, eftir atvikum eftir að hafa aflað sér frekari faglegrar umsagnar. Á þessa málsmeðferð hefur hins vegar aldrei verið látið reyna … Með frumvarps- drögunum er dregið úr áhrifum dóm- ara á það ferli sem leiðir til skipunar.“ Skort hafi faglega stjórnsýslu Afstaða DÍ var svo dregin saman: „Í heild sinni telur stjórnin vandséð að með breytingunni sé fagleg stjórn- sýsla við mat á dómaraefnum styrkt eða að brugðist sé við þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á gildandi regl- ur og störf núverandi nefndar. Verður því að draga stórlega í efa að með frumvarpinu náist það markmið að stuðla að auknu trausti og sátt um skipan dómara.“ Tveir stjórnarmenn í DÍ á þessum tíma sóttu um embætti dómara við Landsrétt. Það voru þær Hildur Briem og Sandra Baldvinsdóttir. Hvorug var skipuð dómari. Þá hefur nýr formaður DÍ, Ingi- björg Þorsteinsdóttir, gagnrýnt mál- flutning Sigríðar Á. Andersen dóms- málaráðherra í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi að hún hefði ekki farið að stjórnsýslulögum við skipun dómara í Landsrétt í fyrrasumar. „Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda að ráðherra fari ekki að settum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.