Morgunblaðið - 14.02.2018, Side 22

Morgunblaðið - 14.02.2018, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 ✝ Arndís HallaJóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 8. september 1976. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 2. febr- úar 2018. Foreldrar henn- ar eru Jóhannes Finnur Halldórs- son, hagfræðingur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, f. 18. desember 1954, og Guðbjörg Gísladóttir, leiðbeinandi á leik- skólanum Garðaseli, Akranesi, f. 9. febrúar 1957. Systkini Arndísar Höllu eru Halldór Bjarkar bakari, f. 16. júlí 1981, og Ástrós Una fé- lagsráðgjafi, f. 18. júlí 1985. Eiginmaður Arndísar Höllu er Eyjólfur Rúnar Stefánsson tölvurekstrarfræðingur, f. 2. mars 1976. Börn Arndísar og Eyjólfs eru: Marín Rós, f. 22. desember 1997, og Rakel Rún, f. 23. jan- úar 2001. Arndís Halla hóf grunnskóla- göngu sína á Akranesi og var 2007 var hún ein stofnenda fyr- irtækisins Ritari ehf. ásamt eig- inmanni og vinafólki. Starfaði hún að uppbyggingu þess fyr- irtækis í hálft ár í leyfi frá þroskaþjálfastörfum og sat í stjórn félagsins til loka árs 2017. Arndís Halla var í stjórn Þroskaþjálfafélags Íslands árin 2004-2008 og í stjórn Krabba- meinsfélags Akraness 2016- 2018. Árið 2012 flutti fjölskyldan til San Diego í Kaliforníu. Þar starfaði hún sem sjálfboðaliði með ungum drengjum með ein- hverfu. Fjölskyldan fluttist síð- an aftur heim til Íslands sumarið 2013 og þá hóf hún störf hjá Grundaskóla ásamt því að sinna ráðgjöf fyrir félagsþjónustu og barnavernd Akraness. Hún byrj- aði að halda fyrirlestra í fram- haldi af veikindum sínum, sem báru nafnið „Mikill hlátur og smá grátur“. Á árinu 2014 tók hún við starfi félagsmálastjóra í Hvalfjarðarsveit, en hún varð að láta af því starfi vegna veikinda á árinu 2017. Þegar hún bjó í San Diego greindist hún með brjósta- krabbamein og fór í meðferð á UCSD í lyfjameðferð, aðgerð og geislameðferð. Útför Arndísar Höllu fer fram frá Akraneskirkju í dag. 14. febrúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. síðan fjögur ár í Stykkishólmi, en þar lágu leiðir þeirra Eyjólfs Rún- ars fyrst saman. Arndís Halla lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 1996. Varð þroskaþjálfi frá Kennarahá- skóla Íslands vorið 2000. Vorið 2014 útskrifaðist hún sem markþjálfi frá Evolvia. Hún starfaði mestan sinn starfs- feril með fólki með fötlun og byrjaði að vinna með unglingum með fötlun á árinu 2000. Hún starfaði sem yfirþroskaþjálfi í Öskjuhlíðarskóla 2001-2003 og jafnframt hluta þess tíma við skammtímavistun á Móaflöt á árunum 2002-2003. Hún vann að þróunarverkefni „Málörvun fyr- ir mikið málhamlaða nemend- ur“ á árunum 2003-2004 undir verkstjórn Ásthildar B. Snorra- dóttur talmeinafræðings. Á ár- unum 2003-2011 starfaði hún sem yfirþroskaþjálfi á Brekku- bæjarskóla á Akranesi. Árið Núna þegar ég kveð elskulegra tengdadóttur mína og vinkonu, sem hverfur úr lífi okkar allt of fljótt, er mér fyrst og fremst þakklæti í huga, þakklæti fyrir vináttu hennar og kærleika. En að sama skapi leitar á hugann haf- sjór minninga. Hún kom inn í líf mitt svo ung og hefur æ síðan fylgt mér og ver- ið mér svo náin og mikilvæg. Ég sá strax að þarna fór ynd- isleg manneskja; ákveðinn, skipu- lagður og staðfastur persónuleiki en á svo einstakan hátt. Þegar ég kynntist henni svo betur áttaði ég mig á hvað hún hafði fallega sál og stórt hjarta. Hún bar alltaf hag vina sinna og vandamanna fyrir brjósti og var tilbúin að gera nán- ast hvað sem var til að öllum liði sem allra best. Var alltaf til staðar fyrir alla, hvernig svo sem stóð á hjá henni sjálfri. Fjölskyldan var henni allt, hún var henni lífið sjálft. Þarna fór stórkostleg eiginkona og móðir svo eftir var tekið. Þau Eyfi kynntust ung, aðeins 14 ára göm- ul og hafa verið nánast óaðskilj- anleg alla tíð síðan. Þau byggðu sér upp framtíð og fallegt heimili með dætrunum sínum, Marín Rós og Rakel Rún. Fjölskyldan átti sér stóra drauma og gerði allt til þess að þeir draumar mættu ræt- ast. Á haustdögum 2012 knúði „vá- gesturinn“ dyra öllum að óvörum og við tóku erfiðir tímar læknis- meðferða, lyfjagjafa og annarra aðgerða. Arndís hafði verið greind með krabbamein. En Arndís Halla, ofurhetjan okkar, ákvað að láta ekki bilbug á sér finna og sameiginlega tók fjöl- skyldan ákvörðun um að berjast til þrautar og sýna þessum vá- gesti í tvo heimana og ermar voru brettar upp. Arndís breytti um lífsstíl ákveðin í að sigra „kvikind- ið“. Hún lifði fallegu, göfugu og heilbrigðu lífi og neitaði að gefast upp. Hún sýndi ótrúlegan styrk og seiglu þegar hvert áfallið eftir annað dundi á henni og fjölskyld- unni allri. Auk fjölskyldu sinnar átti hún gott bakland vina og vandamanna, sem stóð á „hliðar- línunni og hvatti hana áfram og hún var þakklát fyrir það. Við Arndís áttum góða tíma saman hvort sem var í gönguferð- um hér heima eða í San Diego, ómældum klukkustundum við prjóna- eða saumaskap, yfir mat- reiðslubókum til að finna upp hvað væri heilbrigt mataræði og búa til matseðla, yfir raunveru- leikaþáttum í sjónvarpinu eða að spá og spekúlera í lífinu og tilver- unni. Eitt sinn sagði hún mér frá ferðalagi sem hún tók sér fyrir hendur á Snæfellsnesið, í sveitina sína góðu þar sem hún á yngri ár- um hafði átt góðar stundir með ömmu sinni og afa. Hún sagðist hafa pakkað saman kvíðanum og óttanum, sem hafði ásótt hana undanfarið, í box sem hún geymdi í höfðinu. Nú hafði hún komið inn- haldi boxins fyrir undir steini í sveitinni og hún var ákveðin í að nálgast það ekki aftur. Það voru algjör forréttindi að fá að vera samferða Arndísi í líf- inu og fá að njóta lífsskoðana hennar, dugnaðar og umhyggju, það gerir mig vonandi að betri manneskju. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum.) Elsku Eyfi, Marín Rós, Rakel Rún, foreldrar Arndísar og systk- ini svo og allir aðrir aðstandend- ur, það eru erfiðir tímar framund- an en við biðjum algóðan Guð um að gefa okkur öllum allan þann styrk og kraft sem fyrirfinnst til að axla þá byrði sem lögð er á hug okkar og hjörtu. Um leið biðjum við algóðan Guð um að gæta Arndísar og trú- um því að við eigum endurfundi í „Sumarlandinu“. Meira: mbl.is/minningar Jóhanna tengdamamma. Við erum mjög heppin að hafa alist upp með þig í fjölskyldunni, og hafa haft tækifæri til að vaxa sem einstaklingar með þig sem fyrirmynd. Það er sama hvaða verkefni þú tókst á við, það var alltaf leyst með jákvæðni, öryggi og útgeislun sem dró okkur með í rétta átt. Fjölskyldan er fátækari án þín, en við eigum ómetanlegar minn- ingar sem munu verða okkur leið- arljós um ókomna tíð. Eftirsjáin svíður í dag, og við óskum þess heitt að stundirnar hefðu getað verið fleiri. Þú hefur alltaf verið leiðtogi og það mun ekkert breytast. Lær- dómurinn mun lifa áfram, og hjálpa okkur að takast á við verk- efni framtíðarinnar. Við munum nýta minningarnar um réttsýna, drífandi, og glæsilega frænku okkar til að leiða okkur í rétta átt. Minningarnar af samverustund- um okkar allt frá æskuárum eru kryddaðar svörum og lausnum við öllum aðstæðum. Við þurfum bara að spyrja okkur: Hvað myndi Arndís gera? Elsku Eyvi, Marín og Rakel, innilegar samúðarkveðjur á þess- um þungu tímum. Hvíl í friði, þín frændsystkin Hjalti og Pálína. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna okkar og það er nístandi sársauki sem fylgir því að þurfa að kveðja baráttujaxlinn okkar sem óskaði sér einskis heit- ar í þessu lífi en að sigra í barátt- unni við þennan illvíga sjúkdóm. Arndís mun alltaf eiga stóran sess í hjarta mér, hún var einstök vinkona, mikill gleðigjafi, einstak- lega falleg og góð manneskja. Arndís var ofboðslega drífandi og komst yfir meira á einum degi en okkur hinum var nokkurn tímann mögulegt. Ég er virkilega þakklát fyrir stundirnar okkar saman sem voru oft á tíðum misgáfulegar eins og t.d. þegar við löbbuðum hringinn í kringum Reykjavík eða bárum upp tvöfalt bónorð í Árbæjarlaug með mjög misheppnuðum ár- angri. Arndís hafði einstaklega góða nærveru og stundirnar sem við sátum saman og spjölluðum eða hringdumst á voru aldrei stuttar. Við höfðum einfaldlega alltaf frá svo miklu að segja. Elsku yndislega mágkona, takk fyrir allt sem þú kenndir mér, takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar okkar, takk fyrir öll hlátursköstin og alla vitleysuna sem okkur datt í hug saman. Takk fyrir að gera bróður minn ham- ingjusaman, takk fyrir yndislegu og hæfileikaríku stelpurnar ykkar sem voru þér svo mikils virði. Takk fyrir tímann okkar saman á þessari jörð sem ég vildi óska að hefði verið miklu lengri. Fyrir mér verður þú alltaf sig- urvegari. Þú sigraðir sjálfa þig og allt sem læknavísindin sögðu. Þú ert hetjan mín og ég geymi þig í hjarta mínu þar til við hittumst á ný. Ég mun passa Eyfa þinn og stelpurnar eins og þú baðst mig að gera. Ástarkveðja, Guðbjörg. Elsku Arndís Halla mín. Það er ólýsanlega sárt að þurfa að kveðja þig. Þú varst fyrirmynd mín í svo mörgu og ég man hvað ég leit upp til þín þegar við vorum litlar. Þú varst svo falleg og góð, skemmtileg og vinamörg og ég vildi líkjast þér. Ég man okkur á Hrannarstígnum hjá ömmu og afa í Grundarfirði, á Spjör og í Stykk- ishólmi og það er ómetanlegt að eiga þessar æskuminningar. Núna í seinni tíð minnist ég þess þegar við skipulögðum stóra frænku- og húsmæðrahittinginn í Arnarholti. Það sem hann lukk- aðist vel og alltaf stóð til að end- urtaka leikinn. Ég man líka öll símtölin. Við gerðum nú stundum grín að því að þú værir líklegast ein af fáum sem gætu talað meira en ég – og svo hlógum við báðar. Við hringdumst oft á og það sem við gátum spjallað saman! Ekkert var okkur óviðkomandi og lengd símtalanna var sjaldan mæld í mínútum – frekar í klukkustund- um. Ég minnist síðasta símtals okkar núna í janúar. Þú fórst að tala um það að þú ættir alveg eftir að koma og sjá nýja húsið okkar og áður en símtalinu lauk varstu farin að skipuleggja heimsókn til okkar. Þið Eyfi mynduð bara koma með hjólhýsið í sumar og „gista“ í innkeyrslunni! En þetta líf er svo óútreiknan- legt. Þegar þú veiktist fyrir nokkrum árum þá spurðir þú ekki „af hverju ég?“ heldur „af hverju ekki ég?“. Þú varst svo meðvituð um að ekkert er sjálfgefið. Þú tókst á við örlög þín af miklu æðruleysi og ólýsanlegri já- kvæðni. Baráttuvilji þinn var eft- irtektarverður og þú minntir okk- ur hin á það að hlúa vel að því sem raunverulega skiptir mestu máli í lífinu. En þú varst ekki ein í bar- áttunni. Liðið þitt allt, með Eyfa og stelpurnar í broddi fylkingar, hvatti þig áfram. Team Arndís ber vott um það og ég er nokkuð viss um að margir sofi nú í bleiku „liðstreyjunni“. Þú, elsku Arndís mín, og liðið allt kenndir mér að ástin og kærleikurinn sigrar allt. „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en sam- gleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.“ (1. Kor 13.4-8) Það er stórt skarð höggvið í okkar stóru fjölskyldu en við munum halda vel utan um hvert annað, njóta lífsins áfram eins og þú kenndir okkur og minnast þín með endalausri ást og hlýju. Ég sakna þín, elsku Arndís mín, og mun alltaf elska þig. Elsku Eyfi, Marín Rós, Rakel Rún, Jói, Gugga, Halldór Bjark- ar, Ástrós Una og fjölskyldur. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Þín frænka, Birta Huld Halldórsdóttir. Elsku Arndís Halla. Hvernig þakkar maður lífsljósi eins og þér samfylgdina? Er nóg að segja takk? Takk fyrir alla leikina í æsku. Takk fyrir að veiða með mér randaflugur bak við hús hjá ömmu og afa á Álftavatni. Takk fyrir að kenna mér að sleppa þeim aftur. Takk fyrir alla þykjustu- leikina á Húsahól. Takk fyrir allar hollu matarsendingarnar og peppið þegar ég var nýflutt á Akranes. Takk fyrir að eiga part í dóttur. Takk fyrir að vera alltaf boðin og búin að kynna þér henn- ar þarfir og ráðleggja. Þau ráð hafa reynst vel. Takk fyrir aðstoð- ina og lánið á skipulagshæfni í flutningum. Takk fyrir göngu- túrana og takk fyrir trúnóin. Takk fyrir að vera svona góð fyr- irmynd. Takk fyrir stelpurnar þínar. Þær eru dýrmætar. Takk fyrir alla hjálpina. Takk fyrir hlýjuna. Takk fyrir ástina. Takk fyrir allt. Takk. Þú sagðir við mig nýlega „ég veit að einn daginn þá dey ég, þangað til er ég á lífi“. Elsku lífs- glaða frænkan mín með stálsálina sem alltaf var tilbúin að sjá það góða og gefa af sér. Þessi orð, „þangað til“ hafa verið mér sem mantra síðan. Þú kenndir okkur mæðgum að lifa í núinu. Allt fer þetta einhvern veginn. „Þangað til“ er eina vitið að njóta. Njóta hversdagsins. Njóta augnabliks- ins. Þannig lifir hluti af þínum lífs- gildum áfram í okkur. Takk fyrir það. Lífið var betra með þig við hlið okkar. Lífið er betra af því þú varst okkur við hlið. Elsku Eyfi, Marín, Rakel, Gugga, Jói, Halldór, Ástrós, fjöl- skylda, tengdafjölskylda, tengda- börn og auðvitað hann Bjartur okkar. Öll mín ást á ykkur. Hlédís Sveinsdóttir. Elsku Arndís Halla mín. Raunveruleikinn er sár og hug- ur minn leitar stöðugt til fjöl- skyldu þinnar. Til Eyfa þíns sem stóð eins og klettur við hlið þér í baráttunni. Til Marínar Rósar, Rakelar, foreldra þinna, systkina og annarra aðstandenda. Það eiga margir um sárt að binda því þú, elsku Arndís mín, komst á þinni allt of stuttu lífsleið við hjörtu ótal margra einstaklinga. Undanfarnir dagar hafa liðið framhjá með ótal minningum sem ylja. Minningum sem ég mun halda vel í því þær varðveita minningu þína. Þessar minningar eru dýrmætar. Þetta eru m.a. minningar um vinkonur sem sátu í hlíðum Esj- unnar og langaði alla leið upp en voru hræddar rétt fyrir ofan Stein. Fengu hjálp og hlupu með aðstoð alla leið upp. Ég man samt pælingarnar um hvernig við ætt- um að komast niður aftur, en það tókst. Minningar um vinkonur sem lögðu af stað í sína fyrstu ferð á Geirmundartind. Við Guðfinnu- þúfu héldu þær að þær væru komnar alla leið upp og veltu meira að segja við steinum til að leita að gestabókinni. Ferðin end- aði á símtali við pabba þinn, sem sagði okkur ekki vera á réttum stað. Þessu hlógum við nú mikið að. Ég man líka margar hláturs- minningar þar sem við ræddum ýmis mál. Yndislegar þakklátar minningar um góða vinkonu sem tók Þórdísi Evu mína að sér við upphaf grunnskólagöngu hennar. Vinkonu sem kom stelpunni minni í gegnum stórt verkefni, sýndi okkur mikla umhyggju og í sam- einingu náðum við árangri. Vegna þessa varð einnig mikill vinskapur milli þín og Þórdísar Evu. Það sýndi sig vel því hún varð að senda þér kort frá Florida, um ár- ið, og segja þér frá ævintýrunum. Ég get ekki sleppt því að minna þig á ferð ykkar Eyfa í þingið fyr- ir tæpu ári. Þá komuð þið og hitt- uð okkur nokkra nefndarmenn í velferðarnefnd og komuð fram með réttmætar og nauðsynlegar ábendingar um það sem betur má fara í heilbrigðismálum. Þessi heimsókn sýndi að þú varst alltaf að hugsa um velferð fólks. Elsku Arndís Halla mín. Ég þakka þér fyrir spjallið sem við áttum fyrir nokkrum vikum. Það var samtal við kjarkmikla vin- konu sem kenndi mér svo margt. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Hjartans þakkir fyrir allt saman. Eyfa, Marín Rós, Rakel, foreldrum þínum, systkinum og öðrum aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. Ég bið þess að allar góðar vættir vaki yfir þeim og styrki á þessum erfiðu tímum. Þín vinkona, Elsa Lára. Þegar brosið þitt bjarta beindist að mér, glæddist gleði í hjarta geislar af þér. (GJJ) Við vinkonurnar eigum sannar- lega eftir að sakna þess að sjá brosið hennar Arndísar, bjart og eilítið skakkt en svo geislandi að engum duldist að þarna var á ferðinni eðaleintak af manneskju. Okkur vinkonurnar langar til að þakka fyrir að fá að eiga sam- leið með Arndísi þann veg sem legið hefur frá barnæsku og ung- lingsárum til þess dags sem hún kvaddi. Skoppandi glöð barnæskuárin, blómarós unglingsáranna, unga móðirin og eiginkonan, það má með sanni segja að Arndís hafi í öllum sínum hlutverkum gert hlutina 100% og rúmlega það. Að vera þeirrar gæfu aðnjót- andi að fylgjast að í gegnum sætt og súrt er það sem við vinkonurn- ar erum þakklátastar fyrir. Að eiga Arndísi að sem vinkonu þýddi að þar höfðum við eina trausta og ráðagóða sem leitaði ætíð lausna á þeim málum sem upp komu. Þannig tókst hún ætíð á við öll þau verkefni sem hún stóð frammi fyrir með skynsemi, bjartsýni og ótrúlegan viljastyrk að vopni. Arndís var alltaf með eitthvað á prjónunum í orðsins fyllstu, hvort sem það fólst í saumaskap, fyr- irlestrahaldi, markþjálfun eða öðru; verkefnalaus varð hún aldr- ei. Hún lagði því sitt af mörkum í að gera þennan heim að betri stað því það var sama hvar hún kom við, hún gerði hlutina betri en þeir voru fyrir. Elsku Eyfi, klettur í sjávarföll- um lífsins, takk fyrir að halda ut- an um Arndísi okkar alla tíð og vera henni ómetanlegur styrkur í lokabaráttunni. Elsku Marín og Rakel, augasteinar móður ykkar sem hugsaði ávallt um að vega- nesti ykkar út í lífið væri sem af- farasælast. Elsku Bjartur, káti loðboltinn sem gafst Arndísi hlýju og félagsskap með nærveru þinni, söknuður þinn er sár. Kæra fjölskylda, missir ykkar er mikill, megi allar góðar vættir og almættið fylgja ykkur um þann dimma dal sem nú er genginn en við trúum og treystum að ljósið og birtan hennar Arndísar muni ávallt fylgja ykkur. Arndís Halla Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.