Morgunblaðið - 14.02.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Nú einnig netapótek: Appotek.is
Úsbeskur hælisleitandi játaði fyrir
rétti í Stokkhólmi í gær að hafa vís-
vitandi ekið á vegfarendur í miðborg
Stokkhólms í apríl á síðasta ári og
ætlað að verða sem flestum að bana.
Fimm létu lífið og tíu særðust í árás-
inni.
Réttarhöld yfir manninum, sem
heitir Rakhmat Akilov, hófust í þing-
rétti í Stokkhólmi í gær. Mikil örygg-
isgæsla var við og í dómhúsinu þegar
Akilov var leiddur þangað inn í hand-
járnum, klæddur grænum fangelsis-
samfestingi og krúnurakaður.
Akilov, sem verður fertugur í dag,
var synjað um hæli í Svíþjóð árið
2016. Hann lýsti yfir stuðningi við
hryðjuverkasamtökin Ríki íslams
þegar hann gerði árásina í Stokk-
hólmi en samtökin lýstu þó aldrei yf-
ir ábyrgð á verknaðnum.
Rétt ákæra
Akilov stal bjórflutningabíl að
kvöldi föstudagsins 7. apríl í fyrra og
ók inn á Drottningargötu, göngu-
götu í miðborg Stokkhólms, þar sem
hann reyndi að aka á sem flesta veg-
farendur. Við upphaf réttarhaldanna
lýsti Johan Eriksson, lögmaður
hans, því yfir að ákæran væri rétt.
„Akilov tók bílinn traustataki …
og ók honum … Hann varð fimm
manns að bana og slasaði tíu,“ sagði
Eriksson við upphaf réttarhaldanna.
„Líf fjölda manna voru í hættu. Til-
gangurinn var að valda ótta og fá
Svía til að hætta aðild að bandalag-
inu gegn Ríki íslams,“ sagði Eriks-
son.
Akilov ók að lokum á verslunarhús
og sprengdi síðan heimatilbúna
sprengju í bílnum. Sprengjan var þó
ekki öflug. Akilov flúði af vettvangi
en var handtekinn nokkrum klukku-
stundum síðar eftir að til hans sást á
öryggismyndavélum. Hann játaði
verknaðinn við yfirheyrslur lögreglu
og sagðist hafa reiknað með því að
láta sjálfur lífið í árásinni.
Saksóknarar segjast ætla að fara
fram á það að Akilov verði dæmdur í
ævilagt fangelsi og að honum verði
vísað frá Svíþjóð. Að jafnaði jafngild-
ir ævilangur dómur 16 ára fangelsi í
Svíþjóð. Eriksson sagði að skjól-
stæðingur hans myndi ekki andmæla
þessum kröfum. Hans Ihrman sak-
sóknari lagði fram í réttinum mynd-
skeið, sem vegfarendur tóku eftir
árásina, en á þeim sést lík á götunni
og skelfingu lostið fólk. Einnig voru
spilaðar hljóðupptökur af tilkynn-
ingum fólks til neyðarlínu. Ættingj-
ar þeirra sem létu lífið og fórnarlömb
fylgdust með réttarhöldunum í hlið-
arherbergi. Margir héldust í hendur
og grétu.
Saksóknarar lögðu einnig fram
skrár úr símum, sem Akilov notaði,
og samtöl hans á ýmsum samfélags-
miðlum og spjallvefjum þar sem
hann ræddi m.a. um sjálfsmorðs-
árásaráform. Saksóknarar telja
samt að hann hafi verið einn að verki
og hafa því aðeins ákært hann.
Gert er ráð fyrir að réttarhöldin
standi fram í maí og dómur verði
kveðinn upp í júní. Akilov mun
ávarpa réttinn 20. febrúar.
Akilov kom til Svíþjóðar árið 2014
en eiginkona hans og fjögur börn
urðu eftir í Úsbekistan. Eftir að um-
sókn hans um hæli var hafnað fór
hann huldu höfði en vann þó á nokkr-
um stöðum í byggingarvinnu.
AFP
Beðið Öryggisvörður stendur framan við fréttamenn utan við réttarsalinn þar sem réttað er yfir Rakhmat Akilov.
Játaði að hafa framið
hryðjuverk í Stokkhólmi
Rakhmat Akilov játaði að hafa orðið fimm manns að bana í miðborg Stokkhólms
fyrir tæpu ári Ætlaði að fá Svía til að hætta baráttu gegn samtökum íslamista
Í réttarsalnum Teikning sem sýnir upphaf réttarhaldanna í gær.
Norski olíusjóðurinn, stærsti eftir-
launasjóður í heimi, hvatti í gær fyr-
irtæki, sem sjóðurinn á hlut í, til að
herða aðgerðir gegn spillingu, þar á
meðal með því að veita uppljóstrur-
um betri vernd.
„Við búumst við því af öllum fyrir-
tækjum, sem við fjárfestum í, að
hafa komið sér upp raunhæfum
vörnum gegn spillingu,“ sagði Yngve
Slyngstad, forstjóri sjóðsins í yfir-
lýsingu. „Fyrirtæki ættu að hafa
reglur um uppljóstrara, sem gera
þeim kleift að koma upplýsingum á
framfæri þegar hefðbundnar leiðir
eiga ekki við eða þegar uppljóstrar-
inn vill njóta nafnleyndar.“
Fram kemur á vef blaðsins Aften-
posten að stjórn sjóðsins sendi í
haust bréf til 500 stærstu fyrirtækj-
anna í eigu sjóðsins þar sem þessar
reglur voru kynntar.
105 þúsund milljarðar
Í olíusjóðinn rennur stærstur
hluti af tekjum norska ríkisins af
olíuvinnslu. Sjóðurinn á hlut í um
9000 fyrirtækjum og eignir hans eru
metnar á 8.128 milljarða norskra
króna, 105 þúsund milljarða ís-
lenskra króna. Til samanburðar
nema eignir íslenska lífeyrissjóða-
kerfisins um 900 milljörðum ís-
lenskra króna.
Sjóðurinn er í umsjón norska
seðlabankans og hefur sett sér
strangar fjárfestingarsiðareglur.
Samkvæmt þeim má sjóðurinn ekki
kaupa hlutabréf í fyrirtækjum, sem
hafa orðið uppvís að alvarlegum
mannréttindabrotum, framleitt
kjarnavopn eða önnur „ómannúð-
leg“ vopn, framleiða kol eða tóbaks-
afurðir svo nokkuð sé nefnt.
Fram kom í skýrslu sjóðsins, sem
birt var í gær, að á síðustu sex árum
hafi hann selt hlutabréf í yfir 200
fyrirtækjum, sem samræmdust ekki
ofangreindum siðareglum. Þar af
sex fyrirtækjum á síðasta ári.
Olíuvinnsla Einn margra olíu-
borpalla í eigu Norðmanna.
Hvetur fyrirtæki til að
berjast gegn spillingu
Hinrik prins, eig-
inmaður Mar-
grétar Dana-
drottningar,
hefur verið flutt-
ur af Rigshospit-
alet í Kaup-
mannahöfn í
Fredensborgar-
höll á Sjálandi.
Fram kom í til-
kynningu frá
dönsku konungsfjölskyldunni í gær
að heilsa Hinriks væri slæm og að
hann vildi verja síðustu dögum sín-
um í höllinni.
Danska ríkisútvarpið hefur eftir
Peter Qvortrup Geisling, lækni og
blaðamanni, að þetta bendi til þess
að prinsinn sé með meðvitund en fái
nú líknandi meðferð.
Hinrik, sem er 83 ára, greindist
nýlega með góðkynja æxli og sýk-
ingar í lunga. Á síðasta ári greindist
hann með heilabilun.
Hinrik flutt-
ur í Fredens-
borgarhöll
Hinrik prins.
Vel gengur að
sprengja svo-
nefnd Austureyj-
argöng í Fær-
eyjum en þau
liggja frá Hvíta-
nesi á Straumey,
skammt norðan
við höfuðstaðinn
Þórshöfn, til
Runavíkur og
Stranda á Aust-
urey.
Fyrsta sprengingin var fyrir tæpu
ári og nú hefur verið lokið við þriðj-
ung ganganna, sem verða alls rúm-
lega 11 km löng. Gangagerðinni á að
ljúka 2020.
Göngin munu stytta leiðina milli
Þórshafnar og Runavíkur úr 55 km í
17 km. Kostnaður við göngin er
áætlaður um 17 milljarðar íslenskra
króna og gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdin verði fjármögnuð með veg-
gjöldum.
Vel gengur
að sprengja
Tölvumynd af Aust-
ureyjargöngum.