Morgunblaðið - 20.02.2018, Side 6

Morgunblaðið - 20.02.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Að stjórnmálahreyfingar auglýsi eftir fólki í framboð er um margt viðbragð við breyttri pólitík, opinberri sam- ræðuaðferð og samfélagi. Þetta segir Birgir Guðmundsson, dósent við Há- skólann á Akureyri. Ný stjórnmálaöfl hafa sjaldnast jafn fastmótað reglu- verk og hefðbundnu flokkarnir né eru byggð upp af flokksstofnunum þar sem fólk blandar sér í leikinn og fer gjarnan í framboð í framhaldinu. Hjá Miðflokksfélagi Suðvestur- kjördæmis hefur verið ákveðið að stilla upp framboðslista vegna sveit- arstjórnarkosninga í vor. Fólk í Kópavogi, Garða- bæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi sem hefur áhuga á að taka sæti á lista Miðflokksins í þessum sveitar- félögum er beðið um að senda Mið- flokknum ósk sína um framboð og frestur til þess rennur út 26. febrúar. Er stefnt að því að tilkynna efstu frambjóðendur á framboðslistum fyr- ir 15. mars. Þegar hefur verið ákveðið að flokkurinn bjóði fram í Hafnarfirði og Reykjavík og í höfuðborginni verð- ur Vigdís Hauksdóttir í forystusæt- inu. Þá hafa Píratar í Reykjavík auglýst eftir framboðum til prófkjörs fyrir borgarstjórnarkosningar. Eiga áhugasamir að skrá sig inn á rafrænu kosningakerfi flokksins, þar sem hagsmunaskráning skal fylgja. Framboð þurfa að hafa borist fyrir 12. mars. „Það hefur verið talið eitt af hlutverkum stjórnmálaflokka að sinna nýliðun í stjórnmálum, en þetta hlutverk hefur sætt vaxandi gagnrýni og nýrri hreyfingar hafa opinskátt talað fyrir því að opna stjórnmálin meira. Auglýsingar af þessu tagi eru að einhverju leyti hluti af þeirri við- leitni,“ segir Birgir. Auglýst eftir framboðum með opnari stjórnmálum  Ný framboð og nýtt fólk  Áhugasamir mega gefa sig fram Birgir Guðmundsson BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Jarðskjálftahrinan norðaustan og austan Grímseyjar er merki um gliðnun á 20 km löngu norð-suðlægu belti djúpt í jarðskorpunni. Slíkur gliðnunaratburður reynir á umhverf- ið og getur ýtt undir það að stærri jarðskjálfti verði, sérstaklega til norðurs eða suðurs í framhaldi beltisins. Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur segir að lengi hafi verið búist við að slíkur skjálfti gæti brostið á, undir eða norðan við Skjálfandaflóa. Hann gæti þá orðið eitthvað í líkingu við Húsavíkur-Flateyjarskjálftana árið 1872 en þeir voru rúmlega 6 að stærð. Jarðskjálftahrinan sem hófst í jan- úar, en hefur staðið óslitið frá 14. febrúar norðaustan og austan við Grímsey, heldur áfram. Í fyrrinótt og gærmorgun urðu nokkrir öflugir skjálftar, sá stærsti mældist 5,2 kl. 5.38. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands fannst hann vel víða um norðanvert landið. Eftir fund vísindamanna Veður- stofunnar með stjórnendum hjá Al- mannavörnum lýsti ríkislögreglu- stjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi yfir óvissustigi al- mannavarna. Vísað er til þess að þetta er þekkt jarðskjálftasvæði. „Fjöldi misgengja er á þessu svæði og ómögulegt að segja hvaða áhrif stóri skjálftinn í nótt muni hafa á þau misgengi. Svæðið er hluti af Tjörnes- brotabeltinu; misgengissvæði milli rekbeltanna sem liggja um Ísland og norður eftir Kolbeinseyjarhrygg, og algengt er að þarna komi hrinur skjálfta,“ segir í tilkynningu Ríkis- lögreglustjóra. Opnun neðan frá Ragnar Stefánsson hefur fylgst lengi með jarðskjálftum í landinu. Hann tekur undir ályktanir vísinda- manna á Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans um að jarðskjálftarnir tengist gliðnun í jarðskorpunni. Hann segir að skjálft- arnir hafi aðallega verið á 20 kíló- metra löngu og 5 kílómetra breiðu belti og komi upp á tiltölulega miklu dýpi, eða á 10-14 kílómetrum, en fari stundum upp í 7 kílómetra. Mjög fáir skjálftar séu á minna en 5 kílómetra dýpi. „Opnunin kemur neðan frá. Sjálfsagt eru í þessu einhverjar léttar kvikur sem flæða inn og ýta undir spennulosun. Kvikuhreyfingarnar eru það djúpt að þær eru ekki líkleg- ar til að valda eldgosi en þær geta verið fæðuefni fyrir jarðhitasvæðin. Þekkt jarðhitasvæði er austur af Grímsey, þarna skammt frá,“ segir Ragnar. Vísindamenn hjá Íslenskum orku- rannsóknum (ISOR) vekja athygli á því í grein sem skrifuð er 16. febrúar á vef Isor að þorri skjálftanna við Grímsey er undir og í grennd við syðsta neðansjávareldfjallið í eld- stöðvakerfi sem kennt er við Nafir. Það bendi til einhverskonar hrær- inga sem tengjast kvikuhreyfingum í jarðskorpunni undir eldfjallinu. Þeir geta þess þó að enginn gosórói hafi mælst á jarðskjálftamælum og að reynslan kenni að eldsumbrot með kvikuhreyfingum í jarðskorpunni þurfi alls ekki að leiða til eldgoss. Vísindamenn Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskólans svara spurningunni um það hvort skjálftavirknin tengist kvikuhreyf- ingum í jarðskorpunni á þann hátt að ekki hafi greinst skjálftavirkni sem líkist þeirri sem þekkt er í tengslum við kvikuhreyfingar. Samfelldar GPS-mælingar í Grímsey sýni heldur ekki mælanlega aflögun tengda þess- ari hrinu sem bendi til að jarðskjálfta- virknin sé frekar tengd hreyfingum á flekaskilum í Tjörnesbrotabeltinu. Fjórir stórir á 20. öld Skjálftahrinur eru algengar á Grímseyjarbeltinu. Hrinur af svipaðri stærð og sú sem nú stendur yfir urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og síðasta hrinan var í apríl 2013. Ástæðan er sú að flekar jarðskorp- unnar nuddast saman á hliðunum. Heimildir eru um fjölda stórra skjálfta á Tjörnesbrotabeltinu allt frá árinu 1260. Á tuttugustu öld mældust fjórir skjálftar stærri en sex úti fyrir Norðurlandi. Sumir þeirra ollu miklu tjóni, eins og Dalvíkurskjálftinn árið 1934 og Kópaskersskjálftinn árið 1976 en báðir áttu upptök nærri byggðunum. Ragnar segir að aðstæður nú séu ólíkar því sem var í Dalvíkurskjálft- anum. Þá hafi ekki mælst skjálftar áður en jarðskjálftinn reið yfir en miklar hreyfingar á eftir. Kópaskers- skjálftinn hafi aftur á móti komið í kjölfar mikillar gliðnunar á eystra gosbeltinu. Sú þróun hafi byggt upp skjálftann. Ekki hægt að spá skjálfta Bæta má við þremur skjálftum sem urðu á Skjálfanda; einum við Flatey árið 1755 upp á 7-7,1 að stærð og tveimur við Húsavík og Flatey á árinu 1872, rúmlega 6 að stærð. Ragnar Stefánsson segir að gliðn- unaratburður eins og nú á sér stað við Grímsey reyni á umhverfið og geti ýtt undir að stærri skjálftar verði norðan eða sunnan við gliðnunina. Hann vill ekki spá skjálfta, segir að jarð- skjálftaspár séu enn það ófullkomnar að erfitt sé að gera það. Segir þó að jarðvísindamenn hafi lengi verið að búast við jarðskjálfta af stærðinni 6,5 á Skjálfandaflóa. Sá skjálfti gæti þá orðið á stærð við skjálftana árið 1872 en ekki risaskjálfti eins og varð 1755, ekki sé talið rými fyrir svo stóran skjálfta. „Ekki er heldur víst að næsti stóri skjálfti verði á svokölluðu Húsa- víkur-Flateyjarmisgengi eins og skjálftarnir 1872 og 1755. Ef til vill yrði hann talsvert norðar, miðja vegu milli Grímseyjar og lands eins og skjálfti sem varð 1910.“ Þótt ekki sé hægt að spá fyrir um skjálfta nema rétt áður en þeir bresta á og kannski ekki einu sinni þá telur Ragnar rétt að íbúar og Almanna- varnir búi sig undir að slíkir atburðir geti gerst. Getur ýtt undir stærri jarðskjálfta  Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram  Gliðnun jarðskorpu og jafnvel kvikuhreyfingar  Vísindamenn hafa verið að búast við enn stærri jarðskjálfta  Lýst yfir óvissustigi almannavarna Jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu Skjálftar frá 19. febrúar Skjálftar frá byrjun janúar Skjálftar yfir 4 stig Upptök M5,2 skjálftans í gær Brotlausn/siggengi skjálftans Skjálftar á tímabilinu 1994-2017 Jarðskjálftamælistöð Eldstöðvakerfi Eldsumbrot á sögulegum tíma Stórir skjálftar á misgengi Kl. 05:38 í gær mældist skjálfti af stærðinni 5,2 með upptök um 14 km aust-norð- austur af Grímsey. Upptök skjálftans voru á svonefndu Grímseyjarbelti og á um 10 km dýpi. Brotlausn skjálftans bendir til þess að hann tengist gliðnun í jarð- skorpunni. Brettingsstaðir Mánáreyjar Héðinshöfði Húsavíkur- misgengið Húsavíkur-Flateyjarmisgengið 1963 1934 1921 18721872 1910 1885 1976 1755 Hreyfing á flekaskilum 1 cm á ári Hreyfing á flekaskilum 1 cm á ári Heimild: Veðurstofa Íslands, Jarðvísinda- stofnun HÍ, Ragnar Stefánsson og ISOR Morgunblaðið/Golli Við höfnina Grímseyingum varð ekki svefnsamt í fyrrinótt. Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri, segir stóra skjálftann hafa virkað á sig eins og högg. „Mér fannst þetta vera hnykkur og smá hljóð og svo annar hnykkur.“ Bjarni segist ekki hissa á að fólk sé hrætt. „Það er samt enginn ótti í mér, þessi ókyrrð er bara svo leiðinleg.“ Ragnar Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.