Morgunblaðið - 20.02.2018, Page 14

Morgunblaðið - 20.02.2018, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018 )553 1620 Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum upp á úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið höfð að leiðarljósi. Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Við bjóðum m.a. upp á: Súpur Grænmetisrétti Pastarétti Fiskrétti Kjötrétti Hamborgara Samlokur Barnamatseðil Eftirrétti Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég læt öðrum eftir að meta hvort áhrif Biblíunnar í íslensku þjóðfélagi fari dvínandi. Boðskapurinn á þó erindi við alla á öllum tímum; hefur og mun áfram móta margt í sam- félagi okkar, hugsunarhátt og líf,“ segir Davíð Örn Sveinbjörnsson, forseti Gídeonfélagsins. Fulltrúar félagsins afhentu á dögunum Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, Nýja testamentið að gjöf í tilefni þess að félagið hefur nú gefið 400.000. eintakið af Biblíunni hér á landi frá því félagið hóf starfsemi á Íslandi árið 1945. Frá árinu 2002 hafa verið gefin alls 100 þúsund ein- tök. Þessi árin gefur Gídeonfélagið þýðingu Biblíunnar sem kom út árið 2007; bæði sjálfa Biblíuna en einkum Nýja testamentið en í sömu bók eru tvö rit úr Gamla testamentinu, Sálmarnir og Orðskviðirnir. Þetta er bók í litlu broti en innihaldið magnað og boðskapurinn sterkur. Styðji við skólastarf „Auðvitað er Biblían áhrifamesta bók mannkynssögunnar, sama hvert litið er. Á Íslandi gætir áhrifanna í menningu, sögu og máli. Þá hefur Biblían átt samleið með íslenskri þjóð um aldir, mótað íslenska tungu svo og menningu okkar og sögu. Þótt yngstu rit Biblíunnar séu um tvö þúsund ára gömul á boðskapur hennar enn fullt erindi á 21. öldinni og því gefur Gídeonfélagið árlega þúsundir bóka til þeirra sem vilja,“ segir Davíð Örn. Í flestum sveitarfélögum og grunnskólum landsins leyfist að Gíd- eonfélagar gefi nemendum í 5. bekk Nýja testamentið. Fyrir slíkt hefur þó verið tekið í grunnskólum Reykjavíkurborgar og nú er ritið þess í stað gefið unglingum í borg- inni í fermingarfræðslu. „Vissulega finnum við fyrir regl- unum sem banna afhendingu Nýja testamentisins í grunnskólum í höf- uðborginni. Félagið er þó opið fyrir því að koma aftur í heimsókn í grunnskólana í Reykjavík ef áhugi og vilji er fyrir því. Annars vinnum við þetta allt á forsendum skólanna og foreldrafélaga til þess að gjöfin geti stutt við skólastarfið,“ segir Davíð Örn. Heimsækja hótelin Þekkt er sömuleiðis að á hótelum er Nýja testamentið eins konar stað- albúnaður og liggur gjarnan á nátt- borðinu. Fara liðsmenn Gídeon- félagsins í heimsókn á hótel og gistiheimili og bjóða bækur en vegna örs vaxtar í ferðaþjónustu hefur þó ekki náðst að heimsækja öll nýlegri hótel og gistiheimili í landinu. „Hægt er þó að óska eftir bókum á skrifstofu Gídeonfélagsins sem þá afhendir um hæl, það er sérstök þriggja tungumála útgáfu á ensku, þýsku og frönsku. Gerist þetta í krafti þess að Gídeonfélagið á fjölda velunnara og bakhjarla sem leggja því til peninga í bókakaup – en félag- ið á Íslandi styður svo við syst- urfélög í fjölda landa til sambæri- legra verkefna; það er að breiða út boðskapinn,“ segir forseti Gídeon- félagsins. Boðskapurinn á erindi og mótar samfélagið  Gídeonfélagar færðu forseta Íslands Nýja testamentið  100 þúsund eintök á sextán árum  Samleið við þjóðina Gjöf Fulltrúar stjórna kvenna- og karladeilda Gídeónfélagsins afhentu forseta Íslands eintak númer 400 þúsund af Nýja testamentinu. Frá vinstri talið á þessari mynd eru: Ragnheiður Arnkelsdóttir, Kristín Sverrisdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Davíð Örn Sveinbjörnsson, Jón Viðar Þorsteinsson og Einar Aron Fjalarsson. „Úr efni Biblíunnar er aðdragandi krossfest- ingar og upprisu Jesú mér sérstaklega hug- leikinn. Mikilvægi frásagnarinnar er ekki eingöngu trúarlegt heldur leynast þar dýr- mætir kaflar um réttarhöldin yfir Jesú sem við minnumst á páskum,“ segir Davíð Örn sem er lögmaður og starfar sem slíkur. Hann segist oft lesa píslarsöguna af sjónarhóli lögfræðings, sem gefi sér nýja sýn á at- burðarásina. Um þetta efni hefur hann og fjallað í háskólum, kirkjum og hjá fé- lagasamtökum. Standa mikilvæga vakt „Siðferðisboðskapur kristinnar trúar sést víða í lagasetningu, bæði á Íslandi og alþjóðlega. Kristin kirkja og félög hafa beint og óbeint átt upphafið að mörgum mikilvægum samfélags- verkefnum og leitt framgang mikilvægra samfélagsstoða í landinu, til dæmis greitt fyrir stofnun spítala, menntastofnana, meðferðarheimila og aðstoðað af kærleika og ábyrgð þá sem höllum fæti standa svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Davíð Örn og bætir við: „Enn í dag standa Hjálpræðisherinn, Samhjálp og Hjálparstarf kirkjunnar mikilvæga vakt. Sem lögmaður og forseti Gídeonfélagsins gleðst ég yfir því. Vonandi gætir áhrifanna um ókomna tíð og ég er viss um að þetta sé til blessunar fyrir samfélagið í heild.“ Áhrif trúar eru víða í lagasetn- ingu og stoðum samfélagsins LES PÍSLARSÖGUNA AF SJÓNARHÓLI LÖGFRÆÐINGS Biblían „Ég er viss um að þetta sé til blessunar,“ segir Davíð Örn Sveinbjörnsson. Biokraft sem á tvær vindrafstöðvar í Þykkvabæ telur að ákvörðun skipu- lags- og umferðarnefndar Rangár- þings ytra um að synja breytingum á deiliskipulagi sem heimila stærri vindrafstöðvar sé ólögmæt. Færir lögmaður fyrirtækisins ýmis rök fyrir þessari niðurstöðu í bréfi til sveitarfélagsins. Sveitarstjórn stað- festi ekki niðurstöðu skipulags- og umferðarnefndar á síðasta fundi heldur vísaði málinu aftur til nefnd- arinnar ásamt þeim gögnum og ábendingum sem borist hafa frá því málið var afgreitt frá nefndinni. Önnur vindrafstöð Biokraft eyði- lagðist í bruna á síðasta ári. Í bréfi lögmanns fyrirtækisins kemur fram að hætt sé að framleiða vindmyllur í þessari stærð og því verði það að kaupa nýjar og hærri myllur. Ekki komi annað til álita en að endurnýja þær báðar, meðal annars af þeim ástæðum að flytja þurfi krana til landsins til að reisa mylluna. Því lét fyrirtækið gera tillögur að breyttu deiliskipulagi, sem heimila nýju stöðvarnar. Rangfærslur í athugasemdum Við meðferð málsins barst at- hugasemd frá landeiganda í Þykkva- bæ. Einnig var lögð fram athuga- semd í formi undirskriftalista sem 61 skrifaði undir. Lögmaður Bio- kraft hafnar athugasemdum land- eigandans, segir þær fullar af rang- færslum og ranghugmyndum. Þá gerir hann athugasemdir við að tek- ið skuli tillit til undirskriftalistanna því þeir hafi augljóslega borist eftir að athugasemdafrestur var liðinn auk þess sem formáli þeirra sé með alhæfingum og rangfærslum. Þá séu flestir þeirra sem skrifa undir bú- settir eða eigi eignir langt frá iðn- aðarsvæðinu sem vindrafstöðvarnar eru á. Lætur hann þess getið að kostir breytingarinnar séu þeir að nýju myllurnar hafi minni neikvæð áhrif á hljóðvist en þær eldri og minni mengunarhætta sé af þeim. Þá sé dregið úr umfangi mannvirkja á jörðu niðri. Þótt myllurnar séu hærri og spaðar þeirra lengri en á þeim gömlu snúist þeir hægar og það mildi sjónræn áhrif þeirra. Lögmaðurinn gerir einnig at- hugasemdir við formið á afgreiðslu skipulagsnefndar. Henni sé ætlað að gera tillögu til sveitarstjórnar en ekki taka ákvörðun í slíkum málum. Í bréfinu kemur fram það álit eig- anda vindmyllanna að ekkert nei- kvætt sé við umrædda breytingu á deiliskipulagi annað en að sjónræn áhrif vindrafstöðvanna aukist lít- illega. „Er vandséð að þessi breyting á ásýnd geti vegið þyngra en eign- arréttur og atvinnuhagsmunir umbj. míns en fyrir liggur að verði erindi hans hafnað væri úti um rekstur hans,“ segir í erindi lögmanns Bio- krafts. helgi@mbl.is Telja ákvörðun skipulagsnefnd- ar ólögmæta  Vilja stærri vindrafstöðvar í Þykkvabæ Morgunblaðið/Árni Sæberg Þykkvibær Vindmylla Biokraft eyðilagðist í bruna í júlí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.