Morgunblaðið - 20.02.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018
Þreifingar hafa átt sér stað um
kaup á Bernhard, sem er með um-
boð fyrir Honda. Þær hafa þó ekki
leitt til formlegra viðræðna, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Askja, sem er með umboð fyrir
KIA og Mercedez Bens, sýndi
áhuga á að kaupa Honda í haust.
Bílabúð Benna, sem er með umboð
fyrir Porsche, Opel og SsangYong,
hefur einnig viðrað áhuga. Fyrir
skemmstu kom hópur fjárfesta
einnig að máli við eigendur Bern-
hards, herma heimildir blaðsins.
Eftir að stofnandi bílaumboðs-
ins, Gunnar Bernhard Guðjónsson,
féll frá í september á síðastliðnu
ári fjölgaði fyrirspurnum um fé-
lagið. Synir hans stýra fyrirtæk-
inu. Hluthafar eru sjö og enginn
þeirra á stærri hlut en 15% við árs-
lok 2016, samkvæmt nýjasta opin-
bera ársreikningi.
Velta Bernhards var 3,4 millj-
arðar króna árið 2016 og jókst um
18% á milli ára. Hagnaður félags-
ins dróst saman um 61 milljón á
milli ára og nam 25 milljónum
króna. Það ár hóf fyrirtækið starf-
semi bílaleigu og fjárfesti í
bílaleigubílum fyrir um hálfan
milljarð. Eigið fé félagsins var 365
milljónir króna í árslok 2016. At-
hygli vekur að Bernhard skuldaði
eigendum sínum 86 milljónir króna
við árslok og hafði sú skuld lækk-
að um 28 milljónir króna á milli
ára.
Til samanburðar námu tekjur
Öskju 13,7 milljörðum króna árið
2016 og jukust um 30%. Eigið fé
var 855 milljónir við árslok 2016.
Hagnaður félagsins var 317 millj-
ónir árið 2016 og dróst saman um
117 milljónir króna á milli ára.
Tekjur Bílabúðar Benna jukust um
2% á milli ára og voru fimm millj-
arðar króna árið 2016. Hagnaður-
inn dróst saman um 33 milljónir á
milli ára og var 213 milljónir
króna. Eigið fé félagsins var 1,8
milljarðar króna.
helgivifill@mbl.is
Keppinautar hafa
sýnt Honda áhuga
Þreifingar enn ekki leitt til viðræðna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bifreiðaumboð Bernhard, umboðs-
aðili Honda, er fjölskyldufyrirtæki.
www.securitas.is
BÚÐUÞIG
UNDIR
HEIMAVÖRN
FRAMTÍÐAR
SAMSTARFSAÐILI
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
5
6
8
9
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Fjármálafyrirtækjum er óheimilt að
veita lán sem tryggð eru með veði í
hlutabréfum eða stofnfjárbréfum út-
gefnum af þeim. Hið sama gildir um
aðra samninga, sé undirliggjandi
áhætta á eigin bréf. Sú lagabreyting
tók gildi í júní árið 2010. Þetta kemur
fram í svari frá Fjármálaeftirlitinu
við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum er stefnt að því að skrá Arion
banka á hlutabréfamarkað, væntan-
lega í vor á Íslandi og í Svíþjóð. Enn
fremur er stefnt að skráningu fjár-
festingabankans Kviku á First
North-hliðarmarkaðinn í ár. Af þeim
sökum vaknar meðal annars spurn-
ingin hvort mögulegt verði að fjár-
festa í bankanum með lánum frá hon-
um, líkt og tíðkaðist á meðal
bankanna á árunum fyrir hrun. Eins
og fyrr segir hefur verið spornað við
því með lagabreytingum.
Lán til stjórnenda gegn
traustum tryggingum
Fram kemur í breyttum lögum frá
2010 að fármálafyrirtækjum sé
óheimilt að veita stjórnarmanni,
framkvæmdastjóra, lykilstarfsmanni
eða þeim sem á virkan eignarhlut í
því, eða aðila í nánum tengslum við
framangreinda, lán eða aðra fyrir-
greiðslu sem teljist áhættuskuld-
binding, nema gegn traustum trygg-
ingum. Fjárhæð áhættuskuld-
bindingar skuli ekki fara yfir 1% af
eiginfjárgrunni en megi þó nema allt
að 100 milljónum króna.
Aukinheldur á Fjármálaeftirlitið
að setja reglur um með hvaða hætti
lán sem eru tryggð með hlutabréfum
eða stofnfjárbréfum annars fjár-
málafyrirtækis koma til útreiknings
á áhættu- og eiginfjárgrunni og í
mati á eiginfjárþörf til að tryggja að
ekki sé hætta á að lánveitingin skapi
kerfislæga áhættu í fjármálakerfinu.
„Eigið fé úr engu“
Endurskoðendurnir Jón Þ. Hilm-
arsson og Stefán Svavarsson birtu
fyrir skömmu grein á vef Viðskipta-
blaðsins undir fyrirsögninni „Eigið fé
úr engu“. Þar benda þeir á að eigin
hlutabréf megi ekki telja til eignar og
því verði að draga keypt eigin bréf
frá eigin fé sem þá lækkar. Sú ráð-
stöfun eigi einnig við þegar veitt eru
lán og eigin bréf eru veðið. „Með
þessháttar lánveitingum varð ekki til
neitt peningamagn í venjulegum
skilningi. Lánsféð eða skuldaviður-
kenningar voru notuð sem gagngjald
fyrir seld eigin bréf bankanna og með
veði í sömu bréfum. Það er algengur
misskilningur að í þessum viðskipt-
um hafi orðið til reiðufé enda þannig
séð ein verðlaus eign látin í skiptum
fyrir aðra álíka verðlausa,“ rituðu
þeir og sögðu að raunverulegt eign-
arhald eigin bréfa hefði í fæstum til-
fellum verið fært til meints kaupanda
þar sem hlutabréfin voru að fullu
veðsett bönkunum. Bréfin voru því
undir beinum yfirráðum þeirra og
áhættan hafi verið bankanna eftir
sem áður.
Það er viðurkennd regla í reikn-
ingshaldi, segja þeir í grein sinni, að
sölu er ekki heimilt að færa í bók-
hald, hvort sem selt er fastafé eða
hlutafé, nema að minnsta kosti
tveimur skilyrðum sé fullnægt.
„Annað skilyrðanna er að ábati af
eignarhaldi flytjist frá seljanda til
kaupanda og hitt er að áhættan af
eignarhaldi færist líka til kaupanda.
Fyrirtæki hafi sem sagt aðeins í bók-
um sínum eignir sem með þokka-
legum hætti geta talist eign þeirra.
Þegar banki kaupir hlutabréf í sjálf-
um sér lækkar eigið fé hans í raun
enda ekki verið að kaupa eign heldur
er verið að breyta fjármagnsskipan
viðkomandi banka.“
Eigið fé oftalið um milljarða
Að þeirra sögn voru reglur um
skráningu sölu ekki í heiðri hafðar
við bókun á sölu eigin bréfa bank-
anna gegn skuldaviðurkenningum.
„Ábatinn sýnist þó hafa verið fluttur
enda fengu meintir kaupendur að
njóta móttekins arðs en hins vegar
sýnist áhættan af kaupunum hafa í
miklum mæli eða jafnvel nær ein-
göngu setið eftir hjá seljendunum,
það er bönkunum sjálfum.“
Að þeirra sögn var reikningsskil-
um föllnu viðskiptabankanna „veru-
lega áfátt“ þegar kemur að kaupum
bankanna á eigin bréfum, sem hafi
verið komin vel upp fyrir 40% að mati
Rannsóknarnefndar Alþingis.
Af þessum sökum segja þeir að
eigið fé bankanna hafi verið oftalið
eða rangfært um 230 milljarða króna
í árslok 2007 og vitna til gagna frá
rannsóknarnefndinni. „Samkvæmt
þessu þurfti að leiðrétta oftalið eigið
fé bankanna um allt að 50% til lækk-
unar og það munar um minna,“ rita
þeir.
Óheimilt að lána gegn
veði í eigin bréfum
Endurskoðendur Jón Þ. Hilmarsson og Stefán Svavarsson segja að eigið fé
föllnu bankanna hafi verið oftalið um 230 milljarða króna árið 2007.
Lítil hætta á að eigið fé banka verði oftalið vegna lána fyrir kaupum á eigin bréfum
Engin dómsmál
» Jón og Stefán benda á að
rétt tæpur áratugur sé nú lið-
inn frá birtingu síðustu árs-
reikninga íslensku viðskipta-
bankanna fyrir hrun.
» Orðið sé ljóst að ekki verða
flutt nein mál fyrir dómstólum
sem varða reikningsskil þeirra.
20. febrúar 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 99.91 100.39 100.15
Sterlingspund 140.69 141.37 141.03
Kanadadalur 80.09 80.55 80.32
Dönsk króna 16.761 16.859 16.81
Norsk króna 12.887 12.963 12.925
Sænsk króna 12.586 12.66 12.623
Svissn. franki 108.45 109.05 108.75
Japanskt jen 0.9422 0.9478 0.945
SDR 145.74 146.6 146.17
Evra 124.85 125.55 125.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.3502
Hrávöruverð
Gull 1347.4 ($/únsa)
Ál 2189.0 ($/tonn) LME
Hráolía 64.66 ($/fatið) Brent
● Hagnaður Símans
nam 3,1 milljarði
króna á síðasta ári
og jókst um 11,7% á
milli ára. Heildar-
tekjur drógust sam-
an um 3,9% og
námu 28,4 millj-
örðum króna, en
leiðrétt fyrir aflagðri
starfsemi dróst velta
saman um 1,8% milli ára.
„Tekjur lækkuðu vegna lægra verðs á
farsímamarkaði, minni búnaðarsölu og
aflagðrar starfsemi,“ segir Orri Hauks-
son forstjóri í afkomutilkynningu til
Kauphallar. „Kostnaðurinn lækkaði hins
vegar enn hraðar, til að mynda dróst
launaliðurinn saman um 642 milljónir
milli ára. Skuldir lækkuðu á árinu um
rúma fimm milljarða.“
Stjórn Símans leggur til að arð-
greiðsla nemi 10% af hagnaði, eða 310
milljónum, og að farið verði í fram-
kvæmd endurkaupaáætlunar hlutabréfa
fyrir allt að 40% af hagnaði ársins 2017.
Hagnaðurinn jókst um
tæp 12% hjá Símanum
Orri
Hauksson
STUTT