Morgunblaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018 Þegar grein þessi er rituð var dróni, flygildi eins og tækið hefur verið nefnt á íslensku, að ljúka ferð sinni um göt- urnar hér í Smá- íbúðahverfinu. Dróni þessi er útbúinn há- skerpumyndavél og staðnæmist yfir hin- um og þessum görð- um og hefur gert síðastliðnu daga. Enginn veit hver á hann, enda er drægni þessara tækja talin í kíló- metrum og þegar hann hefur lokið eftirlitsferð sinni hverfur hann snögglega út fyrir sjóndeildar- hringinn. Það er dálítið ógnvekj- andi að vita til þess að fljúgandi háskerpumyndavélar séu á sveimi yfir híbýlum okkar í ljósi þess að þar á einkalífið að njóta algjörrar friðhelgi. Fólk á að geta baðað sig fáklætt í sólinni án þess að vera myndað úr lofti, svo dæmi séu tekin. Þetta er þó ekki eina dæmið um hnignandi virðingu fyrir einka- lífinu, aðeins nærtækt sem greina- höfundur kemst ekki hjá því að nefna. Fyrrverandi fjármálaráðherra Íslands og þáverandi formaður Viðreisnar lagði til á síðasta kjör- tímabili að notkun reiðufjár yrði að mestu bönnuð í viðskiptum til þess að hægt væri að rekja við- skipti manna. Sem betur fer varð fjármálaráðherrann gerður aftur- reka enda fordæmalausir ofrík- istilburðir og skelfileg tilhugsun. Þá virðist hin ótakmarkaða geta tæknigeirans til að geyma gögn orðin þess valdandi að það er jafnvel farið að verða hagkvæmara að geyma gögn en að eyða þeim. „Við getum fylgst með öllu í símanum. Og það er svo sann- arlega gagnkvæmt. Nú getur síminn fylgst með okkur. Skref fyrir skrif. Það þótti ljóðrænt þegar skrifað var í skýin. En öll okkar SMS eru skrifuð í þau og fara aldrei. Þar verður aldrei skýfall. Og „þeir“ þar vita allt það sem síminn veit“ var ritað og er hverju orði sann- ara. Hinir og þessir aðilar, opinberir sem einkareknir, eru farnir að geyma persónuupplýsingar um einstaklingana í samfélaginu; allt frá heilbrigðisupplýsingum yfir í persónuleg einkasamskipti manna á milli; fjarskiptafyrirtæki geyma gögn yfir hvað við skoðum á net- inu, í hverja við hringjum og hvaða skeyti við sendum, verslanir geyma viðskiptasögu, Embætti landlæknis geymir nánast allt um okkar heilsu, lyfja- og sjúkrasögu en í því samhengi mætti varpa fram þeirri spurningu hvort eðli- legt teljist að yfir höfuð sé til raf- ræn sjúkra- og lyfjasaga án þess að sjúklingar hafi gefið samþykki fyrir því. Hafa læknar ekki rætt hvað gæti breyst í samskiptum sjúklinga og lækna með þessari breytingu? Hingað til hafa sjúk- lingar treyst á að það sem þeir segja lækni sé sagt í algjörum trúnaði og því getað sagt frá við- kvæmum málum. Virðist stundum sem að tölvu- gögn njóti ekki sömu friðhelgi og önnur persónuleg gögn. Friðhelgi einkalífsins sem skilgreind er í stjórnarskrá ætti augljóslega að ná yfir tölvugögn og eðlilegra væri að fólk þyrfti að gefa samþykki fyrir gagnasöfnun. Einnig þarf að efla rannsóknir á tölvuglæpum og sækja menn til saka. Fleiri dæmi er hægt að nefna. Myndavélavæðing farsíma er eitt slíkt. Fyrir aðeins tveim áratugum ræddu menn um hvort réttlætan- legt væri að setja upp öryggis- myndavélar í miðbæ Reykjavíkur. Komu þá upp sjónarmið að menn ættu að hafa hinn sjálfsagða rétt að gera eitthvað klaufalegt af sér án þess að það yrði myndfest til eilífðar. Þar að auki gæti farið svo að myndskeiðin myndu rata í fjöl- miðla. Nú er öldin önnur. Eftir myndavélavæðingu farsímanna eru í raun allir landsmenn orðnir gangandi myndavélar. Aldrei var rætt um þá þróun. Hvað þá borið saman við umræðuna um saklausu öryggismyndavélar miðbæjarins. Varla líður mínúta frá því mönn- um skrikar fótur þar til mynd- skeið af því er komið á veraldar- vefinn. Skal allur klaufaskapur myndaður og settur á netið og eftirlitsmyndavélum fjölgar mikið án nauðsynlegrar umræðu. Það að sjá til þess að þegnar samfélagsins búi við sín stjórn- arskrárvörðu réttindi er ein mik- ilvægasta frumskylda hins opin- bera. Þó virðist sem að hið opinbera hafi algjörlega gleymt þessari frumskyldu þegar kemur að réttindum okkar til þess að eiga okkur einkalíf. Það er fyrir löngu kominn tími á að stjórn- málamenn gyrði sig í brók og skerpi á rétti manna til einkalífs. Fyrr en seinna. Friðhelgi einkalífsins Eftir Viðar Guðjohnsen » Það að sjá til þess að þegnar samfélagsins búi við sín stjórnar- skrárvörðu réttindi er ein mikilvægasta frum- skylda hins opinbera. Viðar Guðjohnsen Höfundur er lyfjafræðingur. Við umskurn er numið framan af for- húð getnaðarlims á karlmanni. Þetta var algengur siður í Aust- urlöndum nær til forna, þótt ekki sé að fullu vitað hvers vegna svo var. Sumir telja að blóð við umskurn hafi verið álitið búa yfir varnarmætti, eins og þegar Sippóra umskar son sinn til þess að bjarga lífi Móse (2 Mós 4.24- 26). Í Biblíunni er umskurnar fyrst getið, þegar Guð hét að gera niðja Abrahams að mikilli þjóð og gefa þeim land til ævinlegrar eignar. Í staðinn skyldu Abraham og afkom- endur hans hlýða Guði. Til sann- indamerkis um að þeir héldu orð sín átti að umskera öll sveinbörn Ísr- aelsmanna (1Mós 17.1-14). Enn- fremur skyldi umskera útlenda menn, sem vildu heyra til Ísr- aelsþjóðinni (1Mós 34.21-24). Í lög- máli Móse var mælt fyrir um um- skurn (3 Mós 12.3). Nýja testamentið greinir frá því, að bæði Jóhannes skírari og Jesús hafi verið umskornir átta dögum eftir fæðingu (Lúk 1.59; 2.21). Jeremía spámaður hélt því fram, að umskurnin ein nægði ekki til þess að maður teldist til Guðs lýðs, þar eð einnig aðrar þjóðir umskæru pilt- börn sín. Mest væri um vert að til- biðja Guð og þjóna honum. Hann sagði Júdamönnum, að þeir væru að vísu umskornir á líkamanum, en óumskornir á hjarta (Jer 9.25,26). Ennfremur sagði hann að Drottinn myndi gera nýjan sáttmála við Ísr- aelsmenn og Júdamenn með því að leggja lögmál sitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra (Jer 31.31- 34). Höfundur Hebreabréfsins í Nýja testamenti vitnar í orð Jeremía og segir Jesú Krist færa þennan nýj- an sáttmála og komi hann í stað hins fyrri sáttmála sem byggður var á lögmál- inu (Heb 8.1-13). Í frumkirkjunni voru skiptar skoðanir á um- skurninni. Sumum hinna gyðing-kristnu, sem áður höfðu lifað samkvæmt lögmáli Móse, fannst að bæði þeir sjálfir og heiðin- kristnir menn ættu und- antekningarlaust að fara að lögum Gyðinga, siðum þeirra og erfðavenjum öllum, að umskurninni meðtalinni. (Post 11.1,2: 21.17-24). Aðrir, og einkum og sér í lagi Páll postuli, voru þessu ósammála og töldu, að ónauðsynlegt væri að umskera þá heiðingja, sem létu skírast til nafns Jesú. Sjálfur hafði Páll verið umskorinn þegar hann var barn og verið enda mjög kappsfullur í lögmálshlýðni sinni (Fil 3.2-6). En síðar komst hann að þeirri niðurstöðu, að karlmenn, sem áður voru heiðnir, gætu tilheyrt hin- um sanna Guðs lýð, jafnvel þótt þeir væru óumskornir. Páll hélt því fram, að því aðeins gerði umskurnin gagn, að menn gætu hlýtt lögmáli Móse gersamlega. Hlýddu menn ekki lög- málinu út í æsar, væru þeir ekki „sannir Gyðingar“, þótt umskornir væru. Eins og Jeremía taldi Páll að umskorinn væri sá einn sem væri það í hjarta sínu (Róm 2.25-29). Það nægir ekki að vinna öll verk lögmáls- ins; mennirnir eru Guði þóknanlegir þegar þeir trúa (Róm 3.28; Fil 3.7-9). Umskurn Eftir Sr. Gunnar Björnsson Gunnar Björnsson » Í Biblíunni er um- skurnar fyrst getið, þegar Guð hét að gera niðja Abrahams að mik- illi þjóð og gefa þeim land til ævinlegrar eign- ar. Höfundur er pastor emeritus. Leiðréttingin var kosningamál sem Framsóknarflokkurinn vann glæstan sigur á í kosningunum árið 2013. Að leiðrétta verðtryggð húsnæð- islán leiddi til þónokk- urrar eignatilfærslu í samfélaginu. Ég tók þátt í þeim kosningum og það var ótrúleg upplifun að ræða við fólk sem var að færa atkvæði sitt til Framsóknarflokksins. Það var sam- mála því að fyrir heildarmyndina væri þetta kannski ekki góð hug- mynd, en fólkið var búið að reikna út að það fengi ansi margar millj- ónir í vasann ef Framsóknarflokk- urinn kæmist til valda. Það var að þræla sér út á hverjum degi fyrir nokkrar krónur og tilhugsunin um að fá brúnt umslag með milljónum bara við það að græni flokkurinn kæmist að, hún var of freistandi. Stytting vinnuvikunnar er nýja leiðréttingardæmið í dag. Spyrðu hvaða manneskju sem er, sem hef- ur lagt það á sig að starta fyrirtæki og skapa verðmæti fyrir samfélagið hvort hún teldi að það hefði verið betra ef hún hefði ekki unnið myrkranna á milli þegar hún var að skapa verðmætin og koma fyrir- tækinu á fót, hvort það hefði hugs- anlega verið betra að stytta vinnu- daginn hjá sér, vinna bara 6-8 tíma á dag, og þannig hefði allt gengið betur? Uuuuu … svarið er alltaf nei, 99% nei svörun. Ef stytting vinnuvikunnar er að auka framleiðni á einhverjum stöð- um að þá þýðir það bara að fólkið hefur ekki verið að vinna af viti fram að þessu. En það er gjör- samlega ómögulegt að ræða við borgarstarfs- menn um þetta. Því þótt þeir séu sammála um að þetta sé kannski ekki gott fyrir heildarmyndina eru þeir að fá peninga beint í vasann sinn og fá meiri tíma til að sinna sínum nánustu. Hver vill ekki fá launa- hækkun, sérstaklega ef hún er svona vel falin? Auðvitað skil ég þá stjórn- málaflokka sem leggja áherslu á þetta mál því atkvæði borgarstarfs- manna eru mörg þúsund og ráða úrslitum. Út á svona pælingar vann Fram- sóknarflokkurinn árið 2013. Það er hægt að skilja þá stjórn- málamenn sem vilja hækka laun mörg þúsund manna fyrir kosn- ingar og hægt að skilja þá sem vilja þiggja launahækkunina, en maður þarf ekki að vera sammála því að það sé nokkurt vit í þessu. Stytting vinnu- vikunnar er nýja leiðréttingin Eftir Börk Gunnarsson Börkur Gunnarsson » Auðvitað skil ég þá stjórnmálaflokka sem leggja áherslu á þetta mál, því atkvæði borgarstarfsmanna eru mörg þúsund og ráða úrslitum. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is STURTUKLEFAR Mælum, framleiðum, útvegum festingar og setjum upp. ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.