Morgunblaðið - 20.02.2018, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018
✝ Lilja Péturs-dóttir fæddist á
Akranesi 16. nóv-
ember 1926. Hún
lést á dvalar-
heimilinu Höfða 2.
febrúar 2018.
Foreldrar hennar
voru Pétur Sig-
urbjörnsson og
Helga Jónsdóttir.
Lilja ólst upp hjá
foreldrum sínum á
Akranesi ásamt systkinum. Þau
eru Sigurður (látinn), Sigríður,
Guðjón (látinn), Jón (látinn),
Minný og Kristinn.
Eiginmaður Lilju var Guðjón
Jónsson frá Broddadalsá í
Strandasýslu. Þau
giftust árið 1948
og bjuggu allan
sinn búskap á
Akranesi, lengst af
á Höfðabraut 6.
Guðjón lést 7. maí
1995.
Lilja eignaðist
sex börn: Sigur-
björn Trausta,
Gunnar, Guð-
björgu, Helga Pét-
ur, Sævar og Guðjón Viðar.
Barnabörnin eru 15, langömmu-
börnin 29 og langalangömmu-
börnin tvö.
Jarðarförin fór fram í kyrr-
þey 12. febrúar 2018.
Lilja tengdamóðir mín bjó
alla sína ævi á Akranesi. Hún
lést 2. febrúar sl. á Dvalarheim-
ilinu Höfða þar sem hún hafði
átt heimili í rúm ellefu ár, frá
því síðla árs 2006. Það voru
mikil viðbrigði fyrir hana að
flytja þangað eftir að hafa búið
á sama stað frá árinu 1956.
Á Höfðabrautinni ól hún upp
börnin sín sex og þar varð stór-
fjölskyldan hennar til. Heim-
ilishaldið var að miklu leyti á
hennar herðum enda starfaði
Guðjón eiginmaður hennar sem
sjómaður. Hjónaband þeirra
var farsælt og þegar hann var í
landi var hann einstakur hús-
faðir og gekk í flest verk á
heimilinu á þeim árum sem
ekki var algengt að karlmenn
gerðu slíkt, þrátt fyrir vinnu
húsmæðra utan heimilis. Það
var henni mikið áfall þegar
Guðjón féll skyndilega frá árið
1995 og segja má að hún hafi
aldrei orðið söm eftir það.
Þau voru alla tíð dugleg að
ferðast og fóru í mörg ferðalög
innanlands og nokkrum sinnum
í eftirminnilegar ferðir erlend-
is.
Eftir að börnin uxu úr grasi
og stofnuðu fjölskyldur var
hugsað um allan hópinn af alúð
og barnabörnin sóttu mikið til
þeirra og sinntu ömmu sinni vel
eftir að afi þeirra lést.
Lilja stundaði vinnu utan
heimilis meira og minna með-
fram húsmóðurstörfunum. Síð-
ustu árin vann hún við ræst-
ingar á öldrunardeild
sjúkrahússins á Akranesi og ég
veit að stofnunin fékk þar af-
bragðs starfskraft, svo vönduð
sem hún var til verka. Sjálf
naut hún sín einnig vel í þeirri
vinnu og eignaðist góða vini.
Skólagangan var, eins og
gerðist hjá konum af hennar
kynslóð, ekki löng, eingöngu
barnaskólinn fyrir utan það að
hún stundaði nám einn vetur
við Húsmæðraskólann á
Varmalandi og nýttist það
henni vel. Alla tíð var hún gefin
fyrir hannyrðir, saumaði út fal-
legar myndir og málaði á postu-
lín.
Því eiga afkomendur hennar
mörg listaverk frá ömmu Lilju
og hafa í öndvegi á heimilum
sínum.
Ekki var hún tengdamóðir
mín skaplaus og stundum
hvessti ef aðstæður voru henni
ekki að skapi og þá fékk við-
komandi alveg að heyra hennar
meiningu. En hlý var hún inni
við beinið og hafði jafnframt
skemmtilegan húmor sem hún
hélt til hinstu stundar.
Þrátt fyrir viðbrigðin við
flutninginn á Höfða leið henni
þar vel og fann öryggi þegar
fram liðu stundir og hún fann
að hægt væri að skreppa til
fjölskyldu og vina við ýmis
tækifæri. Það var líka hugsað
vel um hana allt til enda og að-
standendur fundu hlýhuginn
frá starfsfólkinu þegar hún lést.
Fyrir það allt saman er nú
þakkað.
Stór hópur afkomenda og
venslafólks saknar nú móður og
tengdamóður, ömmu, lang-
ömmu og langalangömmu, en
veit að hún dó södd lífdaga.
Ég kveð Lilju með þakklæti
fyrir langa samleið. Hvíl í friði.
Elsa Jónasdóttir.
Við höfði lútum í sorg og harmi
og hrygg við strjúkum burt tárin af
hvarmi.
Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið
því fegursta blómið er frá okkur
horfið.
Með ástúð og kærleik þú allt að þér
vafðir
og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir
þótt móðuna miklu þú farin sért yfir
þá alltaf í huga okkar myndin þín
lifir.
Við kveðjum þig, amma, með söknuð
í hjarta,
en minning um faðmlag og brosið
þitt bjarta.
Allar liðnar stundir um þig okkur
dreymi
og algóður Guð á himnum þig
geymi.
(Sigfríður Sigurjónsdóttir)
Helga Irma og Aðalbjörn.
Takk fyrir allar
góðu stundirnar.
Ég leit eina lilju í holti,
hún lifði hjá steinum á mel.
Svo blíð og svo björt og svo auð-
mjúk
– en blettinn sinn prýddi hún vel.
Ég veit það er úti um engin
mörg önnur sem glitrar og skín.
Ég þræti ekki um litinn né ljómann
en liljan í holtinu er mín!
Þessi lilja er mín lifandi trú,
þessi lilja er mín lifandi trú.
Hún er ljós mitt og von mín og yndi.
Þessi lilja er mín lifandi trú!
Og þó að í vindinum visni,
á völlum og engjum hvert blóm.
Og haustvindar blási um heiðar,
með hörðum og deyðandi róm.
Og veturinn komi með kulda
og klaka og hríðar og snjó.
Hún lifir í hug mér sú lilja
og líf hennar veitir mér fró.
Þessi lilja er mér gefin af guði
hún grær við hans kærleik og náð,
að vökva hana ætíð og vernda
er vilja míns dýrasta ráð.
Og hvar sem að leiðin mín liggur
þá liljuna í hjartastað ber,
en missi ég liljuna ljúfu
Þá lífið er horfið frá mér.
(Þorsteinn Gíslason.)
Birgir og Fríða Guðný.
Það er svo merkilegt að jafn-
vel þegar komið er vel fram á
fullorðinsár stendur sú bjarg-
fasta barnstrú óhögguð að
amma sé eilíf. Þessi góða kona
sem alltaf hefur verið til staðar.
Þrátt fyrir háan aldur ömmu
var fráfall hennar því óneitan-
lega sárt.
Mér er það minnisstætt þeg-
ar ég sem krakki hljóp upp
tröppurnar á Höfðabrautinni til
að verða fyrst að heilsa upp á
ömmu og afa. Hvað það var
alltaf gaman að heimsækja þau.
Allt svo fínt, í fullkominni röð
og reglu og lyktin þar svo ein-
stök að erfitt er að lýsa því.
Þegar ég dvaldi á Skaganum og
lék mér við krakkana í hverfinu
þótti mér sjálfsagt að kynna
mig, enda kannski ekki svo oft
sem reykvísk börn áttu erindi
þarna upp á Skaga. Ég svaraði
þá er ég var spurð hverra
manna ég væri að ég væri
barnabarn Guðjóns og Lilju
Pétursdóttur. Mér fannst óþarfi
að rekja ættir, mér nægði að
segja að ég væri barnabarn fín-
ustu konunnar á Skaganum.
Það er heldur ekki hægt að
minnast á ömmu án þess að
minnast á hvíta þvottinn henn-
ar – sem hún var fræg fyrir á
Skaganum.
Eftir að ég flutti yfir hafið
gátum við amma rætt saman
símleiðis svo klukkustundum
skipti. Ófá urðu þau símtölin
um pólitíkusana og hversu
aumkunarverðir þeir væru. Og
alltaf vorum við amma sam-
mála.
Hve vel hún hélt reisn sinni
fram til hinstu stundar.
Lísa.
Lilja Pétursdóttir
Kalla er dáin.
Hún var merkileg
kona sem lengi
verður minnst.
Bara nafnið;
Karólína Þorsteinsdóttir, er
magnað. Kjarnyrt íslenskt nafn
sem tekur á tungunni að bera
fram.
Hún var eins og nafnið stór-
brotinn persónuleiki sem lét sig
nærsamfélagið miklu varða, en
hafði einnig yfirsýn yfir heild-
armyndina, landið allt og heim-
inn allan ef því var að skipta.
Hún hafði líka yndislega
mjúka hlið sem var gaman að
kynnast vel og þar átti gælu-
nafnið Kalla vel við þessa
mögnuðu konu.
Kalla var systir hans pabba,
ekki mjög hávaxin, en það var
eftir henni tekið þar sem hún
kom og hún var ófeimin við að
láta í sér heyra og segja sína
skoðun. Hún var fréttaritari
Ríkisútvarpsins og alltaf voru
fréttirnar sem frá henni komu
frekar á jákvæðum nótum með
uppbyggilegum hvatningarorð-
um.
Ásamt manni sínum Garðari
Eymundssyni efldi hún sam-
félagið á Seyðisfirði, tók virkan
þátt í öllu sem þar átti sér stað.
Rak verslun, tvær frekar en
eina, og var lengi formaður
kvenfélagsins.
Þau byggðu upp staðinn,
enda Garðar húsasmíðameistari
bæjarins. Þau meira að segja
gáfu bænum heilt hús!
Sem hýsir menningarvið-
burði Seyðisfjarðar og í kring-
um það hefur byggst upp
skemmtileg menningarhátíð
sem var verðlaunuð um daginn;
LungA.
Velvilji þeirra og rausnar-
skapur gagnvart bænum sínum
var því mikill.
Já, Kalla var mögnuð og
Karólína
Þorsteinsdóttir
✝ Karólína fædd-ist 27. janúar
1928. Hún lést 30.
janúar 2018.
Útför Karólínu
fór fram 10. febr-
úar 2018.
merkileg kona. Ég
kynntist henni ekki
að fullu fyrr en ég
var orðin fullorðin
sjálf. Það var upp-
lifun. Ég hafði bor-
ið óttablandna
virðingu fyrir þess-
ari konu sem talaði
reglulega í útvarp-
ið og kom stöku
sinnum í heimsókn
til okkar, alltaf svo
fín og virðuleg. En þarna blasti
við mér konan sem var svo hlý
og glettin og elskaði manninn
sinn endalaust og bar fyrir
honum takmarkalausa virðingu.
Hún var frændrækin og
fylgdist með ættingjum sínum
og gladdist þegar hún heyrði að
þeim gekk vel. Oft sagðist hún
vilja hitta okkur bræðrabörn
sín oftar, en það virtist vera
óhemju langt á Seyðisfjörð héð-
an af Suðurlandinu og oft erfitt
að komast til hennar.
Elsku Kalla mín, takk fyrir
allt.
Kæru börn hennar og barna-
börn, ég sendi ykkur innilegar
samúðarkveðjur með vissu um
að mamma ykkar og pabbi
horfa nú ljómandi augum hvort
á annað og byggja upp nýja
staði annars staðar. Þeirra
verður minnst með hlýju og
virðingu.
Hulda Brynjólfsdóttir.
Kalla frænka, systir pabba
er farin á vit feðranna. Þessi
merkiskona náði því að verða
níræð, en svo fór hún fljótlega.
Hún fór hljóðlega og var tilbúin
til þess.
Hún ólst upp um stund á
mínu æskuheimili, Hreiðurborg
í Flóa, en var farin þegar ég
fæddist.
Hún kom að vestan og flutti
austur á firði, bjó allan sinn bú-
skap á Seyðisfirði með Garðari
manni sínum, en hann dó á síð-
asta ár.
Kalla var athafnakona, kaup-
maður og pólitíkus, sem setti
sinn svip á héraðið. Henni tókst
oftast með lagni að koma sínu
fram, þótt hægt færi. Hún var
góður talsmaður Austfjarða og
sendi athyglisverða fréttapistla
frá Seyðisfirði.
Þau hittust ekki oft pabbi og
Kalla, enda langt á milli þess-
ara landshluta, en alltaf þegar
Kalla og Garðar komu í Hreið-
urborg var slegið upp veislu og
það var mikil gleðistund hjá
þeim ömmu og systkinunum.
Rætt var um bókmenntir, listir
og pólitíkina auðvitað. Bæði
voru bókhneigð og ljóðelsk og
mátu Halldór Kiljan Laxness
mestan allra.
Á fermingarárinu mínu bauð
Kalla mér heim. Það var mín
fyrsta flugferð á ævinni og mik-
ið ævintýri í mínum huga, ég
hafði aldrei áður komið á Aust-
urland.
Ég kynntist þessu athafna-
fólki, Köllu og Garðari betur og
fann hversu mögnuð og sam-
hent þau voru m.a. í uppbygg-
ingu menningar og lista á
svæðinu.
Mér fannst mikið til þess
koma hversu dugleg þau voru
að keyra mig um og sýna mér
allt mögulegt á svæðinu. Garð-
ar hafði byggt eða hannað
næstum öll húsin, þau þekktu
næstum alla. Þau áttu svæðið.
Ég hefði viljað kynnast Köllu
betur, hún var hlý, hæglát og
svolítið dul, en ákveðin. Hún
vissi hvað hún vildi og fram-
kvæmdi það líka.
Ferðir mínar austur voru
skemmtilegar, en þær hefðu al-
veg mátt vera fleiri og ekki
sparaði Kalla hvatningarorðin,
hún reyndi á haustin að benda
mér á alla berjasprettuna. Það
væri þess vert að koma – allt
svart af berjum.
Elsku Kalla, ég veit þér líður
vel núna. Þú ert komin til hans
Garðars þíns og saman haldið
þið áfram að dansa ykkar kær-
leiksríka dans.
Ég sendi öllum aðstandend-
um innilegar samúðarkveðjur.
Herdís K. Brynjólfsdóttir.
Í fáum orðum vil ég minnast
Karólínu Þorsteinsdóttur, eða
Köllu eins og hún var ávallt
kölluð. Það eru orðin tæp sjötíu
ár síðan kynni okkar Köllu hóf-
ust.
Ég var að vinna í Reykjavík
og vinkona mín Stella Kristín
systir Garðars eiginmanns
Köllu var þá við nám í MR, þá
hittumst við oft eftir vinnu eða
skóla og röltum í Vesturbæinn
þar sem Kalla og Garðar
bjuggu í Sörlaskjóli 1 með
frumburð sinn Ómar á fyrsta
ári og alltaf var tekið hið bezta
á móti okkur.
Að vori fer ég aftur austur á
Seyðisfjörð og varð þá leiðin
lengri á milli um tíma. Ekki
löngu seinna fluttu þau hjón
Kalla og Garðar heim á Seyð-
isfjörð og þá var þráðurinn tek-
inn upp að nýju og hið góða
samband hélst síðan alla tíð
enda hafði ég þekkt Garðar frá
því frumbernsku.
Um árabil þá bjó Kalla við
frekar lélega heilsu og eitt sinn
er ég kom í heimsókn til þeirra
hjóna og við sátum og spjöll-
uðum varð mér að orði „Kalla
mín, ég held að þú lifir bara á
þrjóskunni komin á þennan ald-
ur og heilsan ekki betri“ og
Kalla svaraði um hæl „já það er
alveg rétt hjá þér og þegar ég
er farinn og þú skrifar um mig
þá lætur þú þessa getið“. Auð-
vitað lofaði ég því og er hér
með efni ég það.
Eitt það sem Kalla elskaði,
voru pönnukökur og spurði hún
mig eitt sinn hvort ég bakaði
ekki pönnukökur.
Jú, ég hélt það nú og gerði
ég oft og þar sem ég vissi að
hún átti ekki gott með lengur
að vera við eldavélina við
bakstur þá færði ég þeim hjón-
um „pönnsur“ af og til, ef langt
leið frá síðasta bakstri þá átti
hún það til að spyrja hvort ég
væri hætt að baka „pönnsur“
og þá bætti ég úr því fyrsta
tækifæri og færði þeim nýbak-
aðar „pönnsur“ .
Svona var Kalla, alltaf hún
sjálf og talaði hreint út allt það
sem henni bjó í brjósti.
Eftir áratuga góð kynni kveð
ég Köllu með söknuði og þakk-
læti því hin gömlu kynni
gleymast ei. Fjölskyldum henn-
ar votta ég innilega samúð og
bið þeim blessunar.
Lýk ég þessu með orðum
Einars Benediktssonar:
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
Inga Hrefna.
Margs er að
minnast.
Man þegar ég var
lítil stelpa að koma á
Hjallaveginn, hvað það var gam-
an að fikta í þínu herbergi, þú átt-
ir alls konar miða og skrifblokkir
og tússpenna af öllum gerðum.
Ég passaði að setja samt allt á
sinn stað.
Var svo heppin að fá að búa hjá
þér á Hjallaveginum í nokkur ár.
Þórir
Magnússon
✝ Þórir Magn-ússon fæddist
25. febrúar 1938.
Hann lést 29. jan-
úar 2018.
Útför Þóris fór
fram 13. febrúar
2018.
Með Rás eitt á
fullu í eldhúsinu og
ekki var slökkt á
sjónvarpinu fyrr en
dagskrá var lokið.
Oft mikið fjör í eld-
húsinu með ykkur
Gumma, mikið hleg-
ið og þusað.
Allt jólagjafa- og
jólakortastússið
sem var svo
skemmtilegt.
Oft hugsað um það hve þitt
lífsviðhorf var auðveldara en okk-
ar hinna, ekki var verið að velta
sér upp úr málum.
Elsku frændi, ég er ríkari
manneskja að hafa haft þig í líf-
inu, takk fyrir allt.
Petra.
Elskuleg móðir okkar,
ESTER SIGURBJÖRNSDÓTTIR
frá Hornafirði,
er látin.
Útförin fer fram í Bústaðakirkju föstudaginn
23. febrúar klukkan 13.
Ólafía Sveinsdóttir
Haukur Sveinsson
Jón Árni Sveinsson
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
VIGDÍS EIRÍKA HELGADÓTTIR,
Þórustöðum 7, Eyjafjarðarsveit,
andaðist á heimili sínu föstududaginn
16. febrúar. Útför fer fram frá
Akureyrarkirkju föstudaginn 23. febrúar
klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Heimahlynningu á Akureyri.
Helgi Örlygsson
Margrét Helgadóttir Óttar G. Ellingsen Erlingsson
Örlygur Þór Helgason Guðrún Sigríður Jónsdóttir
Jón Helgi Helgason Díana Rós Þrastardóttir
og barnabörn