Morgunblaðið - 20.02.2018, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018
✝ Selma ÓskBjörgvinsdóttir
fæddist í Reykjavík
10. desember 1938.
Hún lést á hjarta-
deild Landspítalans
29. janúar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Björgvin
Helgi Magnússon
bryti, f. 10.10. 1911,
d. 22.12. 1984, og
Sigurborg Péturs-
dóttir húsfreyja, f. 7.10. 1912, d.
8.8. 1986. Systkini Selmu eru
Anna Dís, f. 27.2. 1936, Svala Sæ-
borg, f. 18.6. 1937, Pétur, f. 16.3.
1940, d. 27.7. 2010, og Guðmunda
Margrét, f. 3.4. 1943.
Selma giftist Ulrich Falkner
gullsmið árið 1960. Synir þeirra
eru Símon Falkner, f. 8.2. 1980,
og Örn Falkner, f. 28.9. 1960.
Kona hans er Guð-
rún Bjarnadóttir, f.
19.4. 1958. Börn
þeirra eru Friðrik
Falkner, f. 1.2. 1996,
Arna Falkner, f.
29.7. 1997, fóst-
ursonur Sölvi Avo
Pétursson, f. 8.3.
1983.
Selma ólst upp á
Ásvallagötunni í
Reykjavík. Framan
af vann Selma við ýmis störf m.a.
á leikskólanum Hagaborg.
Lengst af starfaði hún þó við hlið
eiginmanns síns við rekstur gull-
smíðaverslunarinnar, sem fyrst
var staðsett á Amtmannsstíg, þá
við Lækjartorg, síðan á Lauga-
vegi og loks í Mjóddinni. Útför
Selmu fór fram í kyrrþey 9. febr-
úar 2018.
Það er einkennilegt og skrít-
ið að missa móður sína þegar
fyrirvarinn er stuttur, aðeins
þrír dagar á hjartadeild Land-
spítalans sem gaf okkur von en
endaði með líknardauða. En líf-
ið heldur áfram hjá okkur sem
syrgjum þig og ég er ekki í vafa
um að það heldur líka áfram hjá
þér á æðri sviðum vitundarlífs.
Sem lítill snáði bað ég þig oft að
syngja mig í svefninn með lag-
inu „Sofðu unga ástin mín“,
stundum aftur og aftur. Þegar
þú yfirgafst herbergið og ég
vakandi dró ég sængina yfir
höfuðið því textinn virkaði
drungalegur á lítinn dreng. Það
er líka skrýtið að sitja löngu
síðar við sjúkrarúm móður
sinnar og sjá lífsaflið fjara út úr
líkamanum sem dugað hefur
henni í 79 ár.
Ég man sem krakki hvað þú
varst dugleg að fara út með
mér og systkinabörnum í æv-
intýralegar fjöruferðir og
göngutúra enda hvorki Kringla
né Smárinn í boði á þessum
tíma. Man líka þegar þú vannst
í leikskólanum Hagaborg og ég
á þeim aldri og fylgdi því með.
Þið foreldrarnir voru ansi dug-
leg að flytja og tvisvar byggðuð
þið eigið húsnæði. Þú varst líka
með bíladellu og einu sinni þeg-
ar þú tókst í átta gata Willysinn
minn stóðu sandgusurnar yfir
okkur.
Margar áttum við góðar
stundir í sumarbústaðnum sem
byggður var í Skorradalnum,
ekki síður með barnabörnunum
Friðriki og Örnu. Þið hjónin
voruð samrýnd og yfirleitt alltaf
saman meira og minna í 60 ár.
Mamma fór stundum í ferða-
lög erlendis með saumaklúbbn-
um og í eitt skiptið leiddist
pabba svo að hann keypti sér
stóran talandi páfagauk á með-
an en varð síðar að velja á milli
hans og mömmu svo að sjálf-
sögðu lenti gaukurinn hjá okk-
ur. Mamma var samt dugleg að
gefa fuglunum daglega að vetri
til, passaði hundana okkar þar
sem ég labbaði með þá til henn-
ar áður en ég fór til vinnu í
Mjóddinni. Á þriðjudagskvöld-
um var pítsupartí fastur liður
hjá mömmu og gott fyrir litla
fjölskyldu að hittast og gaman
líka hve barnabörnin voru dug-
leg að koma. Eftir síðustu jól
stóð einnig til að við færum öll
að heimsækja systur þína,
Svölu, til Kaliforníu en ekki
varð úr þar sem pabbi treysti
sér ekki og þú kletturinn í lífi
hans færir því ekki heldur. Við
og börnin fórum, innréttingin í
búðinni sprautuð og lokað í
tvær vikur.
Fagnaðarfundir er við kom-
um til baka og ekki óraði okkur
fyrir að þú ættir eftir að yf-
irgefa okkur þegar við sátum
öll venju samkvæmt að snæð-
ingi þriðjudaginn 23. janúar.
Þú fórst í reglubundið lækn-
iseftirlit á fimmtudeginum og
við tóku þrír átakanlegir dagar
er leiddu loks til viðskilnaðar.
Ég kveð þig, elskulega móðir,
og þakka allar samverustund-
irnar. Guð blessi þig ávallt.
Þinn sonur
Örn.
Elsku mamma. Þú varst búin
að vera svo döpur vegna þess
að þú komst ekki til Kaliforníu
að heimsækja Svölu systur þína
um áramótin. Ég var farinn að
hlakka til að hafa loksins tæki-
færi til að reyna að gleðja þig
um komandi helgi, en þú veikt-
ist illa á föstudeginum og varst
tekin frá okkur aðfaranótt
mánudagsins. Þótt ég sé þakk-
látur fyrir að hafa getað verið
með þér á spítalanum yfir
helgina, þá var það ekki alveg
það sem ég hafði haft í huga.
Lífið er mjög skrítið stundum,
og mjög ósanngjarnt.
Læknarnir og hjúkrunar-
fræðingarnir sem sáu um þig á
Landspítalanum nefndu það
fljótlega að þú værir greinilega
mjög góðhjörtuð. Þetta vissu
allir sem kynntust þér – fjöl-
skyldan og vinir og kunningjar
og jafnvel ókunnugt fólk sem
varð á vegi þínum. Þetta vissu
líka öll gæludýrin þín í gegnum
tíðina, og svo auðvitað fuglarnir
í hverfinu sem fengu alltaf vel
útilátinn hádegisverð hjá þér á
veturna. Ég reyni nú að gefa
þeim að éta eins og þeir eru
vanir því ég veit að þú myndir
vilja það, en greyið fuglarnir
taka eflaust eftir því að nýi
kokkurinn stenst engan veginn
samanburð við þig.
Það reynist mér mjög sárt og
erfitt að reyna að sætta mig við
að þú sért ekki lengur með okk-
ur hérna á þessari jarðnesku
tíðni, en það er hins vegar mjög
ljúft og auðvelt að hugsa til
þess yndislega tíma sem þú
gafst mér. Þú átt alltaf þinn
stað í hjarta mínu og ég veit að
við munum hittast aftur, seinna
meir. Ég sakna þín.
Símon Falkner.
Yndisleg móðursystir mín,
Selma Ósk Björgvinsdóttir, er
fallin frá. Selma, og reyndar all-
ar móðursystur mínar, var stór
hluti af mínu lífi; ég var fyrsta
systrabarnið og fékk að njóta
þess. Seinna þegar Selma og
Ulirich, eða Úlli eins og hann er
alltaf kallaður, eignuðust Örn
áttu þau heima á sínu fyrsta
heimili á Amtmannsstígnum,
þar sem Úlli var líka með fyrstu
skartgripaverslunina. Mín fjöl-
skylda bjó á Bergstaðastræti,
og því stutt að fara, og þótt ég
hafi ekki verið mörgum árum
eldri en Örn fannst mér ég eiga
hann líka og að enginn annar
mætti passa hann; sérstaklega
ekki stelpur í götunni sem
Selma fékk stundum til þess.
Áður en langt um leið fluttu
þau og sköpuðu sér heimili ann-
ars staðar – og í raun eru þau
það fólk sem flutti oftast af öllu
fólki sem ég þekki. Aldrei
heyrði ég Selmu kvarta og alls
staðar skapaði hún þeim ynd-
islegt heimili. Þau bjuggu lengi
á Lynghaganum í Vesturbæn-
um; þau Úlli á efri hæðunum og
amma Ingibjörg á þeirri neðstu.
Ég bjó þá á Ægisíðunni og
heimsóknirnar á Lynghagann
urðu því margar. Ekki síst eftir
að seinni sonurinn, Símon, var
kominn til sögunnar og Selma
því heima. Sjálf var ég í fæðing-
arorlofi og enginn annar en
Selma heima við, svo heimsókn-
irnar urðu enn tíðari – líklega
svona þrjár á viku. Á unglings-
árunum sótti ég mikið í að
koma í heimsókn því heima hjá
mér voru mörg yngri og há-
vaðasöm systkini en hjá Selmu
var alltaf rólegt. Örn bjó til te
handa okkur og svo vorum við
þarna í rólegheitum að læra.
En Selma var líka mikill
ærslabelgur, ef sá gállinn var á
henni. Systur hennar hafa oft
sagt mér sögur frá æskuárun-
um ekki síst þegar þær voru
sendar í sveit yfir sumarið. Eitt
sinn var Selma rekin heim úr
sveitinni. Þá hafði hitt og þetta
gengið á, sem Selmu mislíkaði
og lét vita af því. Útslagið var
þegar bóndinn skipaði þeim
systrum að fara og tína ber.
Selma blandaði lambasparði
saman við berin sem bóndinn
fékk út á skyrið sitt – og honum
var ekki skemmt!
Eftirminnileg er ferð sem ég
og minn maður, Selma og Úlli,
fórum í til Puerto Vallarta í
Mexíkó. Þar hittum við svo
systur Selmu, Svölu, og Larry,
hennar mann, sem bjuggu í
Kaliforníu. Þarna áttum við öll
saman mjög skemmtilegar og
eftirminnilegar stundir.
Fjórum dögum fyrir andlátið
hittist fjölskyldan og vinir
heima hjá mér í afmæli eig-
inmanns míns. Selma lék þá á
als oddi enda hafði hún mjög
gaman af mannmótum. Síðasta
minningin um þessa elsku móð-
ursystur er því mjög ljúf og
góð.
Selma var af þeirri kynslóð
sem reykti og var mikil reyk-
ingamanneskja þar til hún
ákvað að hætta þegar hún varð
fimmtug. Skömmu síðar greind-
ist hún með krabbamein í
lunga, sem þá var fjarlægt.
Samkvæmt læknum er krafta-
verk hversu lengi hún lifði með
eitt lunga en það tók auðvitað
sinn toll og heilsa Selmu var
alltaf viðkvæm á eftir. En hún
barðist hetjulega við alla kvilla
sem á hana voru lagðir þar til
þann síðasta sem tókst að
leggja hana að velli á örskömm-
um tíma.
Elsku Úlli og fjölskylda,
missirin er mikill en minningin
um frábæra konu lifir.
Bryndís Kristjánsdóttir.
Selma Ósk
Björgvinsdóttir
✝ Henri deMonpezat
fæddist í Talence í
Frakklandi 11. júní
1934, bjó um hríð í
Hanoi og lauk þar
stúdentsprófi árið
1952. Hann las lög-
fræði og stjórn-
málafræði við
Sorbonne og stund-
aði nám í píanóleik
í tónlistar-
háskólanum í
París. Henri de
Monpezat starfaði í
utanríkisþjónustu
Frakklands um
árabil en kvæntist
Margrétu Dana-
prinsessu 10. júní
1967 og eiga þau
tvo syni, Frederik
krónprins og
Joachim, og átta
barnabörn.
Henri Marie Jean André de
Laborde de Monpezat lést í Fre-
densborgarhöll á Norður-Sjá-
landi 13. þ.m., 83 ára að aldri. Er
útför hans gerð í dag frá Hall-
arkirkjunni, Christiansborg
Slotskirke, í Kaupmannahöfn.
Henri de Monpezat fæddist
11. júní 1934 í héraðinu Talence í
Frakklandi, skammt suður af
Bordeaux, kominn af gamalli að-
alsætt, Laborde de Monpezats.
Þegar hann var á barnsaldri bjó
fjölskylda hans í Hanoi, en um
það leyti sem síðari heimsstyrj-
öldin hófst, hafði fjölskyldan
flust á gamlan herragarð í Le
Cayrou við Miðjarðarhaf,
skammt frá landamærum
Frakklands og Spánar. Eftir
stríð fluttist fjölskyldan aftur til
Hanoi þar sem Henri lauk stúd-
entsprófi árið 1952. Í lok Víet-
namstríðsins fluttist fjölskyldan
enn til Frakklands. Henri de
Monpezat las lögfræði og stjórn-
málafræði við Sorbonne, en hafði
áður stundað nám píanóleik í
tónlistarháskólanum í París.
Herskyldu gegndi hann í Alsír á
sjöunda áratugnum, en hóf síðan
störf í utanríkisþjónustu Frakka
og var sendur til Lundúna 1963,
þar sem hann hitti Margrétu
krónprinsessu þar sem hún var
einnig við nám. Þau opinberuðu
trúlofun sína í nóvember 1966 og
gengu í hjónaband í Holmens
Kirke 10. júní 1967.
Lengi gerðu Danir gys að
„prinsgemalen“, eins og þeir
völdu að kalla hann, og lýstu
honum jafnvel sem seinfærum
og félagslega vanþroska – „lidt
tilbagestående og socialt hand-
icappet“ eins og séra Kristian
Ditlev Jensen, sóknarprestur í
Holbøl og rithöfundur, segir, en
hann lýsir Henri de Monpezat á
annan veg en flestir aðrir: sem
vingjarnlegum og orðvísum
manni, margfróðum og vel
menntuðum sem hlustaði með
eftirtekt á viðmælendur sína og
var bæði hlýlegur og einlægur í
viðmóti – „og hann notaði dönsk
orð sem ég hafði aldrei heyrt áð-
ur“, eins og Kristian Ditlev Jen-
sen segir og heldur áfram:
„Maðurinn sem ég talaði við og
hafði fengið orð fyrir að vera lít-
ill málamaður, af því að hann tal-
aði dönsku með frönskum hreim,
var mikill málamaður, talaði
þýsku, ensku og spænsku – og
auk þess víetnömsku og kín-
versku reiprennandi – og
dönsku með frönskum hreim,
tungumál sem erfitt er flestum
útlendingum að ná tökum á.“
Lesa má um æviferil Henri de
Monpezat í bókinni „Enegæn-
ger. Portræt af en Prins“ eftir
blaðakonuna Stéphanie Sur-
rugue, en bókin kom út hjá
Politikens Forlag árið 2010 og
þar er enn lýst miklum hæfi-
leikum hans.
Henri de Monpezat hlaut
óvenjulegt hlutskipti í lífinu.
Hann kom ungur til Danmerkur
og stóð alla tíð við hlið konu
sinnar, en vildi ekki standa í
skugga af neinum og storkaði
ýmsum Dönum með franskri
framkomu sinni. Danmörk, hið
mikla menningarland, hefur nú
misst gáfaðan, svipmikinn, list-
fengan – en viðkvæman son sem
reyndi að þjóna landi og þjóð
eiginkonu sinnar af bestu getu.
Tryggvi Gíslason,
fyrrum deildarstjóri í
menningarmáladeild Nor-
rænu ráðherranefndarinnar
í Kaupmannahöfn.
Henri de Monpezat
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
UNA SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR
frá Bakkagerði,
Reyðarfirði,
andaðist á dvalarheimilinu Uppsölum,
Fáskrúðsfirði, fimmtudaginn 15. febrúar.
Útförin fer fram frá Reyðarfjarðarkirku laugardaginn 24. febrúar
klukkan 14.
Andrés Friðrik Árnmarsson Ósk Svavarsdóttir
Guðbjörg Friðriksdóttir
Margrét Árnmarsdóttir Benedikt Stefánsson
Guðlaug S. Árnmarsdóttir Gyfli Óskarsson
Pétur Árnmarsson Anna Sigríður Ingimarsdóttir
Anna Jóna Árnmarsdóttir Guðmundur J. Pétursson
Guðný Fjóla Árnmarsdóttir Unnar Eiríksson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur,
STYRMIR HAUKDAL KRISTINSSON,
lést þriðjudaginn 13. febrúar.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnar-
firði mánudaginn 26. febrúar klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast
afþakkað. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samhjálp.
Kristinn Haukdal Styrmisson
Ólafía Bjarnadóttir Ivan Jankovic
Ragna Lóa Guðmundsdóttir Karl Sigurjónsson
Eva Lilja Jankovic Sara Sóley Jankovic
Aleksandra Rós Jankovic
Elsku Arndís
Halla.
Þegar ég hugsa
til þín líður mér vel og upp í
hugann koma allar stundirnar
sem við höfum átt saman. En á
sama tíma er sorgin nánast
óbærileg og að hugsa til þess að
þær verða ekki fleiri. Þú ert ein
af mínum uppáhalds í lífinu, fal-
legri manneskja er vandfundin.
Ég man þegar við vorum litlar,
allt sem við brölluðum saman í
sveitinni hjá afa og ömmu, uppi
á húsóhól og í gamla húsinu, ég
man öll hlátursköstin okkar og
þegar við hlógum ennþá meira
eitt kvöldið þegar við áttum að
vera farnar að sofa og sagt var
„ef þið hættið ekki þá slít ég
ykkur í sundur“. Ég man þegar
við skemmtum okkur á ung-
Arndís Halla
Jóhannesdóttir
✝ Arndís HallaJóhannesdóttir
fæddist 8. sept-
ember 1976. Hún
lést 2. febrúar
2018.
Útför Arndísar
Höllu fór fram 14.
febrúar 2018.
lingsaldri og hvað
þú passaðir upp á
litlu frænku. Ég
man alla frænku-
hittingana og allar
góðu stundirnar
sem við höfum átt
saman. Ég er
heppin að hafa átt
þig í mínu lífi og er
þakklát fyrir það
en á sama tíma svo
reið hvað lífið get-
ur verið ósanngjarnt.
Þín lífsgildi eru svo rétt og
ég ætla að gera mitt besta í því
að njóta lífsins á meðan minn
tími er hér á jörðinni og leggja
ást í það sem raunverulega
skiptir máli. Þú ert mín helsta
fyrirmynd. Ég ætla að halda
áfram að líta upp til þín og vona
að við hittumst einhvern tímann
aftur. Elska þig alltaf.
Elsku Eyfi, Marín Rós, Rak-
el Rún, Gugga, Jói, Halldór
Bjarkar, Ástrós Una og fjöl-
skyldur, hugur minn er hjá ykk-
ur og ég sendi ykkur allan minn
kærleik.
Þín nafna,
Arndís.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar