Morgunblaðið - 20.02.2018, Side 27

Morgunblaðið - 20.02.2018, Side 27
aðeins fram á haustið en um veturinn sinnti ég kennslu hjá Svifflugfélag- inu.. Ég fékk síðan aftur vinnu hjá Loftleiðum sumarið eftir en að reynslutímanum loknum var ég fast- ráðinn um haustið 1948. Ég var síðan flugmaður og flugstjóri hjá Loftleið- um og Flugleiðum frá 1948-91.“ Með atvinnufluginu hefur Magnús alltaf flogið einkaflug og jafnframt stundað listflug, allt frá árinu 1946: „Segja má að listflug hefjist ekki hér á landi fyrir alvöru fyrr en hingað kemur tékknesk vél árið 1965. Þessi vél er enn í notkun. Fyrsta keppnin í listflugi sem haldin var hér á landi var árið 1996. Listflugið hefur svo sannarlega veitt mér ómældar ánægjustundir.“ Magnús hefur orðið Íslandmeist- ari í listflugi í fimm skipti og síðast árið 2001. Hann hefur verið iðinn við að miðla öðrum flugmönnum af reynslu sinni í listflugi og hefur tekið þátt í flest öllum flugsýningum hér á landi á undanförnum áratugum. Síð- ast sýndi hann listflug á flugdeginum vorið 2017, þá 89 ára. Aðrar flugvélar sem Magnús hef- ur átt í eru Yakolev YAK 55, TF- CCB og TF-UFO sem er af gerðinni Avions Mudry, en hún kom hingað árið 1978. Voru vélar af þessari gerð notaðar í grunnþjálfun herflug- manna hjá franska hernum. En hver eru önnur áhugamál Magnúsar þegar fluginu sleppir? „Engin. Öll mín áhugamál hafa alltaf snúist um að bruna um háloftin – frjáls eins og fuglinn.“ Fjölskylda Eiginkona Magnúsar var María Sigurðardóttir Norðdahl, f. 25.4. 1932, d. 7.5. 2017, húsfreyja og heild- sali. Foreldrar hennar voru hjónin Magndís Guðmundsdóttir, f. 18.7. 1906, d. 25.9.1997, og Sigurður Jón- asson, f. 12.9.1903, d. 19.7. 1933. Þau hjónin stunduðu búskap á Álfgeirs- völlum í Skagafirði. Börn Magnúsar og Maríu eru: 1) Sigurður, f. 22.11. 1952, verkfræð- ingur og verkefnastjóri í Kópavogi, en kona hans er Sigríður Þorsteins- dóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræð- ingur, og eru barnabörnin María, f. 1978, Sigrún Jóna, f. 1981, og Snorri, f. 1985, en langafabörnin eru þrjú; 2) Guðrún, f. 22.9. 1956, arkitekt og listamaður í Noregi, en maður henn- ar er Grímur Hannesson rafvirki og eru barnabörnin Helga Dís, f. 1981, og Árný Rún, f. 1989, en langafa- börnin eru tvö; 3) Guðmundur, f. 10.9. 1960, tækniteiknari í Reykja- vík; 4) Magnús Steinarr, f. 27.8. 1962, forstjóri í Kópavogi, en kona hans er María Másdóttir atvinnurekandi og eru barnabörnin Magnús, f. 1986, Bjarki, Þór, f. 1989, og Thelma Björk, f. 1993, og eitt langafabarn, og 5) Jóna María, f. 17.6. 1967, klæð- skeri og atvinnurekandi í Kópavogi, og eru barnabörnin Heiðrún María, f. 1993, og Daníel Steinþór, f. 1995. Systir Magnúsar: Anna Elísabet Norðdahl, f. 6.6. 1933, d. 2.2. 2013, húsfreyja í Reykjavík. Hálfsystkini Magnúsar: Guðrún Guðmundsdóttir, f. 12.7. 1909, d. 2.6. 1988, húsfreyja í Reykjavík, og Vig- and Brúnó Guðmundsson, f. 14.12. 1905, d. 2.10. 1907. Foreldrar Magnúsar voru Guð- mundur Guðmundsson Norðdahl, f. 26.4. 1880, d. 26.8. 1963, bústjóri og ráðsmaður á Úlfljótsvatni og síðan trésmiður í Reykjavík, og Guðrún Karólína Pálsdóttir, f. 4.4. 1899, d. 29.11. 1991, ráðskona á Úlfljótsvatni og síðar húsfreyja í Reykjavík. Magnús er að heiman á afmælis- daginn. Magnús Norðdahl Ástríður Þorsteinsdóttir húsfreyja á Helgafelli Jónas Sigurðsson b. á Helgafelli í Helgafellssveit Ástríður Helga Jónasdóttir húsfreyja í Ögri Páll Guðmundsson b. og sjóm. í Ögri við Stykkishólm Guðrún Karólína Pálsdóttir húsfreyja í Rvík Katrín Andrésdóttir húsfreyja á Arnarstöðum Guðmundur Illugason b. á Arnarstöðum í Helgafellssveit Dr. Hreggviður Norðdahl jarðfræðingur Magnús Norðdahl lögmaður Guðmundur M. Norðdahl leigubílstj.í Rvík Eggert Guðmundsson Norðdahl b. á Hólmi í Mosfellssveit Guðmundur Pálsson verkam. í Hveragerði Jónas Pálsson b. og form. í Elliðaey Dagbjörg Elsa Ágústsdóttir húsfr. í Rvík Hannes Ágúst Pálsson skipstj. í Stykkishólmi Yngvi Rúnar Grétarsson yfirflugmaður í Bandaríkjunum Kjartan S. Norðdahl b. og verkamaður á Úlfarsfelli Bragi K. Norðdahl flugstjóri Grímur Norðdahl b. á Úlfarsfelli í Mosfellssveit Skúli Norðdahl vegaverkstj. og b. á Úlfarsfelli Jóhannes Víðir Haraldsson flugstjóri Haraldur S. Norðdahl tollvörður í Rvík Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Langholti Jón Gissurarson b. í Langholti í Meðallandi Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Elliðakoti Guðmundur M. Norðdahl trésmiður í Elliðakoti í Mosfellsbæ Rannveig Eggertsdóttir húsfr. á Sandfelli, sonardóttir Bjarna Pálssonar landlæknis og Rannveigar, dóttur Skúla fógeta Magnús Norðdahl pr. á Sandfelli í Öræfum Úr frændgarði Magnúsar Norðdahl Guðmundur G. Norðdahl trésmiður í Rvík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018 Guðlaugur Pálsson fæddist áBlönduósi 20.2. 1896, sonurPáls Halldórssonar skó- smiðs og Jóhönnu Ingólfsdóttur. Jóhanna var norðlensk en faðir hans var austfirskur í föðurætt, en að móðerni af Rauðnefsstaðakyni á Rangárvöllum. Páll fór til Englands og stundaði þar sína iðn í áratugi, giftist þarlendri konu, en flutti svo að henni látinni heim til Íslands. Eiginkona Guðlaugs var Ingi- björg Jónasdóttir, sem lést 1984. Þau hjónin eignuðust sjö börn og áttu eina uppeldisdóttur. Guðlaugur flutti tveggja ára til Eyrarbakka og ólst þar upp hjá ömmu sinni, Ingveldi Þorgilsdóttur, og föðursystur, Þorgerði Halldórs- dóttur. Guðlaugur lærði skósmíði. Hann starfaði við mjólkurflutn- inga frá Engey á árunum 1911-13 og var næsta sumar á síld á Siglu- firði en vann við skósmíðar á vetr- um. Hann fór til Sigurðar Guð- mundssonar, kaupmanns og póstmeistara á Eyrarbakka, og starfaði hjá honum í tvö ár en að þeim tíma liðnum leigði Guðlaugur verslunarplássið af Sigurði og keypti af honum vörubirgðirnar. Fyrstu tvö árin verslaði hann við Búðarstíg en keypti þá verslun- arplássið þar sem hann verslaði síð- an til dánardags. Guðlaugur hóf rekstur sinnar eig- in verslunar 4.12. 1917, þá 21 árs að aldri, og rak hana til dánardags, eða í rúm 76 ár, lengur en nokkur annar kaupmaður í veröldinni, samkvæmt heimsmetabók Guinness. Síðustu 10-15 árin sem Guðlaugur sinnti verslunarrekstri sínum, birt- ust oft viðtöl við hann í fjölmiðlum vegna hans óvenjulanga versl- unarreksturs. En hann var ætíð hógværðin uppmáluð og lét sér fátt um finnast. Guðlaugur var sæmdur fálkaorð- unni 1985, gerður að heiðursfélaga Kaupmannafélags Suðurlands 1991 og hlaut auk þess viðurkenningar fyrir verslunarstörf.. Guðlaugur lést 16.12. 1993. Merkir Íslendingar Guðlaugur Pálsson 90 ára Elín Ellertsdóttir Ingunn Vígmundsdóttir Sigríður G. Magnúsdóttir 85 ára Gerður Jóhannsdóttir Guðjón Gauti Arnþórsson Jensen Sigríður Sigurðardóttir Vígdögg Björgvinsdóttir 80 ára Finnlaug G. Óskarsdóttir Guðný K. Guðjónsdóttir Guðný Pétursdóttir Hörður Haraldsson Kolbrún Kristjánsdóttir Skúli Jón Sigurðarson Sverrir Karvelsson 75 ára Ásta Sigurðardóttir Guðrún Jónsdóttir Helga Elísabet Árnadóttir Pétur V. Ólafs Svanhildur G. Jónasdóttir 70 ára Anna L. E. Ipsen Bergur Hjaltason Börkur Aðalsteinsson Haukur Helgason Helga Sigurðardóttir Hulda Guðvarðardóttir Jón Haukur Ólafsson Kolbrún Kolbeinsdóttir Sigrún Sigurgeirsdóttir Sigtryggur I. Jóhannsson Sigurjón Páll Hauksson Steingrímur Hallgrímsson Örn Helgason 60 ára Anna María Gestsdóttir Auður Jónsdóttir Björn Rúnar Sigurðsson Dagur Brynjólfsson Einar Jóhann Þorgeirsson Eiríkur Egill Sverrisson Eyjólfur K. Eyjólfsson Guðný Aðalsteinsdóttir Gunnar Óli Björnsson Gunnar Örn Gunnarsson Hrafnhildur Hákonardóttir Inga Rut Sigurðardóttir Jón Ólafur Ísberg Jón Þór Friðvinsson Juliet Ann Newson Sigurbjörg Á. Óskarsdóttir Snorri Styrkársson Snæbjörn Þór Ólafsson 50 ára Elín Ellingsen Fjóla S. Friðriksdóttir Guðmundur Benediktsson Gunnhildur Gunnsteinsdóttir Henryk Szpiech Jón Hannes Karlsson Kolbrún G. Kjartansdóttir Leifur Örn Haraldsson Louise Eileen Harrison María Ágústsdóttir Ólöf María Jóhannesdóttir Sigurður H. Kristjánsson 40 ára Anna Þóra Þórhallsdóttir Elva Ásgeirsdóttir Guðrún D. Gunnarsdóttir Gunnar Ingi Björnsson Heiða Brynja Heiðarsdóttir Helga D.M. Magnúsdóttir Smári Guðjónsson Sveinbjörn D. Magnússon Sveinlaug Friðriksdóttir Unnar Þór Garðarsson Unnur S. Þorbjargardóttir 30 ára Elfar Pétursson Helgi Már Kristjánsson Til hamingju með daginn 30 ára Sunna ólst upp í Mosfellsbæ, býr þar, lauk BA-prófi í tónsmíðum frá LHÍ og er verslunarstjóri í Snúrunni, hönnunar- verslun. Systir: Greta Salóme, f. 1986, tónlistarmaður. Foreldrar: Kristín Lillen- dahl, f. 1955, kennari við HÍ, og Stefán Jóhann Pálsson, f. 1954, starfs- maður hjá Esjueiningum og glerlistamaður. Þau búa í Mosfellsbæ. Sunna Rán Stefánsdóttir 30 ára Páll ólst upp í Hafnarfirði, býr þar, lauk stúdentspróf frá Flens- borg og rekur Hafið – fiskverslun í Spönginni í Grafarvogi og verður með afmælistilboð á morgun. Maki: Vera Dagsdóttir, f. 1989, fjármálastjóri hjá Hafinu. Foreldrar: Páll Breiðfjörð Eyjólfsson, f. 1954, skip- stjóri, og Svava Hlíð Svav- arsdóttir, f. 1955, svæða- nuddari. Páll Fannar Pálsson 30 ára Guðný býr í Grindavík, lauk hús- mæðraskólaprófi og við- skiptafræðiprófi frá HÍ, og er gjaldkeri hjá Arion banka í Leifsstöð. Maki: Emil Daði Sím- onarson, f. 1988, starfs- maður við leikskóla. Dóttir: Gunnhildur Lína, f. 2015. Foreldrar: Ólafur Thor- dersen, f. 1966, og Þór- laug Jónatansdóttir, f. 1965. Guðný S. Thordersen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.