Morgunblaðið - 20.02.2018, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Hamingjan og óhamingjan eiga það
sameiginlegt að koma og fara. Staðan
verður önnur í kvöld. Líttu bara um öxl og
sjáðu hverju þú hefur fengið áorkað.
20. apríl - 20. maí
Naut Einhver eða eitthvað fer í taugarnar
á þér í dag og gerir þig pirraðan og óróleg-
an. Ef þú ert ekki viss um hvort þú eigir að
eyða peningum, áttu líklega að sleppa því.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Stundum eignast maður sér-
kennilega bandamenn sem reynast manni
eins og bestu vinir. Stattu fast á þínu og
láttu aðra um sitt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að koma skipulagi á hlut-
ina, bæði heima fyrir og á vinnustað.
Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem
öldnum í fjölskyldunni.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ef aðstæður valda þér óþægindum
skaltu endilega endurskoða þær og nú
með hjartanu en ekki skynseminni. Vel-
gengni þín virðist ógna fólki á einhvern
hátt.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það reynir á samskipti þín við yf-
irboðara, foreldra eða yfirmenn í dag.
Samt sem áður finnurðu hjá þér hvöt til
þess að rétta öðrum hjálparhönd.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þótt allt sé ekki eins og best verður á
kosið er engin ástæða til þess að setjast
með hendur í skauti. Menn geta haft skipt-
ar skoðanir á málum þótt þeir stefni allir
að sama marki.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Hver er sinnar gæfu smiður
segir máltækið. Mundu að erfiðleikarnir
eru til þess að sigrast á þeim. Taktu í út-
rétta hönd þeirra sem vilja aðstoða þig.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að melta þá hluti sem
nú valda þér hugarangri. Yfirveguðu týp-
unum verður kannski brugðið fyrst, en
smitast síðan af eldmóðnum þínum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að gaumgæfa lang-
tímamarkmið þín. Segðu einni manneskju
eitthvað sem enginn annar veit. Góður vin-
ur er gulli betri.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú átt það alveg skilið að lyfta
þér upp, ef þú bara gætir þess að hóf er
best á hverjum hlut. Vertu því skorinorður
við aðra og þá léttist andrúmsloftið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gefðu þér allan þann tíma sem til
þarf í að útfæra hugmynd þína og þá fyrst
geturðu sett kraft í að framkvæma hana.
Víkverji er ekki hissa á velgengnikvikmyndarinnar Three Bill-
boards Outside Ebbing, Missouri á
Bafta-verðlaunahátíðinni um
helgina. Myndin, sem skilgreind er
sem svört kómedía, er þrælmögnuð
og rígheldur manni frá upphafi til
enda. Þar munar ekki minnst um
stórleik Frances McDormand og
Sam Rockwell sem bæði fóru heim
með verðlaun af hátíðinni. Woody
gamli Harrelson stendur líka fyrir
sínu og rúmlega það í smærra hlut-
verki.
x x x
Three Billboards … fjallar umkonu sem tekur málin í sínar
hendur þegar rannsókn lögreglu á
morði dóttur hennar siglir í strand
og leikstjórinn og handritshöfund-
urinn, Martin McDonagh, kvaðst á
Bafta-hátíðinni vera mjög stoltur af
því að hafa gert mynd um konu sem
lætur ekki bjóða sér meiri drullu og
yfirgang. Vel fari á því á ári sem
þegar hefur verið helgað átakinu
#timesup.
x x x
Þetta er ekki í fyrsta skipti semFrances McDormand leikur
eftirminnilega konu en svo skemmti-
lega vill til að ein frægasta mynd
hennar, Mississippi Burning eftir
Alan Parker, var einmitt á dagskrá
Sjónvarps Símans um helgina. Orð-
inn þrjátíu ára gömul. Þar býr hún
einnig við ofríki karlpunga (afsakið
orðbragðið!) en gæfan snýst á end-
anum á sveif með henni. Það kallast
reyndar margt á í þessum tveimur
myndum sem báðar eiga sér stað í
hinum dreifðari byggðum Banda-
ríkjanna. Ef til vill hefur ekki svo
margt breyst á þessum tíma og rúm-
lega það því Mississippi Burning
gerist árið 1964 en Three Bill-
boards … í samtímanum.
x x x
Sam Rockwell er fæddur til aðleika slímuga óþokka og nýtur
sín í botn í Three Billboards …
enda þótt karakter hans þar sé ekki
allur þar sem hann er séður. Án þess
að Víkverji vilji gefa of mikið upp.
Sjón er sögu ríkari!
vikverji@mbl.is
Víkverji
Allir vegir Drottins eru elska og trú-
festi fyrir þá sem halda sáttmála hans
og boð.
(Sálm: 25.10)
SÉRBLAÐ
Fermingarblað
Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn 16. mars
Fermingarblaðið er eitt af
vinsælustu sérblöðum
Morgunblaðsins.
Fjallað verður um allt
sem tengist fermingunni.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 12. mars.
Áægifögru fimmtudagskvöldikrotaði Páll Imsland í Leirinn
bara til að rjúfa gamla þögn, þó ekki
væri gert af neinni snilld:
Nú hef ég ei langa lengi
limru ort um fljóð né drengi.
Hennar er nú gliðnað gengi.
Það gengur ekki svona lengi.
Af þessu varð mikill spuni. –
„Friður sé með henni!“ sagði Sig-
mundur Benediktsson:
Þótt hún áður fyndist frjó
fjörið mjög af henni dró,
löngu orðin hrörlegt hró,
hana blessi friðarró.
Fía á Sandi spurði hvort einhver
væri að tala um limruskort – „Hér er
ein gömul,“ bætti hún við:
Hún Anna gamla á Eir
sem ævilangt tilbað hann Geir
táldregur aðra,
sú tæfa og naðra,
hvern dag alveg þar til hún deyr.
Og enn kvað hún:
Hann Ari sat oft niðri á þingi,
athafnamaðurinn slyngi.
En fannst best að aka
svona fram og til baka
í skruggum og skafrenningi.
Skírnir Garðarsson sagði að loks-
ins væri fengin skýring á orðatiltak-
inu „úti að aka“:
Úti að aka er allt vort þing,
og almúgann gegndarlaust fyrir það
rukka.
Á Kia og Duster þeir keyra í hring,
og keppa í spyrnu við allskonar trukka.
Hvern asskollann varðar það almennig,
því ótæmandi er sarefts krukka.
Neðanmáls útskýrði Skáirnir að
krukkan í bænum Sareft í Gyðinga-
landi tæmdist aldrei, hún væri eins og
ísl ríkiskassinn. – „p.s. afsakið orð-
bragðið“, bætti hann við.
Nú sá Fía á Sandi ástæðu til að taka
fram að þessi væri ekki um neinn sér-
stakan frekar en limrur almennt:
Hann Ari á allskonar bíla,
hann er alæta á tegund og stíla.
Flinkur að aka
fram og til baka
en best man hann bleikrauða fíla.
Sigurlín Hermannsdóttir sá
ástæðu til að blanda sér í kveðskap-
inn: – „Hér var kvartað undan limru-
skorti. Tek það fram eins og Fía að
persónur hér eru uppdiktaðar, ef
einhverjum skyldi hafa dottið annað
í hug.
Hann Palli var álitinn perri
en Pési og Gaui samt verri,
í Óla eru brestir,
þó eru þeir flestir
sólskinsbörn miðað við Sverri.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vísnaspuni um limruþrot
„ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ ÞJÁST Í HLJÓÐI.“
„VERÐUR ÞÚ AÐ HORFA Á SJÓNVARPIÐ Á
MEÐAN SYSTIR MÍN ER Í HEIMSÓKN.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þessi litla töfrastund
í lífi þínu.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HRÓLFUR, HEFUR
FEGURÐ MÍN DOFNAÐ? ALLS EKKI!
ÉG MAN ENNÞÁ EFTIR HENNI!
MÉR
LEIÐIST
MÉR
LÍKA
NÆST FÆ ÉG AÐ
VELJA HVAÐ VIÐ
GERUM!
SMAKK!