Morgunblaðið - 20.02.2018, Síða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018
Sjöttu og síðustu vetrar-tónleikar Kammermús-íkklúbbsins fóru fram ásunnudag við glimrandi
góða aðsókn að vanda – og ekki
sízt óviðjafnanlegt andrúm, eins og
við á þegar fagurkerar samhlusta á
músíkperlur handan við möl og
ryð. Tala nú ekki um þegar lifandi
túlkun stendur jafn vel undir
undirlægum göldrum prentaðra
nótna eins og nú varð raunin.
Þá er gaman að lifa! Mætti því
vel láta kvisast betur út en gert er
við hvað harkþegar hjakksins fara
á mis þegar þeir láta sig vanta og
þiggja steina fyrir brauð af ein-
skærri vanþekkingu.
Á tónseðli kvöldsins voru tvö pí-
anótríó; síðrómantískt frá 1882 og
nýklassískt frá 1944. Áhöfn fiðlu,
sellós og píanós er ein höfuðgreina
klassískrar kammertónlistar með
250 ára sögu að baki, þótt kunni að
hafa fjarað undan henni á seinni
áratugum. Hugsanlega sumpart
fyrir hjöðnun áhugamennsku í list-
músík upp úr seinni hluta síðustu
aldar. Sunnar á Norðurlöndum
mátti t.a.m. oft sjá slík tríótilþrif í
heimahúsum svo seint sem kring-
um 1960, þó sjálfsagt næðu við-
fangsefnin sjaldnast upp í erf-
iðleikagráðu þess er hér var á
boðstólum.
Er óneitanlega eftirsjá að þessu
fyrrum trausta rótarsambandi milli
tónsmiða og alþýðuspilara áður en
tæknikröfur ágerðust með aukinni
sérmenntun, þar til útvarp og
plötuspilarar lögðu beina þátttöku
alþýðu endanlega af með því að
gera tónlistarupplifun flestra að
,óvirkri‘ neyzlu okkar tíma.
En hvað sem þáþráum eftir-
þanka líður, þá var óblandin
ánægja að frammistöðu ofantaldra
framvarðarkvenna okkar og Cod-
ispotis, er mönuðu fram geislavirkt
inntak og magnaðan anda meist-
araverkanna eins og að drekka
vatn. Og meira að segja svo sköp-
unarheimur þeirra náði ómót-
stæðilegum áhrifum – hvor á sín-
um ólíku forsendum. Það er ekki
heiglum hent og skrifast trúlega á
vandaða samæfingu eða þaulmús-
íkalskt innræti, nema hvort tveggja
sé.
Af stórstikluðu mætti m.a. nefna
tíðar en hnífsamtaka tempóbreyt-
ingar í Brahms, er víða skiptist á
þróttmiklum slætti og líðandi unaði
– t.a.m. í II. sem verkaði stundum
á mann sem dillandi ástardúett
fiðlu og sellós. Að vísu gerði oft
þykkur hljómborðsritháttur Ham-
borgarans ekki píanistanum auð-
velt fyrir um styrkrænt jafnvægi,
en Codispoti var auðheyranlega
meðvitaður um þann vanda og lék
almennt af spriklandi léttri fimi.
Svo var og Sjostakovitsj, ef
marka má píanómeðferð hans á e-
moll verkinu frá ógnartíma Seinni
heimsstyrjaldar. Ólíkt Brahms var
hann iðulega furðusparneytinn í
slaghörpuröddinni, allt niður í lág-
væra stakhljóma, er veittu strengj-
um gullin tækifæri til að blómstra
fyrir sinn hatt.
Hér fór stórkostlegt marghliða
verk. Það kastaði exótískum tólfum
í lokaþættinum um rússneskt gyð-
ingastef og kraftbirti í senn þrúg-
andi kringumstæður almenns sam-
tíma og persónulega áþján
snillingsins undir harðstjórn Stal-
íns. En líka músíkalska innsýn sem
hlaut að heilla alla upp úr skónum
í drífandi innlifun þeirra þremenn-
inga.
Hljóðfæraleikararnir Rýnir lofar músíkalska „innsýn sem hlaut að heilla
alla upp úr skónum í drífandi innlifun þeirra þremenninga“. Tríóið skipuðu
Domenico Codispoti, Sigrún Eðvaldsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir.
Norðurljósum í Hörpu
Kammertónleikarbbbbm
Brahms: Píanótríó nr. 2 í C Op. 87. Sjos-
takovitsj: Píanótríó nr. 2 í e Op. 67. Sig-
rún Eðvaldsdóttir fiðla, Bryndís Halla
Gylfadóttir selló og Domenico Codis-
poti píanó. Sunnudaginn 18.2. kl. 17.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Mölur og ryð
Kínversk menningaryfirvöld krefj-
ast þess að bandarískum karlmanni
sem stal þumalfingri af fornum kín-
verskum leirhermanni, sem var á
sýningu í borginni Fíladelfíu, verði
refsað harkalega fyrir tiltækið.
Árið 1974 fannst í Xi’an í Sha-
anxi-héraði í Kína herdeild 8.000
manna og hesta úr brenndum leir
en hún var gerð fyrir um 2.000 ár-
um til að gæta grafar fyrsta keis-
ara Kínaveldis. Leirhermennirnir
hafa orðið einhverjar vinsælustu
fornminjar landsins, þar sem þeir
standa flestir á sínum upprunalega
stað, en kínversk stjórnvöld hafa
lánað nokkrar styttanna á sýningar
til ýmissa landa. Samkvæmt frétt-
um í kínverskum og bandarískum
miðlum voru tíu styttur til sýnis í
Franklin-stofnuninni í Fíladelfíu
þegar 24 ára gamall maður, Mich-
ael Rohana að nafni, var í sam-
kvæmi annars staðar í byggingunni
fyrir jólin. Um kvöldið vafraði hann
að sýningarsalnum, sem var ólæst-
ur, gekk þar inn að styttunum og
lýsti sér leið með ljósi farsímans.
Þar faðmaði hann leirhermanninn
og tók sjálfsmynd með honum áður
en hann braut af honum þumal-
fingur og stakk honum í vasann.
Starfsfólk safnsins uppgötvaði
skemmdirnar ekki fyrr en 8. janúar
og hafði uppi á brotamanninum
með því að skoða upptökur úr
öryggismyndavélum. Rohana við-
urkenndi þá að þumallinn væri í
skúffu hjá sér en áður hafði hann
deilt mynd af honum á samfélags-
miðlum.
Stofnunin sem lánar leirhermenn
á sýningar hefur krafist þess að
hinum brotlega verði refsað harð-
lega enda stytturnar „þjóðar-
gersemar“.
Stal þumli af hermanni
AFP
Sögulegar Leirdátarnir í Xi’an. Ungur maður stal þumli af einum þeirra á
sýningu í Bandaríkjunum og krefjast Kínverjar harðrar refsingar.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Fös 20/4 kl. 20:00 11. s
Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas.
Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 22/4 kl. 20:00 12. s
Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s
Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Lau 28/4 kl. 20:00 25. s
Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s
Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Fim 3/5 kl. 20:00 27. s
Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Fös 4/5 kl. 20:00 28. s
Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 29. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 23/2 kl. 20:00 128. s Fös 2/3 kl. 20:00 132. s Lau 10/3 kl. 20:00 136. s
Lau 24/2 kl. 20:00 129. s Lau 3/3 kl. 20:00 133. s Sun 11/3 kl. 20:00 137. s
Sun 25/2 kl. 20:00 130. s Sun 4/3 kl. 20:00 134. s Lau 17/3 kl. 20:00 138. s
Fim 1/3 kl. 20:00 131. s Fös 9/3 kl. 20:00 135. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið)
Fim 22/2 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu sýningar!
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Mið 21/2 kl. 20:00 54. s Fös 2/3 kl. 20:00 56. s
Lau 24/2 kl. 20:00 55. s Lau 3/3 kl. 20:00 Lokas.
Síðustu sýningar komnar í sölu.
Lóaboratoríum (Litla sviðið)
Fim 22/2 kl. 20:00 Lokas.
Í samvinnu við Sokkabandið.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s
Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s
Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s
Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s
Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Lau 21/4 kl. 20:00 17. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Mið 21/2 kl. 19:30 Fors Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn
Fim 22/2 kl. 19:30 Fors Fim 8/3 kl. 19:30 Auka Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn
Fös 23/2 kl. 19:30 Fors Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn
Lau 24/2 kl. 19:30 Frums Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn
Sun 25/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn
Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn
Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 17.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Fös 16/3 kl. 19:30 Síðustu
Síðustu sýningar komnar í sölu
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 4/3 kl. 13:00 Sun 11/3 kl. 13:00 Síðustu
Sun 4/3 kl. 16:00 Sun 11/3 kl. 16:00 Síðustu
Síðustu sýningar komnar í sölu
Faðirinn (Kassinn)
Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn
Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Efi (Kassinn)
Þri 27/2 kl. 19:30 Auka Þri 6/3 kl. 19:30 13.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 19.sýn
Lau 3/3 kl. 19:30 14.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn
Sun 4/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 18.sýn
Margverðlaunað og spennandi verk !
Ég get (Kúlan)
Sun 25/2 kl. 13:00 12.sýn
Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar
Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið)
Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 13:00
Lau 24/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 15:00
Brúðusýning
Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 22/2 kl. 20:00 Fim 1/3 kl. 20:00 Fim 8/3 kl. 20:00
Fös 23/2 kl. 20:00 Fös 2/3 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 20:00
Fös 23/2 kl. 22:30 Fös 2/3 kl. 22:30 Fös 9/3 kl. 22:30
Lau 24/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00
Lau 24/2 kl. 22:30 Lau 3/3 kl. 22:30 Lau 10/3 kl. 22:30
Sun 25/2 kl. 20:00 Sun 4/3 kl. 20:00
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00
Mið 28/2 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Fesival Mið 25/4 kl. 20:00
Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00
Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Hvað er á fjölunum? mbl.is/leikhus