Morgunblaðið - 20.02.2018, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 51. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Fá fullnægingu með hvor annarri
2. Hjörvar og Heiðrún eignuðust son
3. „Búinn að sofa sáralítið í nótt“
4. Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kvartettinn Frændólkið kemur
fram á djasskvöldi Kex Hostels í
kvöld, kl. 20.30. Kvartettinn leikur
nýja tónlist eftir Inga Bjarna Skúla-
son píanóleikara og Oddrúnu Lilju
Jónsdóttur gítarleikara, auk heims-
tónlistar og djass. Frændsystkinin
Ingi og Oddrún hafa leikið saman við
tónlistarháskólann í Osló.
Frændfólkið leikur
nýja tónlist og djass
Kvennakór Suð-
urnesja fagnar
hálfrar aldar af-
mæli kórsins með
stórtónleikum í
Stapa á fimmtu-
dagskvöldið. Fríða
Dís, söngkona
Klassart, og Valdi-
mar Guðmunds-
son syngja nokkur lög með kórnum
en flutt verður tónlist frá síðustu ára-
tugum eftir ýmis Suðurnesjatónskáld
og textahöfunda. »12
Stórafmæli Kvenna-
kórs Suðurnesja
Linda Ólafsdóttir myndskreytir hef-
ur gert alþjóðlegan útgáfusamning við
bandaríska forlagið Holiday House
sem gefur út bækur fyrir börn og ung-
menni. Forlagið mun
sumarið 2019 gefa
út bók án orða eft-
ir Lindu, In the
Middle, um tvo
óþekka brodd-
gelti sem skríða
út úr myndabók
og opinbera
hulda heima.
Bók Lindu kemur út
í Bandaríkjunum
Á miðvikudag Suðaustan 18-25 m/s. Snjókoma, slydda eða rign-
ing, talsverð úrkoma syðra og mikil á Suðausturlandi. Úrkomulítið
nyrðra. Suðvestan 8-15 vestast síðdegis, él og kólnandi veður.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 10-18 m/s en mun hægari í
kvöld. Él sunnan- og vestanlands. Bjartviðri nyrðra og eystra. Hiti
víða 1-8 stig en kólnar niður undir frostmark um allt land síðdegis.
VEÐUR
„Umboðsmaður minn hringdi í
mig og sagði mér frá íslensku
deildinni því hann talda hana
vera heppilega til að byrja at-
vinnumannaferilinn. Flóknara
var það nú eiginlega ekki og
ég veit ekki einu sinni hvort
mér bárust önnur tilboð eða
aðrar fyrirspurnir. Ég stökk á
þetta tækifæri og reyni að
vinna eins vel úr því og ég
get,“ segir Ryan Taylor,
bandaríski körfuboltamað-
urinn hjá ÍR. »3
Taldi gott að byrja
ferilinn á Íslandi
„Mig langaði til þess að takast á við
eitthvað nýtt eftir þrjú ár hjá Århus.
Takast á við nýja áskorun í öðru landi.
Toppliðið í Noregi býður upp á ýmsa
möguleika,
eins og til
dæmis að
leika í
Meist-
aradeild
Evrópu,“
segir hand-
knattleiksmað-
urinn Sigvaldi
Björn Guð-
jónsson sem yf-
irgefur Århus í
Danmörku í sum-
ar og gengur til
liðs við norsku
meistarana El-
verum. »1
Vildi takast á við nýja
áskorun í nýju landi
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sig-
urmark FH gegn Val á lokasekúndu
leiksins þegar liðin mættust í Kapla-
krika í gærkvöld í Olís-deildinni í
handbolta. Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem Óðinn kemur sér í fyrirsagnirnar
í vetur. Stjarnan er langt komin með
að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni
eftir sigur á Fjölni sem situr í næst-
neðsta sæti. »2
Óðinn endurtók leikinn
og FH í toppmálum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Súrkál er sælkeramatur að mati
Dagnýjar Hermannsdóttur súr-
kálsgerðarkonu. Hún sendi nýver-
ið frá sér uppskriftabókina Súrkál
fyrir sælkera til að breiða súrkáls-
fagnaðarerindið út til Íslendinga.
Hún heldur einnig súrkálsgerðar-
námskeið og þá er súrkál úr henn-
ar framleiðslu nýkomið í valdar
verslanir.
Dagný kynntist súrkálsgerð
fyrst þegar hún var 17 ára nemi í
lýðhálsskóla í Noregi. „Mér óx
þetta í augum og hafði þá hug-
mynd að það þyrfti hinar full-
komnu aðstæður og græjur í súr-
kálsgerðina. Fyrir fáeinum árum
safnaði ég kjarki og skoðaði þetta
af alvöru. Verandi hrikaleg dellu-
manneskja sökkti ég mér ofan í
súrkálsgerðina og komst að því að
hún er hvorki flókin né hættuleg.
Þetta er einhver öruggasta
geymsluaðferð á matvælum sem til
er,“ segir Dagný. Henni hefur síð-
an tekist að smita flestalla í kring-
um sig af súrkálsáhuganum. „Mér
fannst svo merkilegt að uppgötva
hvað súrkál er gott og fann mikla
þörf fyrir að troða því upp á alla.
Fólk hefur mismikinn áhuga til að
byrja með, sumir þurfa að venjast
súrkálinu áður en þeim finnst
það gott en aðrir falla strax fyrir
því.“
Grænmeti, salt og krydd
Súrkálsgerð er talin vera upp-
runnin í Asíu löngu fyrir tíma
akuryrkju. Dagný segir gerjuð
matvæli þekkjast í öllum menn-
ingarheimum þó að margir hér á
landi tengi súrkál oftast við
Þýskaland.
Í súrkál og annað gerjað græn-
meti er aðeins notað salt og
krydd. „Mjólkursýrubakteríur
eru til staðar á grænmetinu og
við gerjunina eru skapaðar réttar
aðstæður þannig að mjólkursýru-
bakteríurnar nái yfirhöndinni. Það
er hægt að sýra allt grænmeti,
möguleikarnir eru óendanlegir.“
Í uppáhaldi hjá Dagnýju er súr-
krásin Curtido sem hún segir mjög
ljúffenga og passa með öllu, hún
borðar hana meðal annars með
morgunmatnum. „Ég er alltaf að
prófa eitthvað nýtt. Ég er rosalega
spennt núna fyrir súrkáls-chutneyi
sem er svo gott að við ákváðum að
setja það í framleiðslu.“
Dagný segir mikla súrkálsvakn-
ingu vera um allan hinn vestræna
heim. „Fólk er að átta sig á að lif-
andi fæða skiptir máli. Það sem ég
framleiði er lifandi og ógerilsneytt
en margt af því súrkáli sem er
flutt hingað inn er niðursoðið
þannig að bakteríurnar eru drepn-
ar og hollustugildið þá að miklu
leyti farið.“
Sökkti sér ofan í súrkálsgerð
Dagnýju
Hermannsdóttur
finnst súrkál gott
Morgunblaðið/Hari
Súrkrásir Dagný Hermannsdóttir sendi nýlega frá sér uppskriftabók um súrkálsgerð, Súrkál fyrir sælkera.
Súrkál er talið hafa mjög góð áhrif á meltinguna og
heilsuna almennt. Dagný segist geta vottað það, hún
hafi aldrei verið jafn góð í maga og eftir að hún fór að
borða súrkál reglulega. „Það er alltaf að koma betur
og betur ljós hvað þarmaflóran er mikilvæg og hvað
bæði ytri þættir og mataræði hafa mikil áhrif
á hana. Við þurfum að fá góðgerla úr matn-
um og fullt af góðum trefjum og súrkál inni-
heldur hvort tveggja. Það er alltaf verið að
selja skyndilausnir við öllu, ég er ekki hrifin
af þeim. Það er miklu eðlilegra að fá það
sem þarf úr hollu og náttúrulegu mataræði
án þess að vera í brjáluðum öfgum. Við eig-
um að borða góðan og alvörumat og njóta
þess, það er heilbrigð skynsemi,“ segir
Dagný.
Súrkál er gott fyrir meltinguna
HEILBRIGÐ SKYNSEMI AÐ BORÐA ALVÖRUMAT