Morgunblaðið - 26.02.2018, Side 1
M Á N U D A G U R 2 6. F E B R Ú A R 2 0 1 8
Stofnað 1913 48. tölublað 106. árgangur
HAFDÍS ÍS-
LANDSMEISTARI
Í LANGSTÖKKI LISTAMANNAMYNDIR
TÖKUR AÐ HEFJAST
Á STUTTMYNDINNI
DAUÐA MARÍU
JÓNATAN GRÉTARSSON 26-27 SIGURÐUR KJARTAN 12-13ÍÞRÓTTIR
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Innheimtustofnun sveitarfélaga hef-
ur þurft að afskrifa meðlagskröfur
eftir gjaldþrot einstaklinga upp á
tæpan milljarð króna eða 993 millj-
ónir á síðustu fimm árum. Hafa af-
skriftirnar aukist mikið að undan-
förnu, þær voru 407 milljónir í
fyrra, og er meginástæðan sú að
fyrningartími meðlagskrafna stytt-
ist úr tíu árum í tvö með lagabreyt-
ingu árið 2010, til að auðvelda
skuldurum að koma fjármálum sín-
um á réttan kjöl. Innheimtustofnun
sveitarfélaga hefur sent dómsmála-
ráðherra, samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytinu og Sambandi
íslenskra sveitarfélaga bréf til að
upplýsa um stöðuna og að ekkert
lát virðist vera á umtalsverðri
skerðingu á kröfueign sveitarfélaga
vegna þessa.
Í bréfinu segir að það veki at-
hygli að hluti þessara afskrifta sé
vegna meðlagsgreiðenda sem hafa
til þess tíma er afskrift fer fram
greitt af skuldum sínum, þeir séu
m.ö.o. í flestum tilfellum borgunar-
menn meðlagsskulda sinna.
3,6 milljarðar greiddir í fyrra
Þrátt fyrir þetta tap á kröfum
vegna meðlagsgreiðslna hefur inn-
heimta meðlaga almennt gengið vel
og innheimti stofnunin rúmlega 3,6
milljarða í meðlagsgreiðslur á síð-
asta ári sem er umtalsverð aukning
frá næstu tveimur árum á undan.
Núna í febrúarmánuði greiða alls
11.233 manns ýmist áfallandi með-
lög eða eldri meðlagsskuldir. Skylt
er að greiða meðlag með börnum og
unglingum þar til þau ná 18 ára
aldri. Yngsti einstaklingurinn sem
greiðir meðlög í dag er fæddur 2000
en sá elsti er 92 ára á þessu ári,
fæddur árið 1926.
MAfskriftir meðlaga 993 … »16
Afskrifa nær milljarð
Afskriftir krafna vegna meðlagsgreiðslna hafa vaxið mikið að undanförnu og
kröfueign sveitarfélaga skerst Stytting fyrningartíma í tvö ár aðalástæðan
Rúta valt með 32 farþega innanborðs á
Borgarfjarðarbraut laust eftir klukkan
fjögur síðdegis í gær. Sem betur fór
urðu ekki alvarleg slys á fólki, en far-
þegarnir voru 26 franskir unglingar á
skólaferðalagi um Ísland ásamt kenn-
urum, auk bílstjóra og leiðsögumanns.
Einn farþega var sendur til aðhlynn-
ingar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
og annar á Landspítala. Meiðsli beggja
voru minniháttar, að sögn Ólafs Guð-
mundssonar, yfirlögregluþjóns á Vest-
urlandi. »2
Morgunblaðið/Eggert
Slys Sterk vindhviða feykti rútunni á hliðina.
Rúta franskra skólabarna valt
Tveir þurftu að leita
sér læknisaðstoðar
Hótel Húsafell í Borgarfirði er kom-
ið á lista tímaritsins National Geo-
graphic sem einstakur gististaður.
Þetta er fyrsti staðurinn á Norður-
löndum sem kemst þarna á blað, en
þar eru alls 57 hótel í heiminum öll-
um. Öll eiga það sammerkt að starf-
semi þar er sjálfbær með tilliti til
umhverfismála og gestum býðst
framúrskarandi þjónusta á stöðum
sem eru umvafðir stórbrotinni nátt-
úru.
Unnar Bergþórsson hótelstjóri
bindur miklar vonir við útnefningu
National Geographic, sem kemur
eftir langa og stranga gæðaúttekt.
Þetta sé verðmæt kynning og henni
fylgi bein viðskiptatækifæri fyrir
starfsemi hótelsins, sem var opnað í
júlí 2015. »4
Hótel Gististaður fær góða dóma.
Húsafell á
heimslista
Hótelið á lista
National Geographic
„Meginhluti gagnavera um allan
heim er knúinn af kjarnorku, kol-
um og gasi, svo að kolefnisfótsporið
er gríðarlegt. Þetta er hlutur sem
fólk er ekki alveg búið að kveikja
á,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson,
forstjóri Opinna kerfa sem reisa
munu hátæknigagnaver við Korpu-
torg í samstarfi við Vodafone,
Reiknistofu bankanna og Korpu-
torg. Hann segir að gagnaversiðn-
aðurinn í heiminum taki um 7% af
allri framleiddri orku um þessar
mundir og skilji eftir sig stærra
kolefnisfótspor en flugsamgöngur í
heiminum. Geirinn sé sívaxandi og
því séu mikil tækifæri til að nýta
hreina íslenska orku. »2
Munu reisa gagna-
ver við Korputorg
Íslenska landsliðið í körfuknattleik vann Tékka í
Laugardalshöll í gær með eins stigs mun, 76:75,
og Finna á föstudaginn með fimm stiga mun,
81:76, og er þar með komið í vænlega stöðu í
undankeppni HM. Martin Hermannsson fór fyrir
íslenska landsliðinu í báðum viðureignum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tveir sætir sigrar og staðan orðin vænleg
Guðný Halldórsdóttir, einnig þekkt sem
Duna Laxness, hlaut heiðursverðlaun Edd-
unnar í gærkvöldi. Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra veitti verðlaunin. „Duna er
frumkvöðull í framvarðarsveit íslenskra
kvikmyndagerðarkvenna og framlag hennar
til fagsins er ómetanlegt,“ sagði í kynning-
unni. Í þakkarræðu sinni þakkaði Guðný fyr-
ir það að hafa ekki dottið á nefið á leið á
svið.
Aðrir sigurvegarar kvöldsins voru þátta-
röðin Fangar, sem hlaut alls tíu verðlaun, og
kvikmyndin Undir trénu, sem hlaut sjö. »29
Framlag til fagsins ómetanlegt
Guðný Halldórsdóttir
hlaut heiðursverðlaunin
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Edduverðlaun Katrín Jakobsdóttir veitti
Guðnýju heiðursverðlaunin í gærkvöldi.