Morgunblaðið - 26.02.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.02.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2018 TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Eðlilega bjóst ég við að trúar- brögðin yrðu rædd samhliða frumvarpinu. Hins vegar hefur hörð andstaða og framganga fólks innan íslensku þjóðkirkj- unnar komið mér í opna skjöldu sem og gríðarleg athygli að ut- an,“ segir Silja Dögg Gunnars- dóttir, þingmaður Framsóknar- flokks. Hún er upphafsmaður þess sem hefur verið mál mála að undanförnu; frumvarps sem ligg- ur fyrir Alþingi sem gerir ráð fyr- ir því að umskurður á kynfærum drengja, sem alsiða er í gyðinga- og múhameðstrú, verði bannaður og gerður refsiverður. Mál þetta er nú til fyrstu umræðu á Alþingi og ýmsir hafa sent inn umsagnir en flestir hafa um það miklar meiningar. Bendi fólki kurteislega á Umskurður á drengjum er leyfilegur á Íslandi en umskurður á stúlkum og konum var bann- aður með lögum árið 2005. Allir umboðsmenn barna á Norður- löndunum sendu frá sér yfirlýs- ingu 2013 þar sem norræn ríki eru hvött til að banna umskurð með lögum enda brjóti hann gegn barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna sem ríkin hafa lögleitt. Skv. tölum frá Landlækni hefur sam- tals 21 drengur á Íslandi verið umskorinn frá 2006 til og með árinu í fyrra, á sjúkrahúsum og hjá sjálfstætt starfandi læknum. Tala þessi gæti verið hærri, að sögn Silju Daggar, því lýtalæknar senda embættinu ekki gögn um tegund aðgerða. „Meiripartur bréfa og skila- boða sem ég hef fengið vegna frumvarpsins hefur verið hvatn- ing. Sá stuðningur kemur ekki síst frá múslimum og gyðingum sem hafa verið umskornir og vilja afleggja þennan sið, sem þeir segja að brjóti á mannhelgi barna og skaði þau, bæði á líkama og sál. Ég hef einnig fengið bréf þar sem framlögðu frumvarpi er mót- mælt harðlega. Ég bendi því fólki kurteislega á að frumvarpið sé nú til umræðu á Alþingi og því um innanríkismál að ræða. Auðvitað á Alþingi að ræða mál sem þessi, sem og önnur mál er snúa að vernd og réttindum barna á Ís- landi,“ segir Silja Dögg. Allir brennimerktir Fyrir helgina fundaði for- maður samtaka evrópskra gyð- inga, Menachem Margolin, með Bergdísi Ellertsdóttur, sendi- herra Íslands í Belgíu, vegna þessa máls og óskaði skýringa. Þá kom fram á mbl.is fyrir helgina að rabbíni gyðinga í Moskvu, Pinchas Goldschmidt, teldi að Silja Dögg hefði ekki gert sér grein fyrir áhrifum frumvarpsins. Yrði það að lögum gæti það sett fordæmi sem önnur ríki gætu ákveðið að fylgja. Þar með yrðu allir gyðingar brennimerktir sem glæpamenn. Frumvarpið kveðst Silja Dögg leggja fram fyrst og síðast vegna barnaverndar- og mann- réttindasjónarmiða. Um gildi frumvarpsins í því sambandi megi benda á yfirlýsingu um 500 ís- lenskra lækna sem styðja frum- varpið enda segja þeir umskurð á ungbörnum ganga gegn Genfar- yfirlýsingu lækna og samræmast því síður grundvallarviðmiðum Helsinki-yfirlýsingar lækna um réttinn til sjálfsákvörðunar og upplýsts samþykkis. Rannsóknir sýna neikvæð áhrif „Stundum er þörf á umskurði í læknisfræðilegum tilgangi og slíkar aðgerðir verða áfram leyfi- legar, samkvæmt frumvarpinu. Ég gæti líka trúað því að þegar fólk hefur meiri upplýsingar í höndunum muni sú andstaða sem nú er til staðar minnka. Fyrir liggja margar nýlegar rannsóknir sem hafa verið gerðar á áhrifum umskurðar á drengi sem allar sýna fram á neikvæð áhrif,“ segir Silja Dögg og bætir við: „Á grundvelli slíkra upplýsinga hljótum við að íhuga hvort ekki sé ástæða til að banna slíka siðvenju með lögum. Annars er umræðan um þetta mál eldfim en ég hef ekki teflt fram öðru en skýrum og einföldum skilaboðum og stað- reyndum. Líf og heilsa barna er í húfi.“ Andstaða þjóðkirkjufólks við frumvarp sem bannar umskurð kom á óvart Morgunblaðið/Sigurður Bogi Frumvarp Auðvitað á Alþingi að ræða mál sem snúa að vernd og réttindum barna, segir Silja Dögg. Siðvenja verði bönnuð  Silja Dögg Gunnarsdóttir fæddist 1973. Hún er sagnfræð- ingur að mennt og með meist- arapróf í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst. Starfaði fyrr á árum við kennslu, blaða- mennsku og fleira. Hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í Reykjanesbæ.  Þingmaður Framsóknar- flokksins í Suðurkjördæmi frá 2013. Situr í dag í utanríkis- mála- og efnahags- og við- skiptanefndum Alþingis. Hver er hún? „Það segir sig auðvitað sjálft að það er ekki ákjósanleg staða fyrir fyr- irtæki að þurfa að flytja alla sína starfsemi kannski á 20-30 ára fresti í jaðar borgarinnar eins og hann er hverju sinni. Það er frekar snúin staða,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnað- arins, í samtali við Morgunblaðið. Verður til að umferð aukist Í Morgunblaðinu á laugardaginn var rætt við Hjálmar Sveinsson, for- mann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, um skipulag iðnaðarlóða í borginni, en í endur- mati á landþörf iðnaðar i aðal- skipulagi Reykja- víkur 2010-2030 segir að óvissa um tímasetningu losunar bygging- arlands í Vatns- mýri skapi „meiri þrýsting á flutn- ing landfrekrar og grófrar iðnað- arstarfsemi úr Ártúnshöfðanum.“ Sigurður segir að stefna borgar- innar um að ýta iðnaði út á jaðar byggðarinnar verði til þess að um- ferð aukist „vegna þess að það er lengra að sækja frá þessum fyrir- tækjum til viðskiptavinanna. Það eykur álag á göturnar, sem er þvert á stefnu borgaryfirvalda.“ Fylgjast með fólki að störfum Auk þess auki fjarlægðin kostnað fyrirtækja sem skili sér óhjákvæmi- lega í verðhækkunum á þjónustu. Hann segir einnig að iðnaður og íbúðabyggð geti vel þrifist hlið við hlið og nefnir þar slippinn við Reykjavíkurhöfn sem dæmi. „Ferðamenn og heimamenn stoppa gjarnan til þess að fylgjast með skipum í slipp og fólki að störf- um vegna þess að það er líf í kringum það. Hótelgestir við höfnina hafa frekar verið ánægðir með þessa nánd, heldur en hitt, af því að þetta hefur aðdráttarafl.“ Í endurmati á aðalskipulagi borgarinnar er gengið út frá því að vægi iðnaðar í atvinnu- lífi borgarinnar dragist saman til framtíðar litið. Þessu er Sigurður ósammála. „Vægi [iðnaðar] fer síst minnkandi í borginni eða nútímasamfélagi. Eðli hans hefur þó kannski breyst og hann er orðinn tæknivæddari. Innan raða Samtaka iðnaðarins eru 1400 félagar í mjög margvíslegri starf- semi, allt frá mannvirkjagerð og framleiðslu yfir í hátækniiðnað, líf- tækni og annað,“ segir Sigurður. athi@mbl.is Slæmt að ýta iðnaðinum burt  Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir vægi iðnaðar ekki fara minnkandi, þó eðlið breytist Sigurður Hannesson Morgunblaðið/Ómar Um helgina lögðu margir leið sína á bókamarkað Félags íslenskra bóka- útgefanda sem haldinn er á jarðhæð stúkubyggingarinnar við Laugar- dalsvöll. Mikið úrval bóka er á mark- aðnum, þá bæði til þess að gera ný- lega bækur og einnig eldra fágæti. Eru bækurnar sem þarna eru á borðum í raun flóran öll; skáldsögur, ljóð, barnabækur, æviminningar, fróðleikur og hverskonar nytjarit og handbækur. Markaðurinn hefur verið haldinn um árabil um mánaðamótin febrúar og mars og var til dæmis í áraraðir í Perlunni, en hefur verið í Laugar- dalnum nú í nokkur ár. Markaðurinn var opnaður síðastliðinn föstudag, hann stendur fram til 11. mars og er opinn alla daga frá klukkan 10 til 21. Margir á bókamark- aði í Laugardalnum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bókaormar Ungir og áhugasamir lesendur nutu sín á bókamarkaðinum. Nærri tuttugu álftir sáust á flugi í Fáskrúðsfirði á laugardag og sama dag voru þrjú álftapör í Nesjum við Hornafjörð. „Þetta er merki um að vorið sé að koma,“ segir Brynjúlfur Brynjólfsson hjá Fuglaathugunar- stöð Suðuausturlands í samtali við Morgunblaðið í gær. Fyrstu sílamávarnir sáust á Faxaflóasvæðinu, svo sem í Reykja- vík og í Hvalfirði þann 20. febrúar og voru það að öllum líkindum fyrstu farfugl- arnir sem sáust þetta árið. Nokkrar tilkynn- ingar um síla- máfa hafa komið síðan. „Sennilega kemur skúm- urinn næstur, þá venju samkvæmt einhverntíma snemma í mars,“ sagði Brynjúlfur. sbs@mbl.is Fyrstu farfuglarnir eru komnir til landsins Sílamávur er einn góðu vorboðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.