Morgunblaðið - 26.02.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.02.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2018 n blekhylkja tu kostir: ðvirk hágæða prentun t að 15 síður á mínútu í svörtu eða 8 í lit. entar, skannar, ljósritar og faxar. æki í 1- prentar beggja megin. klir tengimöguleikar B2, Þráðlaust net, WiFi Direct og venjul. nettenging. entun beint úr síma eypis app til að prenta beint úr síma. ÞÓR FH Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 9:00 - 18:00 Lokað um helgar Tölvuverslun - Reykjavík: Ármúla 11 108 Reykjavík Sími 568-1581 Vefsíða og netverslun: www.thor.is EPSON EcoTank ET-4750 er öflugt, hagkvæmt og sérstaklega umhverfisvænt fjölnotatæki. Í stað hefðbundinna prenthylkja fylgja blek flöskur sem draga verulega í prentkostnaði. Með prentara í upphafi fylgja tvö sett af flöskum sem tryggja allt að 14.000 blaðsíðna prentun (svartur texti) eða 11.200 síðna litaprentun. Prentar allt að 15 síður á mínútu í svörtu og getur prentað báðummegin á blaðið. Nettengdur/þráðlaus prentari með þægilegan snertiskjá. Fjölnotatæki fyrir skrifstofuna á • Hra l r • Ók 14.000 síður í svörtu 11.200 síður í lit Tvö sett af blekflöskum fylgja, sem dugar í samtals: SPARNAÐUR Í PRENTUN Morgunblaðið/Hari Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Ég held að maður verði aðlifa og hrærast í kvik-myndagerð til að skilja ogbera virðingu fyrir fag- inu, annars er hætta á að maður fjar- lægist það á milli verkefna. Sjálfur er ég svo blessunarlega heppinn að starfa sem aðstoðarleikstjóri, auk þess að geta þróað mín eigin verk,“ segir Sigurður Kjartan Kristinsson, sem var aðstoðarleikstjóri í sjón- varpsþáttaröðunum Fortitude árið 2014 og Black Mirror árið 2017. Fleira mætti tína til um aðkomu hans að kvikmyndum, en þessa dag- ana er hann við tökur á tónlistar- myndbandi fyrir Ólaf Arnalds. Af eigin verkum er nærtækast að nefna handrit að stuttmyndinni Dauði Maríu, The Death of Marie. Styrkur frá Kvikmyndasjóði er í höfn og fyrsti tökudagur handan við hornið. Og handritshöfundurinn í leikstjóra- stólnum. „Myndin verður 10 til 15 mín- útna löng og tekin upp á fjórum dög- um í New Rochelle, sem er lítll bær skammt frá New York. Eftirvinnslan getur tekið nokkra mánuði og síðan væri gaman að frumsýna hana á fal- legri hátíð í fyllingu tímans.“ Þegar Sigurður talar um „okk- ur“ á hann við framleiðendurna Lilju Hrönn Baldursdóttur og Söru Nas- sim, Brynju Skjaldar búninga- hönnuð, Bjarna Frímann tónskáld og Shadi Chaaban tökumann. „Ég hafði áður unnið með Söru og Shadi, sem bæði settu sín fingraför á myndina í þróunarvinnunni. Við kynntum verk- ið fyrir Lilju Hrönn, sem býr í New York, og ég hafði heyrt vel látið af. Hún hreifst af sögunni og hefur unn- ið með okkur síðastliðin tvö ár.“ Amma, afi og innblásturinn Sigurður segir að margir tengi við söguna, hann ekki síst, enda varð amma hans heitin honum innblástur að ekkjunni Marie. „Amma var afar glæsileg, fáguð og klár kona, en hún féll ævinlega í skuggann af afa, sem var virtur læknir, heimsborgari og mikill sjarmör. Hann talaði mörg tungumál og fékk fálkaorðu fyrir að bjarga ís- lenska erninum. Íslenskur kúltúr hefur alltaf verið karllægur og hús- bóndinn fyrirferðarmikill. Amma var alltaf meira á bak við tjöldin. Meira að segja eftir að afi féll frá vildu allir passa upp á arfleifð hans og maður fann einhvern veginn alltaf fyrir nærveru hans. Tilfinningar nánustu aðstandenda svona mikils persónu- leika vöktu áhuga minn, því þær virðast oft gleymast, þær eru svolítið eins og hjörtu sem hætta að slá,“ segir Sigurður og heldur áfram: „Shadi sagði mér einhvern tím- ann frá hugmynd um að gera mynd um eldri konu sem upplifði að hjart- að í henni hætti að slá. Mér fannst hugmyndin falleg og ljóðræn og fór að ímynda mér heim – örlítið ólíkan okkar, þar sem hjörtu gætu hætt að slá ef ástæða væri til. Í rauninni bjuggum við fyrst til söguheiminn áður en ég leitaði að manneskjum sem tilheyrðu þessum heimi.“ Frægar leikkonur í öðrum heimi Aðalleikkonurnar í þeim heimi eru Caroline Lagerfelt, sem leikur Marie, en margir kannast efalítið við leikkonuna úr Gossip Girl, og Aníta Briem, sem leikur Floru, móður Nico. Stuttmyndin hverfist um Mar- ie, sem bíður dauða síns, 48 árum eft- ir að hjarta hennar hætti að slá, og samband þeirra Nico. Við sögu koma nokkrir úr frænku- og frændgarð- inum, einkum Leo, óskilgetinn sonur eiginmanns Marie, en öll fjölskyldan Þegar tilfinningum er fórnað á altari glansmyndar Sagan er hamingjusöm í stuttmyndaforminu,“ segir Sigurður Kjartan Kristinsson, handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar Dauði Maríu, sem byggist á margslunginni og dulúðugri sögu og verður tekin upp í litlum bæ skammt frá New York í næsta mánuði. Sagan hverfist um Maríu sem bíður dauða síns, 48 árum eftir að hjarta hennar hætti að slá. Hús Maríu Tökur fara að mestu fram í New Aðalleikkonurnar Aníta Briem leikur Floru, móður Nico, og Caroline Lagerfelt fer með hlutverk Maríu. Handritshöfundur og leik- stjóri Sigurður Kjartan Krist- insson segir að öðrum þræði lýsi myndin hnignandi heimi. Krakkarnir sem fara á slóðir snævar og íss í Bláfjöllum í ferð á vegum Há- skóla Íslands og Ferðafélags barnanna á morgun, þriðjudaginn 27. febrúar, fá tækifæri til að gera alls konar tilraunir með snjó; bræða snjó, læra að snjó- flóðaýla og hlaða virki eða byggja snjóhús. Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor í jöklafræði við HÍ, fræðir göngugesti um jökla, hvernig þeir hreyfa sig og af hverju þeir eru að minnka. Svo verða sett upp höfuðljós og farið í ljósa- göngu í myrkrinu. Gestir eru hvattir til að mæta mjög vel klæddir, með mikið og gott nesti, heitt á brúsa, skóflur, ljós og jafnvel snjóþotur, rassaþotur eða bara svarta plastpoka til að renna sér á. Ferðin var upphaflega auglýst 23. febrúar, en var frestað til þriðjudags- ins 27. febrúar vegna veðurs. Hist verður við húsakynni Ferða- félags Íslands í Mörkinni 6 kl. 17 og ek- ið á einkabílum upp í Bláfjöll. Ferðin tekur 3-4 klukkustundir og er hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands, sem ber nafnið Með fróðleik í fararnesti. Þátt- taka ókeypis og allir velkomnir. Með fróðleik í fararnesti Jöklafræðingur spáir í snjó og ís með fróðleiksfúsum krökkum Morgunblaðið/G.Rúnar Snjóhús Krakkarnir læra m.a. að snjóflóðaýla og hlaða virki eða byggja snjóhús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.