Morgunblaðið - 26.02.2018, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 26.02.2018, Qupperneq 13
hefur horn í síðu hans nema Nico. Kjarni sögunnar er flókin sambönd fólks. Ágirnd erfingja Marie vekja svo margar siðferðilegar spurningar. Á söfnunarsíðunni Kickstarter, þar sem aðstandendur myndarinnar eru með söfnun til 4. mars, segir að sagan sé brotakennd og áhorfendur fái innsýn í tilfinningar persónanna, einsemd og sálarlíf. Við Nico blasi myrk hlið fjölskyldunnar, en hugs- anlega eigi hún sér líka sínar myrku hliðar. Spurður hvernig stuttmynd fangi svona mikla sögu og hvort Nico sé kannski hann sjálfur, svarar Sig- urður að mögulega sé innistæða fyrir lengri kvikmynd. „Sagan er samt hamingjusöm í stuttmyndaforminu. Og, nei, ég er ekki Nico,“ segir hann brosandi. „Ég held þó að flestir sem skrifa sögur leiti í sinn eigin veru- leika. Þótt Dauði Maríu sé ekki byggð á upplifunum mínum úr æsku, hef ég vissulega seilst langt inn í minn veruleika. Síðan ég var lítill hef ég reynt að skilja tilfinningar mínar og skoðanir með því að skrifa og staðsetja mig í óraunverulegum heimi, þannig finnst mér ég komast næst því að skilja sjálfan mig.“ Stríðið milli kynslóðanna Sigurður kveðst vinna með nokkur þemu í handritinu, fyrirferð- armest sé stríðið á milli kynslóðanna, sem alltaf hafi viðgengist. Hvernig eldri kynslóðir séu þrjóskar og fastar í sínu fari og þær yngri haldi því fram með vissri vanvirðingu að þeirra skoðanir og hugsjónir séu hin- ar einu réttu. „Með aldrinum steypist íhalds- semin yfir fólk, sem vill viðhalda gömlum venjum, jafnvel þótt þær séu partur af ákveðinni þöggunar- menningu. Við forðumst allt sem er óþægilegt og jafnvel þótt okkur finn- ist hegðun og skoðanir eldri kynslóð- arinnar stundum út í hött þá fetum við trúlega í hennar fótspor að end- ingu,“ segir Sigurður og á við sína kynslóð þegar hann talar í 1. persónu fleirtölu. En honum liggur meira á hjarta: „Við virðumst fórna okkar eigin tilfinningum til að viðhalda glansmynd, þótt allir viti að hún sé fjarri sannleikanum. Manninum er eðlislægt að sjá fortíðina í rósrauðum bjarma, en í myndinni okkar er hvorki nostalgía né rómantískar út- þynntar minningar. Hjartað hennar Maríu er raunverulega hætt að slá og því kann sumum að finnast sagan lýsa eilítið hnignandi heimi.“ Þrátt fyrir margslungið handrit segir Sigurður að Dauði Maríu sé ekki boðskapur um eitt né neitt, enda sé hann ekki hrifinn af slíkum myndum „… með falinn punkt, sem maður á að fatta,“ eins og hann orðar það. „Mér finnst skipta meira máli að búa til einlæga mynd með persónum og aðstæðum sem áhorfendur geta samsamað sig við.“ Dauði Maríu var búinn að „mar- ínerast“ með Sigurði í mörg ár áður en hann skrifaði handritið á klukku- tíma eða svo. „Síðan fékk ég ýmsa til að lesa yfir til að átta mig á hvað vantaði og hverju væri ofaukið. Ég gerði smávægilegar breytingar og gaf mér góðan tíma til að leyfa hand- ritinu að „anda“.“ Tengingar við sagnaheim Öndunaræfingunum er lokið og tökur hefjast 18. mars. Spurður hvaða vonir Sigurður bindi við Dauða Maríu segist hann fyrst og fremst vilja búa til fallega mynd sem snerti við fólki. Mest segist hann þó hlakka til að vinna með öllu því hæfi- leikaríka fólki sem komi að fram- leiðslunni og sjá hvernig það tengir við hans sagnaheim. „Allir sem komið hafa nálægt verkefninu virðast eiga sér sögu sem rímar að sumu leyti við ágreininginn milli Marie og fjölskyldu. Mér fannst dásamlegt að komast að því hversu við erum öll lík og eigum svipaða reynslu sem við tölum ekki endilega um,“ segir handritshöfundurinn og leikstjórinn, sem hefur orðið svolítið tíðrætt um tengingar. „Kannski von- ast ég bara til að fólk finni fyrir sög- unni – finni þessa tengingu,“ segir hann að lokum. Fiðluverkstæði Leo frændi á að eiga fiðluverkstæði í þessu húsi, en það er í Woodstock.Rochelle og þar er hús Maríu. Lilja Hrönn Bald- ursdóttir framleiðandi. Sara Nassim framleiðandi. „Meira að segja eftir að afi féll frá vildu allir passa upp á arfleifð hans og maður fann einhvern veginn alltaf fyrir nærveru hans. Tilfinningar nánustu aðstandenda svona mikils persónuleika vöktu áhuga minn, því þær virðast oft gleymast.“ Shadi Chaaban kvikmyndatökumaður. Fjársöfnun og nánari upplýs- ingar um stuttmyndina The Death of Marie: www.kickstarter.com/ projects/1557944486/the- death-of-marie?token=b301c46d Fjársöfnun stendur til 4. mars. Brynja Skjaldar búningahönnuður. Bjarni Frímann tónskáld. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2018 Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is. Sigurður býr í Los Angeles en er annað slagið á Íslandi vegna ýmissa verk- efna. Ef hann er lengi í burtu finnst honum hann missa ákveðna jarðtengingu, enda segir hann nauðsynlegt að skoða sinn eigin raunveruleika úr svolítilli fjarlægð. „Mér líður mjög vel í Kaliforníu, þótt það sé lýjandi að vera í Banda- ríkjunum til lengdar. Hugmyndafræðin er erfið, sérstaklega á tímum Trumps. Ef maður hefur nóg á milli handanna er hægt að hafa það fínt, en misskipt- ingin er sláandi.“ Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 2008 ætlaði Sigurður að læra kvikmyndagerð í Frakklandi, en ílengdist á Íslandi, skrifað fyrir Reykjavík Grapevine og lærði bókmenntafræði í Háskóla Íslands. Á þessu tímabili dvaldi hann líka í eitt og hálft ár í Frakklandi, þar sem hann var m.a. skiptinemi. Grapevine bauð honum síðan að vinna að heimildarmynd um Iceland Airwaves og þá varð ekki aftur snúið, kvikmyndagerð átti hug hans og hjarta. Verkefnin hrönnuðust upp og þar sem hann skorti rými til að skapa sín eig- in verk fór hann í þriggja ára meistaranám við CAlArts, listaháskóla Disneys í Kaliforníu. „Ég hef verið heppinn og fengið að gera litlar myndir í Mexíkó, Frakklandi og Bandaríkjunum. Vonandi fæ ég að halda áfram að kynnast nýju fólki og nýjum sögum hér og þar.“ Hjartað slær í kvikmyndum SIGURÐUR KJARTAN KRISTINSSON „Við hér á Íslandi búum við þær sér- kennilegu aðstæður að vera á röng- um tíma stóran hluta ársins. Klukk- an á Íslandi er nefnilega stillt eftir Greenwich-tímabeltinu, sem er 22° austar en Reykjavík, eða sem svarar einu og hálfu tímabelti. Áður fyrr var viðhafður sumar- og vetrartími á Ís- landi en síðan 1968 hefur klukkan verið stillt á sumartíma allt árið sem veldur því að sumarkvöldin eru björt og vetrarmorgnarnir dimmir. Þegar þessi ákvörðun var tekin hentaði það vel þeim sem stunduðu viðskipti á alþjóðavettvangi. Í dag er sam- félagið breytt og auðvelt að eiga í samskiptum þótt tímamunur sé all- nokkur.“ Svo skrifar dr. Erla Björnsdóttir í kaflanum Líkamsklukkan í bók sinni, Svefn, sem kom út í fyrra. Hún kynn- ir bókina og heldur erindi kl. 17.30 í kvöld í Bókasafni Seltjarnarness, þar sem hún fjallar um allt mögulegt sem tengist svefni og svefnvenjum. Ekki er ólíklegt að hún komi inn á hvort Íslendingar séu á röngum tíma, en hún beinir sjónum sínum að mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu, fer yfir algeng svefnvandamál og gefur ráð fyrir góðan nætursvefn. Heilsutengdur fyrirlestur í Bókasafni Seltjarnarness Værð Sumir sofa alla jafna eins og ungbörn, aðrir eru í eilífu basli. Svefninn er mikilvægur fyrir andlega og líkamlega heilsu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.