Morgunblaðið - 26.02.2018, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2018
Vertu viðbúinn vetrinum
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti loks á
laugardag tillögu um þrjátíu daga vopnahlé í Sýr-
landi. Staðið hafði til að samþykkja tillöguna á
fimmtudag, en atkvæðagreiðslu var ítrekað frest-
að vegna þess að ekki náðist samkomulag sem
Rússar gátu sætt sig við, en Rússar eru helstu
bandamenn sýrlenska stjórnarhersins í stríðinu.
Sendiherra Bandaríkjanna í hjá Sameinuðu
þjóðunum, Nikki Haley, sakaði Rússa um að tefja
framgang málsins. „Við erum ákaflega sein að
bregðast við. Með hverri mínútunni sem örygg-
isráðið beið, þá jukust þjáningar fólks,“ sagði hún.
Vassily Nebenzia, sendiherra Rússa hjá SÞ, vís-
aði ásökununum á bug. Hann sagði nauðsynlegt að
semja um málið svo menn kæmust að samkomu-
lagi um vopnahlé sem væri gerlegt.
Í þessu þrjátíu daga vopnahléi eiga hjálparsam-
tökum að gefast tækifæri til þess að flytja slasaða í
burtu og koma hjálpargögnum til almennings á
umsetnum svæðum sem uppreisnarmenn ráða yfir
í austurhluta Ghouta-héraðs, skammt frá höfuð-
borginni Damaskus. Þar hafa yfir 500 óbreyttir
borgarar látið lífið á einni viku vegna stanslausra
sprengjuárása stjórnarhers Sýrlands undir stjórn
Bashars al-Assads forseta. Á meðal hinna látnu
eru 127 börn hið minnsta.
Nær ekki til allra
Þrátt fyrir að vopnahlé hafi verið samþykkt af
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna heldur sýrlenski
stjórnarherinn áfram árásum sínum. Talsmenn
Sýrlensku mannréttindavaktarinnar, sem hefur
fylgst með stríðsátökunum í landinu, segja að sýr-
lenskar herþotur, sem njóta stuðnings Rússa, hafi
gert árásir í Austur-Ghouta eftir að ályktunin var
samþykkt. Ein af þeim breytingum sem Rússar
fóru fram á, ættu þeir að samþykkja tillöguna, var
sú að vopnahléið næði ekki til árása gegn hryðju-
verkasamtökum íslamska ríkisins, al-Qaeda og
Nusra Front. Að minnsta kosti þrír létust í árás-
um í gær, sunnudag, eftir að vopnahlé var sam-
þykkt.
Talsmenn íranska hersins hafa sagt að þeir
muni virða vopnahléið, en halda áfram aðgerðum á
þeim svæðum sem það næði ekki til. Íran er mik-
ilvægur bandamaður Sýrlandsforseta og hefur
gegnt lykilhlutverki í að ná aftur svæðum sem
uppreisnarmenn höfðu hertekið.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Emm-
anuel Macron, Frakklandsforseti, ræddu við
Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í sameiginlegu
símtali á sunnudag, þar sem þau ítrekuðu mik-
ilvægi vopnahlésins. Þá báðu þau Pútín um að
þrýsta á Assad Sýrlandsforseta að virða vopna-
hléið.
Árásir þrátt fyrir vopnahlé
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti vopnahlé í Sýrlandi Þrátt fyrir
það heldur sýrlenski stjórnarherinn árásum sínum áfram Yfir 500 látist á viku
AFP
Sýrland Yfir 500 óbreyttir borgarar hafa látið lífið vegna árása stjórnarhersins undanfarna viku.
Yfirvöld í Suð-
ur-Kóreu segja
nágrannaríki
sitt, Norður-
Kóreu, reiðubú-
ið að eiga við-
ræður við
bandarísk
stjórnvöld.
Greint var frá
þessu í kjölfar
fundar Moon
Jae-in, forseta Suður-Kóreu, við
norðurkóreska hershöfðingjann
Kim Yong-chol fyrir lokaathöfn
Vetrarólympíuleikanna í Pyeong-
Chang.
Ivanka Trump, dóttir Banda-
ríkjaforseta, er stödd í S-Kóreu
vegna lokaathafnarinnar. Banda-
rískir embættismenn hafa úti-
lokað að eiga fund með sendi-
fulltrúum Norður-Kóreu, en þeir
segja að fulltrúar N-Kóreu hafi
hætt við fund með Mike Pence,
varaforseta Bandaríkjanna, þegar
opnunarhátíð Vetrarólympíuleik-
anna fór fram.
NORÐUR-KÓREA
Tilbúin að ræða
við Bandaríkin
Kim
Yong-chol
Áætlaðri heim-
sókn Enrique
Peña Nieto, for-
seta Mexíkó, til
Bandaríkjanna
hefur verið frest-
að um óákveðinn
tíma í kjölfar
krefjandi símtals
sem hann átti við
Donald Trump
Bandaríkja-
forseta. Fyrsta heimsókn hans í
Hvíta húsið eftir að Trump tók við
embætti var ráðgerð nú í febrúar
eða mars.
Ágreiningur forsetanna mun
hafa orðið vegna fyrirætlana
Trumps um að byggja vegg við
landamæri landanna. Heimsókninni
var aflýst eftir að Trump neitaði að
viðurkenna ásetning Mexíkó um að
fjármagna ekki landamæra-
vegginn.
MEXÍKÓ
Heimsókn forsetans
til BNA frestað
Enrique
Peña Nieto
Kommúnistaflokkurinn í Kína hefur
lagt fram tillögu þess efnis að
ákvæði í lögum sem kveður á um
takmarkaðan tíma forseta í embætti
verði fjarlægt úr stjórnarskrá
landsins. Samkvæmt núgildandi
stjórnarskrá má forseti aðeins sitja
tvö fimm ára löng kjörtímabil í röð.
Tillaga þessi myndi gera núverandi
forseta landsins, Xi Jinping, kleift
að halda embætti sínu lengur en til
2023, þegar öðru kjörtímabili hans
lýkur.
Vangaveltur höfðu verið uppi um
hvort Xi myndi leitast við að lengja
forsetatíð sína, en þvert á hefðir var
enginn eftirmaður kynntur á ráð-
stefnu Kommúnistaflokksins á síð-
asta ári.
Xi Jinping fæddist árið 1953 og er
sonur eins af stofnendum Komm-
únistaflokksins í Kína. Hann gekk í
flokkinn árið 1973 og kleif metorða-
stigann þar til hann varð loks forseti
árið 2013. Í forsetatíð sinni hefur
hann lagt áherslu á efnahagslegar
umbætur, herferð gegn spillingu,
endurvakningu þjóðernishyggju og
baráttu fyrir mannréttindum. Tíma-
setning tilkynningarinnar er ekki
talin vera tilviljun, en í dag snúa
Kínverjar aftur til vinnu eftir að
hafa fagnað kínverska nýárinu. Kína
var einnig í aðalhlutverki á loka-
athöfn Vetrarólympíuleikanna, þar
sem Suður-Kórea afhenti landinu
keflið fyrir leikana árið 2022. Þá
munu helstu ráðamenn í miðstjórn
Kommúnistaflokksins funda í dag.
Kínverska þingið þarf að samþykja
tillögu Kommúnistaflokksins en
flestir telja það formsatriði.
Ekki er ljóst hve lengi Xi myndi
halda forsetastól en fjölmiðlar í
Kína segja þetta ekki þýða að hann
verði við völd ævilangt. Þá var haft
eftir flokksmeðlimi Kommúnista-
flokksins að um mikilvæga ákvörð-
un væri að ræða þar sem Kína
þyrfti stöðugan, sterkan og stefnu-
fastan leiðtoga frá 2020 til 2035.
Aðrir óttast aukin völd Xis, en
hann hefur brotið ýmsar hefðir sem
hafa verið viðhafðar í Kommúnista-
flokknum, sem hefur verið við völd í
landinu í áratugi.
AFP
Valdamikill Xi Jinpeng, forseta Kína, verður kleift að halda embætti lengur
en til 2023 verði tillagan samþykkt á kínverska þinginu.
Forseti Kína verði
lengur í embætti
Kommúnistaflokkurinn leggur til
breytingu á stjórnarskrá landsins
Bandarísku flugfélögin United Airlines
og Delta hafa nú bæst í hóp þeirra fyr-
irtækja sem hafa slitið tengsl við sam-
tök skotvopnaeigenda í landinu, NRA.
Flugfélögin tvö tilkynntu á laugar-
dag að félagsmenn samtakanna fengju
ekki lengur afslátt hjá þeim. Áður
höfðu bílaleigurnar Hertz og Enter-
prise ákveðið að slíta tengsl við NRA,
en félagsmenn fengu einnig afslátt hjá
bílaleigunum. Neytendur hafa hvatt til
þess að viðskiptavinir samtakanna
sniðgangi þau, m.a. með myllumerkinu
#boycottNRA.
BANDARÍKIN
Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri
samtaka skotvopnaeigenda, NRA.
Fyrirtæki slíta öll tengsl við NRA