Morgunblaðið - 26.02.2018, Side 19

Morgunblaðið - 26.02.2018, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2018 ✝ Hreinn Jónas-son fæddist á Hranastöðum í Eyjafirði 13. októ- ber 1933. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 20. febrúar 2018. Foreldrar hans voru Jónas Péturs- son, tilraunabús- stjóri og alþingis- maður, f. 20. apríl 1910, d. 18.2. 1997, og Anna Jós- afatsdóttir, húsfreyja, f. 10.4. 1910, d. 1.1. 1984. Systkini Hreins eru Erla, f. 15. mars 1936, og Pétur Þór, f. 9. maí 1952. Eftirlifandi eiginkona Hreins er Sigríður Halblaub, f. 19. júní 1938. Hreinn og Sigríður eign- uðust fjögur börn: 1) Jónas, f. 1956, d. 1957. 2) Jónína, f. 1958, gift Jóhann- esi Guðmundssyni. Þau eiga þrjú leið hans til Mannheim í Þýska- landi þar sem hann lagði stund á raftæknifræði við Fachhoch- schule für Technik. Hann lauk prófi þaðan 1961. Hann starfaði við rafvirkjun samhliða námi á árunum 1953- 1956 og hjá Rafmagnsveitum rík- isins 1956-1958 við lagningu inn- anbæjarkerfa og byggingu Grímsárvirkjunar. Hann starfaði sem tæknifræðingur hjá Raf- magnsveitum ríkisins við rekstur háspennulína og aðveitustöðva, einkum á Suðurlandi og Reykja- nesi 1961-1964. Hreinn starfaði við hönnun rafkerfa hjá Verk- fræðistofu Jóhanns Indriðasonar 1964-1968. Frá 1968 starfaði hann hjá Rafmagnseftirliti rík- isins við eftirlits- og fræðslustörf og samningu reglugerða. Árið 1987 hóf hann störf hjá Hitaveitu Suðurnesja sem deildarstjóri háspennudeildar þar sem hann starfaði þar til hann settist í helg- an stein, sjötugur að aldri. Útför Hreins fer fram frá Seljakirkju í dag, 26. mars 2018, klukkan 15. börn: Sigrúnu Ölbu, f. 1988, Sól- veigu Lilju, f. 1993, og Guðmund Björn, f. 1995. 3) Jónas Pétur, f. 1960. Hann á þrjú börn: Kristínu Þóru, f. 1981, Hrein Inga, f. 1990, og Gunnhildi Ýri, f. 1996. 4) Anna Katrín, f. 1977, gift Eiríki Magnússyni. Þau eiga tvö börn: Hörpu Lovísu, f. 2008, og Þorbjörn, f. 2014. Hreinn ólst upp á Hranastöð- um til þrettán ára aldurs og fluttist þá ásamt fjölskyldu sinni til Akureyrar þar sem hann gekk í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Hann nam rafvirkjun á Akureyri og lauk sveinsprófi ár- ið 1953. Hreinn lauk prófi frá rafmagnsdeild Vélskólans í Reykjavík árið 1956 og þá lá Lát Hreins bróður míns kom ekki óvænt. Síðustu daga var ljóst að hverju dró. Þó að langt væri milli okkar í aldri voru okkar tengsl alla tíð góð. Hreinn var af- skaplega vandaður maður, barn- góður, hlýr, fremur hæglátur og með ríka kímnigáfu. Hann var fé- lagsvera og naut sín í góðum fé- lagsskap. Þær eru margar og góðar minningarnar sem leita á hugann þegar horft er um öxl. Hér verða fáar dregnar fram. Margar þeirra tengjast heimsóknum í Strýtusel- ið til þeirra Hreins og Siggu. Þangað var gott að koma. Um nokkurra ára skeið bjuggum við Hreinn báðir í Seljahverfinu. Á þeim tíma voru heimsóknir tíðari. Sérstaklega passaði yngri dóttir mín upp á að ekki yrði langt á milli heimsókna. Þó að hún hefði mikið dálæti á Hreini og Siggu þá var það eflaust kisa sem hafði mesta aðdráttaraflið. Kisuna kenndi hún við Hrein og kallaði aldrei annað en Hreinsikött. Ég minnist líka heimsókna Hreins þegar ég bjó í Svíþjóð en Hreinn var þá í vinnuferðum og lagði lykkju á leið sína til að heilsa upp á bróður sinn og fjölskyldu. Þær heimsóknir voru kærkomnar. Mér er minnisstætt þegar við Hreinn gengum um heimatúnið á Skriðuklaustri í júní 2013 og rifj- uðum upp gömul örnefni. Upp rifjaðist fjöldinn allur af nöfnum og kennileitum. Þá bar ekki á að minnið væri farið að svíkja sem var svo raunin og ágerðist jafnt og þétt. Alzheimer-sjúkdómurinn lék Hrein grátt og varð Siggu og öðrum aðstandendum þungbær. Á ákveðnu skeiði sýnir sjúkdóm- urinn spaugilegar hliðar. Þannig var það í tilviki Hreins framan af og gamansemin, sem var ein af einkennum hans, naut sín. Í hvert skipti sem ég kom í heimsókn í Skógarbæ þá vorum við á nýjum stað, eitt skiptið í Skagafirði, ann- að í Borgarfirði og enn annað í Kaupmannahöfn. Við skildum ekkert í hvernig við hefðum álp- ast þangað og hlógum bara að því. Þetta skeið tók enda og gleðin hvarf. Síðasta heimsókn til Hreins fyrir um mánuði var erfið. Með Hreini er fallinn frá góður maður sem dýrmætt er að hafa átt að. Ég kveð bróður minn með söknuði. Við Freyja sendum Siggu, börnum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Pétur Þór. Í dag er til grafar borinn drengur góður. Enda þótt við Hreinn værum ekki mjög nánir vinir, þá kynntist ég honum nógu vel til þess að átta mig á því, að þar fór vandaður maður og ein- stakt ljúfmenni, með afar góða nærveru og laundrjúga kímni- gáfu. Ég eftirlæt öðrum, sem þekktu hann betur, að rekja lífs- hlaup hans. Hreinn nam rafmagnstækni- fræði í Þýskalandi og er það til marks um vinsældir hans sem manneskju, að ákveðinn kjarni af bekkjarbræðrum hans kom oftar en einu sinni í hópferð til Íslands, ásamt mökum, að heimsækja þau ágætu hjón, Siggu og Hrein. Þá var slegið upp veislum, og farið í ferðalög, veislum sem lengi voru í minnum hafðar, enda skipulagðar út í minnstu smáatriði. Þar naut Hreinn aðstoðar sinnar ágætu eiginkonu, enda kvenskörungur mikill og vinsæl meðal bekkjar- bræðranna, sem kynnst höfðu henni erlendis þegar Hreinn var þar við nám. Hreinn var frímúrari og lágu leiðir okkar saman í kór frímúrara, en það var fyrir hans aðkomu, að ég gerðist félagi þar. Eins og við mátti búast þá bauð Hreinn fram þjónustu sína, ef eft- ir henni var leitað, og þá gátu menn verið þess fullvissir að við- komandi málaflokkur var í góðum höndum, enda samviskusemi eitt af aðalsmerkjum í fari Hreins. Við hjónin kveðjum Hrein í dag og þökkum fyrir þær ánægju- stundir, sem við fengum notið með þeim hjónum. Gakk mót ljós- inu, kæri vinur. Siggu og fjölskyldunni sendum við við innilegar samúðarkveðjur. Kristín og Kolbeinn Pétursson. Hreinn Jónasson ✝ Styrmir Haukdal Kristinsson fæddist19. ágúst 1977 í Reykjavík. Hann lést 13. febrúar 2018. Foreldrar hans eru Ólafía Bjarnadóttir, f. 25. ágúst 1959, og Kristinn Haukdal Styrmisson, f. 30. janúar 1958. Sammæðra systur Styrmis eru Ragna Lóa Guðmundsdóttir, f. 28.6. 1988; Eva Lilja Jankovic, f. 31.10. 2000, og Sara Sól- ey Jankovic, f. 8.12. 2002. Útför Styrmis fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 26. febrúar 2018, klukkan 13. Elsku bróðir, það var í dag sem við vorum búin að ákveða að ég kæmi í heimsókn til þín þar sem ég væri loksins að koma til landsins. Í staðinn fyrir þitt stóra faðmlag og kossa mun ég nú fylgja þér þinn síðasta spöl. Ég sit hér með tárin flæð- andi niður kinnar mínar og skrifa mína hinstu kveðju til þín. Það eru engin orð nógu sterk sem ná að lýsa sársauk- anum og söknuðinum sem ég finn í hjarta mínu. Yndislegi bróðir minn sem talaði alltaf svo fallega til mín, sem passaði litlu systur sína eins og hinn mesta fjársjóð og vildi vernda mig frá öllu illu, ég vil bara ekki trúa því að þú sért farinn frá okkur. Allur lærdómurinn og minn- ingarnar sem þú skilur eftir þig fyrir okkur hin eru nú dýr- mætari en nokkru sinni fyrr. Ég mun aldrei hætta að segja stelpunum mínum frá Styrmi frænda og hversu mikið þú elskaðir þær. Þú sýndir þeim alltaf svo mikinn áhuga og öllu því sem þær sögðu eða voru að gera. Það var stundum eins og ég væri að segja þér spennu- sögu þegar ég var að segja þér frá þeim, svo ákaft hlustaðir þú. Þú varst nú líka ansi spennandi karakter í þeirra augum og eru þær heppnar að mamma þeirra eigi fullan banka af minningum til að deila. Ég mun segja þeim frá ferð- inni okkar norður með Fjölni, að sækja mótorhjólið þitt og lögreglan stoppaði okkur þrisvar sinnum á leiðinni. Og þegar þú varst svalastur í hverfinu og allir bönkuðu upp á til að fá að fara með þér á mótorhjólið. Ég ætla að segja þeim frá því hvernig þú kreist- ir alltaf á mér höndina þegar við leiddumst svo ég myndi hlaupa og halda í við þig, ef ég var farin að dragast aftur úr. Eða þegar þú fórst og tókst strákinn á teppið sem var allt- af að stríða mér, greyið var svo hræddur að ég sá hann aldrei aftur. Þær fá líka að heyra um aðrar erfiðar minn- ingar, því það er það sem við gerum. Við tölum um allt, bæði gott og slæmt því þannig er lífið. Ég sagði stundum við þig að það væri ekki alltaf auðvelt að vera systir þín en aldrei hefði ég viljað breyta því. Við vorum með kærleikann að vopni og sögðum alltaf að kærleikurinn sigraði allt. Þú varst einstakur bróðir, svo ljóðrænn og háfleygur með hjarta fullt af kærleika og ást til mín og annarra. Sannkall- aður stríðsmaður sem barðist svo hetjulega í alltof mörg ár við djöflana sem eltu þig á röndum og vildu ekki sleppa af þér takinu. Ég er svo þakklát fyrir okk- ar sterka og sérstaka sam- band. Fyrir allt það sem þú gafst mér og kenndir mér. Fyrir öll símtölin sem við átt- um, löng sem stutt, hláturinn, gráturinn og lífið sjálft með þér. Það mun ekkert geta fyllt upp í það stóra skarð sem þú skilur eftir þig, ég vildi bara óska þess að þú hefðir trúað því sjálfur hversu dýrmætur þú varst okkur og svo mörgum öðrum. En nú ert þú kominn á betri stað þar sem þú hefur fengið innri frið og ég veit að þú fylgist með okkur að ofan og í hjarta okkar ertu ávallt með okkur. Elsku bróðir, það er komið að kveðjustund. Við munum hittast aftur þegar minn tími kemur og fæ ég þá stóra faðmlagið frá þér. En þangað til, farðu í friði elsku bróðir og mundu að ég elska þig. Þín systir Ragna Lóa. Hún hitti þig á Sogni fyrir allmörgum árum, var að skrifa lokaritgerðina í heimspekinám- inu og þið fangarnir urðuð við- fangsefnið og fjölskyldan sagði „ó nó“ þegar þið tvö urðuð ást- fangin. Ég fór með henni í heimsókn í fangelsið og þú sóp- aðir burtu efasemdum mínum með dulrænu augunum þínum og lífsspekinni. Þið komuð síð- ar þegar þú varst orðinn frjáls, færandi hendi með á grillið upp í bústað og ég fékk að kynnast þér betur. Ég lagði leið mína oft til ykkar á þessum tíma, þangað var gott að koma og við þrjú spáðum saman í hin ýmsu tilverustig yfir gæðakaffiboll- um frænku. Hún fór eitt sinn með mig niður í kjallara þar sem hún geymdi fyrir þig mál- verk eftir þig, svo flott og fín, í öllum regnbogans litum. Svo man ég eftir lítilli mús í poka í frystinum hjá henni og hrökk í kút því meiri dýravin þekki ég ekki! Hún útskýrði ástúðlega fyrir mér að þetta væri fyrir litla snákinn þinn sem þér þótti svo afar vænt um. Þú heillaðir köttinn hennar frænku sem ég passaði stundum fyrir hana og kallaði alltaf Fjósa, þið urðuð góðir vinir. Þetta er í annað sinn sem ég skrifa minningargrein. Hin var skrifuð þegar þið frænka fóruð vestur í nokkra daga og pabbi dó, það var fyrir hartnær fimm árum síðan. Við Fjósi vorum að dóla okkur inni í stofu þegar þið löbbuðuð inn með blik í augum, voruð búin að finna draumastaðinn fyrir vestan og vilduð flytja úr bænum, helst strax! Þverflautan mín lá þarna og þú spurðir mig skyndilega hvort ég væri til í að kenna þér á hana, tókst hana upp, settir þig í Ian And- erson-stellinguna og byrjaðir að blása, þetta fór þér vel. Ég skynjaði einhvern óróleika í sálinni þinni áður en ég kvaddi ykkur en bað þig að redda þverflautu sem fyrst svo við gætum hafið námið. Þú fórst víst síðar þennan dag inn í gapandi gin fíkninnar og geð- veikinnar sem fylgir og endaði sá dans bak við rimlana á ný. Nú ertu laus úr fangelsinu, búinn að taka út dóminn, far í friði, ljúfa sál, og hei, flautu- kennslan bíður betri tíma. Ósk. Hvíl í friði vinur minn, finn þú núna friðinn þinn, lífsins örlög eru dimm, á köflum æði grimm. Ég þakka vil þér vinur minn, þá hlýju sem ég til þín finn, að eilífu þú átt vísan stað í hjarta mínu, sama hvað. (Baldur Þór) Takk, elsku Stymmi, fyrir þau forréttindi að hafa fengið að vera vinur þinn og að hafa fengið að verða þér samferða um lífið á löngum köflum. Þér mun ég aldrei gleyma og að ei- lífu munt þú fylgja mér í hugs- un og minningu. Minningu um traustan vin með risastórt hjarta. Ég bið Guð um að styrkja og hugga foreldra þína, systur, ættingja og vini á þessari erf- iðu stund. Þinn vinur að eilífu, Baldur Þór. Styrmir Haukdal Kristinsson Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, ammaokkar og langamma, ÞÓRUNN BJARNADÓTTIR frá Vigur, sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 13. febrúar verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 28. febrúar klukkan 13. Bjarni Lárusson, Þórunn Hulda Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN SKÚLI BJARNASON húsasmíðameistari, áður til heimilis að Hlíðarbraut 9, Hafnarfirði, lést laugardaginn 17. febrúar á Landspítalanum í Fossvogi. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 2. mars klukkan 13. Ásta Arnórsdóttir Árný Skúladóttir Friðrik Guðlaugsson Sólveig A. Skúladóttir Arnór Skúlason Margrjet Þórðardóttir Skúli Skúlason Katrín Guðbjartsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma, langamma og langalangamma, RANNVEIG JÓNSDÓTTIR, Sólheimum 23, lést miðvikudaginn 14. febrúar á Landspítalanum, Fossvogi. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 27. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra. Jón Gunnar Ottósson Margrét Frímannsdóttir Gunnhildur Ottósdóttir Bryndís Ottósdóttir Kristján Árni Baldvinsson Guðbjörg Ottósdóttir Björg Guðrún Gísladóttir Ari Viðar Jónsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR G. EYJÓLFSSON skrifstofustjóri, lést á Landspítalanum Fossvogi 22. febrúar. Inga E. Þórarinsdóttir Kristín Ólafsdóttir Ragnar Bragason Rósa Ólafsdóttir Gunnar A. Hilmarsson Ólafur Þ. Ólafsson Marzena Rutkowska barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA ARADÓTTIR, Ísafirði, lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 22. febrúar síðastliðinn. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið Sigurvon, Ísafirði. Jón Guðni Kristinss. Ragnheiður Gunnarsd. Halldóra Kristinsd. Baldur Þórir Jónasson Hugrún Kristinsd. Gunnar Gaukur Magnússon börn og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.