Morgunblaðið - 26.02.2018, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2018
Raðauglýsingar
Tilboð/útboð
Útboð
Nánar lýst í útboðsgögnum „ONVK-2018-03 Viðgerð á þaki
Hellisheiðarvirkjunar“
Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu á vefsíðu OR
https://www.or.is/utbod
Tilboð verða opnuð hjá Orku náttúrunnar ohf. Bæjarhálsi 1,
110 Reykjavík, þriðjudaginn 13.03.2018 kl. 11:00.
ONVK-2018-03 24.02.2018
Orka náttúrunnar ohf. óskar eftir tilboðum í:
Viðgerð á þaki
Hellisheiðarvirkjunar
ORKA NÁTTÚRUNNAR
Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is
Allar fyrirspurnir vegna útboðs skal senda á utbod@or.is
j l i , j í · í i · . .i
ll i i l n.is
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og bingóið góða kl. 13.30, allir
velkomnir.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9 - 16. Opið
hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6 - 8 kl. 16.15 - 17. Opið
fyrir innipútt. Bíó kl. 13. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-
15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535 2700.
Boðinn Vatnsleikfimi í sundlaug Boðans kl. 9. Línudans fyrir
byrjendur og lengra komna kl. 15.15.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa 9-16. Morgunkaffi 10-10.30.
Heimsókn frá unglingum í Háteigsskóla kl. 10-11. Leikfimi kl. 12.50-
13.30. Opið kaffihús 14.30-15.15.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi með Rósu kl. 10.15.
Fella-og Hólakirkja Karlakaffi Karlakaffi föstudag 23. febrúar.
Má bjóða þér í kaffi og vínabrauð, spjall og samveru. Gestur okkar er
Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur og ljóðskáld. Sigurbjörn ætlar að
spjalla um lífið og tilveruna. Láttu sjá þig við tökum hlýlega á móti
ykkur Fella-og Hólakirkja, Hólabergi 88, 111 Rvk
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Leikfimi kl.13.45. Kaffiveitingar
kl.14.30.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Aðstoð við notkun á æfingatækjum
9.30-10.30, Föstudagshópurinn 10-11.30, Gönguhópur 10.30,
Handaband- vinnustofa með leiðbeinendum 13-16 Bingó fellur niður.
Vöfflukaffi 14.30. Verið velkomin á Vitatorg, síminn er 411 9450.
Garðabæ Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í
Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30, og frá
Garðatorgi 7. kl. 12.40 og til baka að loknu félagsvist ef óskað er.
Smiðjan í Kirkjuhvoli er opin kl. 13 – 16. Allir velkomnir. Boðið er upp
á leikfimi og vatnsleikfimi kl. 11. í sal og 11.50 í laug allir velkomnir.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa
m/leiðb. kl 9.-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.20.
Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Bókband m/leiðb. kl. 13-16.
Kóræfing kl.13-15.
Gjábakki Kl. 9. handavinna, kl. 9.10 Boccia, kl. 9.30 postulínsmálun,
kl. 13 tréskurður, kl. 13 léttgönguhópur (frjáls mæting).
Gullsmári Handavinna kl. 9. Ganga kl. 10. Leikfimi kl. 10. Ljósmynda-
klúbbur kl. 13. Bingó kl. 13.30.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9-12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og
nýliðar velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30. Bingó kl. 13.15.
Kaffi kl. 14.30.
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl.
9.45, jóga hjá Carynu kl. 10, hádegismatur kl. 11.30. Spilað bridge kl.
13, söngstund kl. 13.30 með Heiðu Bald. Eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Fótaaðgerðir 588 2320, hársnyrting 517 3005, kem heim ef þess er
óskað.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið
kl. 8.50, Thai Chi kl. 9, boccia kl. 10.15, bingó Hollvina kl. 13. Næsta
föstudag verður Góugleði í Hæðargarði allir velkomnir óháð aldri
nánar í síma 411 2790.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga með Ingibjörgu kl. 9 í Borgum.
Bridge kl. 12.30 í Borgum og hannyrðahópur kl. 12.30 í Borgum.
Tréútskurður kl. 13 í Borgum. Sundleikfimi kl. 13.30 í Borgum.
Vöfflukaffi í Borgum kl. 14.30-15.30 í dag. Minnum á aðalfund
Korpúlfa næsta miðvikudag kl. 13. í Borgum.
Norðubrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja
m/leiðbeinanda kl. 9-12. morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11,
föstudagsskemmtun kl. 14, ganga m/starfsmanni kl. 14.
Uppl í s. 411 2760.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-14. Upp úr 10 er
boðið upp á kaffi og gaman að koma í spjall og kíkja í blöðin,
hádegisverður kl. 11.30-12.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið.
Nánari upplýsingar hjá Maríu í síma 568 2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Íslendingasögu / fornsagna-
námskeiðið kl. 13. Kennari: Baldur Hafstað. Dansleikur sunnudags-
kvöld kl. 20. Hljómsveit hússins leikur. Allir velkomnir. Aðalfundur
FEB Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 28. febrúar og hefst kl.
15.30 í Ásgarði, Stangarhyl 4. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins.
Félagsmenn hvattir til að fjölmenna og hafa með sér félagsskírteini
fyrir árið 2017.
Vesturgata 7 Enska hefst 22 september, leiðb. Peter R.K.Vosicky
Sungið við flygilinn kl. 13-14. Gylfi Gunnarsson. Kaffiveitingar kl.14 -
14.30.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Þjónusta
Faglærðir málarar
Tökum að okkur öll almenn
málningarstörf. Tilboð eða
tímavinna. Sími 696 2749 -
loggildurmalari@gmail.com
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Húsviðhald
...rafvirkja?
...pípara?
...smið?
Vantar þig...
Þú finnur allt á
FINNA.IS
sumarvinnu úti á landi mátti
treysta því að afi kæmi brunandi á
jeppanum. Stundum snerust hlut-
verkin þó við og þegar afi hringdi
og sagði „farðu í skó“ var vissara
að skjóta öllu öðru á frest, ekki
síst ef það var aðfangadagsmorg-
unn og hann átti eftir að kaupa
jólagjafirnar.
Hjá afa og ömmu á Víðimelnum
var alltaf gott að vera og heim-
ilislífið einkenndist af gleði og
hlýju. Skemmtilegri hjón get ég
ekki ímyndað mér. Þau voru
sterkir karakterar bæði tvö og
það var engin lognmolla á bænum
þegar þau skiptust á skoðunum,
sem gátu verið býsna ólíkar. Milli
þeirra tveggja ríkti kærleikur,
traust og samheldni. Þau voru á
margan hátt sem ein manneskja.
Og nú eru þau skyndilega bæði
horfin á braut á aðeins rúmum
mánuði. Það mun taka tíma að
venjast tilhugsuninni um tilveru
án afa og ömmu og ég mun alla tíð
sakna þess að rekast á þau á göt-
um Vesturbæjarins eins og forð-
um, glaðbeitt á leið heim úr
gönguferð kringum Tjörnina.
Kannski eru þau einhvers staðar
saman núna, á öðrum stað, í
gönguferð kringum aðra tjörn.
Eitt er víst, að þau munu lifa
áfram í hugum og hjörtum okkar
sem veittist sú einstaka gæfa að fá
að vera fólkið þeirra.
Hvílið í friði, elsku afi og amma.
Hrafnhildur Bragadóttir.
Jarðvist elsku afa míns er nú
lokið og eftir stendur tóm í tilveru
okkar sem stóðum honum nærri.
Arnór afi minn var alla mína tíð
meðal minna helstu samherja og
bestu vina. Það er skrítin tilfinn-
ing að hann sé nú farinn.
Afi var lengst af fílhraustur og
naut þess að ferðast um landið,
gjarnan með haglabyssu og kíki
meðferðis. Það hefur verið mikið
lán að fá að slást í ótal ferðir með
afa í gegnum tíðina enda hafði
hann með eindæmum góða nær-
veru.
Afi var alltaf til í að bralla eitt-
hvað. Ein frábær minning sem ég
á um okkur saman var þegar við
fórum á rellu til Vestmannaeyja
eitt sumarið. Ég hafði þá nýlokið
einkaflugmannsprófi og þegar ég
stakk upp á að við færum á bik-
arleik í Eyjum sló hann strax til.
Hann hafði meðferðis GPS-tæki
sem var komið til ára sinna og var
staðráðinn í að plotta leiðina sem
flogin var. Lentir í Eyjum röltum
við niður í Herjólfsdal í rjóma-
blíðu. Okkar menn unnu leikinn
eftir mikla spennu og við drifum
okkur upp á land. Þegar við nálg-
uðumst Hellisheiðina tók á móti
okkur dimmt regnþykkni svo hún
varð hvergi þveruð. Við hrökkluð-
umst á endanum á Selfoss ásamt
mörgum öðrum sem höfðu fest
fyrir austan fjall. Eina leiðin heim
var í fullsetnum strætisvagni. Afi
setti það ekki fyrir sig að tylla sér
á blautt gólfið í vagninum, kominn
yfir sjötugt. Seinna fékk ég að
skoða flugleiðina úr GPS-tækinu.
Afa til mikillar furðu hafði hún þá
stikast nokkru austar en ætla
mætti og lá yfir Afganistan í stað
suðurstrandar Íslands. Þetta
fannst okkur spaugilegt.
Aldrei sat afi auðum höndum.
Hann var lúsiðinn við vinnu sína
og þegar hann minnkaði við sig á
þeim vettvangi fann hann sér önn-
ur verkefni. Fyrir nokkrum árum
keypti hann timbur og smíðaði
sjálfur stillansa utan á húsið
þeirra ömmu á Víðimelnum. Ég
man ekki hvar hann lærði að
smíða stillansa, en hann mun ekki
hafa gert það á netinu. Hann fékk
mig til að hjálpa sér að dytta að
ýmsu það sumarið og þá kynntist
ég því vel hversu gott var að vinna
við hlið hans. Við bröltum saman í
stillansinum og máluðum og lag-
færðum hitt og þetta. Mér fannst
stórfínt að standa í þessu með
honum.
Afi var traustur og því sem
hann sagði var treystandi með
mikilli vissu. Undantekningar-
laust var hann, ásamt Dúu ömmu
minni, boðinn og búinn til hjálpar
og liðsemdar, og bæði tvö studdu
þau sitt fólk af einskærri velvild
og ástúð. Afi hafði oft á orði að
hann væri heppinn að hafa gott
fólk í kringum sig og vinátta hans
var einlæg og tær.
Það var mikið reiðarslag þegar
afi veiktist skyndilega fyrir tæpu
ári, en hann nálgaðist það verk-
efni af æðruleysi og hugrekki.
Daginn sem hann lagðist inn á
spítala bað hann mig að kaupa
lottómiða handa sér og það var nú
allt og sumt sem hægt var að gera
fyrir hann þann daginn. Nokkrum
dögum síðar, þegar ég spurði
hann hvort honum leiddist ekki á
spítalanum, sagði hann mér að
heill hellingur af minningum, sem
voru honum kærar, hefði rifjast
upp fyrir sér og héldi honum upp-
teknum.
Nú þegar afi er farinn yljum
við okkur við minningar um ein-
staklega hjartahlýjan og
skemmtilegan mann.
Arnór Tumi Jóhannsson.
Æskuvinur minn, Arnór Egg-
ertsson, er fallinn frá.
Við Arnór kynntumst þegar við
hófum nám í 1. bekk í Gagnfræða-
skóla Vesturbæjar á Öldugötu.
Við urðum sessunautar og upp úr
því bestu vinir. Við stunduðum
saman handbolta í KR og keppt-
um fyrir KR í handbolta á ung-
lingsárum okkar og fram til full-
orðinsára.
Eftir menntaskóla fórum við
hvor í sína áttina, Arnór í endur-
skoðun og ég í lögfræði svo sam-
bandið slitnaði svolítið á þeim ár-
um. Þá stofnuðum við báðir
fjölskyldu og höfðum nógu að
sinna í nýjum störfum.
Það var svo fyrir nokkrum ár-
um að Arnór hafði samband við
mig og stakk upp á því að við
myndum bjóða Sveini Kjartans-
syni vini okkar út að borða í há-
deginu. Upp frá því fórum við fé-
lagarnir reglulega í hádegismat á
veitingastaðinn Laugaás, þar sem
við snæddum alltaf sama matinn,
hrefnupiparsteik, sem okkur
fannst öllum mjög góð.
Þá fékk ég Arnór til að ganga í
lionsklúbbinn minn og störfuðum
við þar saman undanfarin ár.
Fyrir tæpu ári dró úr mætingu
Arnórs á klúbbfundi, en ég gerði
mér ekki grein fyrir því en síðar
að hafin var barátta hans við ill-
vígan sjúkdóm. Arnór lét mig ekki
vita um veikindi sín en hafði
áhyggjur af veikindum Dúu.
Ég sakna góðs vinar og færi
dætrum hans og fjölskyldum
þeirra mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Jón H. Magnússon.
Kynni mín og vinar míns Arn-
órs ná aftur til ársins 1986 þegar
hann réð mig til vinnu á Endur-
skoðunarskrifstofu Björns E.
Árnasonar sem staðsett var í Sæt-
úninu. Það var þægilegt að vinna
fyrir Arnór og okkar samvinna
ávallt góð svo aldrei bar skugga á.
Hann var traustur vinur, heiðar-
legur og sérlega ráðagóður. Við
Arnór áttum ýmislegt sameigin-
legt og sem dæmi má nefna að við
gátum vart hugsað okkur jólin án
þess að hafa rjúpu í jólamatinn. Í
því sambandi eru mér minnisstæð
jólin 2003 en það ár var komið á
rjúpnaveiðibanni og allt leit út
fyrir að á mínu heimili yrðu
rjúpnalaus jól. Þá bar svo við að
nokkrum dögum fyrir jól var
bankað upp á og þar var kominn
vinur minn Arnór með jólamatinn
handa mér og mínum. Arnór bjó
þá svo vel að eiga rjúpur sem
hann hafði veitt árinu áður og af
einstakri gjafmildi laumaði hann
að mér nokkrum og þar með voru
jólin það árið fullkomnuð!
Mér leið ávallt vel í návist Arn-
órs og kveð hann nú með söknuði.
Hafðu þökk fyrir allt, Arnór minn.
Þín vinkona,
Hjálmfríður (Hjalla).
Fleiri minningargreinar
um Arnór Eggertsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.