Morgunblaðið - 26.02.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 26.02.2018, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2018 Hlynur Þór Valsson, kennari í Sandgerðisskóla og tónlist-armaður, á 40 ára afmæli í dag. Hann kennir náttúrufræði ámiðstigi, þ.e. 5.-7. bekk, og er einnig verkefnastjóri í skól- anum. „Ég er reyndar borinn og barnfæddur Keflvíkingur en hef sterk tengsl við Sandgerði. Hef búið hér síðan 2004 og byrjaði að kenna í skólanum árið 2006,“ en um 250 nemendur eru í skólanum. „Ég er ekki lærður sérstaklega í náttúrufræði, tók almenn kennsluréttindi, en féll fyrir náttúrufræðinni þegar ég fór að kenna, tilraununum og öðru slíku.“ Hlynur spilar á gítar og syngur og var lengi í dúettinum Hobbit- unum. „Svo urðum við hljómsveit og þá urðu þetta Hobbitarnir og föruneytið. Við spilum við alls kyns tækifæri suður með sjó og fram undan eru árshátíðir og brúðkaup. Fyrir utan tónlistina þá eru áhugamálin bara þetta klassíska, fjöl- skyldan og starfið, það á hug minn allan.“ Þegar blaðamaður hafði samband við Hlyn fyrir helgi var hann að koma sér fyrir í kennaraíbúð í Reykjavík. „Það verður gert vel við mann í mat og drykk um helgina. Síðan verður afmælisdagurinn bara hefðbundinn.“ Sambýliskona Hlyns er Ásdís Ösp Ólafsdóttir og er hún einnig kennari í Sandgerðisskóla. Dóttir þeirra er Bergrún Embla fimm ára. Ljósmynd/Ásdís Ösp Ólafsdóttir Feðginin Hlynur og Bergrún Embla á ættarmóti árið 2017. Í baksýn er eyðibýlið Heiði á Langanesi sem er ættaróðal Heiðarættarinnar. Gerði vel við sig í mat og drykk um helgina Hlynur Þór Valsson er fertugur í dag Í var Pálsson fæddist í Reykja- vík 26.2. 1958, ólst upp við sjávarsíðuna í Steinnesi við Skerjafjörð frá tveggja ára aldri og hefur búið þar í sama húsi í 50 ár. Þá var Skerjafjörð- ur sunnan flugvallar lítið þorp. Ívar var í sveit á sumrin, fyrst í A-Hún. en síðan á Skaftafelli í Öræfum. „Mamma átti okkur átta börnin á tólf og hálfu ári, frá 26 ára aldri, en ég er yngstur. Heimilið var eins og járnbrautarstöð: börnin, foreldrar, ein au-pair og fjölmargir vinir barna og foreldra – en gestir sváfu stundum í þvottahúsi, í geymslu, í stofunni og á ganginum – og alltaf mikið líf og fjör.“ Á unglingsárunum var Ívar í sum- arvinnu í Kassagerðinni, við vega- gerð, í tjöruvinnu á flugskýlum á Keflavíkurflugvelli, flugafgreiðslu á Reykjavíkurflugvelli, var háseti á Vigra RE-71, við skógarhögg erlend- is, í ofnasölu um landið og loks sölu- maður Volvo á Íslandi, en vinnan í fluginu veitti mikið frelsi til flugferða innanlands og utan. Ívar byrjaði nám hjá nunnunum í Landakotsskóla, var í Hagaskóla og lauk stúdentsprófi frá MR 1978. Eftir viðdvöl í lögfræði og viðskiptafræði í HÍ varð Ívar viðskiptafræðingur frá Boston University árið 1984, með markaðsfræði sem aðalgrein: „Mark- aðsfræðin að hætti Bandaríkjamanna heillaði mig,“ segir hann. Eftir námið setti Ívar stefnuna á útflutning, var markaðsstjóri hjá Seifi hf., en stofnaði síðan og rak út- flutningsfyrirtækið Hafex hf. árin 1986-88, með framtaksmönnum á Ísafjarðarsvæðinu. Hann stofnaði svo Sævörur ehf. árið 1988 með Gerði Thoroddsen og hafa þau hjónin ann- ast útflutning á rækju síðan. Í upp- hafi voru helstu framleiðendur rækj- unnar í Hnífsdal en svo á Ísafirði og Súðavík, sem var heimabær móður- ömmu hans, Friðnýjar Stephensen. Síðar á Hvammstanga og Siglufirði, en nú í Grundarfirði og Hólmavík. En Ívar hefur haft fleiri járn í eldi: „Verksmiðja á Ísafirði fyrir frosið sushi var frumkvöðulsstarfsemi með verðlaunaframleiðslu sem tókst vel. Þaðan seldum við á breska og þýsku- mælandi markaði. Við keyptum hálfa götu af verksmiðjum á Ísafirði, sem kom starfseminni af stað þar á erf- iðum tíma.“ Þá slóst Ívar í hóp með nokkrum fiskútflytjendum 1998-2002 í Kínaviðskipti, fiskútflutning, fram- virk gjaldmiðlaviðskipti, milligöngu um skipasmíði og fleira. Hann hætti þó aldrei í rækjunni. Ívar var varamaður í útflutnings- ráði árin 1998-2002. Ívar elskar ferðalög: „Ég hef farið til 40 landa, m.a. til Kína nokkur skipti, Egypta- lands, Rússlands, Indlands, Víetnam og til 25 ríkja Bandaríkjanna. Vegna vinnunnar hef ég þó oftast farið til Bretlands, kannski 60-80 sinnum, og ég hef mætt á árlegar sjávarútvegs- sýningar víða um heim í rúm 30 ár. Alls staðar eru sjávarafurðir besti matur í heimi.“ Áhugamál Ívars eru nokkuð mörg, t.d. hagkerfi heimsins, stjórnmál, frjáls markaður, skrif, saga veraldar, rafmagnstæki, vísindi, uppgötvanir, Ívar Pálsson, viðskiptafræðingur og útflytjandi, 60 ára Fjölskyldan Ívar, með Gerði, Magnúsi, Heru, Stefáni og tengdaforeldrum. Skerfirðingur, rækju- karl og ferðalangur Hluti systkinanna F.v.: Ívar, Stefán hrl., Sella Páls og Anna Heiða rithöf- undar, Signý skrifstofustjóri, Þórunn, kennari og leikari, og Páll Arnór hrl. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. OCEAN MIST Modus Hár og Snyrtistofa Smáralind | harvorur.is REF Stockholm er 12 ára gamalt Professional haircare merki Ocean Mist er 100 % Vegan , sulfate, Paraben, glúten og Cruelity free Verð 2.560 kr. Sjá nánar á harvorur.is Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.