Morgunblaðið - 26.02.2018, Page 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2018
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
VERÐ MEÐ SKÓFLU kr. 3.800.000 án vsk.
Verð miðast við gengi EUR 125
Sjá nánar á ÍSLENSKU AVANT síðunni:
www.avanttecno.com/www/is
e5
RAFDRIFINN LIÐLÉTTINGUR
Umhverfisvæn
Hljóðlát
Engin mengun
Ódýr í rekstri
Rafmagn - Orka - 11,5KWh
Með 30 lítra vökvadælu
Lyftigeta: 900 kg
Lyftihæð: 279 cm
Þyngd: 1590 kg
Lengd: 255 cm
Breidd: 113 cm
Hæð: 198 cm
Mál miðast við dekk 23x10,50- 12
» Kristinn E. Hrafnsson myndhöggvari opnaði ífyrradag einkasýninguna Þvílíkir tímar í Hverf-
isgalleríi. „Í verkum sínum hefur Kristinn löngum
fengist við þær aðferðir sem menn hafa notað til að
staðsetja sig og ná áttum í veröldinni og segja má
að endurspegli ákveðna sýn á heiminn og tilfinn-
ingu fyrir umhverfinu,“ segir um sýninguna í til-
kynningu og að á sýningunni sé tíminn í stærra
hlutverki en á fyrri sýningum Kristins. Í skúlptúr-
um sínum og textaverkum leiti hann í mátt orðsins
til að ná tökum á margræðni tímans.
Þvílíkir tímar í Hverfisgalleríi
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Árið 2003 hófst Jónatan Grétars-
son handa við verkefni sem hann
ákvað síðar að myndi spanna 40 ár:
Hann skyldi ljósmynda íslenska
listamenn og í senn búa til heimild
um þróun íslensks menningarlífs
og fá útrás fyrir eigin listsköpun.
Ljósmyndirnar úr þessu verkefni
hefur Jónatan gefið út í bókaformi
og sýnt á sýningum, og þriðja bók-
in, Jónatan No. 3, kom út fyrir
skemmstu.
Jónatan var 24 ára gamall þegar
hann byrjaði verkefnið og segir
hann að þá hafi sér þótt 40 ár af-
skaplega langur tími. „En núna
þegar 15 ár eru liðin sé ég hvað
tíminn getur verið fljótur að líða.
Þegar maður er á þrítugsaldri og
barnlaus er líka eins og tíminn líði
hægar, en fer svo að fljúga áfram
þegar maður eignast barn, og núna
með þrjú börn og alveg að verða
39 ára er tíminn á hraðferð.“
Heimsfrægð á milli mynda
Listamenn eru áhugavert mynd-
efni, og gefur verkefninu forvitni-
lega dýpt þegar hægt er að sjá
hvernig fólkið sem Jónatan myndar
þróast, þroskast og eldist. Sumir
fara og aðrir koma í staðinn. Sumir
birtast aðeins einu sinni, á meðan
aðrir sjást oft í bókum Jónatans,
og iðulega að margt hefur gerst í
lífi þeirra á milli bóka. „Í fyrstu
bókinni var t.d. mynd af Ragnari
Kjartanssyni sem ég tók árið 2007,
og í nýju bókinni mynd af honum
tekin 2017. Á fyrri myndinni er
ungi listamaðurinn Ragnar Kjart-
ansson sem er að stíga sín fyrstu
skref, og á seinni myndinni heims-
frægi listamaðurinn Ragnar Kjart-
ansson,“ segir Jónatan sem á það
til að bregða á leik með frægð og
afrek þeirra sem hann myndar: „Á
seinni myndinni af Ragnari varð úr
að setja á hann hauspoka, til að
undirstrika spurninguna um hvort
fólk þekkir listamanninn eða ekki.“
Jónatan fer ýmsar leiðir við að
festa viðfangsefni sín á filmu, en
oftast fær hann listamennina til sín
á vinnustofuna. „Stundum tek ég
mjög hreinar og heiðarlegar port-
rettmyndir. „Í öðrum tilvikum set
ég upp einhvers konar svið í rými
sem er silfurmálað – silfurhornið –
þar sem gaman er að vinna með
dramatíska lýsingu,“ útskýrir
hann. „Enn ein syrpan sem finna
má í bókunum eru portrett sem ég
kalla „Portraits Without a Face“,
þar sem ég einbeiti mér að því að
mynda einstaklinginn þannig að
hann sé úr fókus en samt þekkj-
anlegur.“
Listamennirnir virðast fúsir að
taka þátt: „Þegar ég var að byrja
hjálpaði það mér að hafa unnið við
ljósmyndun fyrir tímarit frá því um
tvítugt. Í gegnum þá vinnu kynnt-
ist ég fjölda fólks úr listaheiminum.
Síðan vatt verkefnið smám saman
upp á sig og margir orðið áhuga-
samir um að vera hluti af verkinu.“
Byrjar með spjalli
Jónatan segist hafa haft mikið
yndi af að safna myndum í bæk-
urnar, þó að verkið vinnist mis-
hratt. Suma mánuðina tekur hann
margar myndir, stundum eina,
stundum enga, og leyfir hann
framvindunni að ráðast af að-
stæðum, áhuga og innblæstri
hverju sinni. Leið eitt ár á milli
fyrstu tveggja bókanna en svo kom
rúmlega sex ára bið eftir þeirri
þriðju. Jónatan gefur nýjustu bók-
ina út sjálfur, til að fá meira frelsi:
„Þegar maður gefur út sjálfur þá
er enginn að skipta sér af hvað það
tekur langan tíma, eða hvað er sett
í bókina. Ég þarf ekki heldur að
hafa nein vörumerki eða strika-
merki á kápunni, og get haft höf-
undarverkið alfarið eftir eigin
höfði.“
Fyrir Jónatan snýst ljósmynd-
unin ekki hvað síst um að draga
fram persónuleika þess sem hann
myndar, og til þess þarf að mynda
traust til að fá einstaklinginn til að
fella niður grímuna. Án trausts
verður ekki til gott portrett, segir
hann.
„Ég ramma viðfangið vitaskuld
inn í minn stíl, en vil halda í ein-
hverskonar heiðarleika í persón-
unni. Þess vegna byrja myndatök-
urnar oft á kaffibolla og spjalli,
sem heldur síðan áfram á meðan
ég tek myndirnar. Ég mynda nán-
ast allt á þrífæti til þess einmitt að
geta haldið þessu samtali áfram, án
þess að myndavélin komi á milli
mín og þess sem verið er að mynda
„Án trausts verður
ekki til gott portrett“
Þegar Jónatan Grétarsson tekur mynd byrjar hann iðu-
lega á kaffibolla og spjalli, og setur myndavélina á þrífót til
að geta haldið augnsambandi Hann hefur gefið út þrjár
merkilegar bækur með myndum af íslensku listafólki
Ástríða Sjálfsmynd Jónatans
Grétarssonar, ljósmyndara.
Mögnuð Stjarna Heiðu Rúnar
(Heida Reed) skín skært.
Valkyrja Hrafnhildur
Arnardóttir ( Shoplifter)
á dramatískri ljósmynd.