Morgunblaðið - 26.02.2018, Blaðsíða 29
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey
Weinstein baðst skömmu fyrir helgi
afsökunar á því að lögfræðingar
hans hefðu beitt Meryl Streep og
Jennifer Lawrence fyrir sig í vörn
gegn hópmálsókn kvenna sem saka
Weinstein um kynferðislegt ofbeldi.
Sex konur höfðuðu nýverið mál
gegn Weinstein og yfirmönnum
Miramax og Weinstein Company, en
þær telja augljóst að samstarfsmenn
hans hafi um langt árabil hylmt yfir
framferði Weinstein. Lögmenn
Weinstein kröfðust þess fyrir dómi í
liðinni viku að málsókninni yrði vís-
að frá dómi og bentu í vörn sinni á
að Streep og Lawrence hefðu opin-
berlega lýst því yfir að þær hefðu
ekki orðið fyrir ofbeldi af hans
hálfu. Leikkonurnar tvær brugðust
ókvæða við rökum lögmannanna og
sendi Streep frá sér yfirlýsingu þar
sem hún sagði fráleitt að nota það
sem röksemd gegn öðrum konum að
hann hefði ekki misboðið henni.
Fordæmdi hún framferði hans í
garð annarra kvenna og sagðist
vonast til þess að
hann hlyti mak-
leg málagjöld í
réttarkerfinu.
Lawrence for-
dæmdi Weinstein
og lögmenn hans
fyrir að taka
hlutina úr sam-
hengi. „Þetta er
það sem rándýr
gera og því þarf að linna. […] Tím-
inn er á þrotum.“ Meira en 75 konur
hafa sakað Weinstein um kynferð-
islega áreitni og ofbeldi. Hann neit-
ar allri sök.
Biður Streep og Lawrence afsökunar
Meryl Streep
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2018
Kvikmynd ársins
Undir trénu
framleidd af Netop Films
Leikstjórn
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson fyrir
Undir trénu
Handrit
Huldar Breiðfjörð og Hafsteinn
Gunnar Sigurðsson
fyrir Undir trénu
Leikkona í aðalhlutverki
Edda Björgvinsdóttir
fyrir Undir trénu
Leikari í aðalhlutverki
Steinþór Hróar Steinþórsson
fyrir Undir trénu
Leikkona í aukahlutverki
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
fyrir Fanga
Leikari í aukahlutverki
Sigurður Sigurjónsson
fyrir Undir trénu
Heimildamynd
Reynir sterki
framleidd af Glassriver
Stuttmynd ársins
Atelier – framleidd af Den danske
filmskole
Sjónvarpsmaður ársins
Unnsteinn Manuel Stefánsson
fyrir Hæpið
Skemmtiþáttur
Áramótaskaup 2017
framleitt af Glassriver
Menningarþáttur
Framapot
framleitt af Sagafilm
Mannlífsþáttur
Leitin að upprunanum
framleitt af Stöð 2
Frétta- eða viðtalsþáttur
Kveikur – framleitt af RÚV
Barna- og unglingaefni
Sumarbörn
framleitt af Ljósbandi
Upptöku- eða útsendingarstjórn
Helgi Jóhannesson og
Vilhjálmur Siggeirsson
fyrir Söngvakeppnina 2017
Leikið sjónvarpsefni
Fangar
framleitt af Mystery
Productions
Sjónvarpsefni ársins
Fangar
Tónlist
Pétur Ben fyrir Fanga
Hljóð
Huldar Freyr Arnarson, Pétur
Einarsson og Daði Georgsson
fyrir Fanga
Kvikmyndataka
Árni Filippusson fyrir Fanga
Klipping
Valdís Óskarsdóttir, Sigurður
Eyþórsson og Sverrir Kristjánsson
fyrir Fanga
Leikmynd
Heimir Sverrisson fyrir Fanga
Búningar
Helga Rós V. Hannam
fyrir Fanga
Gervi
Áslaug Dröfn Sigurðardóttir
fyrir Fanga
Brellur
The Gentlemen Broncos, Alexander
Schepelern, Emil Pétursson og
Snorri Freyr Hilmarsson
fyrir Undir trénu
Heiðursverðlaun
Guðný Halldórsdóttir
Verðlaun veitt í 27 flokkum
Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hlaut
flestar Eddur þegar verðlaun
Íslensku kvikmynda- og sjónvarps-
akademíunnar (ÍKSA) voru afhent
við hátíðlega athöfn í gærkvöldi.
Fangar höfðu verið tilnefndir til 14
verðlauna og hlutu alls tíu, meðal
annars fyrir leikið sjónvarpsefni og
sjónvarpsefni ársins.
Kvikmyndin Undir trénu, sem til-
nefnd hafði verið til 12 verðlauna,
hlaut samtals sjö, þeirra á meðal sem
kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn,
handrit og bestan leik í þremur flokk-
um.
Sjónvarpsmaður ársins var valinn
Unnsteinn Manuel Stefánsson.
Kveikur var valinn frétta- eða viðtals-
þáttur ársins. Heiðursverðlaunin
komu í hlut Guðnýjar Halldórsdóttur
sem við afhendinguna var sögð
„frumkvöðull í framvarðarsveit ís-
lenskra kvikmyndagerðarkvenna og
framlag hennar til fagsins ómet-
anlegt“.
WIFT – Félag kvenna í kvikmynd-
um og sjónvarpi stóð fyrir áhrifarík-
um gjörningi í upphafi verðlauna-
afhendingarinnar undir slagorðinu
#égerhér, en fjöldi kvenna bar rauða
nælu með þeim orðum. Slagorðið
#égerhér hefur á síðustu mánuðum
verið notað meðal kvenna í sviðs-
listum til að sýna samstöðu með þeim
konum sem hafa deilt reynslu sinni af
kynferðislegu ofbeldi, áreitni eða mis-
munun í starfi. Orðin má einnig túlka
sem háværa rödd kvenna í sjónvarps-
og kvikmyndagerð um það að þær
séu mikilvægur hluti af bransanum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
WIFT Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi stóð fyrir gjörningi í upphafi verðlaunaafhendingarinnar.
Fangar og Undir trénu
sigursælust á Eddunni
Edda, Steindi, Sigurður og Steinunn bestu leikararnir
Kvikmynd ársins Undir trénu hlaut
samtals sjö verðlaun.
Sjónvarpsefni ársins Þáttaröðin
Fangar hlaut flestar Eddur í gær.
Bankastræti 12 | sími 551 4007 | skartgripirogur.is
Armband
14.900,-
Hálsmen
22.500,-
Hálsmen
13.900,-
Eyrnalokkar
6.900,-
Hringur
14.900
ICQC 2018-20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
NÝ VIÐMIÐ
Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI
LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR
DOLBY ATMOS
LUXURY · LASER
Sýnd kl. 7.50, 10.35Sýnd kl. 5.50, 8, 10.15
Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 5.30Sýnd kl. 5.30
Eddan 2018