Morgunblaðið - 26.02.2018, Síða 32
MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 57. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Fór að pissa og gleymdi að deyja
2. Alsæl með yngri manni
3. Segir líkamann vera alvöru
4. Rúta með 26 unglingum valt …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tjarnarslamm II verður haldið í
Sunnusalnum í Iðnó í kvöld kl. 20.
Þar koma saman þrautþjálfaðir
reynsluboltar og brakandi ferskir ný-
liðar til að keppa um hylli áhorfenda
á þessu fyrsta Tjarnarslammi ársins
2018. Í ljóðaslammi er keppt í flutn-
ingi frumsaminna ljóðatexta og besti
flutningurinn verðlaunaður.
Enginn aðgangseyrir er inn á
slammið en allir eru hvattir til að
koma með einhvers konar lítilræði til
að setja í svokallaðan „taparabauk“
en sá sem hlýtur hið ljúfsára annað
sæti fær verðlaun úr þeim bauk. Við-
burðurinn er studdur af Reykjavík
bókmenntaborg UNESCO og Borgar-
bókasafni Reykjavíkur.
Tjarnarslamm í Iðnó
Þorgrímur Gestsson fjallar um
Færeyjar í Borgarbókasafninu
Spönginni í dag kl. 17.15. Þorgrímur
hefur undanfarin ár ferðast um forn-
sagnaslóðir, skoðað staði og stað-
hætti sagnanna og tengt við sögu-
þráð þeirra. Í erindi sínu mun hann
fjalla stuttlega um þetta verkefni og
beinir aðallega sjónum að þriðju
bókinni sem komin er út í tengslum
við það, Færeyjar – út úr þokunni.
Þorgrímur segir frá rannsóknum sín-
um á tengslum staðhátta á eyjunum
átján við Færeyingasögu, um tengsl
Færeyja við Norðurlandasöguna,
hvernig færeysk nútímamenning
spratt upp og varð
eins og hún er og
loks upp úr hvaða
jarðvegi hið fær-
eyska ritmál hófst
eftir að það hafði
legið í láginni í einar
fjórar aldir. Að-
gangur er ókeyp-
is.
Þorgrímur Gestsson
fjallar um Færeyjar
Á þriðjudag Suðaustlæg átt, 8-13 m/s og lítilsháttar væta á vest-
anverðu landinu, skýjað með suðurströndinni en annars hægviðri
og léttskýjað. Hiti 3 til 8 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Allhvöss eða hvöss suðaustanátt í dag og lít-
ilsháttar væta sunnan- og vestanlands en annars þurrt. Hiti 2 til 10
stig, hlýjast nyrst.
VEÐUR
Spænski þjálfarinn Pep
Guardiola stýrði Manchest-
er City til öruggs 3:0-sigurs
á Arsenal í úrslitaleik enska
deildabikarsins í knatt-
spyrnu í gær. Síðasta tíma-
bil, hans fyrsta á Englandi,
er eina tímabilið á þjálf-
araferli Guardiola þar sem
honum hefur ekki tek-
ist að landa titli, en
fyrir sumarfrí gætu
þeir hæglega orðið tveir og
jafnvel þrír. »2
Fyrsti bikarinn
kominn í hús
Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir
lék frábært golf og hafnaði í þriðja
sæti á Australian Ladies Classic-
golfmótinu sem lauk í Bonville í Ástr-
alíu í gærmorgun. Hún jafnaði besta
árangur íslenskrar konu á mótaröð-
inni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
varð í 14. sæti en í fyrsta sinn voru
tvær íslenskar konur á
meðal fimmtán efstu á
sterkustu mótaröð evr-
ópskra kvenna. »1
Valdís lék frábært golf
og hafnaði í þriðja sæti
Framundan er æsilegur endasprettur
í Olísdeild kvenna í handknattleik um
heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni
um Íslandsmeistaratitilinn. Fram
vann Val í gær og tyllti sér þar með í
efsta sætið en hvort lið hefur 30 stig.
ÍBV vann Fjölni og náði þriðja sæti
deildarinnar, er með 28 stig eins og
Haukar sem eiga leik til góða á efstu
liðin þrjú, Fram, Val og ÍBV. »4
Spennandi endasprett-
ur framundan
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við stefnum að því að hefja sölu í
mars og erum rosalega spenntar
fyrir þessu,“ segja þær Braga Stef-
aný Mileris og Hildur Guðrún Bald-
ursdóttir, nemar í matvælafræði við
Háskóla Íslands. Þær hafa síðustu
ár unnið að þróun vörulínu úr loft-
poppuðu byggi og hefja sölu á því í
Hámu á Háskólatorgi á næstunni.
Morgunblaðið fjallaði um fyrstu
skref þessa verkefnis árið 2016 en þá
tóku þær þátt í alþjóðlegri keppni
um nýsköpun í vistvænni matvæla-
framleiðslu með þessar vörur sem
framleiddar eru undir nafninu
Arctic Barley.
Fyrst um sinn setja þær stöllur
tvær tegundir af byggi á markað.
Önnur blandan er hugsuð til að
grípa með sér milli mála og er líka
með kanil, þurrkuðum eplum, kókos
og kasjúhnetum. Hin er múslíblanda
sem er mjög góð í jógúrt. Í hana
nota þær líka stevia-súkkulaði, döðl-
ur og kókos.
„Þær eru báðar góðar eintómar og
báðar góðar út í jógúrt. Þær eru án
viðbætts sykurs og við notum ekki
olíu og salt til að poppa. Byggið er
ekki mikið hreinsað og er því mjög
trefjaríkt og næringarríkt,“ segir
Braga.
Finna fyrir þörf hjá neytendum
Af hverju bygg?
„Það er eina kornið sem er fram-
leitt í einhverju magni á Íslandi og
mest af því hefur fram til þessa farið
í dýrafóður. Byggið er
mjög gott á bragðið –
flestir verða hissa á
því þegar þeir
smakka. Það er
stökkt og bragð-
gott. Það er gott
ristað hnetubragð
af því. Það virðist
vera þörf fyrir
múslí án viðbætts sykurs hjá neyt-
endum.“
Stórar hugmyndir
á teikniborðinu
Braga og Hildur eru nú á loka-
metrunum við undirbúning áður en
varan fer í sölu í Hámu. Þær þurfa
að fá starfsleyfi, fá birgja og fleira
fyrir vöruna, velja umbúðir og fleira
slíkt. Í framtíðinni er stefnt að því að
byggið verði selt víðar.
„Já, við erum með stórar hug-
myndir. Við byrjum í Hámu til að sjá
hvernig viðtökurnar verða og safna
fjármagni. Í framtíðinni myndum við
vilja að þetta yrði selt í heilsudeild-
um verslana og heilsubúðum. Við er-
um líka að skoða samstarf við kaffi-
hús og fleira.“
Stúdentar fá loftpoppað bygg
Ný vörulína frá
nemum í mat-
vælafræði við HÍ
Morgunblaðið/Hari
Nýsköpun Hildur Guðrún Baldursdóttir og Braga Stefaný Mileris hafa þróað vörulínu úr loftpoppuðu byggi. Sala á
vörunum hefst í Hámu á Háskólatorgi í næsta mánuði. Stöllurnar segja markað fyrir múslí án viðbætts sykurs.
Þróun á Arctic Barley-vörunum,
sem verða brátt til sölu í Hámu á
Háskólatorgi, er hluti af meistara-
verkefnum þeirra Hildar og Brögu í
matvælafræði. Þær hafa unnið að
undirbúningi síð-
ustu tvö árin. Þær
láta vel af þeim
stuðningi sem
fengist hefur í Há-
skóla Íslands.
„Við höfum aðgang
að mikilli þekkingu og höfum feng-
ið rosalega góðan stuðning frá
okkar deild. Við höfum fengið að
taka áfanga utan matvælafræð-
innar, við erum til að mynda núna í
áfanga í viðskiptafræðideild til að
fá betri þekkingu á frumkvöðla-
starfi. Það er verið að reyna að
þróa nýjan master í vöruþróun
matvæla og við erum eiginlega
fyrstu nemendurnir, þannig séð,“
segir Braga.
Aðgangur að mikilli þekkingu
HAFA FENGIÐ GÓÐAN STUÐNING Í HÁSKÓLA ÍSLANDS