Morgunblaðið - 05.03.2018, Page 7

Morgunblaðið - 05.03.2018, Page 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018 FRAMLAG ORKU- OG VEITU- FYRIRTÆKJA TIL LOFTSLAGSMÁLA 6. MARS KL. 15-17 Á HILTON REYKJAVÍK NORDICA ÁVARP Helgi Jóhannesson, formaður stjórnar Samorku ÁVARP Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar FRAMLAG ORKU- OG VEITUSTARFSEMI TIL LOFTSLAGSMÁLA Í FORTÍÐ, NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna og Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri auðlinda HS Orku SAMEIGINLEG YFIRLÝSING ORKU- OG VEITUTÆKJA UM KOLEFNISHLUTLEYSI ÁRIÐ 2040 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, veita yfirlýsingunni viðtöku STÓRA VERKEFNIÐ Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs STATE OF GREEN – NATION BRANDING AND STORYTELLING Finn Mortensen, framkvæmdastjóri FUNDARSTJÓRI: Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku DAGSKRÁ SKRÁNING Á SAMORKA.IS – ALLIR VELKOMNIR! Stjórn Auð- humlu, móður- félags Mjólkur- samsölunnar, hefur ákveðið að hækka sérstakt innvigtunargjald á mjólk sem lögð er inn í mjólkur- samlag umfram kvóta. Gjaldið hækkar úr 40 krón- um í 52 krónur hinn 1. apríl næst- komandi. „Takturinn í mjólkurframleiðsl- unni er kröftugri en þörf er á. Þetta er mótvægi við því,“ segir Egill Sig- urðsson, formaður stjórnar Auð- humlu. Framleiðslan er nú 4-5% meiri en nemur sölunni á innan- landsmarkaði. Innvigtunargjaldið er ætlað til að standa undir kostn- aði við útflutning umframmjólkur. Bændur fá aðeins 35 krónur fyrir hvern lítra umframmjólkur, þegar innvigtunargjaldið hefur verið dregið frá innlegginu. „Ég á frekar von á að það dragi úr framleiðsl- unni,“ segir Egill og bætir því við að óvissa sé framundan vegna tolla- samninga við Evrópusambandið sem koma til framkvæmda í maí. helgi@mbl.is Reyna að stemma stigu við aukningu Stjórn Sjálfstæðisfélags Dalvík- urbyggðar hefur stillt upp á lista félagsins og óháðra fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar í vor. Efst- ur er Gunnþór Eyfjörð Gunnþórs- son, sveitarstjórnarfulltrúi og skólastjóri, Þórunn Andrésdóttir móttökuritari í öðru sæti og Valde- mar Þór Viðarsson, sveitarstjórn- arfulltrúi og ökukennari, í þriðja sæti. Í næstu sætum koma Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, snyrtifræð- ingur og flugnemi, Haukur Arnar Gunnarsson viðskiptastjóri. Eva Björg Guðmundsdóttir hjúkr- unarfræðingur, Júlíus Magnússon, sjómaður og matartæknir, Birta Dís Jónsdóttir, verslunarstarfs- maður og nemi, og Garðar Már Garðarsson nemi. D-lista í Dalvíkur- byggð stillt upp Ljósmynd/mats.is Erlendur ferðamaður á leiðinni á Keflavíkurflugvöll var stöðvaður af lögreglu fyrir of hraðan akstur um helgina. Hann var tekinn á 175 kíló- metra hraða á klukkustund. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Suðurnesjum var erlendi ferðamaðurinn á leið í flug. Hann fékk sekt upp á 140 þúsund krónur en staðgreiddi og fékk því 20 þús- und króna afslátt. Ferðamaðurinn ók BMW-bílaleigubíl. Á fljúgandi ferð á leiðinni út á flugvöll Sunnudagsmessa í Landakotskirkju fór fram í gær. Herra Davíð Tencer, Reykjavíkurbiskup kaþólsku kirkjunnar, tók á móti börnum að lokinni messu og ræddi við þau. Mikil gleði var meðal barnanna sem fengu að spyrja Davíð spjörunum úr, en glatt var á hjalla eftir mess- una í gær. Davíð hefur verið Reykjavíkurbiskup kaþ- ólsku kirkjunnar frá árinu 2015, en hann tók við embættinu af Pétri Bürcher sem sagði af sér af heilsufarsástæðum. Talsverður fjöldi sótti messu gærdagsins, en líkt og fyrr segir var áhersla lögð á að börnin fengju að ræða við Davíð. Fjöldi fólks sækir messur kirkjunnar hérlendis en ýmist er pré- dikað á íslensku, ensku eða pólsku, í messum á vegum kirkjunnar. Klæðnaðurinn sem Davíð klæðist á mynd- inni hér til hliðar er í samræmi við reglu heil- ags Frans frá Assisí. Í reglunni er lögð áhersla á meinlætalíf og höfnun veraldlegra gæða. aronthordur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Spjall Börnin spurðu Davíð biskup spjörunum úr að lokinni messu í Landakotskirkju í gær. Davíð biskup ræddi við börnin að lokinni messu  Mikill fjöldi sótti messu í Landakotskirkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.