Morgunblaðið - 05.03.2018, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018
✝ Ólöf Pálsdóttirmyndhöggvari
fæddist í Reykjavík
14. apríl árið 1920.
Hún lést í Reykjavík
21. febrúar 2018.
Ólöf var síðust
eftirlifandi fimm
barna Hildar Stef-
ánsdóttur frá Auð-
kúlu í Austur-
Húnavatnssýslu og
Páls Ólafs Ólafs-
sonar frá Hjarðarholti í Dölum (f.
á Lundi í Lundarreykjadal), fram-
kvæmdastjóra og ræðismanns Ís-
lands í Færeyjum. Systkini Ólafar
voru: Stefán, tannlæknir, Ingi-
björg, listmálari, Þorbjörg, mynd-
höggvari, og Jens Ólafur Páll,
prófessor í mannfræði.
Ólöf giftist árið 1956 Sigurði
Bjarnasyni frá Vigur, f. 1915, d.
2012, fyrrverandi þingmanni, rit-
stjóra Morgunblaðsins og síðar
sendiherra Íslands í Kaupmanna-
höfn og London. Börn Ólafar og
Sigurðar eru Hildur Helga, f.
lengi við Háskólabíó en er nú við
Hörpu. Ólöf var einn af stofn-
endum listamannasamtakanna
Den Nordiske og hélt sýningar í
Kettle’s Yard Museum við Cam-
bridge-háskóla og víðar í Bret-
landi, svo og í Danmörku, Fær-
eyjum, Frakklandi og Þýskalandi.
Ólöf var sæmd íslensku fálkaorð-
unni árið 1970 og var kjörin heið-
ursfélagi í Konunglega breska
myndhöggvarafélaginu árið 1986.
Verk eftir Ólöfu er víða að
finna og eru þau meðal annars í
eigu Seðlabanka Íslands, Arion
banka, Norræna hússins,
Reykjavíkurborgar, Þjóðleikhúss-
ins, Verslunarskóla Íslands,
Kvennaskólans í Reykjavík,
Skógaskóla undir Eyjafjöllum og
Listasafns Íslands. Einnig er fjöldi
verka í eigu einstaklinga hér-
lendis og verk Ólafar, jafnt í op-
inberri eigu og einkaeign, má
finna í Kanada, Bretlandi, Ítalíu,
Danmörku og Svíþjóð.
Vefsíðan olofpalsdottir.com er í
vinnslu. Þar verður haldið til
haga efni um feril hennar.
Útför Ólafar fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag, 5. mars 2018, og
hefst athöfnin kl. 15.
1956, sagnfræðingur
og blaðamaður, og
Ólafur Páll, f. 1960,
bókmenntafræð-
ingur, kvikmynda-
gerðarmaður og
aktívisti. Sonur Hild-
ar Helgu er Óðinn
Páll Ríkarðsson, f.
1994, myndlist-
arnemi.
Ólöf nam við Kon-
unglega listaháskól-
ann í Kaupmannahöfn árin 1949-
1955 hjá prófessorunum Aksel
Jörgensen og Utzon Frank. Hún
útskrifaðist þaðan með gull-
verðlaun fyrir verk sitt Sonur sem
stendur nú í Hljómskálagarðinum.
Frekara nám stundaði hún í Kaíró
í Egyptalandi árið 1954 hjá pró-
fessor Ramses Wissa Wassef og
1957 í Róm hjá prófessor Fazzini.
Ólöf sýndi og seldi verk víða um
heim, þar á meðal opinberum að-
ilum. Höggmynd hennar Tónlist-
armaðurinn, af sellóleikaranum
Erling Blöndal Bengtsson, stóð
Ólöf Pálsdóttir, amma mín og
helsta fyrirmynd í lífinu, er látin.
Að hafa átt svo sterka og sjálf-
stæða konu sem fyrirmynd er
heiður, en með okkur myndaðist
einstök vinátta sem blómstraði
með árunum.
Hún kenndi mér margt en síð-
ustu ár hef ég verið duglegur að
spyrja hana út í viðburðaríkt líf
hennar, stríðsárin í Færeyjum,
feril hennar sem listamanns og
tekið viðtöl við hana fyrir skóla-
blöð.
Það er svo sannarlega hægt að
kalla það gæfu að hafa kynnst
Ólöfu
og ég veit að hún snerti líf
margra með sínum magnaða per-
sónuleika.
Allt sem hún gerði, gerði hún
með stíl.
Ég dvaldi löngum stundum að
Útsölum, húsi afa míns og ömmu,
sem var ævintýri líkast. Ég man
hversu heillaður ég var af öllu sem
var þar inni,
sérstaklega smáhlutunum, en
amma mín hafði einstakt auga fyr-
ir smáatriðum, enda sannur lista-
maður.
Ótal minningar blossa upp þeg-
ar ég sest niður að skrifa þessi orð,
Heitar lummur í eldhúsinu á
Útsölum, sögurnar sem hún sagði
mér á kvöldin sem skáldaðar voru
á staðnum og þegar hún setti mig
fyrir framan spegil, 6 ára og í
frekjukasti.
það kom í ljós að það er frekar
erfitt að grenja þegar maður star-
ir á sína eigin spegilmynd.
Hún var besta amma sem gæti
hugsast, hún var til staðar fyrir
mig og var sannur vinur, hlustaði á
mig og grínaðist með mér.
En þessi skrítni skemmtilegi
húmor hennar var yndislegur.
Alveg undir það síðasta, degin-
um áður en hún dó, gerði hún stól-
pagrín að yfirvaraskeggi barna-
barnsins og við hlógum og hlógum.
Hún kenndi mér að það ætti
aldrei að hætta að leika sér.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Óðinn Páll Ríkharðsson
Ólöf Pálsdóttir, föðursystir okk-
ar, er látin.
Elsku Lóla, þá er komið að
kveðjustund og minningarnar
streyma. Fyrsta minningin okkar
um Lólu er frá aðfangadegi jóla
þegar barið var að dyrum heima
hjá okkur. Kátur jólasveinn í full-
um skrúða stóð fyrir utan með
bjöllu í rassinum sem klingdi þeg-
ar hann hoppaði og dansaði. Jóla-
sveinninn var Lóla. Já, hún var
frumleg, uppátækjasöm, alltaf til í
að gera eitthvað skondið og
skemmtilegt.
Enda valdi hún sér óvenjulegt
starf fyrir konu á þessum tíma
þegar hún lagði stund á nám í
höggmyndalist.
Lóla fæddist og ólst upp í
Reykjavík. Hún minntist oft
skemmtilegra uppvaxtarára sinna
á Sólvallagötu 4, en það hús
byggðu foreldrar hennar. Systkin-
in voru fimm, leikfélagarnir marg-
ir og heimilið gestkvæmt.
Lóla flutti með foreldrum sín-
um til Færeyja og bjuggu þau þar
um margra ára skeið og þaðan
fluttu þau til Kaupmannahafnar.
Við systkinin heimsóttum þau og
dvöldum hjá þeim um lengri eða
skemmri tíma. Palli sigldi með
Drottningunni til Færeyja 1948 og
átti yndislegt sumar með afa,
ömmu og Lólu. Palli minnist þess
þegar hann var á ferð í Færeyjum
áratugum seinna og hitti mann
sem mundi vel eftir Lólu í Fær-
eyjum og sagði að hún hefði verið
einhver fallegasta kona sem hann
hefði augum litið. Þá þegar var
Lóla farin að stunda list sína og
Palli sat fyrir og hún gerði af hon-
um höfuðmynd. Tveimur árum
seinna fór Hildur með pabba og
mömmu til Kaupmannahafnar, þá
þriggja ára, að heimsækja afa og
ömmu. Hildur sat ekki fyrir hjá
Lólu en afrekaði að steinka heim-
ilishundinn með uppáhaldsilm-
vatni hennar, Worth í fallegu bláu
glasi. Soffía fór 1951 til sumardval-
ar hjá afa og ömmu, þá 6 ára, og
sat fyrir hjá Lólu, sem stundaði
nám við Konunglega Listaháskól-
ann í Kaupmannahöfn. Úr varð
stytta sem í dag stendur í Hall-
argarðinum fyrir framan Kvenna-
skólann í Reykjavík og einnig er
hún í Árósum í Danmörku. Þessi
tími okkar systkina hjá afa og
ömmu með Lólu var afar ánægju-
legur og samskipti okkar við
elskulega föðursystur voru náin æ
síðan. Við minnumst fjölmargra
samverustunda með Lólu, Sigurði
og börnum þeirra, Hildi Helgu og
Ólafi Páli. Það var alltaf jafn
ánægjulegt að koma á heimili
þeirra hvort sem það var á Íslandi,
Kaupmannahöfn eða London þeg-
ar Sigurður gegndi embætti sendi-
herra. Þeim tókst alltaf að gera
heimilið glæsilegt og smekklegt.
Fatastíll Lólu var flottur,
skemmtilegur, eftirtektarverður,
stundum ævintýralegur, einstakur
og alltaf smekklegur. Hún þurfti
líka að eiga góðan klæðaskáp, því
tilefnin voru mörg og margvísleg,
hjá sendiherranum og listakon-
unni.
Lóla var bæði falleg og glæsi-
leg, með gott skopskyn en gat
komið með nokkuð hvassar at-
hugasemdir ef því var að skipta.
Ákveðnar skoðanir.
Minnisstæður er sólbjartur
sumardagur fyrir nokkrum árum
þegar við ásamt Lólu og Hildi
Helgu ókum að Lundi í Lundar-
reykjadal, fæðingarstað afa Páls
og síðan áfram að Hjarðarholti í
Dölum. Lóla hafði frá mörgu að
segja sem gaman var að fræðast
um.
Síðasta ár var föðursystur okk-
ar erfitt því hún gat illa sætt sig
við að vera ekki á sínu eigin heim-
ili. Hún hélt andlegri heilsu til
hinstu stundar. Að henni er sjón-
arsviptir.
Elsku Hildur Helga, Óðinn Páll
og Ólafur Páll, innilegustu samúð-
arkveðjur.
Páll, Soffía og Hildur
Hún Lóla var engin venjuleg
frænka. Mikilhæf listakona, vel
lesin og skemmtileg. Þegar ég var
ungur að alast upp í Brautarholti
kom Lóla stundum í heimsókn til
fjölskyldunnar enda tenging henn-
ar við þessa kirkjujörð mikil. Árið
1923 höfðu staðið saman að kaup-
um á Brautarholti annars vegar
föðurafi minn Ólafur Bjarnason og
amma mín Ásta Ólafsdóttir og
hins vegar bróðir hennar og faðir,
Ólafur Ólafsson prófastur í Hjarð-
arholti í Dölum, og Páll, faðir Lólu.
Lóla hafði alltaf sterkar taugar
til Brautarholts og kom þangað
þegar hún gat en á þeim árum sem
ég var að alast upp var hún lengst
af sendiherrafrú. Eiginmaður
hennar, Sigurður Bjarnason frá
Vigur, sat á þingi í um 30 ár en var
á þessum árum sendiherra í Kaup-
mannahöfn og London.
Lóla hafði yndi af því að vinna
að hagsmunum Íslands og Íslend-
inga erlendis og oft finnst manni
sem ekki sé nægur gaumur gefinn
að starfi sendifulltrúa okkar er-
lendis, ekki síst maka þeirra. Lólu
tókst einnig að sinna listsköpun
jafnhliða starfi sínu í sendiráðinu
og naut mikillar virðingar í sinni
stétt og var margverðlaunuð fyrir
list sína. Sem myndhöggvari var
hún brautryðjandi á sínu sviði hér
heima og var sæmd fálkaorðunni
árið 1970.
Ólöf var litríkur persónuleiki en
alltaf háttvís og tignarleg og líktist
um margt Páli föður sínum. Ég
man sérstaklega eftir einu skipti
þegar hún hafði boðað komu sína í
Brautarholt í síðdegiskaffi. Tím-
inn var stundum afstæður í henn-
ar huga og það var ekki fyrr en
rétt undir kvöldmat sem svartur
BMW af stærstu gerð skreið í
hlaðið. Út steig Lóla í þröngum
leggings með tígrismynstri og
uppsett hárið, alveg eins og 29 ára
skvísa. Algjörlega grunlaus um að
kaffihlaðborðið hefði staðið
óhreyft á borðum í marga klukku-
tíma. Henni var strax fyrirgefin
óstundvísin og kaffið breyttist í
kvöldverð á meðan við hlustuðum
á hana segja skrautlegar og
skemmtilegar sögur, bæði gamlar
og nýjar.
Lóla hélt reisn til síðustu stund-
ar og hélt á sínum tíma vel upp á
90 ára afmæli sitt. Ég minnist
frænku minnar af hlýhug; ógleym-
anlegrar og ákveðinnar konu sem
geislaði jafnan af gleði. Ég sendi
Hildi Helgu, Óðni Páli og Ólafi
Páli innilegar samúðarkveðjur.
Kristinn Gylfi Jónsson.
Það var 8. janúar 1972 sem ég
hitti fyrst heiðurskonuna Ólöfu
Pálsdóttur þegar ég kom til starfa
á heimili hennar og Sigurðar
Bjarnasonar í Kaupmannahöfn.
Okkur Ólöfu féll strax vel
hvorri við aðra og höfum verið
góðar vinkonur alla tíð síðan. Ólöf
var mikil listakona og bar heimili
hennar þess merki. Ég var þeirrar
ánægju aðnjótandi að fylgjast með
þegar styttan sem stendur fyrir
framan Hörpu var í vinnslu og var
það lærdómsríkur tími, Sellótón-
leikar í bílskúrnum á Krathusvej
32 voru sérstök upplifun. Lista-
verk Ólafar eru víða s.s. í Hljóm-
skálagarðinum og við Kvennaskól-
ann í Reykjavík og mikið víðar.
Þegar ég settist niður til að skrifa
nokkur orð um Ólöfu var af svo
mörgu að taka, það væri að bera í
bakkafullan lækinn að ætla að
skrifa það allt. Oft fórum við með
ýmsa málshætti en kannski ekki
alla rétta en meiningin rétt.
Ólöf var mikill húmoristi og
hafði gaman af að segja frá ýmsu
skemmtilegu sem drifið hafði á
hennar daga. Þó skammtíma-
minnið væri farið að bila var frá-
sagnargáfan alltaf til staðar alveg
fram á síðasta dag. Ég vil að lok-
um þakka Ólöfu fyrir samfylgdina
og trúnað sem hún sýndi mér alla
tíð og börnum hennar, Hildi Helgu
og Ólafi Páli, og barnabarni, Óðni
Páli, votta ég mína dýpstu samúð.
Hvíl þú í friði, kæra vinkona og
Guð veri með þér.
Sólveig Halldórsdóttir
Sólveig Halldórsdóttir
Mér barst andlátsfregn Ólafar
Pálsdóttur til Parísar þar sem ég
vinn tímabundið að verkum mín-
um í Kjarvalsstofu.
Ég hef að undanförnu reikað
um listasöfn Parísar og séð verk
sem vitna um listir löngu horfinna
menningarskeiða. Ég hef virt fyrir
mér listaverk genginna lista-
manna frá kynslóð til kynslóðar,
allt frá örófi alda. Ekki hvað síst
þeirra listamanna sem opnuðu áð-
ur óþekktar dyr að myndlist okkar
tíma. Það er aðeins í listum sem
maðurinn varðar veg sinn með svo
óbrotgjörnum hætti. Ég er þess
fullviss að Ólöf hefur átt sín spor í
þessum listasöfnum. Það er mér
nærtækt og ljúft að minnast henn-
ar.
Þótt Ólöf hafi átt sér fyrir-
myndir í hópi kvenna, var það ekki
sjálfgefið fyrir unga konu við lok
síðari heimsstyrjaldar að halda ut-
an til náms við Listaakademíuna í
Kaupmannahöfn. Til þess þurfti
bæði viljastyrk og áræðni. Þar
mótaðist hún sem myndhöggvari
nestuð af módernískum straumum
eftirstríðsáranna. Við heimkomu
frá námi varð Ólöf einn af frum-
kvöðlum myndlistar á Íslandi.
Hún tók jafnframt virkan þátt í
samfélagi skúlptúrista og talaði
tæpitungulaust fyrir bættum hag
og starfsviðurkenningu þeirra.
Okkur varð vel til vina. Hún
fagnaði heimkomu minni að loknu
löngu námi erlendis. Ætli það hafi
ekki verið líkt á komið með okkur,
en hún hvarf frá hópi listvina í
Danmörku, þar sem hún hafði
dvalið öll sín þroskaár, til þess að
starfa að myndlist sinni hér heima.
Sá sem lifir langa ævi spinnur í
verkum sínum óslitinn þráð í
heildarmynd íslenskrar myndlist-
ar, samofinn evrópskri menning-
ararfleifð.
Vertu sæl Ólöf Pálsdóttir.
Helgi Gíslason.
Kær vinkona okkar, Ólöf Páls-
dóttir, hefur nú kvatt þessa jarð-
vist í hárri elli. Við kynntumst
henni fyrst sem starfsmenn Sel-
tjarnarnesbæjar á unglingsárum
okkar fyrir hartnær 30 árum og
héldum vinskap alla tíð eftir það.
Öll eigum við minningu um að
standa á tröppunum fyrir framan
volduga útidyrahurðina á Útsölum
og vita ekki alveg við hverju mátti
búast. Það gustaði af konunni sem
tók á móti okkur, hún var bráð-
myndarleg með snyrtilega uppsett
hár og stolt í fasi. Þessi kona var
engum lík og við vorum hálfskelk-
uð í fyrstu heimsóknunum. Fljót-
lega komumst við þó að því að und-
ir ákveðnu yfirborðinu sló hlýtt
hjarta og óforbetranlegur húmor.
Ólöf var mikill fagurkeri og
heimili hennar var algert ævintýri,
hlaðið listmunum hvaðanæva úr
heiminum. Hún var ákaflega blátt
áfram manneskja, sagði það sem
hún hugsaði þannig að maður vissi
alltaf hvar maður hafði hana. Það
hefur verið ómetanlegt fyrir okkur
að fá að kynnast konu sem var
fædd á fyrrihluta síðustu aldar líkt
og formæður okkar en átti þó svo
ótrúlega ólíka ævi flestum samtíð-
arkonum sínum. Hún var sann-
kallaður heimsborgari, lífskúnst-
ner og einstakur gestgjafi. Það
sem stendur upp úr er hláturinn
og allar sögurnar sem hún deildi
með okkur um prakkarastrikin
sem voru framin í æsku, stríðsárin
í Færeyjum, námsárin í Dan-
mörku, heimsóknir til kóngafólks
og ferðalög til fjarlægra landa. Í
gegnum sögurnar skein húmorinn
og sýn á það spaugilega í flestum
aðstæðum. Við kveðjum með
söknuði, þakklát fyrir að getað
kallað þessa merkilegu myndlist-
arkonu vinkonu okkar. Stundirnar
í kringum eldhúsborðið á Útsölum
og glettið bros hennar gleymast
seint.
Við sendum Hildi, Óla Palla og
Óðni Páli okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Arna, Bjarni og Óli Þ.
Ólöf Pálsdóttir
✝ Ólafur Sig-urgeirsson
fæddist 9. janúar
1932 í Reykjavík.
Hann lést á Vífils-
stöðum 20. febrúar
2018.
Foreldrar hans
voru Ása María
Ólafsdóttir frá
Reykjavík og Sig-
urgeir Bogason frá
Varmadal á Rang-
árvöllum.
Ása María Ólafsdóttir giftist
Gesti Guðmundssyni frá Sól-
heimum í Hrunamannahreppi 8.
nóvember 1934. Þau voru með bú-
skap á Syðra-Seli í Hrunamanna-
hreppi.
Systkini sammæðra: Guðrún
Gestsdóttir, f. 1936, Ásgeir Gests-
son, f. 1937, Hjalti Gestsson, f.
1938, d. 1941, Marta Gestsdóttir,
1977, börn þeirra: Nadesha Sóley,
f. 2001, Jamayah Ester, f. 2003, Bi-
ankah Ísbjörg, f. 2016, Ásdís
Alyah, f. 2017, b) Halldór Axel, f.
1983. 3) Kristín Ólafsdóttir, f. 14.7.
1960, maki Snorri Eiríksson, f.
7.11. 1958, börn þeirra: Einar
Trausti, f. 1981, Eyþór Smári, f.
1987.
Ólafur og María hófu búskap í
Reykjavík og bjuggu lengst af á
Kleppsvegi 122. Árið 2012 fluttu
þau að Ársölum 1 í Kópavogi. Sem
ungur maður vann hann á Kefla-
víkurflugvelli en um 1960 hóf
hann störf hjá Ísól hf. sem sölu-
maður og vann þar til starfsloka.
Ólafur var virkur félagi í Ferða-
félagi Íslands. Sat þar í stjórn og
ferðanefnd og var einnig leiðsögu-
maður í ýmsum ferðum félagsins.
Útför Ólafs fer fram frá Linda-
kirkju í dag, 5. mars 2018, og hefst
athöfnin kl. 13.
f. 1940, Halldór
Gestsson, f. 1942 ,d.
2008, Skúli Gests-
son, f. 1947.
Ólafur kvæntist
Maríu Margréti Ein-
arsdóttur, f. 19.11.
1934, þann 26.11.
1955. Börn þeirra
eru: 1) Ása Ólafs-
dóttir, f. 11.3. 1956,
maki Lárus Kristinn
Viggósson, f. 8.7.
1957, börn þeirra: a) Ólafur, f.
1975, b) Þórhallur Margeir, f.
1977, maki Kolbrún Jenny Ragn-
arsdóttir, f. 1978, börn þeirra: Ar-
on Máni, f. 1998, Alexander Ísar,
f. 2000, c) Lára Kristín, f. 1983,
maki Byron Nichelson, f. 1984. 2)
Atli Þór Ólafsson, f. 2.6. 1957,
maki Ester Halldórsdóttir, f. 23.9.
1960, börn þeirra: a) María Björk,
f. 1980, maki Travis Benelli, f.
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.
En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin full af söngvaklið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
(Steinn Steinarr)
Hvíl í friði.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
María, Ása, Atli og Kristín.
Með þessum orðum viljum við
undirrituð kveðja vin okkar og fé-
laga til áratuga, Ólaf Sigurgeirs-
son. Alkunna er að af ýmsum
ástæðum geta myndast stórir og
litlir hópar fólks sem sameigin-
legt áhugamál bindur saman. Í
slíkum hóp vorum við undirrituð.
Þar var einnig Ólafur sem nú hef-
ur kvatt þetta tilverusvið.
Leikhúsferðir, setur á kaffi-
húsum en fyrst og fremst ferðir
og ferðalög voru sú þungamiðja
sem frístundagaman okkar sner-
ist um. Í áratugi var ferða-
mennskan heimavöllur Ólafs.
Oft var þá María kona hans með
í för.
Ólafur var félagi í Ferðafélagi
Íslands og sat lengi í stjórn þess,
m.a. sem ritari. Margar ferðir
fór hann sem fararstjóri fyrir fé-
lagið, hvort heldur í dags-,
kvöld-, helgar- eða sumarleyfis-
ferðum. Góður undirbúningur,
vandvirkni og festa voru hans
aðal og sem fararstjóri naut hann
mikilla vinsælda. Leiðarhnoða
hans í fararstjórn var að fyrst og
síðast ætti fólk að hafa skemmt-
un og gaman af að ferðast,
fræðsla væri sjálfsögð, en þar
mætti þó stundum gæta hófs.
Ólafur var áheyrilegur og létt um
mál, hvort sem var í fóninn í rút-
unni eða úti á vettvangi. Og aldrei
var húmorinn langt undan. Geng-
inn er nú góður og gegn maður.
Hann mun áfram og lengi lifa í
minningu okkar. Til þess munu
m.a. sjá allar þær stórskemmti-
legu ferðir af öllu tagi sem við
fórum með honum. Við vottum
Maríu og öðrum aðstandendum
Ólafs einlæga hluttekningu.
Eiríkur Þormóðsson
Ólöf Stefánsdóttir
Svanhildur Jónsdóttir.
Hjá Félagi eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni var um
allmörg ár starfandi bókmennta-
hópur, ekki ýkja fjölmennur, en
samstæður og áhugasamur hóp-
ur. Ólafur Sigurgeirsson kom að
stjórnun hópsins í nokkur ár og
gjörði svo með mikilli prýði,
skemmtilegur og einkar fróður á
svo mörgum sviðum. Hann var
glaðlyndur og hafði gott lag á
hópnum, þau hjónin María og
hann miklir lestrarhestar og
höfðu komið víða við.
Fyrir hönd félaganna sem á
sinni tíð lutu ljúfri stjórn Ólafs er
hans nú minnst með miklu þakk-
læti og Maríu hlýjar samúðar-
kveðjur sendar.
Fyrir hönd félaganna,
Helgi Seljan.
Ólafur Sigurgeirsson