Morgunblaðið - 05.03.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.03.2018, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018 Fræðsla Háskóladagur allra sjö háskólanna á Íslandi var á laugardag. Skólarnir iða af mannlífi og margir notuðu góða veðrið og kynntu sér viðamikla starfsemi þeirra. Kristinn Ingvarsson Samfélag án aðgreiningar. Slíkt samfélag er hvergi til – og verður aldrei til. Samfélags- þegnarnir eru jafnmisjafnir og þeir eru margir. Jafnmishæfir og þeir eru margir. Jafnmisjafnlega settir og þeir eru margir. Jafnaðarstefna miðast við það, að reyna að skapa samfélög þar sem allir mishæfir og misjafnir fá sambærilega umönnun, sam- bærileg réttindi og sambærileg tækifæri. Þar sem engir eru settir til hliðar. Engir út- skúfaðir. Skólar án aðgreiningar Skólar án aðgreiningar krefjast þess, að allir nem- endur fái kennslu og að- hlynningu við sitt hæfi. Nemendur með góðar náms- gáfur fái verkefni við sitt hæfi. Nemendur með slakar námsgáfur fái verkefni við sitt hæfi. Nemendur með hegðunarvanda, ofvirkni, at- hyglisbrest eða vanþroska fái líka verkefni við sitt hæfi. Slíkt kostar fjármuni. Mesta fjármuni séu allir þessir ólíku einstaklingar settir saman í einn bekk. Þar dug- ar ekki einn kennari. Þar þurfa að vera kennarar við hæfi hvers nemendahóps í bekknum. Tveir, jafnvel þrír eða fjórir í hverjum bekk. Svo hver og einn nemandi fái námsgögn, námsráðgjöf og leiðbeiningar við sitt hæfi. Ef ekki hvað gerist þá? Þá ger- ist það, sem gerst hefur á Ís- landi. 30% drengja og tals- vert innan við 20% stúlkna geta ekki lesið sér til skiln- ings eftir 10 ára nám. Hvernig vegnar þessum hópi í framhalds- skólum? Það er auðskilið. Hann fellur út. Getur ekki skilið náms- efnið. Er það brestur á sál- fræðiþjónustu? Má vera – en er ekki önnur skýr- ing nærtækari? Brestur á grunnskóla- starfi! Gott stefnumál Skóli án að- greiningar er gott stefnumál. Það stefnumál þýðir ekki, að allir nemendur jafngamlir en misjafnlega hæf- ir og misjafnir að þroska eigi að sitja í sömu bekkjardeild. Það stefnumál þýðir, að sérhver nemandi á rétt á að fá leiðbeiningar og kennslu við sitt hæfi. Sé það gert sitji allir í sömu bekkj- ardeild þá krefst það þess að fleiri en einn kennari – og fleiri en tveir – sinni sömu bekkjarfélögum á sama tíma samvæmt ólíkum þörfum. Það þýðir líka, að ef skipt er upp í bekki eftir námshæfi- leikum nemenda þarf að tryggja að allir nemendur, hvar sem þeir eru staddir í kerfinu, fái námsstuðning hver og einn við sitt hæfi. Löng reynsla af 10 ára grunnskólanámi sýnir, að þessu markmiði er langt í frá náð – hvort sem menn vilja líta á „skóla án aðgrein- ingar“ sem skóla, sem bland- ar mishæfum nemendum saman í bekk eða þá skóla, sem flokka vilja nemendur eftir námsgetu og sinna þeim á slíkum grundvelli. Þó að ís- lenska skólakerfið krefjist hærri fjármuna á nemanda en flest ef ekki öll önnur grunnskólakerfi í okkar heimshluta þá er þetta jafn- ræði meðal nemenda langt í frá leyst. Þar skiptir engu máli hvernig nemendum er skipt í bekki heldur að hver og einn fái aðstoð, náms- leiðsögn og námsaðstoð við sitt hæfi. Ekki sátt við árangurinn Foreldrar mínir voru bæði kennarar. Þau myndu hvor- ugt hafa verið sátt við þann árangur, sem skólarnir þeirra skila á okkar dögum. Þar hefðu þau m.a. bent á mikinn skort á námsaga – og á þá staðreynd, að með „skóla án aðgreiningar“ hefði meðvitað verið ástunduð blekkingarstarfsemi um lík- legan árangur. Árangurinn næst ekki með því að steypa saman í einum bekk nem- endum með ólíka aðkomu, ólíka námsgetu, ólíkan þroska, ólíkt hegðunar- mynstur og ólíka aðkomu að menntun og skólastarfi – heldur með því að tryggja sérhverjum í þessum hópi stuðning og námsefni við sitt hæfi. Það er menntun án að- greiningar. Hitt er meðvituð blekking, sem skilar okkur nákvæmlega þangað sem við erum stödd. Lagast það með sálfræðingum í framhalds- skólum? Þykir lesendum slíkt líklegt? Sé svo skulum við endilega ráða fimm sál- fræðinga til starfa við hvern framhaldsskóla. Þó að miklu ódýrara og skilvirkara væri að fjölga kennurunum við grunnskólastigið svo hægt væri að takast á við vanda- málið á frumstigum þess. Og takast á við vandamálið með þeim hætti að tryggja hverj- um og einum nemanda að- stoð og leiðsögn við sitt hæfi í stað þess að einblína á að allir sitji í sömu bekkjardeild undir leiðsögn eins og sama kennara hvernig svo sem námsgetu, þroska, hæfi- leikum, hegðan, hugar- ástandi eða námsvilja við- komandi nemanda sé háttað. Hættum vísivitandi blekking- arstarfsemi. Tileinkum okkur hvað meint er með „skóla án aðgreiningar“ – og reynum að framfylgja því. Eftir Sighvat Björgvinsson » Skólar án aðgrein- ingar krefjast þess, að allir nemendur fái kennslu og að- hlynningu við sitt hæfi. Sighvatur Björgvinsson Höfundur er fv. alþingis- maður og ráðherra. Skólar án aðgreiningar Ég skrifaði bók sem út kom í nóv- ember síðast- liðnum. Hún heit- ir „Með lognið í fangið“ og fjallar um „afglöp Hæstaréttar eftir hrun“. Í bókinni er að finna gagn- rýni á dómsýslu Hæstaréttar, sér- staklega í málum sem telja má til eftirmála efnahagshrunsins 2008. Færð eru í bókinni ná- kvæm rök fyrir ályktunum hennar um þessi málefni, enda er mér vel ljóst að gagnrýni sem þessi missir marks ef hún er ekki vel rökstudd. Sl. miðvikudag boðaði Lög- rétta, félag laganema við Há- skólann í Reykjavík, til um- ræðufundar um bók mína. Var ég fenginn til að hafa fram- sögu í því skyni að segja deili á efni hennar. Síðan stóð til að fá annan framsögumann sem væri andvígur sjónarmiðum sem fram koma í bókinni, að minnsta kosti að einhverju leyti, og væri þá tilbúinn til að mæta til fundarins og láta mig svara fyrir. Enginn fékkst til þess. Samkvæmt frásögn Páls Magnúsar Pálssonar, for- manns Lögréttu, hafði félagið leitað til tveggja dómara við Hæstarétt, núverandi og fyrr- verandi formanna Dómara- félags Íslands og formanns Lögmannafélags Íslands (LMFÍ). Enginn vildi mæta. Bókin mín þótti nægilega merkileg til að koma til sér- stakra umræðna á aðalfundi Dómarafélags Íslands, sem haldinn var síðari hluta nóv- ember sl. Þar vék þáverandi formaður félagsins, Skúli Magnússon, að mér og bók minni í ræðu sinni og fann annmarka á hvoru tveggja. Samkvæmt fréttum fjölmiðla af fundinum dylgjaði hann um að ég hefði skipulagt aðgerðir sem lutu að því að birta opin- berlega upplýsingar um fjár- mál dómara í desember 2016. Þá sakaði hann mig um ómál- efnalegan mál- flutning og rang- ar ásakanir á hendur dómur- um. Taldi hann ekki furðulegt, eins og hann komst að orði, að tiltekinn dómari „hafi nýlega misst þolinmæð- ina“ og höfðað meiðyrðamál gegn mér. Með þessum ummæl- um tókst for- manninum að gera varafor- mann félagsins vanhæfan til að dæma í nefndu meiðyrðamáli. Í fréttaflutningi eftir fund- inn var einnig sagt frá því að formaður LMFÍ hefði ávarpað fundinn og notað tækifærið til að veitast að mér og bók minni. Mun hann hafa sakað mig um að standa fyrir óréttmætum árásum á dómstóla og fara með rangt mál um atriði sem snerti birtingu á upplýsingum um fjármál dómara aftur í tím- ann. Það kom mér undarlega fyrir sjónir að veist skyldi hafa verið að mér með þessum hætti á lokuðum fundi dómara, þar sem mér var ekki gefinn kostur á að svara fyrir mig. Ég skrifaði því stjórn LMFÍ bréf og stakk upp á, að félagið héldi opinn fund þar sem formaður- inn bæri fram ávirðingar sínar og mér gæfist kostur á að svara. Þeirri málaleitan var hafnað með „einnar línu bréfi“. Það var við þessar aðstæður sem laganemarnir við Háskól- ann í Reykjavík boðuðu til fundar síns. Þar var ég fenginn til að gera grein fyrir bók minni. Þá vildu fundarboð- endur líka skapa vettvang fyrir gagnrýnendur mína til að gera grein fyrir gagnrýni sinni og þá þannig að mér gæfist kost- ur á að svara henni. Leitað var til fyrrgreindra lögfræðinga í því skyni. Nú vék svo við að þeir höfnuðu allir þátttöku í fundinum, líka þeir tveir sem höfðu veist að mér á lokuðum fundi dómara, þar sem ég var ekki viðstaddur. Segja má að í okkar sam- félagi séu tjáningarskipti sú aðferð sem við notum til að fjalla um opinber málefni sem ágreiningi valda. Okkar aðferð er að láta rök mæta rökum, svo að hlustendur geti myndað sér skoðun um ágreiningsefni. Kannski er þetta sérstaklega mikilvægt þegar rætt er um meðferð ríkisvalds, sem hefur hlotið rökstudda gagnrýni á opinberum vettvangi. Lesendur ættu líka að velta því fyrir sér hvernig þeir sjálf- ir myndu bregðast við ef þeir færu með ríkisvald og meðferð þeirra á því hlyti gagnrýni sem þeir teldu að ekki ætti rétt á sér. Svarið blasir við öllum hugsandi mönnum. Þeir myndu svara fyrir sig og leið- rétta rangar staðhæfingar og ályktanir sem að þeim hefðu beinst. Dómarar og varðmenn þeirra þegja hins vegar þunnu hljóði. Þeir hafna meira að segja þátttöku í fundum þar sem um málefnið skal rætt, jafnvel þó að einhverjum þeirra hafi verið svo mikið niðri fyrir að þeir hafi veist að gagnrýnanda sínum á lok- uðum fundi að honum fjar- stöddum. Getur verið að þessir höfð- ingjar viti ekki sitt rjúkandi ráð og kunni engin fram- bærileg svör við þeirri gagn- rýni á störf dómstóla sem greinarhöfundur hefur birt opinberlega? Það skyldi þó ekki vera. Eftir Jón Steinar Gunn- laugsson » Þeir hafna meira að segja þátt- töku í fundum þar sem um málefnið skal rætt, jafnvel þó að einhverjum þeirra hafi verið svo mikið niðri fyrir að þeir hafi veist að gagnrýnanda sínum á lokuðum fundi að honum fjarstöddum. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður. Ræðumenn þagnarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.