Morgunblaðið - 05.03.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018
✝ GuðmundaAndrésdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 26.
desember 1945.
Hún lést í fallegri
umönnun á Land-
spítalanum við
Hringbraut 23.
febrúar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Andrés
Guðmundsson sjó-
maður og vörubifreiðastjóri og
Hjálmrún Guðnadóttir fisk-
verkakona og húsmóðir, þau eru
bæði látin. Guðmunda átti tvö
systkini, þau Magneu Krist-
björgu og Guðjón Rúnar, sem í
dag kveðja systur sína. Guð-
munda giftist Guðmundi Kon-
ráðssyni stýrimanni og
kompásleiðréttingarmanni, f.
24. ágúst 1944, þann 22. júlí
1967. Guðmundur lést 12. nóv-
ember 2015. Þau eignuðust fjög-
ur börn: Konráð, f. 1965, Bryn-
dísi, f. 1966, Svavar, f. 1968, og
Guðlaugu f. 1969. Barnabörnin
eru sjö talsins og eitt barna-
barnabarn. Guðmunda ólst upp í
Vestmannaeyjum til 17 ára ald-
urs. Lífsbjörgin var harðsótt á
uppvaxtarárunum
upp úr stríði. Guð-
munda byrjaði um
10 ára aldur að
vinna í Hraðfrysti-
stöð Vestmanneyja
því allir þurftu að
leggjast á árarnar
á þessum tíma. Um
12 ára var Guð-
munda fullfær í
flökun og snyrtingu
hjá sama fyrirtæki.
Hún lauk hefðbundinni skóla-
göngu og gagnfræðaprófi í Eyj-
um og 17 ára flutti hún til
Reykjavíkur.Yfir æsku og ung-
lingsárum Guðmundu hvíldi sá
skuggi að faðir hennar var
berklaveikur í mörg ár, sem
mótaði æsku hennar og henni
varð það snemma ljóst að allir
þurftu að hjálpast að og leggja
sitt til heimilisins. Á fullorðins-
árum starfaði hún í rúm 30 ár í
Ömmubakstri. Henni féll aldrei
verk úr hendi og prjónaði hún
mörg þúsund lopapeysur sem
yljuðu þjóðinni á köldum dög-
um.
Útför Guðmundu fer fram frá
Garðakirkju í dag, 5. mars 2018,
klukkan 13.
Hendurnar hennar mömmu
voru ekki stórar, þær voru fínar
og mjúklegar en þær gátu gert
allt. Þær gátu hamflett matfugla,
gellað, kinnað og flakað fisk milli
þess sem nýprjónaðar lopapeys-
ur voru teknar úr þvottavélinni
og lagðar til þerris á gólfið. Til
allra verka var vandað. Mamma
vissi að ekkert kæmi af sjálfu sér
og axlaði því snemma ábyrgð á
eigin velferð. Um tvítugt eign-
aðist hún fjögur börn á fjórum
árum. Þá var oft lítið sofið.
Mörgu þurfti að sinna. Dugnað-
ur og ósérhlífni einkenndi hana
og þegar dagsverkinu í Ömmu-
bakstri lauk var tekið til við
prjónaskapinn og oft prjónað
fram á nótt ásamt því að sinna
öðrum verkum á heimilinu. Guð-
mundur var oft að heiman vegna
starfa sinna og því kom barna-
uppeldið að mestu í hennar hlut.
Aðstæður móður minnar voru oft
erfiðar með ungan barnahóp á
handleggnum ásamt því að vera í
tveimur störfum. Þá hnyklaði ég
oft plötulopann fyrir hana því
tími hennar var takmarkaðri en
unglingsins svo hún gæti prjón-
að eftirsóttu peysurnar sínar og
unglingurinn fengi að borða.
Þrátt fyrir allskonar hafrót og
brotsjói fór mamma í gegnum
alla brimskaflana með velferð
barna sinna og eiginmanns að
leiðarljósi. Mamma var alþýðleg
í hugsun, kankvís og dansaði
ekki eftir annarra manna pípum,
hún var sjálfstæð sterk kona.
Mamma starfaði í 49 ár í
Kvenfélaginu Hrönn og var stolt
af að tilheyra og starfa innan
þess góða félagsskapar. Hafði
hún sérstaklega gaman af því að
ferðast erlendis með kvenfélags-
konum, þar sem hláturinn og
gleðin voru í aðalhlutverki. Ein
af mörgum örlagadísum sem
vörðuðu lífsveg móður minnar
greip harkalega inn í líf hennar
og föður míns er hann veiktist al-
varlega í desember 1987. Móðir
mín hafði alist upp við langvar-
andi berklaveiki föður síns og
vissi að ekki væri hægt að slá líf-
inu á frest, þess í stað að rækta
og elska það sem raunverulega
skipti hana máli, eiginmann sinn.
Hún var allt um kring næstu
áratugina, stoð hans og styrka
hönd. Hún tókst á við ómælda
ábyrgð á velferð eiginmanns
síns, á milli þeirra var einstök
falleg ást. Yfir foreldrum mínum
bjó einstakt æðruleysi, sterkur
grunnvilji og óbilandi þraut-
seigja. Orðið uppgjöf var ekki til
í þeirra tungutaki enda einstak-
lega samstillt hjón. Þrátt fyrir
mikil líkamleg veikindi föður
míns þá ferðuðust þau mikið
saman erlendis enda bæði fá-
dæma dugleg og mamma með
doktorsgráðu í hugrekki og út-
sjónarsemi. Þau fundu sína sælu-
reiti og hamingjustundir, eign-
uðust góða vini erlendis sem þau
heimsóttu reglulega.
Foreldrar mínir ferðuðust í
mörg ár til Albir, sem er lítill
vinalegur bær í hálftíma fjar-
lægð frá Benidorm. Ég heimsótti
þau þar haustið 2008 en það var
síðasta utanferð föður míns. Það
var auðvelt að sjá af hverju þau
fóru í frí þangað. Allur bærinn
var eins og ein fjölskylda og þau
voru hluti af henni, alls staðar
góðvild, velvilji og falleg sól. Eft-
ir að pabbi hætti að ferðast
hvatti hann mömmu til ferðalaga
og lagðist sjálfur í hvíldarinn-
lögn meðan á ferðalaginu stóð.
Mamma ferðaðist því ein eða
með öðrum seinni árin, börnum
sínum og vinkonum. Mér er
minnisstæð ferð sem ég fór með
henni til Albir haustið 2011. Við
ákváðum að prófa að borða fram-
andi kvöldmat í eina viku frá sjö
mismunandi þjóðlöndum,
mamma var alltaf til í ný æv-
intýri. Hún sá fegurð í öllu hand-
verki, átti mikið af fallegum hlut-
um víða að úr heiminum. Ég er
þakklátur fyrir þann tíma sem
við áttum í Vík í Mýrdal á síðustu
árum, gengum saman í fjörunni,
rifjuðum upp góðar minningar,
hittum lundann í bjarginu sem
alltaf hafði fylgt henni á svo
margan hátt í lífinu. Prófastur-
inn var henni hugstæður og mik-
ill uppáhaldsfugl. Nú heyrum við
vængjaþyt vorsins og mamma er
á leið til stranda hins eilífa vors.
Ég kveð þig kært, elsku mamma.
Svavar Guðmundsson.
Meira: mbl.is/minningar
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson)
Takk fyrir samfylgdina, mín
kæra systir.
Magnea Andrésdóttir.
Guðmunda
Andrésdóttir
✝ Ásthildur Ólafs-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 3. febr-
úar 1933. Hún and-
aðist á Sólvangi 11.
febrúar 2018.
Foreldrar: Ólafur
Þ. Kristjánsson
skólastjóri (1903-
1981) og Ragnhildur
Gísla Gísladóttir
(1904-1996). Systk-
ini: Kristján Bersi
(1938-2013) og Ingileif Steinunn
(1939).
Maki: Hörður Zóphaníasson
skólastjóri (1931-2015). Foreldrar
maka: Sigrún J. Trjámannsdóttir
(1898-1965) og Zóphanías Bene-
diktsson skósmiður (1909-1986).
Stjúpfaðir: Tryggvi Stefánsson,
skósmiður á Akureyri og síðar
bóndi á Þrastarhóli (1893-1983).
Börn Harðar og Ásthildar: 1)
Ólafur Þ. (1951), maki Hjördís
Smith (1953). Börn: Sigrún (1974,
móðir Svava Kristbjörg Guð-
mundsdóttir); Ásthildur Hanna
(1994). 2) Sigrún Ágústa (1952),
maki Bjarni Helgason (1954),
Börn: Hörður Kristófer Bergsson
(1991); Ragnhildur (1999); Ólafur
(2002).
Ásthildur stundaði nám við
Kennaraskóla Íslands en lauk
ekki námi vegna barneigna. Hún
var lengi heimavinnandi hús-
móðir, en skólaritari í Víð-
istaðaskóla frá 1970 í áratugi.
Ásthildur bjó alla ævi í Hafn-
arfirði, nema hvað hún bjó á
Þrastarhóli í Hörgárdal 1954-5, á
Hjalteyri 1955-8, í Ólafsvík 1958-
60 og í Kaupmannahöfn 1968-9. Í
æsku dvaldi hún 11 sumur og
einn vetur á Kirkjubóli í Bjarnar-
dal í Önundarfirði hjá ömmu
sinni, Bessabe Halldórsdóttur og
föðursystkinum, Guðmundi Inga,
skáldi, Jóhönnu og Halldóri.
Ásthildur sinnti margvíslegum
félagsstörfum, einkum eftir að
börnin komust á legg. Hún starf-
aði í Alþýðuflokki og Samfylk-
ingu, skátahreyfingunni, vann að
skógrækt og var mikil kvenrétt-
indakona. M.a. flutti hún ræðu á
Lækjartorgi á Kvennafrídaginn
1975. Áratugum saman komu
hjónin Ásthildur og Hörður fram
á samkomum fjölmargra félaga –
dagskráin var oft blanda af texta
og ljóðum góðskálda, stundum
gamanefni.
Ásthildur verður jarðsungin
frá Víðistaðakirkju í dag, 5. mars
2018, klukkan 13.
skildu. Börn: Hug-
rún Ósk (1976), á
einn son; Kjartan
Bragi (1979), á tvo
syni. 3) Tryggvi
(1954), maki Edda
Skagfjörð Árnadótt-
ir. Börn Tryggva og
Ástu Kristjáns-
dóttur: Hörður
Helgi (1980); Krist-
ján (1986); Ásthildur
Kristín (1989). 4)
Ragnhildur Gísla (1955), maki
Sigurður Þorláksson (1951).
Börn: Hörður Þráinsson (1974);
Aldís (1977), á þrjú börn; Ólöf
(1991-91). 5) Elín Soffía (1958),
maki Sigurjón Gunnarsson
(1959). Börn: Tryggvi Freyr El-
ínarson (1976), á tvö börn; Gunn-
ar Þór (1994), á tvo syni. 6) Krist-
ín Bessa (1963), maki Bjarni
Sigurðsson (1961). Börn: Hildur
Gígja Jóhannsdóttir (1980), á
fjögur börn; Sigurður Halldór
(1988), á einn son; Bjarki Freyr
(1991); Fjóla Valdís (1994); Ólöf
Birna (1994). 7) Guðrún (1966),
maki Tryggvi Jóhannsson (1969).
Fátt er börnum hollara en að
eiga góða móður – nema kannski
að eiga tvo ástríka og samhenta
foreldra. Því láni áttum við systk-
inin sjö að fagna.
Móðir okkar var borinn og barn-
fæddur Hafnfirðingur. Hún bjó
þar í 78 af 85 æviárum, lengst af við
Tjarnarbraut. Hún hafði útsýni yf-
ir Hamarskotslæk í 70 ár – og vildi
ekki annað. Einu sinni stóð til að
breikka Lækjargötu og mjókka
Lækinn. Þá sagði hún hvefsin: „Ég
vil ekki að Lækurinn sé settur í
stokk!“ og safnaði undirskriftum
til að mótmæla, hvorki í fyrsta né
síðasta sinn. Setningin var raunar
dálitlar ýkjur, en meiru skipti að
hún hljómaði vel – og málstaðurinn
góður. Dæmigerð Ásthildur.
Í æsku dvaldi hún löngum hjá
föðurfólki sínu á Kirkjubóli í
Bjarnardal í Önundarfirði. Þar
voru bækur og bókmenntir í há-
vegum – flestir voru annaðhvort
skáld eða hagyrðingar. Búskapar-
hættir voru fornir og búið í torfbæ.
Á Kirkjubóli var síðast fært frá á
Íslandi – og hún hafði gaman af að
rifja upp þegar hún sat yfir ánum
frammi á dal. Heiðarleiki, réttsýni
og jafnrétti voru gildi sem henni
voru innrætt bæði á Kirkjubóli og í
foreldrahúsum.
Samband foreldra okkar var
einkar náið og fallegt. Þau gerðu
flest saman, einkum á síðari hluta
ævinnar. Brúðkaupsdagur þeirra
var á annan í jólum. Mörg ótelj-
andi ástarkvæða til hennar orti
HZ af því tilefni.
Þau kynntust ung í Kennara-
skólanum, hann kláraði en hún
hætti þegar annað barnið kom.
Þegar hún var 25 ára hafði hún
fimm börn í pilsfaldinum – frum-
burðurinn var þá á sjöunda ári.
Síðar bættust tvö við. Ekki furða
að hún var heimavinnandi hús-
móðir fram undir fertugt.
Veturinn 1968-9 dvöldu foreldr-
ar okkar í Kaupmannahöfn með
fjögur barna sinna. Öll voru hjá
þeim sumarið 1969 og þá var
ferðast um Danmörku alla, m.a.
siglt á Himmelbjerget! Þessi dvöl
hafði mikil áhrif á hana. Hún
kynntist breyttum hugmyndum
um mat, heimilishald og samfélag
– en ekki síst um jafnrétti
kynjanna. Þegar heim kom hellti
hún sér út í pólitík og jafnréttis-
baráttu. Samtök Alþýðuflokks-
kvenna lærðu margt af systur-
flokkum á Norðurlöndum – og
boðuðu jafnrétti af krafti. Við eldri
systkinin – sem höfðum alltaf haft
mömmu heima í uppvextinum –
sáum hana allt í einu halda ræðu á
Kvennafrídaginn á Lækjartorgi
og mæla fyrir rétti kvenna til fóst-
ureyðinga í umræðuþætti í Sjón-
varpinu – sem allir horfðu á í þá
tíð. Yngstu systurnar tvær segja
að hún hafi aldrei verið heima –
alltaf á einhverjum fundum!
Faðir okkar lést 2015. Eftir það
var hún dálítið vængbrotin – en þó
hress og oftast sjálfri sér lík. Bæði
dvöldu síðustu árin og önduðust
sátt við lífdaga á Sólvangi – með
útsýni yfir Lækinn. Starfsfólkið
sinnti þeim með mikilli prýði. Fyr-
ir það skal þakkað.
Samband móður okkar við for-
eldra, systkini og Kirkjubólsfólkið
var henni mikilvægt, rétt eins og
sambandið við áa sína alla. Þær
systur, hún og Ingileif, voru mjög
nánar. Eftir að hún fór á Sólvang
og Inga flutti aftur í Hafnarfjörð
hittust þær flesta daga. Fyrir þá
umhyggju skal móðursystur okk-
ar þakkað.
En mestar eru þakkir okkar
systkina til mömmu.
Ólafur Þ., Sigrún, Tryggvi,
Ragnhildur, Elín Soffía,
Kristín Bessa og Guðrún.
Árið er 1988, við Ólafur á öðr-
um eða þriðja degi í okkar sam-
bandi. Staðurinn er Hafnarborg,
myndlistarsýning. Inn ganga
nokkrar konur. Ólafur segir:
„Þarna er móðir mín.“ Og ég
spyr: „Hver þeirra er hún?“
„Hún er sú sem talar hæst!“
Vissulega lá henni hátt rómur,
tengdamóður minni, en hún hafði
alltaf eitthvað það til málanna að
leggja sem maður tók mark á.
Ég var kynnt fyrir Ásthildi
þarna í Hafnarborg, hún tók mér
vel, eins og reyndar öll tengda-
fjölskyldan mín. Ég hefi sjaldan
kynnst fólki sem var jafn for-
dómalaust og Ásthildur og Hörð-
ur. Maður skynjaði svo vel vænt-
umþykju og hlýju, án þess að þau
væru nokkurn tíma hnýsin, með
dóma eða gagnrýni. Þessa nutu
barnabörnin ríkulega. Ég nefni
Hörð auðvitað í sömu andrá og
Ásthildi, svo samrýnd voru þau.
Kynntust sem unglingar, 17 og 19
ára að ég held. Eftir það gerðu
þau flest saman.
Ásthildur kynntist Herði þegar
þau voru við nám í Kennaraskól-
anum. Þegar ástin greip í taum-
ana fóru að fæðast börn, fyrst
Ólafur fæddur 1951 og svo Sigrún
ári síðar.
Þá hætti Ásthildur námi og
varð „heimavinnandi“, því miður.
Þessi skarpgreinda kona átti svo
sannarlega erindi í langskólanám.
Þeirri spurningu verður aldrei
svarað hvernig lífshlaupið hefði
orðið ef hún hefði haldið áfram
námi. Hún tók á sig þær skyldur
að ala upp börnin og hugsa um
heimilið og aldrei heyrði ég hana
harma það, börnin urðu sjö og
þau ólust upp við fádæma ástríki.
En börnin uxu úr grasi og þá
fór Ásthildur að taka meiri þátt í
félagslífi hvers konar: skátar, Al-
þýðuflokkurinn, kvenréttinda-
félög, kórstarf, skógrækt – og
þannig mætti áfram telja. Hörður
hafði reyndar alltaf verið „félags-
málatröll“, þau urðu ákaflega
samhent í að sinna því öllu.
Kvennafrídagsins 1975 verður
lengi minnst, Ásthildur var einn
af ræðumönnum dagsins á Lækj-
artorgi og fórst það skörulega úr
hendi, ekki við öðru að búast.
Dóttir okkar, Ásthildur Hanna, er
svo heppin að hafa fengið að gjöf
áritað auglýsingaplakat ömmu
sinnar frá þessum degi; konurnar
sem skipulögðu daginn skráðu
þar allar nöfn sín. Plakatinu verð-
ur án efa fundinn veglegur staður,
hvar svo sem Ásthildur Hanna
kann að búa í framtíðinni, þetta
var sögulegt.
Nú eru þau bæði, Ásthildur og
Ásthildur
Ólafsdóttir
✝ Atli heiðarÞórsson fædd-
ist 12. nóvember
1959 á Selfossi.
Hann lést á heimili
sínu 27. febrúar
2018.
Foreldrar hann
voru Þór Pálsson
frá Ósgerði í Ölf-
usi, f. 1934, d. 2017,
og Guðjóna Guðna-
dóttir frá Vest-
mannaeyjum, f. 1930, d. 2006.
Bróðir Atla heitir Árni Þórsson,
f. 1966, eiginkona Lilja Guð-
börn þeirra eru: Emanúel Þór
Arnars Þorgrímsson, f. 2013, og
ófæddur Þorgrímsson. Lilja á
son úr fyrra sambandi, Ástþór
Smári Eyjólfsson. Smári á son-
inn Guðmund Svafar.
Atli eða Tumi eins og hann
var oft kallaður ólst upp í Vest-
mannaeyjum en fluttist svo til
Kópavogs 1970 með foreldrum
sínum. Hann lauk námi við
Verslunarskóla Íslands og Há-
skóla Íslands á viðskiptabraut
ASÍ. Vann hann til síðasta dags
hjá Hafnarfjarðarbæ.
Hann var mikill stuðnings-
maður Breiðabliks og Man-
chester United. Hann var virk-
ur meðlimur í Kiwanis og
Oddfellow.
Útför Atla fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 5. mars
2018, og hefst athöfnin kl. 13.
mundsdóttir, f.
1966.
Árni á tvær dæt-
ur. Þær eru Kittý
Arnars Árnadóttir,
f. 1986, maki Pétur
Ingi Haraldsson, f.
1991, börn þeirra
eru: Dagbjört Fjóla
Arnars Péturs-
dóttir, f. 2014, og
Arnbjörg Sara
Arnars Péturs-
dóttir, f. 2016. Eyrún Arnars
Árnadóttir, f. 1989, maki Þor-
grímur Óli Victorsson, f. 1987,
Kær vinur er nú fallinn frá
langt fyrir aldur fram, aðeins 58
ára gamall.
Hann sleit barnsskónum í
Vestmannaeyjum en flutti ungur
að aldri í Kópavoginn þar sem
hann bjó þar til yfir lauk.
Undirrituðum vildi það til
happs að fá hann til starfa í
stjórn knattspyrnudeildar
Breiðabliks haustið 1988. Þar
skapaði Atli sér farsælan feril,
fyrst sem gjaldkeri, síðan í
meistaraflokksráði kvenna en
þaðan lá leið hans í landsliðs-
nefnd KSÍ og til starfa í móta-
nefnd. Áhugamál Atla lágu víðar,
hann var góður liðsmaður Sjálf-
stæðisfélags Kópavogs, starfaði í
Kiwanis um árabil og hlaut
vígslu í Oddfellowstúkuna nr. 11
Þorgeir fyrir rúmum þremur ár-
um. Þar hlaut hann traust
bræðra sinna sem völdu hann til
krefjandi starfa.
Atli var alla tíð einhleypur og
barnlaus. Hann átti hins vegar
gott og ástríkt samband við dæt-
ur Árna fósturbróður síns, þær
Eyrúnu og Kittý og þeirra börn.
Leit hann stoltur á þær sem
sína nánustu fjölskyldu og sagði
hreykinn frá ýmsum uppátækj-
um litlu frændsystkinanna. Hef
ég grun um að hann hafi á stund-
um reynst þeim stoð og stytta án
þess að því hafi verið flíkað.
Atli var viðskiptafræðingur að
mennt og starfaði við bókhald og
fjármál alla sína starfsævi, nú
síðast hjá Hafnarfjarðarbæ.
Hann var einkar töluglöggur og
fljótur að setja sig inn í alls kyns
tölur og talnaflækjur og greiða
þar úr. Hann var því mjög oft
fenginn til þess að taka að sér
störf gjaldkera í þeim stjórnum
og ráðum sem hann átti aðild að.
Varð það okkur til gæfu er
Atli tók að sér bókhald fyrirtæk-
is okkar en jafnframt að sjá um
framtöl fjölskyldunnar. Hann
var mjög nákvæmur í öllu því
sem hann tók sér fyrir hendur og
átti „rétt alltaf að vera rétt og
satt satt“.
Atli hafði ástríðu fyrir knatt-
spyrnu og eru ferðir okkar á leiki
erlendis mjög minnisstæðar, á
EM í Þýskalandi og á Old Traf-
ford í Manchester en Man. Utd.
var hans lið. Breiðablik var hans
lið hérlendis og áttum við ófáar
ferðir félagarnir á völlinn þar
sem við sátum saman í stúkunni
og glöddumst þegar liðinu okkar
gekk vel en skömmuðum dóm-
arana ef miður gekk.
Atli var mikill fjölskylduvinur
og umhugað um að okkur gengi
vel, verður sjónarsviptir að hon-
um á áramótum en þar var hann
árviss gestur með stærstu flug-
eldana og stærstu kökuna. Hann
hafði gaman af því að kalla fólk
öðrum nöfnum en það hét. Var
hann sjálfur gjarnan stórhöfð-
inginn, ég minnihöfðinginn og
Helga mín var kölluð skemmt-
anastjórinn.
Það er nú svo að þegar góður
vinur til 30 ára hverfur á besta
aldri úr lífi og tilveru manns
sækja að fjölmargar minningar.
Atli Heiðar
Þórsson