Morgunblaðið - 05.03.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is
höfðu aðallega látið námsvalið ráðast
af forvitni og vildu komast að meiru
um forritun. Það var t.d. þannig með
mig að áhuginn kviknaði í gegnum
stærðfræðikennara sem benti mér á
að þar sem ég hefði gaman af stærð-
fræði ætti ég ef til vill að gefa tölv-
unarfræði gaum.“
Forskotið þýddi að til að byrja með
þurftu Baddý og kynsystur hennar
að hafa þeim mun meira fyrir nám-
inu. „Ég held að fyrstu sex mánuðirn-
ir í HR hafi verið mest krefjandi
tímabilið á öllum mínum námsferli,
en eftir það voru allir orðnir nánast
jafnfætis í náminu,“ segir hún og tek-
ur fram að þó svo að einhverjir hafi
helst úr lestinni á fyrstu metrunum
þá hafi það ekki verið stúlkurnar:
„Það var frekar að sumir strákarnir
treystu sér ekki í námið, og margar
stúlkurnar sköruðu fljótlega fram úr
og komust t.d. á forsetalistann.“
Baddý útskrifaðist frá HR 2003 og
hélt til Austurríkis 2007 í meistara-
nám við Tækniháskólann í Vínar-
borg. Þar gekk hún til liðs við róbóta-
lið skólans og keppti á
Evrópumeistaramóti í róbótaknatt-
spyrnu þar sem hún var eini kven-
maðurinn í hópi um það bil 200 kepp-
enda. Lét hún það samt aldrei á sig fá
að vera í minnihluta. „Það var erfitt
að vera ekki með neinar fyrirmyndir,
en að sama skapi gefandi að fá tæki-
færi til að vera mögulega fyrirmynd
fyrir aðrar stúlkur sem myndu koma
í kjölfarið.“
Segir Baddý það einmitt tilgang-
inn með vibðurðum eins og málstof-
unni í dag: að auka sýnileika kvenna í
tæknigeiranum: „Við konurnar sem
störfum í þessum geira þurfum að
vera fyrirmyndir, því það er þannig
sem við fáum enn fleiri konur inn á
þetta svið.“
Konur séu fyrirmyndir
AFP
Markmið Baddý segir sýnileikann getað laðað fleiri konur að tæknigeir-
anum. Maður virðir fyrir sér tölvustæður á þessari mynd úr safni.
Þegar Baddý Sonja Breidert byrjaði nám í tölvunarfræði hjá HR um aldamótin
voru karlar í miklum meirihluta í deildinni og tölvufiktið veitti þeim forskot
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Í dag efnir Háskólinn í Reykjavík til
málþings um konur í upplýsinga-
tæknigeiranum. Málþingið er hluti af
alþjóðlegri dagskrá sem Stanford-
háskóli efnir til ár
hvert undir
merkjum WiDS
(Women in Data
Science) og eru
sams konar mál-
stofur haldnar á
yfir 50 stöðum um
allan heim.
Meðal frum-
mælenda á mál-
stofu HR verður
Bjarney „Baddý“
Sonja Breidert en hún er eigandi,
annar stofnenda og framkvæmda-
stjóri þýska upplýsingatæknifyrir-
tækisins 1xINTERNET. Baddý er
einnig í stjórn Drupal en þar situr
margt fremsta hæfileikafólk hugbún-
aðarheimsins og heldur utan um þró-
un opins vefkerfishugbúnaðar með
sama nafni.
Strákarnir höfðu reynslu
Baddý hóf nám við Háskólann í
Reykjavík skömmu fyrir aldamótin
og minnist þess að þá hafi konur
sennilega ekki myndað nema um 20%
af nemendahópnum við tölvunar-
fræðideild. „Ég fann líka mjög glögg-
lega þann mun á kynjunum að strák-
arnir höfðu flestir reynslu og höfðu
verið að fikta við tölvur og forritun
frá unga aldri, á meðan stelpurnar
Baddý Sonja
Breidert
Hlutabréf banda-
ríska skyndibita-
risans McDonalds
lækkuðu um
4,77% á föstudag
og um 9,2% yfir
vikuna. Mælt í
dollurum hefur hlutabréfaverð
McDonalds aldrei lækkað jafn mikið
á einni viku.
Að sögn CNBC stafar lækkunin að-
allega af því að fjárfestingarbankinn
RBC Capital Market lækkaði sölu- og
hagnaðarspár McDonalds vegna þess
að afsláttarmatseðill keðjunnar fékk
dræmari móttökur hjá neytendum en
búist hafði verið við. ai@mbl.is
Mesta doll-
aralækkun
McDonalds
Á aðalfundi Origo sem haldinn var á
föstudag var ákveðið að ekki verði
greiddur út arður til hluthafa á þessu
ári. Hins vegar
samþykkti fund-
urinn að heimila
stjórn félagsins að
kaupa í eitt skipti
eða oftar á næstu
18 mánuðum
hlutabréf í félag-
inu þannig að það
eigi, ásamt dótt-
urfélögum, allt að
10% af hlutafé
þess. Er þetta leyfi veitt með fyr-
irvara um að lagaskilyrði séu uppfyllt
og að endurgjald fyrir keypta hluti
verði ekki hærra en sem nemur verði
síðustu óháðu viðskipta eða hæsta
fyrirliggjandi kauptilboði í við-
skiptakerfum þar sem viðskipti með
bréfin fara fram, að því er segir í til-
kynningu frá Origo.
Aðalfundur samþykkti jafnframt
að mánaðarleg stjórnarlaun verði
575.000 kr. fyrir formann og 260.000
kr. fyrir meðstjórnendur og vara-
mann.
Aðalstjórn Origo var sjálfkjörin en
í henni sitja Finnur Oddsson, for-
stjóri Origo, Loftur Bjarni Gíslason,
Hildur Dungal, Ívar Kristjánsson,
Emilía Þórðardóttir, Guðmundur Jó-
hann Jónsson og Hjalti Þórarinsson.
ai@mbl.is
Origo greið-
ir ekki arð
Finnur Oddsson
Heimila að félagið
kaupi eigin bréf
● Icelandair Group hefur sent frá sér
tilkynningu um hverjir gefa kost á sér til
setu í stjórn félagsins.
Stjórnarkjör fer fram á aðalfundi sem
haldinn verður næstkomandi fimmtu-
dag. Bjóða sjö sig fram en fimm sæti
eru í stjórninni.
Úlfar Steindórsson, formaður stjórn-
ar, og Ómar Benediktsson varafor-
maður sækjast eftir áframhaldandi
setu, sem og Ásthildur Margrét Othars-
dóttir og Katrín Olga Jóhannesdóttir
sem hafa verið stjórnarmeðlimir.
Einnig bjóða sig fram Guðmundur
Hafsteinsson, Heiðrún Jónsdóttir og
Helga Viðarsdóttir.
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga,
býður sig ekki fram en hann var kjörinn
í stjórn félagsins fyrir ári.
ai@mbl.is
Sjö vilja í stjórn
Icelandair Group
STUTT
Fyrirtæki Baddýjar, 1xINTER-
NET, sérhæfir sig í þjónustu við
notendur opins hugbúnaðar frá
Drupal. Vefkerfi Drupal er í
notkun víða um heim, var meðal
annars notað af skipuleggjum
Ólympíuleikanna í Ríó de Ja-
neiro og borgaryfirvöldum bæði
í London og Boston. Nefnir
Baddý að á Íslandi sé Drupal
m.a. notað af Reykjavíkurborg,
Háskóla Íslands og fjölda fyr-
irtækja og stofnana.
Opinn hugbúnaður hefur
þann kost að ekki þarf að borga
leyfisgjöld fyrir notkunina og
segir Baddý að fyrir aðeins
nokkrum vikum hafi Barcelona-
borg ákveðið að nota eftirleiðis
aðeins opinn hugbúnað til að
spara peninga skattborgara.
„Þar með er ekki sagt að það
að nota opinn hugbúnað sé
ókeypis, því þó ekki þurfi að
greiða leyfisgjöld þarf áfram að
kaupa þjónustu. Viðskiptavin-
urinn hefur hins vegar meira
svigrúm og lokast ekki inni hjá
tilteknum seljanda ef honum
líkar ekki lengur þjónustan eða
verðið.“
Í landvinning-
um með opinn
hugbúnað
FRELSI FYRIR KAUPANDANN
Viðræður eru langt á veg komnar
um að Axa, stærsta tryggingafélag
Frakklands, kaupi fasteigna- og
slysatryggingafélagið XL Group, að
því er FT greinir frá.
XL Group er með höfuðstöðvar
sínar í borginni Hamilton á Ber-
múda en starfrækir meira en 100
útibú um allan heim. Að sögn
Bloomberg er rekstur XL Group
metinn á 11 milljarða dala en í síð-
asta mánuði var upplýst að þýski
tryggingarisinn Allianz hefði líka
áhuga á kaupunum. Gangi kaupin
eftir munu þau styrkja mjög stöðu
Axa á Bandaríkjamarkaði.
Samruninn yrði sá stærsti í trygg-
ingageiranum síðan 2015 þegar sam-
ið var um kaup Anthem á Cigna fyr-
ir 54 milljarða dala. Sá samruni rann
þó út í sandinn árið 2017 þegar
bandarískur dómstóll úrskurðaði að
kaupin brytu í bága við lög um
hringamyndun.
Síðasta ár reyndist mörgum
bandarískum tryggingafélögum
kostnaðarsamt vegna mikilla
skemmda af völdum náttúruham-
fara. Hefur hlutabréfaverð þeirra
lækkað fyrir vikið og mörg gætu
þurft að sameinast til að renna
sterkari stoðum undir rekstur sinn.
XL hefur þó gengið ágætlega og
hækkað um 23% frá áramótum. Hef-
ur verið mikið um yfirtökur trygg-
ingafélaga á árinu og keypti þannig
AIG endurtryggingafélagið Validus
fyrir 5,6 milljarða dala, og Phoenix
Holdings samdi um kaup á trygg-
ingarekstri Standard Life Aberdeen.
Þá á japanska samsteypan SoftBank
í viðræðum um kaup á allt að 30%
hlut í SwissRe.
ai@mbl.is
AXA skoðar kaup á XL Group