Morgunblaðið - 05.03.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.03.2018, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Reynið að taka hlutina ekki of per- sónulega. Til að forðast allan misskilning þarftu að segja það sem þér býr í brjósti. 20. apríl - 20. maí  Naut Undanfarið hefurðu sett velferð ein- hvers annars ofar þinni eigin. Velvild ein- hvers utanaðkomandi veitir þér tækifæri til að eiga góðar stundir með ástvinum þín- um. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert aftur að horfa á stóru myndina. Ef neikvæðu þættirnir vega þyngra en þeir jákvæðu þarftu að vera raunsær, annars verður þú fastur á milli tveggja elda. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Betri er krókur en kelda og þess vegna skaltu taka þér allan þann tíma sem þú þarft til þess að ganga frá hlutunum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fjölskyldur hafa margar og misjafnar skoðanir – og þú ert ekki sammála neinum þeirra núna. Maður sér oft hlutina í skýrara ljósi við það eitt að segja þá upphátt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Einhverjir vilja fá þig til þess að gefa vanhugsaðar yfirlýsingar um viðkvæma hluti. Umhyggja þín gerir að verkum að fólk er þakklátt fyrir vináttu þína. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu þér ekki detta í hug að þú getir ekki unnið þau verk sem þér hafa verið fal- in. Léttu andlega álaginu af sjálfum þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú munt hafa gaman af því að kaupa eitthvað sem eykur virðingu þína í augum annarra. Reyndu að skuldbinda þig ekki eða lofa upp í ermina á þér er þú talar við vini í dag. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þið eruð upptekin af peningum og eignum í dag. Ekkert vex þér í augum og þú mátt vera ánægður með sjálfan þig að loknu dagsverki. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur átt erfitt með að ein- beita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Nú er ekki rétti tím- inn til þess að hrinda úr vör nýju verkefni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Manstu þegar þú vildir ólmur tilheyra vissum hóp – hvort sem það var vinna eða vinahópur. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú er erfiður tími fyrir hvers kyns vináttu og því þarft þú að sýna þolinmæði. Gefðu þér samt tíma til að setjast niður og ræða málin. Davíð Hjálmar Haraldsson yrk-ir í „Fyrstu Davíðsbók“: Sigmundur ber mjög af böðlum, er bestur í eitri og köðlum og svo er hann þrifinn að hann segir oft hrifinn: „Ég hausa á höggstokk í vöðlum.“ Sigmundur Benediktsson skrif- aði í Leirinn á miðvikudag: Vel er öndin væn og frjó, vetrarhönd í slaka, en heitu löndin hulin snjó hert í böndum klaka. Skírnir Garðarsson bætti við: Umræðan er ekkert grín, og ærið margt á skjön. Norðurpóllinn nálgast Vín, og nístingskuldi‘ á Mön. Í páfagarði paufast þeir, að pjakka ís og snæ. Á Höfn er logn, og hnúkaþeyr í Húsavíkurbæ. Á Svalbarða nú sólin rís, í sautján gráðum plús. En Barcelónas bændur ís sér bræða í drykkjarkrús. Og spyr síðan sjálfan sig: „Hvar endar þetta?“ Og því svaraði Páll Imsland fyrir hann: Allt á skjön og skakk er snúið. Skaflar þekja allt er lifir. Holocene- er -hlýskeið búið helkalt ísskeið tekið yfir. En vorhugur er kominn í Ingólf Ómar enda „auð jörð“: Nú er horfin fönn af fold fjöllin hvít þó allt um kring. Glittir víða í gras og mold gráa urð og mosabing. Það lá vel á Páli Imsland á mið- vikudag: – í lok þess örstutta vors er skellti sér inn á milli kuldanna. Eignaðist fola, móbrúnan, litfö- róttan, tvístjörnóttan, hringeygan og var að skoða hann. Hér er niðurstaða þeirrar skoð- unar. Heitir folinn Fiðlungur. Fagur er hann ekki. Voná hann verði miðlungur vænn og laus við hrekki. Sigmundur Benediktsson ósk- aði honum til hamingju með fol- aldið: Þér ég happa óskir el um hvert þroskinn lendi. Megi frískur fóðrast vel og finna vinarhendi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af böðli, veðrinu og Fiðlungi „EN HVAÐ MEÐ ÞEGAR ÉG KLÁRA VINNUNA? HVAR ER KLAPP-TAKKINN?“ „VILTU KAFFI EÐA EFTIRRÉTT?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera ein með sjálfri þér… Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞÚ VEIST AÐ ALHEIMURINN SNÝST EKKI UM ÞIG OG AF HVERJU EKKI? ÞAÐ TÆKI OF LANGAN TÍMA Ó! GÓÐUR! ÉG GAT EKKI STAÐIST FREISTINGUNA! ÉG GERÐI SVOLÍTIÐ SEM ÉG HEFÐI ALDREI ÁTT AÐ GERA! ÉG FLETTI ÁFRAM OG LAS SÍÐUSTU BLAÐSÍÐUNA Í BÓKINNI! SLÆMI STRÁKURINN MINN! Að undanförnu hefur á ýmsu geng-ið í starfsemi Eftirlitsstofnunar ríkisins. Samkvæmt stjórnsýsluút- tekt eru ýmis lausatök í starfseminni, enda hefur verklagsreglum ekki ver- ið fylgt. Ljóst þykir að endurskipu- leggja þurfi reksturinn frá grunni og gera markvissari. Um starfsemina vantar skýrari reglur og eftirlit utan- aðkomandi aðila þarf að vera öflugra. Mesti vandinn sem steðjar að þessari mikilvægu stofnun er annars sá að fjárveitingar til hennar hafa alls ekki fylgt auknum verkefnum, meðal ann- ars vegna aðildar Íslands að Alríkis- stofnun eftirlitsþjóða. Því hafa bið- listar eftir skipulögðu eftirliti með öllu mögulegu aukist. Allt hefur þetta skapað mikið álag á starfsfólk svo mikið er um fjarvistir þess og lang- tímaveikindi. Ráðherra málaflokks- ins hefur verið gert viðvart um öll þessi vandamál og meðal þeirra er fullur skilningur á því að kippa mál- unum í liðinn. x x x Klausan hér að ofan er uppdiktuðsaga, spuni sem þó á sér óbeina stoð í veruleikanum. Við þekkjum vel þennan söng, það að ef upp koma vandamál eða gerð eru mistök, takist ekki að ljúka verkefnum í tíma, standist áætlanir ekki eða lausatök verði á hlutunum eru viðbárurnar frá opinbera kerfinu gjarnan eins og reifað er hér að framan; ríkiskassi og sveitarsjóður er tómur og starfs- fólkið er bugað af annríki og erfið- leikum. Einnig vanti reglur, tæki og tól til að sinna megi vandamálunum svo vel sé. Allt er þetta sjálfsagt satt og rétt og stakkur sem opinberri starfsemi er skorinn er sjálfsagt allt- of þröngur sé þannig litið á mál. Í slíkt verður samt að fara mjög var- lega. x x x Vandamál tilverunnar verða aldreiverri en sjónarhornið sem við lít- um til þeirra frá. Af því leiðir sú sjálf- sagða spurning hvort eftirlit hins op- inbera með svo mörgu og raunar sífellt fleiru sé hugsanlega úr hófi komið. Sumt má bara alveg reka á reiðanum eða vera látið afskiptalaust. Reglur um allt mögulegt eru óþarfar og gera lífið leiðinlegt sem aldrei get- ur verið markmið. vikverji@mbl.is Víkverji Játið að Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss og hans erum vér, lýður hans og gæsluhjörð. (Sálmarnir 100.3) KRINGLU OG SMÁRALIND SKECHERS SPARTA HERRASKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. TIR. HERRASKÓR STÆRÐIR 41-47,5. FÁST EINNIG SVAR VERÐ: 12.995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.