Morgunblaðið - 05.03.2018, Page 10

Morgunblaðið - 05.03.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018 Nýlöguð humarsúpa Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Glæný lúða Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Ný línuýsa Klaustur- bleikja Víkingaklúbburinn vann öruggan sigur á Íslandsmóti skákfélaga en seinni hluta mótsins lauk á laugar- dag. Skákfélagið Huginn varð í öðru sæti og Skákdeild Fjölnis í því þriðja. Skákdeild Breiðabliks og Bolungarvíkur og b-sveit Akureyr- inga féllu niður í aðra deild. Í annarri deild varð Skákfélag Reykjanesbæjar hlutskarpast og fer upp um deild ásamt b-sveit Tafl- félags Reykjavíkur sem varð í öðru sæti. C-sveitir Hugins og Taflfélags Reykjavíkur féllu niður um deild. Í þriðju deildinni vann b-sveit Víkingaklúbbsins öruggan sigur og fer upp um deild ásamt b-sveit Fjölnis. D- og e-sveitir Taflfélags Reykjavíkur féllu niður um deild ásamt b-sveit Skákfélags Reykja- nesbæjar. Taflfélag Akraness vann sigur í fjórðu deild, c-sveit Víkingaklúbbs- ins varð í öðru sæti og Taflfélag Garðabæjar í því þriðja og unnu fé- lögin sér inn keppnisrétt í þriðju deild að ári. GAMMA Reykjavíkurskákmótið hefst á morgun í Hörpu. Um 240 keppendur eru skráðir til leiks og eru þar af um 30 stórmeistarar. Stigahæstur keppenda í ár er Ung- verjinn Richard Rapport. Mótið er að þessu sinni einnig minningarmót um Bobby Ficher sem hefði orðið 75 ára 9. mars næstkomandi. Af því til- efni verður teflt Fischer-slembi- skákmót á afmælisdegi Fischers sem verður jafnframt fyrsta Evr- ópumótið með slíku fyrirkomulagi. Í dag kl. 13 mun indverska undra- barnið Nihal Sarin tefla slembi- skákarfjöltefli við nokkra valda and- stæðinga í höfuðstöðvum Gamma í Garðarstræti 37. ash@mbl.is Víkingaklúbburinn Íslandsmeistari  GAMMA Reykja- víkurskákmótið hefst í Hörpu á morgun Morgunblaðið/Ómar Skák Um 240 keppendur verða með á Reykjavíkurskákmótinu í ár. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Starfsmenn Árvakurs fóru sigri hrósandi frá afhendingu blaða- manna- og ljósmyndaverðlauna helg- arinnar. Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður mbl.is, hlaut blaða- mannaverðlaun í flokki umfjöllunar ársins fyrir greinaflokkinn „Mátt- urinn eða dýrðin“ og Kristinn Magn- ússon, ljósmyndari Morgunblaðsins, átti bestu íþróttamynd ársins 2017, sem var tekin á kvennalandsliðsleik Íslands og Færeyja í knattspyrnu á Laugardalsvelli. Aðrir verðlaunahafar blaða- mannaverðlaunanna voru Viktoría Hermannsdóttir á RÚV fyrir viðtal ársins við Árna Jón Árnason í þætt- inum Á ég bróður á Íslandi, Alma Ómarsdóttir á RÚV fyrir rannsókn- arblaðamennsku ársins í umfjöllun um uppreist æru og ritstjórn Stund- arinnar fyrir umfjöllun um uppreist æru. Júlía Margrét Alexandersdóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, var til- nefnd til verðlaunanna fyrir viðtal við Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur. Auka þarf orkuframboð eða draga úr raforkunotkun Í umsögn dómnefndar um greina- flokk Sunnu segir að hún hafi varpað skýru ljósi á stöðu raforkumarkaðar á Íslandi og dregið fram hvernig sí- fellt fleiri togast á um náttúru- auðlindirnar sem séu af skornum skammti. Í greinaflokknum benti Sunna á áhrif breyttra neysluvenja lands- manna með rafbílavæðingu og að eft- irspurn fyrirtækja eftir raforku væri nú meiri en hægt er að afgreiða. „Um leið og þróun þessarar umræðu kom vel fram var bent á hvernig nú- verandi staða kallar á aðgerðir til að auka orkuframboð eða draga úr notkuninni. Sunna ræddi við tugi manna um stöðuna: íbúa, náttúru- verndarsinna, virkjanaaðila, for- svarsmenn stofnana og aðra sem hafa hagsmuni og skoðanir á málinu. Málefnið er mikilvægt, framsetn- ingin skýr og greinargóð, byggð á heimildum sem sóttar voru víða,“ segir í umsögninni. Í umsögn dómnefndar um íþrótta- mynd ársins segir að myndin bjóði upp á nýtt sjónarhorn, íþróttamynd með pólitíska tilvísun, sem sé tákn- ræn fyrir ójöfnuð kynjanna íþrótta- heiminum. „Eitt af öflugustu fót- boltaliðum heims skorar mark fyrir tómum áhorfendastúkum. Það hlut- skipti þekkir kvennalandsliðið í fót- bolta ofurvel,“ segir í umsögninni. Veitt voru verðlaun í sjö flokkum fyrir bestu myndir ársins. Mynd árs- ins 2017 tók Stefán Karlsson, ljós- myndari Fréttablaðsins, af Nínu Rún Bergsdóttur sem situr í stól húðflúr- ara að flúra á öxl hennar „I am the storm“ en Nína var ein nokkurra kvenna sem urðu fyrir kynferðisof- beldi af hálfu sama manns og fengu sér eins húðflúr. Þá var Eyþór Árnason verðlaunað- ur fyrir bestu myndina í fréttaflokki, Heiða Helgadóttir fyrir myndröð ársins og Hörður Sveinsson fyrir bestu umhverfismynd ársins. Heið- dís G. Gunnarsdóttir fangaði bestu mynd í flokki daglegs lífs og Aldís Pálsdóttir tók tímaritamynd ársins. Á laugardag var opnuð árleg sýn- ing íslenskra blaðaljósmyndara í Esju, austurhluta Hörpu, með bestu myndum ársins en sjö dómarar völdu 105 myndir á sýninguna í ár úr 732 innsendum myndum íslenskra blaða- ljósmyndara. Sunna og Kristinn hlutu verðlaun  Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður mbl.is, hlaut blaðamannaverðlaun í flokki umfjöllunar ársins fyrir greinaflokkinn „Mátturinn eða dýrðin“  Kristinn Magnússon átti íþróttaljósmynd ársins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Íþróttamynd ársins Myndin var tekin á kvennalandsliðsleik Íslands og Færeyja í knattspyrnu í Laugardal. Blaðamaður Sunna Ósk Logadóttir á mbl.is með verðlaunin sín. Morgunblaðið/Hanna Verðlaun Handhafar blaðamannaverðlauna ársins við athöfnina í Hörpu. Ljósmyndari Kristinn Magnússon með verðlaunin ásamt dætrum sín- um, Kolfinnu og Hugrúnu Eddu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.