Morgunblaðið - 05.03.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018
hefur áhuga er auðvelt að sökkva
sér í spilamennskuna og verða
mjög klár. Orðið nörd þýðir að hafa
dellu eða mikinn áhuga á einhverju
og því er lítill munur á því að vera
fótboltanörd og spilanörd,“ segir
Soffía Elín og bætir við að í báðum
áhugamálunum þroskist fólk í sam-
skiptum og félagsfærni í gegnum
sameiginleg áhugamál. Neikvæður
stimpill á nörda sé yfirleitt for-
dómar sem komi frá fólki sem ekki
hafi kynnt sér málin.“
Herkænsku- og spunaspil
Soffia Elín segir að spilasal-
urinn sé í Nóatúni 17 og sé í raun
stór félagsmiðstöð þar sem ung-
lingar og fólk á öllum aldri geti
komið og spilað kortaspil, borðspil
og fleira.
„Herkænsku- og spunaspilin
henta þeim sem sækja mikið í tölv-
ur. Það er miklu skemmtilegra að
spila spunaspil á borð við Dun-
geons & Dragons með öðrum í
borðspili því möguleikarnir eru
óendanlegir, ólíkt því sem er í
tölvuleikjum. Í stað þess að sitja
einn heima við tölvuna getur ein-
staklingur sem kemur á námskeið
eða í spilasalinn hitt annað fólk,
spilað, myndað tengsl og þroskast
með því að skiptast á, taka tillit til
annarra og eiga samskipti við fólk.
Það er stuðningur á staðnum og
vel virkir krakkar fá félagsskap
sem þeir fá ekki í gegnum tölvu,“
segir Soffía Elín. Hún segir að
mikil eftirspurn sé eftir hefð-
bundnu Nexus Noobs-námskeið-
unum.
„Eftirspurnin hefur verið við-
varandi frá upphafi og alls konar
unglingar sækja námskeiðin, einnig
ungmenni með sérþarfir sem eiga
jafnvel erfiðara með að vera innan
um fólk eða í hópastarfi og þurfa á
stuðningi í skóla að halda,“ segir
Soffía Elín og bætir við að ákveðið
hafi verið að mæta þeirri eft-
irspurn með því að fara af stað
með nýtt námskeið, Nexus Noobs
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Við Eyjólfur Arnar Jónssonerum bæði sjálfstættstarfandi sálfræðingar.Eyjólfur Arnar hefur
unnið mikið með unglingum með
tölvufíkn og ég starfa mikið með fé-
lagsfærni og sjálfstyrkingu ung-
linga.
Okkur langaði að búa til skap-
andi vettvang fyrir vel virka krakka
sem falla vel í hóp en vantaði að
taka stökkið til þess að taka þátt í
áhugamálum sem fyrirfinnast í
Nexus. Lítið hefur verið í boði
hingað til fyrir þennan hóp,“ segir
Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræð-
ingur, sem sér um Nexus Noobs-
námskeiðin með Eyjólfi Arnari.
Soffia segir að samstarf sé við Gísla
Einarsson, eiganda Nexus, sér-
vöruverslunar með spil, myndasög-
ur, bækur, leiki, leikföng og fleira.
Námskeið Nexus Noobs eru haldin
í spilasal við hlið verslunarinnar.
Nördatengd áhugamál
„Við teljum að með Nexus No-
obs-námskeiðunum höfum við hjálp-
að til við að lyfta nördaumræðu og
áhugamálum á enn betra plan.
Jaðaráhugamál heyra sögunni til,
þar sem allt er þetta orðið vel
þekkt,“ segir Soffia Elín og bendir
á að Nexus Noobs-námskeiðunum
sé ætlað að kynna ungmennum
nördatengd áhugamál og veita þeim
tækifæri til þess að læra meira um
ný viðfangsefni eða meira um það
sem þau þegar kunna.
„Það geta allir spilað og ef fólk
Neikvæður stimpill á
nörda stafar af fordómum
Sálfræðingarnir Eyjólfur Arnar Jónsson og Soffía Elín Sigurðardóttir hafa starfað með unglingum með tölvu-
fíkn og félagsfærni með Nexus Noobs-námskeiðum í samstarfi við Nexus-spilasalinn. Þau veita ungmennum
tækifæri til þess að læra meira um ný viðfangsefni eða meira um það sem þau þegar kunna. I vikunni bæta
þau við og fara af stað með nýtt námskeið fyrir ungmenni með sérþarfir. Menntun fer ekki eingöngu fram með
því að sitja og læra af bókinni heldur fer hún mikið fram í gegnum leik og þar kemur spilamennska sterk inn.
Nexus Noobs Eyjólfur Arnar aðstoðar unga spilaáhugamenn á Nexus
Noobs-námskeiði. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í úrvali spila.
Einbeiting Áhugasamir spilarar í kortaspili. Allir geta spilað ef áhugi er
fyrir hendi. Með eljusemi í spilamennsku er hægt að ná góðum árangri.
Spinnerdagurinn verður haldinn í
Legóbúðinni, Hagasmára 1, laug-
ardaginn 10. mars frá kl. 12.00 til
18.00.
Spinner-keppni fer þannig fram
að keppendur snúa spinnerum sín-
um í braut sem er á staðnum. Þátt-
takendur þurfa fyrst að koma Spin-
nerunum í gegnum litla þrautabraut
og eftir það þarf að hitta ofan í
körfu í enda brautar.
Sigurvegarinn fær að sjálfsögðu
Ninjago-glaðning í verðlaun.
Í tilefni Spinnerdagsins verða
spinnerar á sérstöku kynning-
artilboði í Legóbúðinni á laugardag-
inn.
Vert að prófa
Spinnerdagur
Skemmti-
legt spin-
nerar í öll-
um litum.
Danski rithöfundurinn Kirsten Tho-
rup verður gestur á höfundakvöldi í
Norræna húsinu, þriðjudaginn 7
mars.
Gísli Magnússon, dósent í dönsku
við Háskóla Íslands, stýrir umræðum
sem fram fara á dönsku.
Kirsten Thorup er verðlaunahafi
bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs árið 2017 fyrir bókina
Erindring om kærligheden.
Thorup sem fædd er 1942 gaf út
sína fyrstu ljóðabók, Indeni – Uden-
for, árið 1967 og fagnaði því 50 ára
höfundaafmæli á nýliðnu ári. Thorup
semur ljóð, skáldsögur og smásögur
en það er fyrst og fremst með skáld-
sögum á borð við Lille Jonna, Him-
mel og helvede, Den yderste grænse
og Bonsai sem hún hefur sett mark
sitt á danska bókmenntasögu okkar
tíma.
Höfundakvöldið hefst kl. 19.30, all-
ir eru velkomnir og aðgangur ókeyp-
is. Veitingastaðurinn AALTO Bistro er
opinn matargestum á höfundakvöld-
inu og ef gestir kjósa svo geta þeir
notið góðra veitinga áður en andinn
er nærður á höfundakvöldi eða notið
léttra veitinga í hléi á AALTO Bistro.
Norðurlönd í fókus
Höfundakvöld með bókmennta-
verðlaunahafa Norðurlandaráðs
Öflug Kristen Thorup, handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlanda ráðs 2017.
Dr. Bruno Chikly heldur námskeið um
helstu grunnatriði sogæðameðferðar
á Sogæðanámskeiði 1, sem fram fer
9. til 12. mars
Á námskeiðinu mun dr. Chikly fara
vel yfir líffræðilega byggingu og hlut-
verk sogæðakerfisins.
Sogæðanámskeið 1 er undanfari
Síþreytunámskeiðs sem verður kennt
haustið 2018. Skráning á námskeiðið
fer fram á www.chikly.is
Lærðu um sogæðar
Námskeið Öflun þekkingar er góð.
Grunnur að sog-
æðameðferð
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF.
KLETTHÁLSI 3
110 REYKJAVÍK
SÍMI: 540 4900
NETFANG: info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.is
DEKKJAÞJÓNUSTA
TÍMABÓKANIR
Í SÍMA 540 4900
JEPPADEKK
fyrir íslenskar aðstæður
VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT
DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR
JEPPA OG JEPPLINGA.