Morgunblaðið - 05.03.2018, Side 13
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinsæl Sálfræðingarnir Soffía Elín Sigurðardóttir og Eyjólfur Arnar Jónsson leggja sitt af mörkum til þess að lyfta upp nördaumræðunni með því að bjóða
upp á vinsæl spilanámskeið. Með því að spila gefst fólki tækifæri til að þroskast í samskiptum og félagsfærni í gegnum sameignleg áhugamál.
Unlimited sem hefst 8. mars.
„Þessi hópur þarf meiri aðstoð
og til þess að koma til móts við
hann fórum við í samstarf við ýms-
ar stofnanir og samstök,“ segir
Soffia Elín og bætir við að nám-
skeiðið verði með hefðbundnu sniði
en að því komi fleiri fagaðilar með
meiri stýringu og lögð verði
áhersla á að þjálfa upp frumkvæði
og sjálfstæði.“
Sitja jafnvel nokkur
námskeið
Soffia Elín segir að til þess að
fá meira næði verði Nexus Noobs
Unlimited-námskeiðið haldið að
mestu leyti í félagsmiðstöð í mið-
bænum og aðeins að hluta til í
spilasal Nexus.
„Þátttakendur á Nexus Noobs-
námskeiðunum fara oftast ekki í
spilasalinn að stunda áhugamál á
eigin vegum fyrr en þeir eru til-
búnir. Margir kjósa að sitja nokkur
námskeið áður en þeir eru tilbúnir
að stíga sjálfstætt inn í spilasalinn,“
segir Soffia Elín og bendir á að það
eina sem þátttakendur og aðrir sem
halda til í spilasalnum þurfi að eiga
sameiginlegt sé að vera klárir í að
sökkva sér í áhugamálið.
„Allir geta spilað og ef fólk
hefur áhuga er auðvelt að sökkva
sér í spilamennsku og verða mjög
fær. Vinsældir Nexus, spilasal-
arins og námskeiðanna sýna að
eftirspurnin er mikil og nú eru fé-
lagsmiðstöðvar og skólar farnir að
kenna Dungeons & Dragons,“ seg-
ir Soffia Elín og bendir á að
menntun fari ekki bara í gegnum
það að sitja og læra heldur fari
hún mikið fram í gegnum leik.
„Í spilunum reynir á sköp-
unargáfu, ímyndunarafl, sam-
skipti, herkænsku og samvinnu
svo eitthvað sé nefnt. Þátttak-
endur á námskeiðunum fá vikulega
að kynnast nýjum viðfangsefnum
eins og borðspilum, safnkorta-
spilum, hlutverkaspilum, mód-
elsmíði, herkænskuleikjum, vís-
indaskáldskap, fantasíum,
myndasögum og margt fleira,“ seg-
ir Soffia Elín.
Gestakennarar með sérþekk-
ingu á nördaáhugamálum kenna á
námskeiðunum auk Soffíu Elínar
og Eyjólfs Arnars.
Allar upplýsingar um Nexus
Noobs er hægt að nálgast á lifandi
fésbókarsíðu Nexus Noobs og
heimasíðunni www.nexusnoobs.is
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018
Nexus Nobbs, 10 vikna nám-
skeið fyrir 12 til 20 ára sem
langar til þess að komast inn í
skemmtileg nördaáhugamál og
kynnast fleiri félögum.
Nexus Nobbs, - Unlimited,
10 vikna lokuð námskeið fyrir
12 til 20 ára sem þurfa meiri
aðstoð við að komast inn í
skemmtileg nördaáhugamál og
eiga erfitt með að þrífast í
hópi.
Hlutverkaspil, DungenonS &
Dragons, Pathfinder.
LARP námskeið, kvikspuni
fyrir unga sem aldna hvort sem
er fyrir einstaklinga eða hópa.
Sjálfstyrkingarnámskeið fyr-
ir stelpur til að efla áhuga á
nördatengdum námskeiðum.
Skylminganámskeið þar sem
stjörnustríðsaðdáendur læra
að skylmast með geislasverð-
um.
Námskeið
NEXUS NOOBS
„Það er skemmtilegra
að spila spunaspil á
borð við Dungeons og
Dragons með öðrum í
borðspili því möguleik-
arnir eru óendanlegir
ólíkt því sem er í tölvu-
leikjum,“