Morgunblaðið - 05.03.2018, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Theresa May,forsætisráð-herra Bret-
lands, flutti mik-
ilvæga ræðu fyrir
helgi þar sem hún
lagði línurnar um
samninga Breta við Evrópu-
sambandið vegna Brexit. Harð-
ir Evrópusambandssinnar,
bæði í Brussel og Lundúnum,
telja að hún hafi gengið of
skammt í að beygja sig undir
vilja Evrópusambandsins. Ein-
hverjir á hinum vængnum telja
að hún hefði átt að vera
ákveðnari, til dæmis með því að
leggja minni áherslu á nauðsyn
þess að útgangan verði í kjölfar
samninga en ekki þess sem kall-
að hefur verið hart Brexit.
Þetta var út af fyrir sig viðbú-
ið þó að það hljóti að hafa verið
dapurlegt fyrir Breta að hlusta
á tvo fyrrverandi forsætisráð-
herra landsins, þá John Major
og Tony Blair, tala frekar máli
Evrópusambandsins en vilja
kjósenda í Bretlandi.
Viðbrögðin við ræðu May
gefa til kynna að líkur séu á að
áfram verði hart tekist á um
Brexit á milli Evrópusambands-
ins og Bretlands. Ástæðan er í
stórum dráttum tvíþætt. Ann-
ars vegar hafa ekki allir gefið
upp á bátinn að hægt verði að
vinda ofan af ákvörðun bresku
þjóðarinnar um að yfirgefa Evr-
ópusambandið.
Hægt verði ann-
aðhvort að semja
um að fara út úr
sambandinu án
þess að yfirgefa
það í raun, eða að
kjósa einfaldlega aftur og von-
ast eftir annarri niðurstöðu.
Evrópusambandið hefur áður
beitt slíkri aðferð þegar kjós-
endur lúta ekki vilja þess.
Hins vegar vill Evrópusam-
bandið senda öðrum ríkjum
skýr skilaboð um að enginn ríði
feitum hesti frá útgöngu úr
Evrópusambandinu. Þetta telja
forystumenn þess nauðsynlegt
enda sé annars hætta á að flótti
bresti í liðið og Evrópusam-
bandið minnki verulega eða lið-
ist jafnvel í sundur.
Það eru þess vegna allar lík-
ur á því, sama hversu sátta-
tónninn verður afgerandi í ræð-
um forsvarsmanna Breta á
næstu mánuðum, að þeir muni
áfram mæta fullkominni óbil-
girni í Brussel. Þetta kann að
verða öðrum víti til varnaðar,
eins og forystan í Brussel von-
ar, en þetta gæti líka snúist í
höndum þeirra og orðið til þess
að enn fleiri misstu trú á sam-
bandið. Það er ekki hægt að
ganga að því vísu að öllum líki
að vera aðilar að sambandi sem
kemur fram við aðildarríkin á
þennan hátt.
Pólitískir Brexit-
klækir Evrópusam-
bandsins gætu snú-
ist í höndum þess}
Ræða Theresu May
Nærri sex mán-aða stjórn-
arkreppu er að
ljúka í Þýskalandi.
Niðurstaðan sem
flokkarnir neyddust
í er ekki beint sögu-
leg því hún gengur út á að núver-
andi stjórnarflokkar starfi
áfram saman. Það verður að telj-
ast nokkuð einstakt að það taki
samstarfsflokka í ríkisstjórn
næstum hálft ár að samþykkja
að halda samstarfinu áfram.
Stjórnarflokkarnir fóru báðir
illa út úr kosningunum á sl. ári.
Kristilega samsteypan fékk sín-
ar næstverstu kosningar og
Jafnaðarmenn sínar verstu frá
stríðslokum. Það má segja þeim
flokki til afsökunar að hann er á
sama róli og jafnaðarflokkar um
alla álfuna, svo sem í Frakklandi,
Hollandi, Skandinavíu og vænt-
anlega einnig á Ítalíu, en úrslit
þar eru óljós þegar þetta er
skrifað.
Flokkurinn AfD, Nýr kostur
fyrir Þýskaland, er orðinn leið-
andi flokkur í þýskri stjórn-
arandstöðu. Það er hin formlega
staða, en minna má á að aðrir
flokkar virða ekki lýðræðislega
útkomu þess flokks nema að
hluta til. Feta þeir þar í fótspor
hefðbundnu flokk-
anna í þrem löndum
á Norðurlöndum.
Noregur er
sprunginn á því og
útilokaði flokk-
urinn situr nú í rík-
isstjórn þar. Í Danmörku er
slíkur flokkur ekki í ríkisstjórn
en hann er stærsti flokkurinn af
opinberum stuðningsflokkum
ríkisstjórnar og hefur því mjög
mikil áhrif.
Það er alls ekki gefið að nið-
urstaðan um að halda áfram
samstarfi „stóru flokkanna“ í
Þýskalandi muni þýða áfram-
haldandi fylgishrun þeirra.
Þýskir kratar hafa haldið áfram
að tapa samkvæmt könnunum
og eru í sumum þeirra með
minna fylgi en AfD, sem þykir
áfall. En munurinn er innan
skekkjumarka og segir ekki
fyrir um framhaldið. Jafn-
aðarmenn leita að nýjum for-
manni eftir samfellt klúður
Schulz, fráfarandi formanns.
Staða Merkel hefur veikst veru-
lega að undanförnu. Nýr foringi
mun því leiða kristilegu flokk-
ana í næstu kosningum. Breyt-
ingar í forystusveitum flokk-
anna munu hafa mikil áhrif á
framvinduna.
Það fylgir lítið nýja-
brum stjórninni sem
búið er að lappa upp
á í Berlín}
Óbreytt ástand
eftir langt þvarg
Þ
að þarf náttúrlega einhverja geð-
veiki til þess að sjá ekki hvað
þetta er frábært land sem við bú-
um á,“ sagði Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra í lok síðasta árs.
Geðveiki er sjúkdómur og þeir sem haldnir
eru þeim sjúkdómi eru sumir hverjir á ör-
orkulífeyri. Það er einmitt sá hópur sem hvað
síst sér hvað þetta er frábært land, en það hef-
ur ekki neitt með andleg veikindi þeirra að
gera heldur þá ömurlegu stöðu sem stjórnvöld
hafa með pólitískri ákvörðun sinni sett þenn-
an hóp í. Það er svo merkilega mikill tvískinn-
ungur í umræðu frjálshyggjufólks um tekjur,
tekjuskatt og svo lífeyri. Á sama tíma og
frjálshyggjufólk talar gegn hækkun tekju-
skatts með þeim rökum að það letji fólk til
aukinnar atvinnuþátttöku virðast þau ekki sjá
þá stöðu sem þau setja öryrkja í með pólitískri ákvörðun
sinni. Króna á móti krónu skerðingin er skýrt dæmi um
það hvernig öryrkjar eru lattir til atvinnuþátttöku. Hver
einasta króna í tekjur hjá þessum hópi skerðir sérstaka
framfærsluuppbót um sömu fjárhæð. Hvergi nokkurs
staðar í kerfinu okkar dettur okkur í hug að refsa fólki
með viðlíka hætti fyrir það að reyna að koma sér upp úr
fátæktargildrunni. Það er alveg merkilegt að sjá ekki
hvað þetta veldur miklum skaða. Hvatning til aukinnar
atvinnuþátttöku öryrkja er afar mikilvæg, félagslega
sem og fjárhagslega, en því miður eru skerðingarreglur
almannatryggingalaga og laga um félagslega aðstoð
þannig að þær draga algerlega úr hvata ör-
yrkja til atvinnuþátttöku. Atvinnuþátttakan,
sem hvort tveggja getur aukið lífsgæði ein-
staklinga umtalsvert með auknu sjálfstæði,
virkni og samfélagsþátttöku sem og með
auknu ráðstöfunarfé verður þannig að afar
neikvæðum skilaboðum um að betur sé heima
setið vegna neikvæðrar útkomu í heim-
ilisbókhaldinu. Að sækja hlutastarf getur
einnig leitt til aukinna útgjalda vegna ferða
til og frá vinnu. Slík útgjöld koma þá einnig
til frádráttar á ráðstöfunarfé svo á endanum
er sá sem þarf að þola þessa krónu á móti
krónu skerðingu verr settur en áður en hann
eða hún tók ákvörðun um að sækja hlutastarf.
Fyrir þann hóp öryrkja sem á möguleika á
að taka þátt á vinnumarkaði er núverandi
kerfi þannig ótrúlega ósanngjarnt og hefur í
stað þess að vera hvetjandi verið nánast mannfjand-
samlegt. Það er augljóst öllum að með því að auka tæki-
færi sem flestra á vinnumarkaði mun það skila sér marg-
falt tilbaka. Aukin virkni einstaklinga getur ekki bara
haft góð áhrif á andlega líðan þess sem tekur þátt heldur
einnig líkamlega. Þannig hefur það áhrif á allt kerfið sem
þarf að annast viðkomandi, því með betri heilsu þarf síð-
ur að leita til heilbrigðiskerfisins. Allir græða. Ég skora
á ríkisstjórnarflokkana að standa við kosningaloforð sín
og breyta þessu án tafar. helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Skilaðu krónunni
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Sækjast sér um líkir, segirmáltækið. Fjölbýlishús, þarsem eingöngu eldra fólk býr,er ágætt dæmi um þetta.
Víða eru aldursmörk sett á búsetu;
t.d. 60 ár eða 50 ár. En þegar yngra
fólk flyst inn í svona blokkir þá getur
komið upp ágreiningur, eins og ný-
legt tilvik í Grindavík sýndi.
Þar höfðu hjón, rétt að verða
fimmtug, keypt íbúð í blokk að Suð-
urhópi 1 af aldraðri frænku sem kom-
in var á elliheimili. Fluttu þau í íbúð-
ina ásamt 19 ára syni sínum. Skömmu
síðar boðaði húsfélagið til fundar þar
sem einn dagskrárliðurinn var hvort
vísa ætti nýjum eigendum úr húsinu
þar sem þeir höfðu ekki náð til-
skildum aldri. Í eignaskiptayfirlýs-
ingu hússins er kveðið á um að húsið
sé ætlað 50 ára og eldri. Húsfund-
inum var síðan frestað.
Þótti mörgum Grindvíkingum
húsfélagið ganga ansi hart fram
gagnvart nýjum nágrönnum, en eig-
inmaðurinn verður fimmtugur á
þessu ári og eiginkonan á næsta ári.
Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður
húsfélagsins, segir við Morgunblaðið
að sátt hafi náðist í málinu og stefnt
sé að því að ganga frá henni skriflega
í vikunni. Hún vildi ekki upplýsa í
hverju sáttin fælist. „Ég tel ekki rétt
að ég skýri frá inntaki sáttarinnar á
meðan hún hefur hvorki verið útfærð
með nákvæmum hætti né samþykkt
formlega,“ segir Auður, en hún er
jafnframt formaður kærunefndar
húsamála.
Spurð hvort sambærileg ágrein-
ingsmál og í Grindavík hafi komið til
kasta kærunefndarinnar, segist hún
muna eftir tveimur málum. Þar hafi í
bæði skiptin verið um leigjendur að
ræða, sem ekki höfðu náð tilskildum
aldri. Taldi kærunefndin í þessum
málum að eigendum íbúðanna hefði
ekki verið heimilt að leigja þær yngra
fólki en 50 ára. Umræddar blokkir
voru í Hafnarfirði og Garðabæ.
Aldurskvaðir algengar
Sigurður Helgi Guðjónsson,
framkvæmdastjóri Húseigendafé-
lagsins, segir aldurskvaðir í fjölbýlis-
húsum nokkuð algengar. Félagið hafi
fengið nokkur svona mál inn á sitt
borð.
„Svona kvaðir halda yfirleitt,
eins langt og þær ná, og þá er al-
mennt ekki talið að þær feli í sér ólög-
mæta mismunun eða brjóti gegn
stjórnarskránni. Menn geta sett sér
og stundum öðrum takmarkanir á
eignarhaldi og hagnýtingu á ráð-
stöfun. Samningsfrelsi er meginregla
og menn geta samið um flest sem
ekki brýtur í bága við lög og gott sið-
ferði. Menn hafa frelsi til að gera
jafnvel vitlausa og kúnstuga hluti og
margt virðist vera út í hött þegar
raunveruleikinn og skynsemin bank-
ar upp á,“ segir Sigurður.
Hann segir ákveðnar forsendur
almennt liggja að baki samningum og
kvöðum sem þurfi að virða, ef þær
séu málefnalegar og af viti hugsaðar
og settar. „Ólögmætar kvaðir, sem
bera blæ af fordómum og hatri,
myndu ekki fást staðið, eins og að
banna t.d kynþáttum eða fötluðum
búsetu.“
Í undantekningartilvikum er
hægt að ógilda kvaðir, eða víkja þeim
til hliðar, með máli eða dómi. Sig-
urður segir aldurskvaðir yfirleitt
halda, en þær þurfi að vera mjög
skýrar. „Þær verða ekki settar nema
þær séu þinglýstar og settar með lög-
legum og réttum hætti, annaðhvort af
byggingaraðila í eignaskiptayfirlýs-
ingu eða síðar með samþykki allra
eigenda. Hvorki einfaldur né aukinn
meirihluti dugir til að stofna til þeirra
kvaða á síðari stigum,“ segir Sig-
urður.
Húsfélög og einstakir eigendur
geta höfðað mál til að krefjast þess að
kvaðirnar séu virtar. Hægt er að
krefjast banns á búsetu, eða að við-
komandi sé gert að selja íbúð-
ina að viðlögðum dagsekt-
um eða setja á lögbann.
Kvaðir um aldur
þurfa að vera skýrar
Ljósmynd/Björn Birgisson
Grindavík Fjölbýlishúsið að Suðurhópi 1 í Grindavík, sem ætlað er 50 ára
íbúum og eldri. Styr hefur staðið um hvort leyfa eigi yngra fólki búsetu.
Sigurður Helgi Guðjónsson hjá
Húseigendafélaginu bendir á að
aldursmörk séu víða í þjóðfélag-
inu og það geti vel verið til bóta
að blanda kynslóðunum meira
saman.
„Þá þarf bara að sýna um-
burðarlyndi og skilning gagn-
vart þörfum annarra. Það getur
verið erfitt þegar einn vill frið
og annar fjör. Annars mæli ég
ekki með einangrunarstefnu,
eins og að hafa eldra fólk í einu
húsi, fatlaða í öðru og svo fram-
vegis. Það getur verið auðvelt
að teygja þetta út í einhverja
vitleysu,“ segir Sigurður.
Hann segir ágreining hafa
komið upp þegar íbúðir aldraðra
eru leigðar til ættingja eða
ferðamanna. Einnig hafi félagið
fengið mál vegna blokkaríbúða
á höfuðborgarsvæðinu í eigu
verkalýðsfélaga af landsbyggð-
inni. „Þar dvelur til
dæmis fólk í menn-
ingarferðum um
helgar og lætur
mikið fyrir sér
fara.“
Einn vill frið
og annar fjör
SAMBÝLI KYNSLÓÐANNA
Sigurður
Helgi
Guðjónsson