Morgunblaðið - 05.03.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.03.2018, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er mikill heiður. Svo vekur þetta áhuga á bókinni og verður von- andi til þess að fleiri lesi hana,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir sem ásamt Hildi Hákonardóttur hlaut Þýðinga- verðlaunin 2017 fyrir þýðingu sína á Walden eða lífið í skóginum eftir Henry David Thoreau sem Dimma gefur út. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hannesarholti um liðna helgi. Dómnefnd verðlaunanna skipa Ingunn Ásdísardóttir, þýðandi og þjóðfræðingur, Steinþór Stein- grímsson íslenskufræðingur og Helga Soffía Einarsdóttir þýðandi. Í umsögn dómnefndar um vinnings- verkið segir: „Walden eða lífið í skóg- inum er eitt af höfuðverkum banda- rískra bókmennta og segja má að hún marki upphafsspor í vestrænni hugs- un um náttúruvernd og samband manns og náttúru. Samvinnuþýðing Elísabetar Gunnarsdóttur og Hildar Hákonardóttur er einkar vel heppn- uð og fangar 19. aldar stemningu og tærleika þessa klassíska texta á sér- lega vandaðri íslensku án þess að vera gamaldags. Orðgnótt og afar næm tilfinning þýðenda fyrir sam- spili tungumáls og efnis lyftir text- anum upp á ljóðrænt svið þar sem hugblær og hrifnæmi náttúruunn- andans lætur engan lesanda ósnort- inn. Eftirmálar og skýringar þýðenda bera vott um ígrundaða vinnu og ein- faldar og fallegar teikningar Hildar gefa bókinni aukið gildi. Allur frá- gangur bókarinnar er til sóma og hún er ákaflega vandaður og fallegur prentgripur.“ Þekking og áhugi Spurð hver sé lykillinn að góðri þýðingu nefnir Elísabet tvennt. „Annars vegar verður maður að hafa góða þekkingu á því máli sem maður þýðir úr og ekki síður því sem maður þýðir á. Hins vegar held ég að þetta fari aldrei vel nema maður hafi mik- inn áhuga á efninu, enda held ég að það sé sammerkt með öllum þýð- ingum sem lifa eitthvað. Við værum ekki að lesa þýðingu Jóns á Bægisá á Paradísarmissi ef karlinn hefði ekki haft svona mikinn áhuga á þessu falli Lúsífers,“ segir Elísabet að tekur „Þetta er mikill heiður“  Þýðingin á Walden hlutskörpust VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fyrr í vetur efndu Kjarvalsstaðir til stórrar yfirlitssýningar á verkum Önnu Líndal, samhliða því að gefin var út bókin Leiðangur / Expedition sem fer í saumana á listsköpun henn- ar og sýn. Sýningin og útgáfan voru hluti af stærra verkefni Listasafns Reykjavíkur þar sem kafað verður of- an í feril starfandi íslenskra lista- manna. Anna lauk námi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1978 og frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1986. Hún fór síðan til Bretlands og stundaði fram- haldsnám við Slade-listaháskólann í London 1987-90, og skiptinám við Akademie voor Beeldende Kunst í Enschede 1984, og Hocschule der Künste í Berlín 1988. Árið 2011-2012 var Anna í Belgíu og stundaði rann- sóknartengt nám við Sint Lucas- listaháskólann í Antwerpen. Á nærri þriggja áratuga ferli hefur hún komið víða við og haldið fjölda einka- og samsýninga bæði hérlendis og er- lendis. Blaðamaður stríðir Önnu og spyr hvort það séu ekki ellimerki þegar haldnar eru yfirlitssýningar á verkum listamanna á Kjarvalsstöðum. Hún segir að þvert á móti sé bæði ánægju- legt og hollt að staldra við endrum og sinnum og líta yfir farinn veg. „Ég hef gert það á ýmsum tímamótum að líta yfir ferilinn, t.d. eftir að ég lauk níu ára starfi sem prófessor við myndlist- ardeild Listaháskólans og sá fram á tímabil þar sem ég myndi aftur fá að einbeita mér eingöngu að litsköpun. Það auðveldaði mér að sjá hvar ég var stödd, og hvert mig langaði að fara.“ En sama hvað fólk ákveður að gera að ævistarfi þá eru þrír áratugir lang- ur tími. Í listunum virðast sumir byrja með látum en síðan eiga erfitt með að finna innblástur, á meðan aðr- ir batna bara með aldrinum. Anna virðist falla í seinni hópinn, en hún orðar það þannig að það hjálpi að komast stundum út af vinnustofunni. „Það er t.d. tvímælalaust kostur að geta tekið tímabil til að starfa við kennslu, eins og ég fékk að gera,“ segir hún en Anna var í fyrsta pró- fessorahópi LHÍ og er núna stunda- kennari við skólann. „Að kenna var mér mjög hollt enda starf sem kallar á aðra nálgun og annars konar að- ferðafræði. Starfið kallaði á stöðuga krítíska greiningu og þjálfun í að koma hugsun sinni skýrt til skila til nemenda, og allt eru þetta atriði sem hjálpa manni í framhaldinu í hvers kyns skapandi starfi.“ Aðferðafræðin breytist Anna gengst samt við því að hún verði að nálgast listsköpunina á annan hátt en hún gerði í upphafi ferilsins. Kannski er það vegna breytinga hjá henni sjálfri, eða vegna breyttra vinnubragða hjá listamönnum al- mennt. „Á árinu 1994 tókst mér að gera ótrúlega mörg verk sem urðu að lykilverkum á ferlinum. Þegar ég husga til baka þá einhvern veginn duttu þessi verk einfaldlega frá mér. Í dag er eins og aðferðafræðin í mynd- list sé orðin önnur, hlutirnir meira skilgreindir en áður. Breytingin er mikil, en mér finnst hún hafa veitt mér ný tæki til þess að nálgast mín viðfangsefni, og hjálpað mér að finna í sífellu nýja og spennandi fleti til að takast á við.“ Talið berst yfir í það á hvaða for- sendum Anna stundar sína listsköpun. Verkin hennar eru ekki þessi hefð- bundnu verk sem auðvelt er að hengja upp á stofuvegg eða setja á áberandi stað við inngang stofnunar eða stór- fyrirtækis. Kaupendurnir eru nær eingöngu söfn og segir Anna að ára- tugur geti liðið á milli þess að þau fái hjá henni verk. Hún orðar það þannig að henni þyki í senn mikilvægast og mest spennandi að takast á við fagið sjálft – sjálfa listsköpunina. „Síðan verður hitt einfaldlega að koma, eða þá ekki að koma,“ segir hún. Blaðamaður minnist viðtals við Benna Hemm Hemm sem birtist á þessum síðum fyrir nærri sléttu ári („Sá sem getur, kennir“ 13. febrúar 2017). Benni talaði um það hvernig það hefði einmitt veitt honum frelsi í Listin sem rannsóknartæki  Eftir merkilegan feril sem spannar um þrjá áratugi er Anna Líndal enn á fullu við að skoða hið óséða, spyrja óþægilegra spurninga og stunda list sína listarinnar vegna Morgunblaðið/Hari Rýnir Listsköpun, listsköpunarinnar vegna, virðist Önnu Líndal efst í huga. „Síðan verður hitt einfaldlega að koma, eða þá ekki að koma.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.