Morgunblaðið - 05.03.2018, Side 29

Morgunblaðið - 05.03.2018, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018 Fimmtán barna- og unglingabækur, sem út komu á árinu 2017, eru til- nefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur 2018 sem afhent verða í Höfða síðasta vetrardag, þ.e. 18. apríl. Tilnefnt var í þremur flokk- um, fimm bækur í hverjum og fór athöfnin fram í Gerðubergi um helgina. Best myndskreytta bókin Í flokknum besta myndskreytta barnabókin eru tilnefnd, í stafrófs- röð bókartitla, Lára Garðarsdóttir fyrir Fjölskyldan mín sem Salka gefur út; Rán Flygenring fyrir Fuglar sem Angústúra gefur út; Brian Pilkington fyrir Jólakötturinn tekinn í gegn sem Forlagið gefur út; Högni Sigurþórsson fyrir Kvæð- ið um Krummaling sem Dimma gef- ur út og Halla Sólveig Þorgeirs- dóttir fyrir Pétur og úlfurinn … en hvað varð um úlfinn? sem Töfra- hurð gefur út. Best þýdda bókin Í flokknum besta þýðing á barna- og unglingabók eru tilnefnd, í staf- rófsröð bókartitla, Íris Baldurs- dóttir fyrir þýðingu sína á Bakarís- ráðgátan eftir Martin Widmark sem Mál og menning gefur út; Guðni Kolbeinsson fyrir þýðingu sína á Flóttinn hans afa eftir David Walli- ams sem Bókafélagið gefur út; Erla E. Völudóttir fyrir þýðingu sína á Kepler 62 Fyrsta bók: Kallið eftir Timo Parvela sem Bókabeitan gefur út; Magnea J. Matthíasdóttir fyrir Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur: 100 magnaðar konur eftir Elenu Favilli og Francescu Cavallo sem Mál og menning gefur út og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fyrir þýðingu sína á Rummungur ræningi sem Dimma gefur út. Besta frumsamda bókin Í flokknum besta frumsamda barna- og unglingabókin eru til- nefndar, í stafrófsröð bókartitla, Elísa Jóhannsdóttir fyrir Er ekki allt í lagi með þig? sem Vaka- Helgafell gefur út; Hjörleifur Hjartarson fyrir Fuglar sem Ang- ústúra gefur út; Bergrún Íris Sæv- arsdóttir fyrir Lang-elstur í bekkn- um sem Bókabeitan gefur út; Kristín Helga Gunnarsdóttir fyrir Vertu ósýnilegur: flóttasaga Ishma- els sem Mál og menning og Ævar Þór Benediktsson fyrir Þitt eigið ævintýri sem Mál og menning gefur út. Efla áhuga og bóklestur Dómnefnd Barnabókaverðlauna Reykjavíkur fyrir árið 2018 er skip- uð Brynhildi Björnsdóttur for- manni, Jónu Björgu Sætran, Gunn- ari Birni Melsted, Davíð Stefánssyni, fulltrúa Rithöfunda- sambands Íslands, og Þórdísi Að- alsteinsdóttur, fulltrúa frá Sam- bandi íslenskra myndlistarmanna. Samkvæmt upplýsingum frá borg- inni er markmið verðlaunanna að „vekja athygli á þýðingu góðra bók- mennta í uppeldisstarfi og því sem vel er gert á þessum mikilvæga vettvangi íslenskrar bókaútgáfu,“ eins og segir í tilkynningu. Þar seg- ir að verðlaunaveitingin og verkefni henni tengd verða unnin í samvinnu skóla- og frístundaráðs og menning- ar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur- borgar í bókmenntaborginni Reykjavík til að efla enn frekar áhuga barna á bókum og bóklestri. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hæfileikar Listafólkið sem í ár er tilnefnt til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur sem afhent verða í næsta mánuði. 15 ólíkar bækur í þremur flokkum tilnefndar  Barnabókaverðlaun Reykjavíkur 2018 veitt 18. apríl Í dag hefst Únglingurinn í Reykja- vík, listahátíð fyrir og með ungt fólk sem er framleidd af Reykjavik Dance Festival, og stendur hún í 12 daga,. til 17. mars. Hátíðin hefur verið sköpuð af unglingum og fyrir unglinga, og „alla þá sem eiga eftir að vera unglingar og hafa einhvern tímann verið unglingar,“ eins og segir á heimasíðu hennar. Dagskrá hátíðarinnar hefur verið unnin í ná- inni samvinnu við listrænt ráð- gjafateymi ungmenna, sem síðasta árið hefur unnið náið með listrænum stjórnendum og starfsmönnum Reykjavik Dance Festival. Í list- ræna teyminu eru ungmenni á aldr- inum 16 til 25 ára. Á Únglingnum í Reykjavík er í boði fjölbreytt dagskrá, meðal ann- ars kvölddagskrár gjörninga og hljómsveita í Vesturbæjarlaug – er fyrsta kvöldið í kvöld og hefst kl. 20, og danssýningar með verkum ís- lenskra danshöfunda. Dagskrána má sjá á reykjavikdancefestival.com Ráðgjafar Hópur ungs fólks hefur mótað dagskrá Únglingsins í Reykjavík, í samvinnu við stjórnendur Reykjavík Dance Festival. Únglingurinn í Reykjavík að hefjast  Danslistahátíð fyrir ungt fólk Ari Ólafsson með lagið „Our Choice“ sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrrakvöld og verð- ur fulltrúi Íslands í Eurovision sem fram fer í Lissabon, höfuðborg Portúgals, í maí. Þórunn Erna Clausen samdi lag og texta. Sex lög voru í úrslitakeppninni og háðu tvö efstu einvígi um fyrsta sætið, þar sem Ari hafði betur gegn Degi Sigurðssyni með lagið „Í stormi“. Lagið eftir Júlí Heiðar Halldórsson og texti eftir hann og Þórunni Ernu Clausen. Í fyrri hluta keppninnar var kos- ið á milli allra sex laganna, þar sem atkvæði alþjóðlegrar dómnefndar og símaatkvæði giltu jafnt. Í seinni hlutanum voru lögin tvo sem flest atkvæði fengu flutt aftur og þá réð símakosning úrslitum. Önnur lög í úrslitakeppninni voru: „Battleline“. Flytjandi: Fókus hópurinn. „Here for you“. Flytjandi: Áttan – Sonja Valdin og Egill Ploder. „Kúst og fæjó“. Flytjandi: Heimilistónar. „Gold Digger“. Flytjandi: Aron Hannes. Ari fulltrúi í Portúgal Morgunblaðið/Eggert Sigurvegari Ari Ólafsson 1.259.000 Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir S ími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Verð frá m. vsk ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.