Morgunblaðið - 07.03.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.03.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018 Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði STOFNAÐ 1956 Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is Sproti 405 Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir Húsnæðisstefna meirihlutans íborgarstjórn gengur út á að þétta byggð og koma um leið í veg fyrir að nýtt land verði brot- ið undir byggð.    Þessu hefur ver-ið fylgt fast eftir og árang- urinn hefur ekki látið á sér standa. Bygginga- framkvæmdir ganga afar hægt og nýjar íbúðir eru dýrar.    Borgarstjóri viðurkennir aðframkvæmdir hafi „verið í algjöru frosti á árunum eftir hrun“ en telur að nú sé að bresta á með miklu uppbyggingarskeiði. Hann lætur þess hins vegar ekki getið að frostið í Reykjavík hefur varað mun lengur en í nágranna- sveitarfélögunum vegna fyrr- nefndrar stefnu borgarinnar.    Hann nefnir ekki heldur, núþegar hann varpar upp enn einni glærusýningunni um upp- byggingaráformum í borginni, að slíkar glærur hefur hann margoft birt áður án þess að bólað hafi á framkvæmdum.    Í Morgunblaðinu í gær komfram hjá sérfræðingum um fasteignamarkaðinn, meðal ann- ars Ara Skúlasyni hjá Landsbank- anum, að of mikið af þeim íbúð- um sem fyrirhugað sé að byggja verði of dýrar.    Ekki sé verið að byggja fyrirfyrstu kaupendur, sem muni því ekki komast út á fast- eignamarkaðinn. Þetta er afleið- ing kreddukenndu þéttingarstefn- unnar og verður viðvarandi vandamál ef stefna núverandi meirihluta verður áfram við lýði. Dagur B. Eggertsson Þéttingarkreddan og unga fólkið STAKSTEINAR Veður víða um heim 6.3., kl. 18.00 Reykjavík 0 léttskýjað Bolungarvík -1 skýjað Akureyri 0 alskýjað Nuuk -6 léttskýjað Þórshöfn 0 léttskýjað Ósló -2 alskýjað Kaupmannahöfn 4 þoka Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki -4 heiðskírt Lúxemborg 9 skýjað Brussel 10 skýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 3 rigning London 8 skúrir París 10 skýjað Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 6 heiðskírt Berlín 4 skýjað Vín 1 alskýjað Moskva -10 heiðskírt Algarve 15 rigning Madríd 9 léttskýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 11 skúrir Aþena 16 léttskýjað Winnipeg -10 skýjað Montreal 0 alskýjað New York 4 heiðskírt Chicago 2 snjókoma Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:14 19:04 ÍSAFJÖRÐUR 8:23 19:06 SIGLUFJÖRÐUR 8:06 18:49 DJÚPIVOGUR 7:45 18:33 Allsherjar- og menntamálanefnd Al- þingis samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að senda frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um umskurð barna í umsagnarferli. Er nú unnið að því að setja saman lista yfir þær stofnanir og aðila sem nefndin kem- ur til með að óska eftir umsögn frá. Að auki er öllum heimilt að senda nefndinni umsögn sína. Páll Magnússon, formaður alls- herjar- og menntamálanefndar, seg- ir í samtali við mbl.is að þetta hafi verið í fyrsta skiptið sem frumvarp Silju kom til kasta nefndarinnar. Það bíði enn efnislegrar umræðu meðan beðið verði eftir umsögnum. Ítrekaði Páll að öllum væri frjálst að senda inn umsagnir. Silja lagði fram, ásamt átta þingmönnum úr Fram- sóknarflokki, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Pírötum, frum- varp um að umskurður barna al- mennt verði bannaður með lögum. Frumvarpið hefur vakið sterk við- brögð bæði hér á landi og einnig út fyrir landsteinana.Yfir 1.100 hjúkr- unarfræðingar og ljósmæður, ásamt rúmlega 400 læknum, hafa lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Frumvarp Silju í um- sagnarferli  Umdeilt frumvarp um umskurð barna Alþjóðlega GAMMA Reykjavíkurskákmótið 2018 hófst í gær. Mótið er haldið í minn- ingu heimsmeistarans Roberts James Fischer sem hefði orðið 75 ára 9. mars nk. Mótið í ár er þétt skipað og eru 248 keppendur skráðir til leiks og þar af eru ís- lenskir keppendur 93. Keppendur koma frá 34 þjóðlöndum. Fyrsta umferð fór fram í gær. Í flestum tilvikum unnu stigahærri skákmenn sigur á þeim stigalægri en Kristján Eðvarðsson náði jafntefli gegn sterkum stórmeistara frá Rússlandi, Ser- gei Grigoriants, og Hannes Hlífar Stef- ánsson stórmeistari sigraði Lenku Ptachnikovu. Á meðfylgjandi mynd má sjá Líf Magneudóttur, forseta borgarstjórnar, leika fyrsta leik mótsins fyrir ungverska stórmeistarann Richard Rapport í skák hans gegn Haik Der Manuelian frá Banda- ríkjunum. Stórmót sett í gang  Hannes sigraði Lenku og Kristján náði jafn- tefli gegn Sergei Grigoriants frá Rússlandi Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.