Morgunblaðið - 07.03.2018, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018
Leikskólinn er fyrsta
skólastigið. Þar er
grunnurinn lagður að
frekara námi og framtíð
einstaklingsins í sam-
félaginu. Umræðan um
leikskólann og starfs-
umhverfi hans hefur átt
undir högg að sækja og
skort hefur á umræðu
um það gróskumikla
starf sem þar er unnið.
Í Garðabæ er lögð rík áhersla á
góða þjónustu við íbúa sveitarfé-
lagsins. Í þjónustukönnun sem unnin
var af Gallup í árslok 2017 kemur
fram að íbúar í Garðabæ voru að með-
altali 12 prósentustigum ánægðari en
íbúar í öðrum sveitarfélögum með
þjónustu leikskólanna. Meðal þess
sem mikil ánægja hefur verið með er
að leikskólunum er ekki lokað á sumr-
in. Til að styðja við starfsemina á
sumrin hafa verið ráðnir í hvern leik-
skóla flokksstjórar sem halda utan
um sumarstarfið og skipuleggja það
undir handleiðslu skólastjórnenda.
Lögð er áhersla á að styðja við
starfsemi leikskóla með fjölbreyttum
hætti, hefur þar m.a. verið horft til
þróunar á leikskólastarfinu, nýliðunar
leikskólakennara og starfsumhverf-
isins. Þróunarsjóður leikskóla var
settur á laggirnar árið 2015 og hefur
verið veitt úr honum alls 24 milljónum
til 38 verkefna. Áhersluþættir eru
settir fram fyrir hvert úthlutunarár
og eru þeir byggðir á grunnstoðum
menntunar. Á Menntadegi sem hald-
inn er að hausti ár hvert eru þau verk-
efni sem hlotið hafa styrki kynnt og
stendur til að gera lokaskýrslur verk-
efnanna aðgengilegar á nýjum vef
Garðabæjar í mars nk.
Þróunarsjóðurinn er
mikil innspýting í þró-
unarstarf leikskólanna,
verkefnin eru fjölbreytt,
allt frá hönnun á sögu-
pokum yfir í vísinda-
kennslu en einnig má
nefna að nú er unnið að
þremur langtímaverk-
efnum í samstarfi við
Háskóla Ísland ásamt
fjölda annarra áhuga-
verðra verkefna. Auk
þróunarsjóðsins hefur
hver leikskólastjóri til umráða sér-
staka fjárheimild sem hann nýtir til
að styðja við skólastarfið.
Til að efla starfsumhverfið og nýlið-
un leikskólakennara hefur Garðabær
tekið ákvörðun um að beita sér fyrir
því að styrkja einstaklinga til náms í
leikskólakennarafræðum. Styrkir
þessir felast m.a. í afslætti af vinnu-
framlagi án þess að laun séu skert,
bóka- og skráningagjaldsstyrk og ein-
greiðslum. Til að fjölga karlmönnum í
leikskólum var stofnaður hópurinn
„Karlmenn í leikskólum“ og hefur
einn fræðslufundur verið haldinn, fyr-
irhugað er áframhaldandi starf við að
gera leikskólann áhugaverðan starfs-
vettvang fyrir bæði kynin.
Garðabær hefur verið í fararbroddi
með að bjóða börnum frá 12 mánaða
aldri leikskólapláss. Það kallar á
breytt starfsumhverfi að bjóða svo
ungum börnum dvöl og hefur verið
unnið skipulega að því. Lagður er hiti
í gólf á deildum og skiptiaðstaða end-
urgerð til að koma sem best til móts
við þarfir yngstu barnanna. Garða-
bær hefur ávallt lagt áherslu á fjöl-
breytt rekstrarform, á leikskólastig-
inu eru reknir þrír sjálfstætt
starfandi skólar og hafa þeir aðgang
að þróunarsjóðnum. Lagt er upp með
góða samvinnu milli leikskóla og litið
svo á að mismunandi rekstrarform
auðgi skólasamfélagið í sveitarfé-
laginu.
Til að byggja upp og móta góða
skólaþjónustu þarf að eiga sér stað
samtal meðal þeirra sem að henni
koma. Í dag, 7. mars, verður haldið
skólaþing í Garðabæ þar sem for-
eldrum og skólasamfélaginu gefst
kostur á að ræða saman um helstu
áherslur í skólastarfinu.
Það er mikilvægt að horfa til fram-
tíðar við mótun skólastarfs, sam-
félagsbreytingar eru örar og ekki allt-
af ljóst hvernig við getum búið börnin
okkar sem best undir komandi fram-
tíð. Það er hinsvegar enginn vafi á því
að leikskólastigið er mikilvægt ald-
ursskeið sem beina þarf sjónum að,
það er ávinningur fyrir allt sam-
félagið. Garðabær hefur eins og fram
hefur komið unnið markvisst að efl-
ingu leikskólaumhverfisins og haft að
leiðarljósi velferð barna og fjöl-
skyldna þeirra.
Hvernig stutt er við menntun og
uppeldi ungra barna er grundvall-
aratriði, þar er leikskólinn í lykilhlut-
verki.
Leikskólinn í lykilhlutverki
Eftir Viktoríu
Jensdóttur » Íbúar í Garðabæ eru
ánægðir með þjón-
ustu leikskólanna. Það
er mikilvægt að horfa á
það sem vel er gert en
líka að halda áfram að
gera betur.
Viktoría Jensdóttir
Höfundur er formaður
leikskólanefndar í Garðabæ.
Fyrir viku skrifaði
ég í blaðið um eign-
arrétt landskipta.
Fram komu tengsl
heimilda frá átjándu-
og nítjándu öld. Ein
heimildin er Jarðabók
Skúla 1760, sem vitnar
í eldri skjöl um dýr-
leika jarða.
Í deilum um stærð
eignarparta á Ytri-
Sólheimum misfór
Hæstiréttur með sönnunargögn í
málinu nr. 610/2007. Ég vísa til fyrri
skrifa í blaðið um málefnið og á vef-
síðuna: www.landskuld.is
Heimildir í meira en fjögur hundr-
uð ár bera að jörðin sé 100 H að dýr-
leika, bændaeignin. Skráður dýrleiki
í uppskrift Skúla er 120 H og 20 al.
Í síðustu blaðagrein er fullyrt að
Jarðabók Skúla sé uppskrift úr
Jarða- og bændatali 1752-1767. Hér
legg ég fram tilvísun í gögn, sem
sýna að dýrleiki Ytri-Sólheima í
Jarðabók Skúla er ekki samkvæmt
fyrirmælum í bókinni sjálfri. Tilvís-
anir mínar eru í:
· Frumritið; Jarða- og bændatal
1752-1767.
· Uppskriftina; Jarðabók Skúla
1760.
Sönnun um fyrirmælin í Jarðabók
Skúla við samanburð á formálum
sýslna í handritunum tveimur.
Í formála Bændatalsins fyrir
Vestur-Skaftafellssýslu á síðu 59 til-
greinir Þorsteinn Bjarnason, að á
næstu síðum séu „Specification“
jarða árið 1753. Á síðu 70 undirritar
og innsiglar Þorsteinn skýrsluna. Í
Jarðabók Skúla 1760 er á síðu 71
vitnað um að skráning sýslunnar sé
samkvæmt „Specification“ jarða
sýslunnar í skýrslu Þorsteins frá
árinu 1753. Samskonar tilvísanir eru
fyrir allar sýslur í riti Skúla. Hér er
enginn vafi.
Á vefsíðu minni er flipinn: „Skúli
fógeti“. Þar eru klippur úr fyrr-
töldum handritum, sem sýna tengsl-
in.
Þá liggur fyrir að sýna að dýrleiki
Ytri-Sólheima í uppskriftinni; Jarða-
bók Skúla, er ekki samkvæmt frum-
heimildinni; Bændatalinu.
Bændatalið er skráð af Þorsteini
Bjarnasyni (um 1725-1760) á Ketils-
stöðum í Dyrhólahreppi, en hann var
lögsagnari fyrir föður sinn Bjarna
Nikulásson (1681-1764) sýslumann á
Ytri-Sólheimum. Klippa úr 59. síðu
handritsins er á meðfylgjandi mynd.
Hluti textans er:
„Jordens Dyrhed
H al
Solheimar ½ Kirke Jord 100
½ Properietarii Jord 100 40 “
Hér er enginn vafi. Bókin er strik-
uð í dálka og fremsti töludálkur er í
síðuhaus skilgreindur: „Jordens
Dyrhed, H al.“ Tölurnar „100 40“
ber því að lesa sem 100 H og 40 áln-
ir. Í 1 H eru 120 álnir. Niðurstaðan
er: Kirkjueign 100 H, hlutur eign-
armanna 100,33 H. Öll eignin þannig
reiknuð 200,33 H.
Jarðabók Skúla 1760 var skrifuð í
Kaupmannahöfn og bundin í skinn
með gylltum áletrunum. Bændatalið
með skýrslum sýslumanna er einnig
veglega innbundið og hefur Skúli
flutt skýrslurnar með sér til Hafnar
og heim aftur eftir 1770.
Í Höfn útleggur skrautritari yfir á
bók Skúla örlagaríka villu: „1 HH 20
al“. Það skilur sá er hér skrifar,
einnig Jón Johnsen í Höfn árið 1847
og aðrir landar fyrr og síðar, sem
stórt hundrað eða samtals 120 1/6 H.
Ég kann enga skýringu á hvernig
skrifarinn afbakar 200 hundruð og
40 álnir og gerir að 120 hundruðum
og 20 álnum. Enda er það aukaatriði.
Staðreynd er að skráning hans er
einfaldlega ekki eftir frumritinu.
Skrifaranum danska skjöplast og
skráir ekki samkvæmt frumheimild
frá Íslandi; skýrslum sýslumanna.
Það er ekki í eina skiptið í verald-
arsögunni, sem villa slæðist í upp-
skrift. Glæsiritið; Jarðabók Skúla,
með handbragði heimsborgar kemur
til Íslands árið 1928.
Uppskriftin; Jarðabók Skúla 1760
skráir rangt dýrleika Ytri-Sólheima
og er því marklaust plagg í eign-
arrétti Sólheima. Dómur Hæsta-
réttar var byggður á tveimur heim-
ildum, Jarðabók Skúla 1760 og á
rangri tilvísun Johnsens í jarðabók
1804-07. Hér er lögð fram gild sönn-
un um aðra villuheimild réttarins.
Sönnun um hina villuheimildina er
í réttarskjölunum – dómurinn misfór
með sönnunargögn. Hér er lögð
fram ný heimild eftir dóm.
Sólheimakirkja og eignarmenn
áttu Sólheimajörðina, að hálfu hvor.
Á það hafa aldrei verið bornar brigð-
ur. Skráning Þorsteins er um tvennt
óvænt. Sýslumenn skráðu jarðabæk-
ur og er Þorsteinn sá fyrsti til að
skrá hlut kirkjunnar. Þorsteinn hef-
ur verið listaskrifari. Talan 40 er
torkennileg og með öðru hand-
bragði.
Hún skiptir þó litlu um deilur á
Sólheimum síðasta mannsaldurinn.
Álnirnar 40 eru 0,33 H að dýrleika
eða 0,17% jarðarinnar. Meginmál er
að uppskriftin frá 1760 vitnar ekki í
frumritið frá 1753.
Samt vil ég skýra tilvist tölunnar.
Ódæmi eru að ætla höfuðbóli fornan
dýrleika upp á brot. Ég tel að Þor-
steinn hafi fyrst skrifað dýrleika
eignarmanna 100 H. Síðar hefur
hann bætt við álnunum fjörutíu. Það
þarf ekki rithandarsérfræðing til að
sjá að „40“ er krotað aftan við 100
hundruðin, eftir á. Hvað gekk hon-
um til?
Heimildir um fyrrgreinda feðga
bera að þeir hafi þekkt eignarrétt
Sólheima. Í Bændatalinu var þeim
vandi á höndum. Þeim var gert að
brjóta blað í embættisfærslum
sýslumanna með því að skrá bæði
dýrleika kirkju- og eignarmanna,
sem þeir leystu á þann eina veg, sem
fær var. Álnirnar fjörutíu voru hins
vegar ekki réttmætar.
Lausn gátunnar kemur í næstu
tveimur greinum.
Rétt skjöl og röng
Eftir Tómas
Ísleifsson
Tómas
Ísleifsson
» Jarðabók Skúla
1760, vísar í Jarða-
og bændatal 1752-67. Þá
er sýnt að í jarðabókina
er skráður rangur dýr-
leiki Ytri-Sólheima; ekki
eftir bændatalinu.
Höfundur er líffræðingur.
linekra@simnet.is
Úr jarða- og bændatali 1752-67.
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla
Öfundin.
Öfund, heift og hat-
ur er því miður sterk-
ur þáttur í eðli
mannsins og öfundin
er rót alls ills í ver-
öldinni. Metnaður og
kapp geta hins vegar
verið góður drif-
kraftur fyrir fram-
förum og betri lífs-
kjörum fyrir þjóðina.
Á okkar góða landi fóru nokkrir
einstaklingar offari í gróðafíkn,
steyptu landinu í gjaldþrot og þá-
verandi ríkisstjórn Geirs H.
Haarde svaf á verðinum, seðla-
bankastjórarnir höfðu varað við en
ekki var hlustað. En þeir gerðu
meira, undirbjuggu neyðaráætlun
til varnar landi og þjóð sem var svo
lögfest í formi neyðarlaganna 2008.
En þeirra vinna var nú ekki metin
meira en svo að þeir voru reknir.
Allir muna eftir Icesave-málinu.
Steingrímur og Jóhanna vildu
endilega borga óreiðuskuldir bank-
anna og setja þar með landsmenn í
100 ára fjötra. En þá reis upp hóp-
ur manna sem kallaði sig InDe-
fence-hópinn, safnaði undir-
skriftum og fékk forsetann í lið
með sér og í þremur þjóð-
aratkvæðagreiðslum var því af-
stýrt að þjóðin tæki þessar skuldir
á sig.
Ef menn vilja læra eitthvað af
því liðna er nauðsynlegt að rifja
þetta upp öðru hverju. Upp úr
hruni kom Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson fram á sjónarsviðið í póli-
tíkinni og barðist fyrir ýmsu sem
þótti nýstárlegt. Hann vildi standa
á rétti þjóðarinnar, ekki hopa fyrir
vogunarsjóðum. Flestir muna eftir
kosningabaráttunni 2013 þegar
hann var talinn lýðskrumari og
lygari, en Sigmundur fékk góða
kosningu og varð forsætisráherra.
Með verkum sínum í baráttunni við
vogunarsjóði endurheimti hann
stóran hluta þess sem
tapaðist í hruninu.
Vogunarsjóðirnir undu
því illa að smáríki eins
og Ísland hefði betur í
baráttunni um pen-
ingana. Þeir voru
komnir með alla helstu
almannatengla lands-
ins í vinnu við áróður
og alls konar undirróð-
ursstarfsemi, ásamt
því að fréttastofa RÚV
virtist standa með
þeim. Þeim tókst að æsa til öfundar
og haturs, fengu óholla fréttamenn
í lið með sér vegna þess að Sig-
mundur og Anna Sigurlaug áttu
peninga í útlöndum. Þannig hefur
þeim tekist ætlunarverkið að koma
til valda hér í landi fólki sem þeir
virðast hafa í vasanum. Í fersku
minni eru auglýsingar sem birtust
fyrir þingkosningarnar 2016 frá
peningaöflum erlendis, sem þannig
reyndu að hafa áhrif á úrslit þing-
kosninga í lýðræðisríki. Væri það
verðugt rannsóknarefni fyrir fjöl-
miðla að rýna í það mál.
Þessa dagana eru líklega að tap-
ast 100 milljarðar eða meira vegna
þess að ekki er rétt haldið á málum
og ekki staðið með þjóðinni. Því
miður virðist vera auðvelt fyrir
sterk peningaöfl að skapa and-
rúmsloft öfundar og haturs eins og
tókst í apríl 2016. Afleiðingin er að
við sitjum uppi með ríkisstjórn sem
hefur hvorki vilja, burði né þor til
að standa á rétti þjóðarinnar.
Eftir Þorstein
Ágústsson
Þorsteinn Ágústsson
» Þessa dagana eru
líklega að tapast
100 milljarðar eða
meira vegna þess að
ekki er rétt haldið á
málum og ekki staðið
með þjóðinni.
Höfundur er bóndi.
Öfundin