Morgunblaðið - 07.03.2018, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Chung Eui-yong, þjóð-arörygg-
isráðgjafi Suður-
Kóreu, sneri í gær
til baka frá fundi
sínum með Kim Jong-un, ein-
ræðisherra Norður-Kóreu,
með þau skilaboð að hann og
Moon Jae-in, forseti Suður-
Kóreu myndu hittast í lok
apríl. Verði af fundinum yrði
það einungis í þriðja sinn sem
leiðtogar Kóreuríkjanna ræða
saman augliti til auglitis.
Það sem vakti þó enn meiri
athygli var að Kim var að sögn
Chungs einnig reiðubúinn til
þess að ræða við Bandaríkja-
menn um kjarnorkuafvopnun
Norður-Kóreu, sem yrði þá
með þeim skilyrðum að öryggi
landsins, og það sem skiptir
Kim ekki síður máli, öryggi
stjórnar hans yrði tryggt um
fyrirsjáanlega framtíð.
Þetta gæti verið jákvætt
skref í kjarnorkudeilunni við
Norður-Kóreu, það er að
segja ef rétt reynist að Norð-
ur-Kóreumenn séu nú loks í
raun tilbúnir til þess að láta
kjarnorkuvopn sín af hendi.
Öll heimsbyggðin gæti þá
andað léttar, ekki síst íbúar
Kóreuskagans, ef varanleg
lausn fyndist á kjarnorkudeil-
unni.
Það skal hins vegar forðast
að fagna nokkru of snemma í
þessum efnum. Líklegt verður
að telja að Kim vilji einungis
kaupa stjórn sinni meiri tíma
til þess að þróa enn fullkomn-
ari eldflaugar og kjarnaodda
en Norður-Kóreumenn hafa
náð undraverðum árangri í
þeim efnum á síð-
ustu mánuðum. Þá
fer því fjarri að
hægt sé að ganga
út frá því að hugur
fylgi máli þó að
Kim láti friðvænlega nú. Og
fyrri reynsla bendir ekki til
þess að Norður-Kóreumönn-
um sé treystandi til þess að
standa við þá samninga sem
gerðir yrðu við þá.
Þá er það ennfremur stað-
reynd að jafnvel viðræður
sem fram færu af fullum heil-
indum gætu hæglega farið úr-
skeiðis vegna ýmissa mála,
eins og því hvernig eftirlit
ætti að hafa með afvopn-
unarferlinu eða því hvernig og
hvenær ætti að aflétta refsi-
aðgerðum sem settar hafa
verið á landið en þær eiga lík-
lega stærstan þátt í því að
Kim virðist sáttfús nú.
Þá má heldur ekki gleyma
því að með því að tryggja
stjórn Norður-Kóreu til
lengri tíma væri óbeint verið
að skrifa upp á það að um 25
milljónir manna byggju áfram
við það hörmungarástand sem
ríkir þar. Á hinn bóginn mætti
þá vona að með betri
tengslum við umheiminn gætu
lífskjör þess batnað þó að sú
von sé eflaust lítil.
Þrátt fyrir sjálfsagðar efa-
semdir um að hugur fylgi máli
er eðlilegt að láta á það reyna
hvort hægt er að ná samn-
ingum sem halda við Norður-
Kóreu. Um leið er sjálfsagt að
stilla væntingum í hóf og sýna
áfram fulla festu í samskipt-
unum við alræðisstjórnina í
Pyongyang.
Norður-Kóreumenn
opna á viðræður um
kjarnorkuvopn sín}
Er lausn í sjónmáli?
Í gær fékk al-menningur að
horfa á heldur
ömurlega uppá-
komu á Alþingi
undir forystu Pí-
rata og Samfylk-
ingar. Flokkarnir
báru upp tillögu um van-
traust á dómsmálaráðherra
en í umræðunum kom glöggt
fram að ekkert tilefni var til
vantraustsins. Hver stjórnar-
andstöðuþingmaðurinn af
öðrum opinberaði það fyrir
alþjóð að hann var aðeins
þátttakandi í leikriti sem
gekk út á að reyna að valda
óróa í ríkisstjórninni og hafði
ekkert með störf dóms-
málaráðherra að gera. Enda
kom fram að ekkert sem máli
skipti hafði gerst frá því að
þingið í fyrra samþykkti til-
lögu ráðherra um skipan
Landsréttar og að
allar upplýsingar
sem gátu haft
áhrif á þá af-
greiðslu lágu fyrir
á þeim tíma.
Það kom líka
mjög vel fram við
atkvæðagreiðsluna að þing-
menn stjórnarandstöðunnar
voru að kjósa um allt annað
en fyrirliggjandi tillögu og
sumir þeirra sögðu það ber-
um orðum. Einn sýndi þó
virðingarvert sjálfstæði og
kaus að elta ekki Pírata og
Samfylkingu.
Þingmenn tala gjarnan um
mikilvægi þess að auka virð-
ingu og traust Alþingis. Það
er æskilegt markmið, en
óhætt er að fullyrða að það
hafi ekki náðst með vanhugs-
aðri og illa rökstuddri tillögu
gærdagsins.
Umræður um van-
trauststillögu af-
hjúpuðu að hún var
lögð fram á röngum
forsendum}
Ömurleg uppákoma
E
ins og við vitum fóru fjárlög fyr-
ir árið 2018 á ljóshraða í gegn-
um þingið í desember sl. Þar
var í engu gert ráð fyrir því að
bæta hag öryrkja eða þeirra
sem höllustum fæti standa í samfélaginu. Þá
er ég að tala um að bæta hag þeirra beint,
ekki óbeint, ekki í formi þess að veita þeim
afslátt hér og þar, eða aðgengi að einu eða
öðru. Ég er að tala um framfærslu, um
möguleika á því að ná endum saman. Ég er
að tala um fæði, klæði og húsnæði fyrir alla.
Hvar er málstaðurinn?
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og
formaður VG, var í stjórnarandstöðu í fyrra-
haust. Ég má til með að vísa beint í orð
hennar við stefnuræðu þáverandi forsætis-
ráðherra Bjarna Benediktssonar frá því 13. september
2017. Ég á svo erfitt með að átta mig á því hvernig
hægt er að snúast svona gjörsamlega upp í andhverfu
sína. Katrín sagði þá m.a.:
„Kæru landsmenn, ranglæti hvar sem það finnst í
samfélaginu er ógn við réttlætið. Þess vegna megum
við aldrei slaka á í baráttu okkar fyrir réttlátu sam-
félagi. Að bíða með réttlæti jafngildir því að neita fólki
um réttlætið, eins og Marteinn Luther King sagði í
frægu bréfi. Stjórnmálamenn mega aldrei vísa í
ríkjandi kerfi til að rökstyðja bið eftir réttlæti.“
Ég fylltist af bjartsýni þegar ég hlustaði á Katrínu.
Ég vildi trúa því sem hún var að segja. Og
enn frekar gladdist ég við næstu orð hennar:
„Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk
á Íslandi að bíða eftir réttlæti, en núverandi
áætlanir þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr,
gera ráð fyrir því að öryrkjar og aldraðir
eigi að halda áfram að hokra og búa við
skammarleg kjör.“
Það er í raun með hreinum ólíkindum hve
stuttur tími er liðinn frá því að þessi orð
voru töluð að því er virtist í fullri einlægni.
Nú er Katrín Jakobsdóttir orðin forsætis-
ráðherra og komin með völd til að leiðrétta
lægstu launin. Með völd til að binda enda á
að fátækt fólk þurfi að bíða eftir réttlæti.
Hún getur veitt þeim það réttlæti sem hún
áður talaði fyrir. Staðreyndirnar tala þó sínu
máli, hún ætlar ekki að útrýma fátækt. Þús-
undir Íslendinga eiga um sárt að binda.
Tilvitnun í Katrínu:
„Fólk á lægstu launum er beðið að vera þakklátt fyr-
ir 20 þús. krónur því að hlutfallslega sé það nú ekki lít-
ið. Því miður þarf að bíða aðeins með réttlætið fyrir
þig.“
Þegar fátækt fólk er beðið um að bíða eftir réttlæti
þá er í reynd verið að neita því um það. Það er einmitt
það sem Katrín Jakobsdóttir og ríkisstjórn hennar ger-
ir nú.
Inga
Sæland
Pistill
Réttlætið má bíða
Höfundur er þingmaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Hugmyndir koma fram í til-lögu að nýju aðalskipu-lagi í Vestmannaeyjum2015-2035 um að stækka
miðbæinn með því að grafa út hluta
af nýja hrauninu við Kirkjuveg.
Einnig er þar fjallað um þéttingu
byggðar við Safnahúsið og á malar-
vellinum við Löngulág. Þá eru settar
fram hugmyndir um nýjar stór-
skipahafnir fyrir flutningaskip og
skemmtiferðaskip við Eiðið og í
Skansfjöru og brimvarnargarð út
frá nýja hrauninu. Formaður skipu-
lagsráðs í Vestmannaeyjum er Mar-
grét Rós Ingólfsdóttir.
Opið hús verður í Einarsstofu í
anddyri Safnahússins við Ráðhús-
tröð í dag, miðvikudaginn 7. mars
milli kl. 14 og 18. Þar munu hönnuðir
skipulagsins kynna efnistök og
svara fyrirspurnum áhugasamra.
Skipulagstillagan verður til sýnis á
sama stað og hjá embætti skipulags-
og byggingarfulltrúa, Skildingavegi
5, til og með 11. apríl 2018. Einnig er
tillagan aðgengileg hjá Skipulags-
stofnun og á heimasíðu Vestmanna-
eyjabæjar. Hægt er að gera athuga-
semdir við tillöguna til 11. apríl 2018.
Höfn við Eiðið besta lausnin
Um hafnarframkvæmdir segir
m.a.: „Það er mat sveitarfélagsins að
höfn við Eiðið sé besta lausnin til
framtíðar. Í dag er ófremdarástand í
Vestmannaeyjahöfn vegna fjölgunar
á skipakomum. Vestmannaeyjar eru
háðari höfn en flest önnur byggða-
lög. Bæta þarf aðstöðu til að stærri
flutningaskip geti lagst að í Eyjum
en geta í dag, vegna takmarkana t.d.
á aðstöðu til að snúa skipum á innri
höfninni. Vaxtartækifæri Vest-
mannaeyja eru algjörlega háð höfn-
inni og stækkunarmöguleikum.“
Svo áfram séu rakin dæmi um
umfjöllunarefni í tillögunni má nefna
að gert er ráð fyrir stjörnuskoðun
austan við Eldfell. Einnig er í tillög-
unni fjallað um nýtt sýningarsvæði
fyrir sjódýr í kvíum í Klettsvík. Af-
þreyingar- og ferðamannasvæði við
Eldheima, Skansinn og í Herjólfsdal
verða afmörkuð. Grunnnet með að-
alleiðum fyrir gangandi, hjólandi,
ríðandi og akandi er skilgreint í til-
lögunni.
Gert er ráð fyrir nýju landbún-
aðarsvæði þar sem áður var borað
eftir heitu vatni norðaustur af flug-
velli og einnig við vesturenda flug-
brautar. Reiknað er með stækkun
íbúðarsvæða sunnan við Hraun-
hamar og sunnan við Suðurgerði og
nýju athafnasvæði á leiðinni út á
flugvöll.
Hámarksfjöldi gesta
úr farþegaskipum
Í sérstökum rammahluta um
ferðarþjónustu er m.a. mörkuð
stefna um að heimagisting í íbúð-
arbyggð sé heimil ef ekki er gisti-
rými í fleiri en fimm herbergjum.
Einnig að settar verði reglur um há-
marksfjölda gesta úr farþegaskipum
sem geta komið í land á einum degi.
Þá eru hugmyndir um að þróa þema-
leiðir fyrir gangandi og hjólandi, t.d.
söguleið, hraunleið, safnaleið, fjöl-
skylduleið, hringleið og fuglaleið.
Samkvæmt gögnum frá Hag-
stofu Íslands voru íbúar í Vest-
mannaeyjum árið 1990 rétt um 5.000
en árið 2000 hafði þeim fækkað í
4.600. Frá 2000-2016 hefur íbúum
fækkað um u.þ.b. 250 en fjölgun hef-
ur þó verið ár frá ári síðan 2008.
Áætlað er íbúar í Vestmannaeyjum
geti orðið um 5.100 við lok skipulags-
tímabilsins árið 2035.
Stórskipahöfn og byggt
þar sem nú er hraun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vestmannaeyjar Í tillögu að nýju aðalskipulagi til ársins 2035 er fjallað um
mannlíf, atvinnuuppbyggingu og ferðaþjónustu svo nokkuð sé nefnt.
Í tillögu að aðalskipulagi Vest-
mannaeyja er talsvert fjallað um
kosti og galla þess að grafa út hluta
af nýja hrauninu og byggja þar á ný.
Í tillögunni segir meðal annars:
„Nýtt miðbæjarsvæði með íbúð-
um sem yrði til þegar hraunið við
miðbæinn yrði grafið út, er líklegt
til að hafa verulega neikvæð áhrif á
jarðmyndanir og hraun sem runnið
hefur á nútíma. Inngripið er sterkt
og fæli í sér að hraunið sem rann
yfir byggðina í miðbænum og húsin
sem þar voru yrði tekið í burtu. Því
myndi fylgja töluverð landmótun og
aðlögun.
Rökin með því að þetta svæði
verði aftur tekið undir byggð er að
þarna var byggð áður en hraunið
rann, verulega sé þrengt að mið-
bænum í dag og litlir möguleikar til
uppbyggingar og mikill fengur sé
að því að farið verði í uppbyggingu
á þessu svæði. Mikil hreinsun átti
sér stað í bænum eftir gos þegar
gjóska var mokuð af bænum og vel
sé hægt að hugsa sér að halda
þeirri hreinsun áfram á þessu
svæði. Það er mat Vestmannaeyja-
bæjar að þessi valkostur sé allrar
skoðunar virði og því er hann settur
fram í tillögunni.“
Valkostur allrar skoðunar virði
KOSTIR OG GALLAR VIÐ AÐ GRAFA ÚT HLUTA AF NÝJA HRAUNINU