Morgunblaðið - 07.03.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 07.03.2018, Síða 26
Íslensk myndlist fyrr og nú í brennidepli Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur á 70 ára afmæli í dag. Spurð-ur um það sem hann hefði helst fyrir stafni þessa dagana svar-aði Aðalsteinn: „Ætli ég brenni ekki enn fyrir því sama sem ég gerði fyrir rúmlega fjörutíu árum, sögu íslenskrar myndlistar. Ég er að kenna listfræði uppi í Háskóla Íslands í dag og að því loknu held ég áfram að berja saman grein um íslenska listakonu fyrir tímaritið Skírni í kompu minni heima. Á morgun og um helgina er ég með leið- sögn um sýningar í Reykjavík og Listasafni Reykjaness, og í næstu viku er sömuleiðis fullt prógramm, m.a. fundir í tengslum við bækur um íslenska myndlist og menningarferð til Lissabon.“ Hvað hefur afmælisbarnið sér til afþreyingar þess utan?“ Veturnir fara mikið í útivist ýmiss konar, með og án hunda, bóklestur, eltinga- leik við góða tónlist, matargerð og í seinni tíð margs konar barna- barnastúss, sem er kannski það skemmtilegasta af þessu öllu. Á sumr- in leggst ég í skreppitúra til afskekktra staða og útlanda og meiri útivist, þ.á m. fluguveiði.“ Og í tilefni dagsins? „Ég var að vona að ég kæmist klakklaust frá þessum degi, en fjölskyldan hafði aðrar hugmyndir. Í kvöld borða ég með fjölskyldu minni á valinkunnu indversku veitingahúsi hér í bæ, en indverskur matur er með því allra besta sem við þekkjum.“ Eiginkona Aðalsteins er Janet S. Ingólfsson, börn þeirra eru Elva Brá, Signý og Drífa og barnabörnin eru orðin sjö. Morgunblaðið/Kristinn Listfræðingur Aðalsteinn Ingólfsson handleikur málverk eftir Krist- ján Davíðsson en um hann hefur Aðalsteinn skrifað bók. Aðalsteinn Ingólfsson er sjötugur í dag 26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018 hafðu það notalegt Njóttu þess að gera baðherbergið að veruleika miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 FINGERS 70x120 cm Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm Ryðfrítt stál S igurgeir fæddist í Þór- isholti í Mýrdal 7.3. 1938 og ólst þar upp. Hann hóf barnaskólanám í Reyn- isskóla, var í Skógaskóla 1951-54, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1958, embættisprófi í læknisfræði við HÍ 1965 og öðlaðist almennt lækn- ingaleyfi 1967. Sigurgeir var aðstoðarlæknir hjá héraðslækninum á Blönduósi.1965, kandidat við Landspítala og Landa- kotsspítala 1965 og 1966, aðstoð- arlæknir og í sérfræðinámi í almenn- um skurðlækningum við The Memorial Hospital í Worcester í Massachusetts í Bandaríkjunum 1966-71, og aðstoðarlæknir í æða- skurðlækningum við Massachusetts General Hospital í Boston 1971-72. Hann öðlaðist sérfræðingsleyfi í al- mennum skurðlækningum 1972 og í æðaskurðlækningum 1973. Auk þess sótti hann námskeið í greiningu og meðferð á illkynja æxlum við Har- vard Medical School í Boston 1975 og í æðaskurðlækningum við Massachu- setts General Hospital í Boston 1977. Sigurgeir var sérfræðingur í al- Sigurgeir Kjartansson, fyrrv. yfirlæknir – 80 ára Hjónin Sigurgeir og Jóhanna á góðri stund heima í stofu, en krummi lætur fara vel um sig í gluggakistunni. Naut sín á skíðum og undir seglum þöndum Fjölskyldan Sigurgeir og Jóhanna, ásamt börnum hans og barnabörnum. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift aðMorgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.