Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 52

Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 52
LAUGARDAGUR 10. MARS 69. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Óku bílnum á öfugan vegarhelming 2. Ert þú nokkuð á þessum myndum? 3. Húsið sem aldrei var byggt 4. Segir lýsispillur Costco innihalda …  Kristinn Sigmundsson bassa- söngvari og Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari halda söng- skemmtun í Salnum í dag kl. 14.30. Flytja þau íslensk og erlend sönglög og aríur og er yfirskrift tónleikanna „Það kom söngfugl að sunnan“. Kristinn og Anna Guðný í Salnum  Magnús Gott- freðsson, prófess- or við læknadeild Háskóla Íslands, verður með leið- sögn í Þjóðminja- safninu á morgun, sunnudag, kl. 14 og veitir gestum safnsins innsýn í smitsjúkdóma og meðhöndlun sjúklinga hér á landi frá svartadauða á miðöldum til dagsins í dag. Leiðsögnin er hluti af dagskrá safnsins þar sem fullveldisársins 1918 er minnst. Svartidauði, spænska veikin og svínaflensa  Safnahelgi á Suðurnesjum er hald- in í tíunda sinn um helgina og standa ýmis söfn og sýningar gestum opin og er fjölbreytt dagskrá í boði. Meðal viðburða er gjörningur Stephens Lár- usar Stephens, „A Camera Pa- inting Event“, í Listasafni Reykjanesbæjar kl. 13.30 á sunnudaginn. Má þar sjá listamanninn að störfum með lifandi módeli, þar sem ýmsar uppstillingar verða reyndar. Fjölbreytilegir við- burðir á safnahelgi FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan og austan 5-13 m/s og él, en 8-15 norðvestantil. Bjart um landið sunnanvert, og léttir til vestast þegar líður á daginn. Frost yfirleitt 0 til 10 stig. Á sunnudag Norðaustan 10-15 m/s og snjókoma eða él, en bjartviðri suðvestanlands. Hiti 0 til 5 stig með suðurströndinni, annars um eða undir frostmarki. Á mánudag Norðaustlæg átt 5-13 m/s og skýjað á köflum, en 13-18 með suðaustur- ströndinni og dálítil snjókoma eða slydda. Frost 0 til 9 stig, en frostlaust syðst. Eyjamenn og Framarar mætast í bik- arúrslitaleik karla í handknattleik í dag, á eftir úrslitaleik Hauka og Fram í kvennaflokki. ÍBV vann Hauka eftir ótrúlega sveiflu í seinni hálfleik þar sem Eyjaliðið skoraði níu mörk í röð. Framarar sigruðu Selfyssinga eftir gríðarlega spennu, framlengingu og vítakastkeppni í Laugardalshöllinni í gærkvöld. »2-3 Fram vann vítakeppnina og mætir ÍBV í úrslitum Af þeim átta liðum sem eru á leið í úrslitakeppnina sé ég sex þeirra eiga mögu- leika á að fara alla leið. Það er ekkert eitt lið sem ég sé sigurstranglegast þessa dagana og fyrir mér gerir það úrslitakeppnina enn meira spennandi. Það er allt galopið,“ skrifar Benedikt Guðmundsson, körfubolta- sérfræðingur Morg- unblaðsins. »4 Sex lið af átta geta farið alla leið Valdís Þóra Jónsdóttir er í baráttu um verðlaunasætin á Investec- golfmótinu í Höfðaborg í Suður- Afríku en fyrir lokahringinn í dag deil- ir hún fjórða sætinu. Þetta er fimmta mót tímabilsins á Evrópumótaröð- inni. Besti árangur Valdísar er þriðja sætið sem hún náði í Bonville í Ástr- alíu í febrúar en eftir fjögur fyrstu mót ársins er hún í 10. sætinu á styrkleikalista Evr- ópumótaraðarinnar. »1 Valdís berst um verð- launasætin í Höfðaborg Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sigurður Aðalsteinsson, landsliðs- maður í pílu á árunum 2000 til 2004, er aftur kominn í landsliðið og verð- ur með á Norðurlandamótinu í Finn- landi í maí. „Ég er farinn að keppa við þá bestu á ný og kasta nú með vinstri en ekki hægri eins og áður,“ segir keppnismaðurinn ánægður, en hann er líka í landsliði eldri kylfinga. Ósjálfráðir kippir í fingrum hægri handar urðu til þess að Sigurður varð að hætta að kasta pílu 2005, um sjö árum eftir að hann byrjaði að æfa íþróttina. „Svona kippir eru ekki óalgengir og eiga að hverfa á nokkr- um árum,“ segir hann. Því hafi hann beðið rólegur en þótt kippirnir hafi orðið veikari hafi þeir ekki horfið. „Ég gafst upp á biðinni fyrir um fimm árum, byrjaði að þjálfa mig markvisst upp með vinstri og er kominn á fyrra stig.“ Bið í bátasölu afdrifarík Pílan varð óvænt fyrir valinu 1997. „Ég var staddur á bátasölu, þegar landsliðsmanninn Þorgeir Guð- mundsson bar að garði og hann byrj- aði að kasta pílu með starfsmönnum bátasölunnar,“ rifjar hann upp. „Ég reyndi fyrir mér á meðan ég beið og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Félagarnir Sigurður og Þorgeir verða einmitt samherjar í tvímenn- ingi í Finnlandi en þeir hafa unnið til margra verðlauna, bæði saman og í einstaklingskeppni. Sigurður hefur sigrað í fimm af síðustu sex stiga- mótum sem hann hefur tekið þátt í, varð Reykjavíkurmeistari í fyrra og þeir eru ríkjandi Reykjavíkur- og Ís- landsmeistarar í tvímenningi. „Við spiluðum saman í landsliðinu 2004 og þá unnum við tvo leiki, fyrstu sig- urleiki Íslands í liðakeppni á Norð- urlandamóti, að ég held,“ segir hann. Á sama móti varð hann í 3.-4. sæti í einmenningi, sem er besti árangur Íslendings í einmennings- keppni á Norðurlandamóti. „Við er- um samt alltaf að bæta okkur með aukinni breidd og við Toggi erum ekki nein unglömb lengur, hann á áttræðisaldri og ég á sjötugsaldri.“ Keppnin er ekki síður hörð við soninn Gylfa Þór, landsliðsmann í knattspyrnu hjá enska félaginu Everton. „Við köstum pílu á móti hvor öðrum þegar við getum,“ segir Sigurður. „Ég er ennþá betri, en hann var meistari allra starfsmanna Swansea í fyrra og á eftir að bæta sig.“ Feðgarnir keppa líka í golfi. „Gylfi vinnur mig alltaf þar,“ segir Sig- urður, en þess má geta að Ólafur Már, bróðir Gylfa, er ekki síður lið- tækur í íþróttinni og var högglengsti kylfingur landsins á tímabili. Sigurður er með 3,9 í forgjöf í golfi og hefur tekið þátt í þremur mótum með landsliði öldunga, en næst er það Norðurlandamót í Finn- landi í ágúst. „Ég hef yfirleitt ekki tekið þátt í stigamótum í pílu frá maí og fram í september vegna golfsins,“ útskýrir hann. „Ég hef því ekki enn náð með vinstri þeim styrk sem ég hafði með hægri en það styttist í það. Í pílukasti gildir einu hvort þú kastar með vinstri eða hægri; keppnin snýst um að sigra.“ Í landsliðið með vinstri  Sigurður er landsliðsmaður í golfi og pílu Morgunblaðið/Hanna Sigursæll afreksmaður Sigurður Aðalsteinsson í herberginu þar sem hann geymir hluta verðlaunasafnsins. Fræknir kylfingar Sigurður með sonunum Ólafi Má og Gylfa Þór á góðri stundu í golfi í Sawgrass í Flórída í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.