Morgunblaðið - 10.03.2018, Side 23

Morgunblaðið - 10.03.2018, Side 23
Morgunblaðið/RAX Lánakjör Mörg sveitarfélög hafa slegið lán hjá LS vegna hagstæðra kjara. Lánasjóður sveitarfélaga hefur lánað 15 milljarða króna það sem af er þessu ári til sveitarfélaga í landinu. Þótt aðeins séu liðnir tveir mánuðir af árinu hefur sjóðurinn aldrei lánað meiri fjármuni á einu ári. Í fyrra námu lánveitingar sjóðsins um 9,5 milljörðum, 6,6 milljörðum árið 2016 og 7,5 milljörðum árið 2015. Stærst- an hluta lánveitinganna má rekja til uppgjörs sveitarfélaganna vegna breytinga á réttindastöðu sjóðfélaga A-deildar Brúar lífeyrissjóðs. Þannig var ákveðið að þau greiddu tæpa 10 milljarða í svokallaðan jafnvægissjóð til að koma áfallinni stöðu sjóðsins í jafnvægi, 27,3 milljarða í lífeyris- aukasjóð til að mæta framtíðarskuld- bindingum vegna lífeyrisauka og 3 milljarða í varúðarsjóð sem ætlað er að styðja við lífeyrisaukasjóðinn. Óttar Guðjónsson, framkvæmda- stjóri LS, segist gera ráð fyrir að á yfirstandandi ári muni lánveitingar sjóðsins slaga í 20 milljarða ef áætl- anir gangi eftir. „Í tengslum við þessar miklu lán- veitingar réðumst við í skuldabréfa- útgáfu í desember sem nam 4,2 milljörðum og svo 6,5 milljörðum í janúar og febrúar. Útlánaukningin á nýju ári kallaði á að við endurskoð- uðum útgáfuáætlun ársins og var það tilkynnt á fimmtudag,“ segir Óttar. Fram kemur í opinberum gögnum að LS hafi lánað sveitarfélögunum til fyrrnefnds uppgjörs við Brú á 2,6% vöxtum. Á sama tíma stóð sveit- arfélögunum til boða að gera upp við Brú með lánveitingu frá lífeyris- sjóðnum á 3,5% vöxtum. Lánveitingarnar stóraukast í ár FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018 Innblásið af Aalto Með sjálfbærni að leiðarljósi Finnsk innanhússhönnun 02.03–02.09.2018 Opið alla daga 11–17.Miðvikudaga 11–21 Norrænahúsið. Sæmundargötu 11 www.norraenahusid.is Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á 10. mars 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 99.34 99.82 99.58 Sterlingspund 137.81 138.49 138.15 Kanadadalur 76.83 77.27 77.05 Dönsk króna 16.5 16.596 16.548 Norsk króna 12.659 12.733 12.696 Sænsk króna 12.034 12.104 12.069 Svissn. franki 105.05 105.63 105.34 Japanskt jen 0.936 0.9414 0.9387 SDR 144.29 145.15 144.72 Evra 122.96 123.64 123.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.67 Hrávöruverð Gull 1319.35 ($/únsa) Ál 2082.0 ($/tonn) LME Hráolía 64.51 ($/fatið) Brent ● Það hægði heldur á hagvexti á liðnu ári, en landsframleiðsla jókst að raun- gildi um 3,6% árið 2017, samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningum Hagstof- unnar. Til samanburðar jókst hún um 7,5% árið áður og um 4,3% árið 2015. Hagvöxtur er nú 15,3% meiri en árið 2008. Einkaneysla jókst um 7,8% á milli ára, samneysla um 2,6% og fjár- festing um 9,3%. Útflutningur jókst um 4,8% á árinu 2017 samanborið við 10,9% árið áður. Hagvöxturinn var 3,6% samkvæmt Hagstofunni STUTT Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og framtakssjóðurinn Frumtak hafa selt samtals 37% hlut sinn í hátækni- fyrirtækinu Völku sem starfar á sviði sjávarútvegs. Samhliða sölunni var hlutafé félagsins aukið. Helgi Hjálmarsson, stofnandi félagsins, segir í samtali við Morg- unblaðið að kaup- endurnir og þeir sem tóku þátt í hlutafjáraukning- unni hafi þegar verið í hluthafa- hóp félagsins. Þeirra á meðal sé Vortindur, félag á hans vegum, Fossar í eigu Sig- urbjörns Þorkelssonar, Vogabakki í eigu Árna Haukssonar og Hall- björns Karlssonar, Vindhamar, fé- lag á vegum Kára Guðjóns Hall- grímssonar auk núverandi og fyrrverandi starfsmanna. „Við stefnum á yfir 50% vöxt í ár,“ segir hann. Í fyrra hafi verið óveru- legur vöxtur á milli ára en árið 2016 hafi tekjur aukist um 38% á milli ára. Tekjur Völku námu 1,2 millj- örðum króna árið 2016. Hagnaður- inn nam 58 milljónum króna það ár samanborið við 21 milljónar króna tap árið áður. „Fjárfestingin var mjög góð fyrir sjóðinn,“ segir Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunar- sjóðsins, í samtali við Morgunblaðið en hún er bundin trúnaði um sölu- verðið. „Þetta var gott dæmi um það hvernig Nýsköpunarsjóðurinn getur stutt við flott fyrirtæki, fengið ávöxtun á sitt fé og getur vonandi nýtt það til að fjárfesta aftur.“ Ný- sköpunarsjóðurinn hóf að fjárfesta í félaginu árið 2008 og Frumtak árið 2011. Fyrirtækið var stofnað árið 2003 í bílskúr Helga Hjálmarssonar fram- kvæmdastjóra Völku. Starfsmenn eru um sextíu manns og viðskipta- vinir eru víða um heim. Hluthafar voru 22 í árslok 2016. Helgi segir í tilkynningu aðkomu nýsköpunarsjóðanna beggja hafa skipt sköpun fyrir vaxtarmöguleika fyrirtækisins á miklu uppbygging- artímabili Nýsköpunarsjóður er ekki á fjár- lögum frá ríkinu og þarf því að ávaxta sitt pund til að geta fjárfest í sprotum. Að sögn Huldar var sjóð- urinn nokkuð stór hluthafi í GreenQloud og seldi hlutinn í fyrra með ágætum hagnaði. Nú hefur hluturinn í Völku verið seldur og minni eignir voru seldar í vetur. Fyrir skömmu hafi sjóðurinn fjár- fest í Florealis. „Það er jákvætt því sjóðurinn hefur ekki getað hreyft sig í nokkur ár.“ helgivifill@mbl.is Stór hluti í Völku skiptir um hendur  Vogabakki og Fossar meðal fjárfesta Helgi Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.