Morgunblaðið - 10.03.2018, Page 32
32 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018
✝ Böðvar Páls-son fæddist á
Búrfelli í Gríms-
nesi 11. janúar
1937. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 3. mars
2018.
Foreldrar hans
voru Laufey Böðv-
arsdóttir, f. 24.
nóv. 1905, d. 6.
nóv. 1974, hús-
freyja, og Páll Diðriksson, f. 8.
okt. 1901, d. 6. júní 1972, bóndi
á Búrfelli, Grímsnesi. Systur
Böðvars eru Ólöf, f. 30. apríl
1930, gift Bjarna Kr. Bjarna-
syni, d. 22. nóv. 1998, Ingunn, f.
30. mars 1933, gift Guðmundi
Axelssyni, d. 17. feb. 1998,
Edda Laufey, f. 20. okt. 1938,
gift Svani Kristjánssyni, d. 10.
ágúst 2011, og Ragnheiður, f.
17. feb. 1941, gift Sigvalda
Hólm Péturssyni.
Böðvar kvæntist 26. okt.
1963 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Lísu Thomsen, f. 17. júlí
1944. Böðvar og Lísa eignuðust
fimm börn, þau eru: 1) Sig-
urður, f. 26. feb. 1964, kvæntur
Guðrúnu Bragadóttur. Börn
þeirra eru Sigríður Laufey og
Böðvar. Eldri börn Sigurðar
með Önnu Kristínu Ólafsdóttur
gripahirðingu að vetrum. Hann
stofnaði nýbýlið Búrfell 3 úr
hálfri jörðinni Búrfelli 2 árið
1964 og hóf þar búskap ásamt
Lísu. Hann bjó á Búrfelli alla
sína ævi.
Hann var kjörinn í hrepps-
nefnd Grímsneshrepps á árinu
1972 og átti þar sæti í 32 ár,
þar af 14 ár sem oddviti. Hann
var jafnframt sýslunefnd-
armaður og átti sæti í héraðs-
nefnd. Þá var hann lengi hrepp-
stjóri. Böðvar var formaður
búnaðarfélagsins í sinni sveit
og fulltrúi á aðalfundum
Stéttarsambands bænda. Hann
sat í stjórn Stéttarsambandsins
og sat fyrir hönd þess í ýmsum
nefndum og ráðum, meðal ann-
ars í Öldrunarráði Íslands og
innan þess formaður stjórnar
sjúkrastofnunarinnar Skjóls.
Böðvar var virkur í félags-
málum. Hann var formaður
Ungmennafélagsins Hvatar og
framkvæmdastjóri félagsheim-
ilisins Borgar. Böðvar var
stofnandi og fyrsti formaður
Lionsklúbbsins Skjaldbreiðar
og einn af stofnendum Odd-
fellow-reglunnar Hásteins nr.
17 á Selfossi.
Böðvar var kirkjubóndi og
þótti afar vænt um Búrfells-
kirkju.
Útför Böðvars fer fram frá
Skálholtsdómkirkju í dag, 10.
mars 2018, og hefst athöfnin
klukkan 14.
eru Lísa Margrét,
Eysteinn og Bjarki.
Fyrir á Guðrún
Hugó Pétur og
Láru. 2) Laufey, f.
20. des. 1966. Börn
hennar og Jóns
Gunnars Schram
eru Böðvar, Elísa,
Magdalena Salvör
og Ingunn Ýr. 3)
Bryndís Ásta, f. 11.
júní 1971, eigin-
maður hennar er Pétur Ingi
Haraldsson og eiga þau þrjú
börn, Arnar Pál, Láru Björk og
Auði. 4) Anna Ýr, f. 15. feb.
1979, sambýlismaður hennar er
Sigurður Benediktsson. Börn
Önnu Ýrar og Hjalta Más Bald-
urssonar, d. 12. nóv. 2015, eru
Elísa Björk, Ester Laufey og
Hjalti Már. 5) Lára, f. 20. des.
1980, eiginmaður hennar er
Sturla Jónsson. Börn þeirra eru
Eva Björk og Páll Eysteinn.
Böðvar eignaðist sitt fyrsta
langafabarn, Sigurð Matthías,
son Lísu Margrétar og Krist-
jáns H. Johannessen, í janúar sl.
Böðvar lauk landsprófi frá
Héraðsskólanum á Laugarvatni
árið 1955 og stundaði nám í
Íþróttaskól-anum í Haukadal.
Eftir það vann hann sem skurð-
gröfustjóri á sumrin og við
Það er sárt að þurfa að kveðja
hann Böðvar Pálsson á Búrfelli,
tengdaföður minn. Minningar af
okkar góðu kynnum undanfarin
ár eru þó huggun harmi gegn.
Margir minnast Böðvars sem
hins mikla héraðshöfðingja sem
hann sannarlega var. Böðvar
vann ötullega að málefnum
Grímsness sem oddviti og hrepp-
stjóri í áratugi. Hann var formað-
ur ungmennafélagsins í sveitinni
og fulltrúi í Stéttarsambandi
bænda. Sat í ótal nefndum og
stjórnum og þar oftar en ekki í
formennsku. Þá var Böðvar fyr-
irmyndarbóndi þó svo að oft á tíð-
um hafi skort tíma til sinna bú-
störfum sökum anna í sveitar-
stjórnar- og félagsmálum.
Sjálfur kynntist ég Böðvari
sem hæglátum eldri manni fyrir
um áratug. Hann þá hættur störf-
um en þó hvergi nærri sestur í
helgan stein. Böðvar var annálað
góðmenni og auðvelt að njóta
samvista hans. Hafsjór af fróð-
leik, góður sögumaður og hafði
einstaklega gaman af því að
fræða um menn og málefni. Oft
var maður drifinn í bíltúr um
sveitina þar sem rifjaðar voru upp
sögur á bak við einstök örnefni og
af gömlum sveitungum. Tónlistin
var aldrei langt undan og var
Böðvar þar jafnvígur á orgelið og
harmonikkuna. Þá hafði hann ein-
stakt lag á að framreiða sérstak-
lega ljúffengan grjónagraut, sem
er kúnst sem síuppteknir borg-
arbúar munu seint geta tileinkað
sér. Þeirrar eldamennsku verður
sárt saknað.
Mér bæjarbarninu hefur þó
fundist virðingarvert að hafa
fengið að kynnast sönnum
sveitarhöfðingja eins og honum
Böðvari. Böðvar fæddist á Búr-
felli í Grímsnesi, bjó þar alla sína
ævi og mun að lokum verða lagð-
ur þar til grafar. Umhyggja hans
fyrir sveit sinni og jörð duldist
engum og það var sem náttúran
á Búrfelli og Böðvar væru eitt. Á
stundum hefur mér fundist
Böðvar vera meðal síðustu kynd-
ilbera hinnar rómantísku ís-
lensku sveitamenningar sem ein-
hvern veginn virðist vera að líða
undir lok.
Fyrir rúmum fjórum árum
óskaði ég eftir inngöngu í stúku
Oddfellow-reglunnar á Selfossi.
Áhugi minn á reglustarfinu
kviknaði eftir spjall við tengda-
foreldra mína en Böðvar og Lísa
eru bæði virk reglusystkin og
hafa verið í áratugi. Það var
heiður að fá að sitja í stúkunni
með honum síðustu árin og er ég
einstaklega þakklátur fyrir sam-
verustundir okkar þar. Það var
sárt að upplifa Böðvar takast á
við veikindi sín undanfarna mán-
uði, ekki síst eftir að ljóst var í
hvað stefndi. Böðvar var ekki há-
aldraður maður og það er ein-
hvern veginn eins og frekari tími
hefði átt að standa okkur til
boða. Það er ljóst að fráfall
Böðvars skilur eftir sig mikið
tómarúm í fjölskyldunni. Megi
minningin um hann verða okkur
sem eftir stöndum leiðarljós á
ókomnum árum.
Sturla Jónsson.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Okkar elskulegi afi er fallinn
frá. Okkur systkinum er efst í
huga þakklæti fyrir allar þær
ótalmörgu góðu stundir sem við
höfum átt með afa Böðvari í
gegnum tíðina. Hjá ömmu og afa
á Búrfelli hefur okkur alltaf þótt
gott að vera; sem börn fengum
við að kynnast frelsinu í sveitinni
þegar við lékum okkur niðri við
læk eða úti á túni. Í seinni tíð
nutum við þess að kíkja inn á
Búrfelli og hlusta á sögur yfir
rjómalagaða grjónagrautnum
hans afa og kaffi.
Afi var einstakur maður, hlýr
og hláturmildur og hafsjór af
fróðleik, enda með eindæmum
minnugur. Hann var ekki síður
hrókur alls fagnaðar – spilaði á
nikkuna og sagði gamansögur
eða fór með vísur. Afi var mjög
fjölskyldurækinn og þykir okkur
afskaplega vænt um allar góðu
minningarnar úr fjölskylduboð-
unum á Búrfelli, ekki síst frá ár-
legu jólaboði stórfjölskyldunnar
sem hófst alltaf á hátíðlegri
stund í Búrfellskirkju sem afi
stýrði af mikilli einlægni og
festu. Fól hann þá einhverjum
afkomendunum að lesa vel valda
sögu eða annan texta í kirkjunni
og svo auðvitað jólaguðspjallið
og jafnvel að spila á hljóðfæri.
Sungu svo allir saman Heims um
ból, hér áður fyrr við undirleik
afa á orgelið, og kveiktum á kert-
um í lokin. Eftir helgistundina
var haldið niður að bæ heim til
afa og ömmu í veislumat og síðar
um kvöldið komu jólasveinar nið-
ur af Búrfelli að heilsa upp á
börnin, dansa með þeim í kring-
um jólatréð og gefa þeim epli eða
mandarínur. Okkur eru minnis-
stæð ein jólin fyrir mörgum ár-
um þegar afi lék annan jólasvein-
inn en sá jólasveinn var með
skegg á nefinu þar sem gervi-
skeggið hafði hliðrast til í öllum
hamaganginum og sat skakkt á
andliti afa. Vakti það mikla kát-
ínu hjá börnunum og fjölskyld-
unni allri þau jólin og æ síðan
þegar það atvik er rifjað upp.
Við systkinin eigum ekki síður
dýrmætar æskuminningar úr
fjárhúsunum með afa, t.d. þegar
hann gaf okkur kindur og leyfði
okkur að gefa þeim nafn, og úr
reiðtúrum og bíltúrum með hon-
um um Búrfellslandið sem hann
nýtti til að fræða okkur um jörð-
ina. Fyrir þessar samverustund-
ir og minningar og fjölmargar
aðrar verðum við ævinlega þakk-
lát.
Afa Böðvars söknum við sárt.
Blessuð sé minning hans.
Lísa Margrét, Eysteinn
og Bjarki.
Kær frændi minn, Böðvar á
Búrfelli, er látinn.
Við vorum systra- og bræðra-
börn og vinátta mikil milli heim-
ilanna. Minningarnar streyma
fram frá skóladögum á Ljósa-
fossi.
Kennarinn var 22 ára útskrif-
aður úr Kennaraskólanum,
Böðvar Stefánsson frá Minni-
borg. Kennslustundin byrjaði
ávallt með söng. Við kyrjuðum
fjárlögin eða ítalskar aríur. Það
var gott veganesti út í daginn.
Eitt er mér minnisstætt frá okk-
ar fyrstu dögum. Böðvar á Búr-
felli fékk heimþrá. Hann var
ekkert að segja frá, heldur
strauk hann úr skólanum. Ég
var steinhissa, ég hefði heldur
strokið að heiman í skólann, svo
gaman þótti mér. Við vorum níu
ára gömul. Páll pabbi hans kom
ríðandi með hann næsta dag.
Böðvar var keppnismaður bæði í
íþróttum og námi. Við vorum í
heimavist í tvær vikur og tvær
vikur heima. Þær helgar sem við
vorum í skólanum voru dansæf-
ingar eða eitthvað annað, t.d.
skíða- eða skautaferðir.
Um fermingu fórum við þrjú
frændsystkinin, Böðvar, Dúna
(Guðrún Halldórsdóttir) og ég að
læra á orgel hjá Kjartani Jó-
hannessyni. Ég gafst fljótlega
upp, en Böðvar og Dúna náðu
góðum árangri og gátu spilað
hvort sem var í kirkjum eða á
skemmtunum. Böðvar tók bros-
andi á móti okkur spilandi á
harmonikku, þegar við litum inn
Böðvar Pálsson
Nýframkomið frumvarp nokk-
urra þingmanna að banna með
lögum umskurn drengja varðar
tvö grundvallargildi: Annað er
friðhelgi líkama barnsins og hitt
er frelsi til iðkunar trúarbragða
og menningar. Ljóst er að í þessu
tilviki eru þessi tvö mikilvægu
gildi í mótsögn hvort við annað.
Góð og rétt leið til þess að fara
þegar staðið er frammi fyrir slík-
um andstæðum er að finna lausn-
ir sem ná sanngjörnu jafnvægi
eða jafnræði á milli gildanna tveggja. Gott dæmi
er jafnvægið á milli málefna sem tengjast einka-
lífi og annarra sem varða þjóðaröryggi. Annað
gott dæmi er verndun tjáningarfrelsis annars
vegar en lög gegn hvatningu, hatursumræðu
o.s.frv. hins vegar. Framangreint frumkvæði al-
þingismanna leiðir því miður ekki til slíks jafn-
vægis heldur felur það í sér einhliða val á einu
gildi framar öðru.
Það er engin tilviljun að ekkert land heimsins
hefur samþykkt róttæka löggjöf í líkingu við
frumvarpið og ef Ísland gerir það verður bent á
Ísland sem það land sem sýnir vanvirðingu að
óþörfu og smánar aldagamlar venjur tvennra
eingyðistrúarbragða – íslams og gyðingdóms.
Móðgun þessi er óþörf vegna þess að feikinóg
er til af áreiðanlegum læknisfræðilegum upp-
lýsingum sem sýna fram á það að karlkyns um-
skurn, ef faglega er að unnið, skaðar ekki heilsu
drengsins heldur dregur jafnvel úr tíðni og al-
gengi tiltekinna sjúkdóma síðar á lífsleiðinni.
Ekki er vitað til þess að umskurn hafi neikvæð
áhrif á kynlíf karlmanna. Í þessu sambandi er
fullyrðingin að enginn munur sé á milli um-
skurnar drengja og eyðileggingar kynfæra
mjög ónákvæm og jafnvel villandi.
Til að ganga úr skugga um að
umskurn sé gerð af fagfólki er þess
krafist í lögum sumra þjóða að
framkvæmdin sé undir eftirliti
læknis. Aðrar þjóðir takmarka
réttinn til framkvæmdar enn frek-
ar með því að áskilja að aðeins
læknir geti framkvæmt umskurn.
Báðar þessar lausnir leiða til
ákveðins jafnvægis. Trúfastir gyð-
ingar og múslimar eru líklega ekki
ánægðir, því þeir vilja frekar að
trúarleiðtogi sjái um athöfnina, en
framangreindar lausnir opna þeim
þó leið til þess að halda í trúarlegar hefðir.
Staðbundið frumkvæði, eins og umrætt frum-
varp leggur til, gengur hins vegar of langt og
ræðst að óþörfu gegn mikilvægum undirstöðum
trúarbragðafrelsis og menningararfleifðar.
Hugtakið réttindi barnsins er í þessu tilfelli
frekar misnotað og endurspeglar hugarfar ver-
aldlegs ofríkis og megnrar vanvirðingar fyrir
trúarlífi annarra.
Ég tel að alþingismenn ættu að huga vel að
málum áður en þeir ákveða að setja Ísland í
fararbrodd slíks óréttlætis.
Bann gegn umskurði
drengja – veraldlegt ofríki
Eftir Raphael
Schutz
Raphael
Schutz
» Sendiherra Ísraels gagn-
rýnir frumvarp um breyt-
ingu á almennum hegning-
arlögum sem felur í sér að
umskurður á drengjum verður
refsiverður.
Höfundur er sendiherra Ísraels í Noregi og á Ís-
landi, með aðsetur í Osló.
Húsnæðismál eru ein af
stærstu kjaramálum dagsins í
dag. Verðlag leiguhúsnæðis
getur ráðið úrslitum um af-
komu fólks og er því brýnt að
leiga haldist eins lág og mögu-
legt er á hverjum tíma. Í
meira en áratug hefur leigu-
verð stigið upp og er nú orðið
svo hátt að allar kjarabætur
fólks á vinnumarkaði hverfa til
leigusala. Þróunin er öll á
verri veg og virðist engin
breyting vera framundan. Hvorki rík-
isvaldið né sveitarfélögin hafa staðið sig eða
sýnt nokkurn vilja til þess að grípa inn í
þessa vondu þróun. Verkalýðsfélögin hafa
því miður unnið hægt að þessum málum þó
svo að umræðan hafi verið til staðar innan
hennar öll þessi ár.
Fyrirhugað hefur verið í mörg ár að hefja
byggingu íbúða á vegum verkalýðsfélaganna
en þar eru áformin lítil og langt í að eitt-
hvað gerist. Sem sagt, allt of hægt og allt of
seint. Það er einnig dapurlegt að horfa á líf-
eyrissjóðina okkar hafna aðkomu að upp-
byggingu íbúðarhúsnæðis á forsendum
verkalýðsfélaganna. Stjórnendur sjóðanna
telja að okkar eigin peningum í lífeyrissjóð-
unum sé betur varið í að kaupa í fyr-
irtækjum sem fara í þrot, í kauphöllina þar
sem allt er keypt hverju nafni sem það
nefnist og í fjárfestingar í húsnæðisfélögum
sem eru rekin með hagnaðarsjónarmiði sem
síðan hefur gert það að verkum að verð á
húsnæði hefur hækkað án fordæma og leiga
upp úr öllu valdi. Okkar eigin peningar í líf-
eyrissjóðunum éta upp þær kjarabætur sem
barist er fyrir á hverjum tíma. Er þetta
ekki öfugsnúið? Hver ræður för í þessari
hringavitleysu?
Nú þarf að snúa blaðinu við í húsnæðis-
málum. Ástandið í húsnæðismálum er eitt af
því sem drífur mig áfram til að bjóða mig
fram í stjórn VR. VR hefur áform um að
kaupa íbúðir sem eru í byggingu og leigja
út á betri kjörum heldur en markaðurinn
sem leikur okkur svo grátt býður upp á.
Fari VR í þessa vegferð er sleginn nýr tónn
á íslenskum leigumarkaði. Þeir
sem verða svo heppnir að leigja
íbúðir hjá VR munu strax njóta
verulegrar kjarabótar.
Nú er uppsveifla og hinn
fjandsamlegi húsnæðismarkaður
drifinn áfram af ofurhagn-
aðarvonum. Ef horft er til hag-
sögunnar mun að öllum lík-
indum verða niðursveifla í
íslensku hagkerfi innan fárra
ára. Ég sé fyrir mér að VR
haldi áfram næstu ár að byggja
íbúðir, kaupa íbúðir og leigja
þær áfram á sanngjörnum kjör-
um. Fleiri verkalýðsfélög munu
bætast í hópinn með svipuðum aðgerðum og
áhrifin verða þau að leiguverð mun hvar-
vetna fara niður þegar fram í sækir. Þá sé
ég fyrir mér að verkalýðsfélögin haldi
áfram byggingu íbúða og bæti í en stöðvi
ekki allar framkvæmdir eins og gerist
reglulega hjá byggingarverktökum. Skortur
á húsnæði verður þá ekki viðvarandi eins og
gerist þegar hagsveiflan fer svo aftur upp á
ný.
Verkalýðsfélögin eru fólkið og fólkið legg-
ur til fé í sjóði verkalýðsfélaganna. Það er
því eðlilegt að sá kraftur og það fjármagn
sem er falið í verkalýðsfélögunum sé nýtt til
þess að kjarabætur hverfi ekki sem arður
til fárra aðila á ónýtum húsnæðismarkaði.
Engum er betur treystandi en verkalýðs-
félögunum til þess að vinna að hag félaga
sinna. VR er á réttri leið og hefur tekið af
skarið með nýjum áformum um húsnæðis-
mál. Við eigum að taka því fagnandi þegar
góðar hugmyndir líta dagsins ljós, sér-
staklega þegar alvöru kjarabætur eru undir.
Styðjum VR á réttri
braut í húsnæðismálum
Eftir Arnþór
Sigurðsson
» Okkar eigin peningar í líf-
eyrissjóðunum éta upp þær
kjarabætur sem barist er fyrir
á hverjum tíma. Er þetta ekki
öfugsnúið?
Arnþór
Sigurðsson
Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR, en
kosningu lýkur á hádegi 13. mars.
addisig@simnet.is