Morgunblaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 49
Sól Hluti af innsetningu listakon- unnar Rebeccu Erin Moran. Bandaríska listakonan Rebecca Erin Moran sýnir innsetninguna „Blue- print for a sunday afternoon“ í 002 Galleríi um helgina og er sýningin opin frá sólarupprás til sólarlags, nánar tiltekið frá kl. 8.00 til 19.16 í dag og frá kl. 7.57 til 19.19 á morgun. Í verkinu notar Moran veggfóður með sólarljósnæmri blöndu sem skrá- ir hreyfingu sólarinnar yfir vetrar- sjóndeildarhringinn. Sýningin er sú fjórða og síðasta á Ljóslistahátíð 002 Gallerís, en þetta sérstaka gallerí hefur verið til húsa á heimili Birgis Sigurðssonar, mynd- listarmanns og rafvirkja, í íbúð 002 á Þúfubarði 17 í Hafnarfirði. Galleríið var stofnað 2010 og í þessi átta ár hefur það verið vettvangur yfir 30 sýninga með þátttöku meira en 100 listamanna. „Sýningarnar spanna flest svið íslenskrar samtímalistar en síðasta viðbótin er yfirstandandi Ljóslistahátíð sem lýkur með sýningu Moran. Þetta er jafnframt síðasta sýning gallerísins á Þúfubarði 17. Í staðinn mun 002 Gallerí breytast í viðburðagallerí með engan fastan sýningarstað. Galleríð mun fram- vegis sérhæfa sig í ljósverkum ís- lenskra samtímalistamanna,“ segir í tilkynningu. „Ég hvet alla vini og velunnara galleríins til að koma og kveðja sýn- ingarrýmið á Þúfubarði 17 um helgina. Þetta er búið að vera alveg frábært ferðalag og margir hafa lagt hönd á plóginn. Ég vil hvetja alla til að koma og kveðja með mér það gamla og fagna nýjum farvegi gall- eríisins,“ skrifar Birgir. Rebecca Erin Moran lauk BA-námi frá Art Institute í Chicago en býr nú og starfar í Reykjavík. „Verk hennar sveima umhverfis skynjun okkar á ytri veruleika, efninu, tímanum. Þau skoða og prófa spurningar sem við setjum fram varðandi veruleikann og hvernig þessar spurningar hafa áhrif á samskipti okkar í daglegu lífi.“ Síðasta sýningin í 002 Galleríi MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018 Marina er þjónn og syng-ur á skemmtistað.Hún er líka transkonaog á í sambandi við Orlando, sem er talsvert eldri en hún. Samband þeirra virðist ein- kennast af ást, innileika og gagn- kvæmri virðingu. Hann fær slag- æðagúlp og Marinu tekst ekki að koma honum á sjúkrahús í tæka tíð til að bjarga lífi hans. Dauði Orlandos setur líf Marinu á annan endann. Hún á sínar vinj- ar í lífinu, en utan þeirra mætir hún andúð, grimmd, fjandskap og fordómum. Fjölskylda Orlandos hefur greinilega átt erfitt með að sætta sig við að hann væri kominn í tygi við transkonu og Marina lendir í rimmu við son hans og fyrrverandi eiginkonu, sem líkir lífi manns síns með henni við sápuóperu. Nú eigi fjölskyldan skilið að hún láti sig hverfa. Á leiðinni á sjúkrahúsið fellur Orlando niður stiga og sárin, sem hann hlaut í fallinu, gera dauða hans tortryggilegan. Athygli lög- reglu beinist að Marinu og er hún ítrekað niðurlægð, ekki síst af lög- reglufulltrúa, sem lýsir ítrekað yfir fordómaleysi sínu. Niðurlægingin af hálfu yfirvalda virðist ekki beinlínis stafa af fjand- skap, heldur af því að fulltrúar valdsins átti sig ekki á hvernig eigi að umgangast hana. Í einu atriði myndarinnar biður lögregluþjónn hana um skilríki. Þar er Marina skráð með nafninu Daniel og lög- reglan kýs að ávarpa hana þannig, ekki með nafninu, sem hún notar. Daniela Vega (Danielsnafnið á skil- ríkjunum mun ekki vera vísun í nafn hennar) leikur Marinu. Hún er transkona og hefur talað um það í viðtali að í Chile sé ekki hlaupið að því að fá formlega leið- réttingu á kyni og nýtt nafn. Til þess þurfi að fara fyrir dómstóla. Hún gæti farið þá leið, en neitar að gera það og segir að þar með væri hún að gefa pólitískri kúgun stimpil velþóknunar. Vega leikur Marinu af miklu ör- yggi og sannfæringu. Hún ber myndina uppi með bravúr og á skilið það mikla hrós, sem gagn- rýnendur víða um heim hafa hlaðið hana. Hún á ekki lítinn þátt í því að Stórkostleg kona fékk Óskars- verðlaun fyrir tæpri viku sem besta erlenda myndin. Þegar Vega var spurð að því um miðjan febrúar hvaða möguleika hún teldi að transdrama um trans- konu ætti á að fá Óskarinn sagði hún að heimurinn væri tilbúinn, en ekki bandaríska kvikmyndaaka- demían. Það var öðru nær. Vega hefur sagt frá því að í æsku þegar hún var að átta sig á hver hún væri hefði hún sætt of- beldi og einelti í skóla, sér hefði verið hrint niður stiga og skóla- félagar hefðu pissað á hana á kló- settum. Hún hefði hins vegar notið stuðnings fjölskyldunnar. Við fáum hins vegar ekkert að vita um forsögu Marinu í myndinni og er það með vilja gert. Hún bara er rétt eins og annað fólk. Sama hvað á gengur, alltaf er Marina yfirveguð og blátt áfram og tekur mótlætinu með stóískri ró. Í hegðun hennar er engin ögr- un, hún ögrar einfaldlega umhverf- inu með tilveru sinni. Vega segir að hún sé ekki fyrir- myndin að Marinu, þótt hún hafi lagt ýmislegt úr sínum reynslu- heimi til málanna. Áhorfandinn fær til dæmis að vita að ekki er við hæfi að spyrja transfólk hvort leið- réttingunni sé lokið og það sé búið að fara í „aðgerðina“. Frásögnin í Stórkostleg kona er að mestu leyti hrein og bein. Af og til birtist þó Orlando sjónum Mar- inu og minnir á sig. Hann getur þó lítið gert til að vernda hana þegar fjölskylda hans byrjar að vega að henni með ýmsum hætti. Í tveimur atriðum brýst síðan fram suður- amerískt töfraraunsæi, sem brýtur myndina upp. Í öðru þeirra er Marina á götu úti á gangi þegar magnast upp slíkur vindur að hún kemst vart úr sporunum þótt hún halli sér upp í hann. Í öðru fær hún skyndilega glimmervængi inni á skemmtistað og hefur sig til flugs upp úr andstreyminu og sorginni. Stórkostleg kona er um margt mögnuð mynd. Í henni er með beittum hætti fjallað um það hvað samfélagið getur átt erfitt með að höndla það sem er öðruvísi og hvað það getur kallað fram ógeð- felldar hliðar á fólki. Í raun má segja að hún dragi fram hvað það er fáránlegt þegar samfélag getur ekki einfaldlega stutt fólk til að fara sína leið til að finna hamingj- una þótt hún sé ekki sú fjölfarn- asta í vegahandbókinni. Myndin er þó enginn harmagrátur og í loka- atriðinu stígur Marina fram í nýju hlutverki og kemur áhorfandanum enn á óvart. Stórleikur Leikkonan Daniela Vega hefur ekki mikla reynslu af leik á hvíta tjaldinu, en hún ber chilesku Ósk- arsverðlaunamyndina Stórkostleg kona, sem nú er sýnd í Bíó Paradís, uppi með tilþrifum. Kvikmyndahátíðin Stockfish - Bíó Paradís Stórkostleg kona (Una Mujer Fantástica) bbbbn Leikstjóri: Sebastián Lelio. Leikarar: Daniela Vega, Francisco Reyes, Luis Gnecco, Aline Küppenheim, Nicolás Saavedra, Amparo Noguera og Trinidad González. Chile, Þýskaland, Spánn og Bandaríkin. Spænska, 104 mín. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Þegar tilveran ein er ögrun Söngvaskáldið Svavar Knútur heldur tónleika í Hannesarholti í dag, laugardag, kl. 14. Í klukku- stundarlangri dagskrá hyggst hann flytja sí- gildar söng- perlur eftir höf- unda á borð við Sigfús Halldórsson, Jón Nordal, Pál Ísólfsson og Sig- valda Kaldalóns við ljóð eftir Tóm- as Guðmundsson, Davíð Stefánsson, Halldór Laxness og Jónas Hall- grímsson. Með einungis gítarinn og ukuleleið meðferðis flytur Svavar Knútur perlur úr fjársjóðskistu þjóðarinnar. Almennt miðaverð er 3.000 kr. en frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum, auk þess sem líf- eyrisþegar og námsmenn fá afslátt. Svavar Knútur í Hannesarholti Svavar Knútur Sýning á innsetn- ingu Ráðhildar Ingadóttur, Ulti- mate, Relative, lýkur í aðalsal Hafnarborgar nú um helgina. Af því tilefni mun Ágústa Kristó- fersdóttir, for- stöðumaður Hafnarborgar, veita leiðsögn um sýninguna kl. 14 á sunnudag. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Með sýningunni dregur Ráðhild- ur upp svipmyndir af eigin heimi með upptökuvél, þar sem hún sækir í eigin reynslu og dregur fram minningar. Áhorfandinn greinir líka einstakling sem rennir augum sínum yfir fjölda upplifana. Leiðsögn um sýn- ingu Ráðhildar Frá sýningu Ráð- hildar Ingadóttur. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3 ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.