Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 39
MESSUR 39á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018
AKURINN kristið samfélag | Sam-
koma í Núpalind 1, Kópavogi, kl. 14.
Biblíufræðsla, söngur og bæn.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Petrína Mjöll og Sr. Þór
Hauksson þjóna. Kristina Kalló
Szklenár organisti. Kirkjukórinn leiðir
almennan safnaðarsöng. Sunnudaga-
skóli á sama tíma í safnaðarheimili
kirkjunnar. Eftir guðsþjónustu er stutt-
ur fundur með foreldrum ferming-
arbarna vorsins 2018. Kirkjukórinn
verður með kökubasar.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl.
11. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni
og Dagur Fannar Magnússon guð-
fræðinemi annast samverustund
sunnudagaskólans. Sigurður Jónsson
sóknarprestur þjónar fyrir altari.
Þorgils Hlynur Þorbergsson cand. the-
ol. prédikar. Kór Áskirkju syngur,
organisti Bjartur Logi Guðnason.
Kaffisopi eftir messu.
ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl.
11. Árni Heiðar Karlsson annast tón-
listina og félagar úr kór kirkjunnar
leiða söng. Prestur er Hulda Hrönn
M. Helgadóttir og meðhjálpari Sig-
urður Þórisson. Sunnudagaskóli á
sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S.
Jónsdóttur. Hressing og samfélag á
eftir.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga-
skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Um-
sjón með stundinni hefur Sigrún Ósk
Ólafsdóttir.
BORGARNESKIRKJA | Messa kl.
11. Organisti Steinunn Árnadóttir.
Prestur Páll Ágúst Ólafsson.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudaga-
skóli kl. 11 í umsjá Steinunnar Þor-
bergsdóttur og Steinunnar Leifs-
dóttur. Skaftfellingamessa kl. 14.
Prestar Ingólfur Hartvigsson, Gísli
Jónasson og Magnús Björn Björns-
son. Söngfélag Skaftfellinga syngur
ásamt kirkjukórum Kirkjubæjarklaust-
urs- og Víkurprestakalla. Organist-
arnir Brian Haroldsson, Einar Melax
og Friðrik Vignir Stefánsson leika og
stjórna. Kaffisala Skaftfellingafélags-
ins eftir messu. Ensk bænastund kl.
15.30. Prestur Toshiki Toma, prestur
innflytjenda.
BÚSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli
kl. 11. Hreiðar Örn, Ragnar Bjarni,
Jónas Þórir og Pálmi leiða sam-
veruna. Foreldrar og afar og ömmur
hvött til þátttöku með börnunum.
Gospelmessa kl. 14. Gospelkórinn
syngur, stjórnandi Þórdís Sævars-
dóttir. Jónas Þórir við hljóðfærið.
Messuþjónar aðstoða. Prestur Pálmi
Matthíasson.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur Bára Friðriksdóttir. Organisti
Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Félagar
úr Samkór Kópavogs leiða söng.
Sunnudagaskóli í kapellu á neðri
hæð. Veitingar í safnaðarsal að
messu lokinni.
Dómkirkja Krists konungs,
Landakoti | Messa á sunnud. kl.
8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku,
kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Messa virka daga kl. 18, og má. mi.
og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og
kl. 18 (vigilmessa).
DÓMKIRKJAN | Séra Eva Björk
Valdimarsdóttir prédikar kl. 11.
Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu. Dóm-
kórinn og organisti er Kári Þormar.
Bílastæði við alþingishúsið.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón-
usta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr.
Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og
predikar. Kirkjukórinn syngur undir
stjórn Matthíasar Harðarsonar organ-
ista. Meðhjálpari Jóhanna Freyja
Björnsdóttir. Kaffisopi og djús eftir
stundina. Dýrfirðingamessa kl. 14.
Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjón-
ar, Bjarni Guðmundsson flytur hug-
vekju. Kór Dýrfirðinga leiðir messu-
söng undir stjórn Guðnýjar
Einarsdóttur organista.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl.
13. Barna- og krílakórar kirkjunnar
syngja ásamt kirkjukórnum. Stjórn-
andi er Kirstín Erna Blöndal. Basar
Kvenfélagsins hefst að lokinni guðs-
þjónustu.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón-
usta kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jó-
hannsson safnaðarprestur leiðir
stundina. Hljómsveitin Mantra og
Sönghópurinn við Tjörnina leiða tón-
listina ásamt Gunnari Gunnarssyni
organista. Fermingarbörn og fjöl-
skyldur þeirra eru hvött til að mæta.
Verið öll hjartanlega velkomin.
GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upp-
haf í messu. Sr. Guðmundur Guð-
mundsson þjónar. Kór Glerárkirkju
leiðir söng undir stjórn Petru Páls-
dóttur.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Séra Sigurður Grétar
Helgason prédikar og þjónar. Kór
Grafarvogskirkju leiðir söng og organ-
isti er Hákon Leifsson. Sunnudaga-
skóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11.
Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðar-
dóttir og undirleikari er Stefán Birkis-
son.
GRAFARVOGUR – KIRKJUSELIÐ Í
SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Sig-
urður Grétar Helgason prédikar og
þjónar. Vox Populi leiðir söng og org-
anisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sér-
stakir gestir eru tónlistarfólkið Kai
Robert Johansen og Anette Lyche
Brautaset.
GRENSÁSKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli, Daníel Ágúst, Ásta
og Sóley taka á móti börnunum í
messunni sem hefst kl. 11 og svo
fara þau í sitt starf. Í messunni þjón-
ar sr. María Ágústsdóttir ásamt
messuþjónum. Samskot til Hjálp-
arstarfs kirkjunnar. Organisti er Ásta
Haraldsdóttir og sönghópur frá Do-
mus vox syngur. Kaffisopi á undan og
eftir messu. Bænastund kl. 10.15.
Hversdagsmessa á fimmtudag kl.
18.10-18.50.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11.
Prestur Leifur Ragnar Jónsson, organ-
isti Hrönn Helgadóttir og kvennakór
Guðríðarkirkju syngur. Barnastarf í
umsjá Sigurðar Óskars og Hákons
Darra. Kirkjuvörður Lovísa Guð-
mundsdóttir og meðhjálpari Guðný
Aradóttir. Kaffisopi eftir messu.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa
og sunnudagaskóli kl. 11. Sameig-
inlegt upphaf. Félagar úr Barböru-
kórnum syngja, Organisti er Guð-
mundur Sigurðsson. Prestur er Þór-
hildur Ólafs. Leiðtogar sunnudaga-
skólans eru Erla Björg og Hjördís
Rós. Hressing í Ljósbroti Strand-
bergs, safnaðarheimilis Hafnarfjarð-
arkirkju, eftir stundirnar.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og
barnastarf kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hró-
bjartsson prédikar og þjónar fyrir alt-
ari ásamt sr. Irmu Sjöfn Ósk-
arsdóttur. Messuþjónar aðstoða.
George Mason University Singers og
félagar úr National Philharmonic Cho-
rale syngja. Dr. Stan Engebretson
stjórnar, meðleikari Jane Moore Ka-
ye. Organisti er Björn Steinar Sól-
bergsson. Umsjón með barnastarfi
hefur Inga Harðardóttir æskulýðs-
fulltrúi. Tónleikar Mótettukórsins kl.
17. Æskulýðsmessa kl. 20.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Séra Helga Soffía Konráðsdóttir pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Organisti
er Þorvaldur Örn Davíðsson. Kór Há-
teigskirkju syngur. Samskot dagsins
renna til Blindrafélagsins. Aftan-
söngur þriðjudaginn 12. mars kl. 20 í
umsjá Þorvaldar Arnar, Steinars
Loga, Helgu Soffíu og Kórs Háteigs-
kirkju.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðs-
þjónusta með kvikmyndatónlist kl.
20. Um tónlistina sjá Kór Hjallakirkju
undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur og
Brassband Reykjavíkur undir stjórn
Jóhanns Björns Ævarssonar. Hugleið-
ingar flytja Sigfús Kristjánsson,
Sunna Dóra Möller og Karen Lind
Ólafsdóttir. Sunnudagaskóli í safn-
aðarheimili kl. 11 í umsjá Markúsar
og Heiðbjartar.
HREPPHÓLAKIRKJA | Messa kl.
11. Magnús Magnússon, sókn-
arprestur á Hvammstanga, prédikar
og þjónar fyrir altari ásamt sókn-
arpresti. Kirkjukór Hvammstanga-
kirkju syngur ásamt Kirkjukór Hruna-
og Hrepphólasókna.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía |
Samkoma kl. 11. Samkoma á
spænsku kl. 13. Reuniónes en esp-
añol. Samkoma á ensku kl. 14. Engl-
ish speaking service.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barna-
kirkja kl. 13. Vitnisburðarstund. Eftir
stundina verður boðið upp á kaffi og
samfélag.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjöl-
skyldumessa kl. 11. Börn í skapandi
starfi syngja. Arnór organisti spilar.
Fermingarbörn lesa bænir. Súpa og
brauð, frjáls framlög í bauk renna til
verkefnis Hjálparstarfsins til styrktar
byggingu steinhúsa fyrir munaðarlaus
börn í Úganda. Æskulýðsmessa kl.
20. Sálmari leiðir tónlistina.
Fermingarbörn sjá um lestra. Boðið
verður upp á kaffihús. Kakó og
heimabakað á 500 kr. Ágóði rennur
til HK til styrktar byggingu steinhúsa
fyrir munaðarlaus börn í Úganda.
Prestarnir leiða messurnar.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir
altari. Kór Kópavogskirkju syngur und-
ir stjórn Lenku Mátéovu, kantors
kirkjunnar. Sunnudagaskóli í safn-
aðarheimilinu Borgum á sama tíma.
Umsjón með sunnudagaskólanum
hafa Gríma Katrín Ólafsdóttir og Birkir
Bjarnason.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl.
11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknar-
prestur þjónar og predikar. Organisti
er Magnús Ragnarsson. Kór Lang-
holtskirkju leiðir safnaðarsöng og tek-
ur lagið fyrir kirkjugesti. Messunni
verður útvarpað á Rás 1. Kirkjuvörður
og messuþjónar aðstoða við helgi-
haldið. Sunnudagaskóli fer fram á
sama tíma. Hafdís og Hekla taka á
móti börnum á öllum aldri. Kvenfélag
Langholtssóknar fagnar 65 ára af-
mæli með veglegum kökubasar í
safnaðarheimili að messu lokinni.
LAUGARNESKIRKJA | Æskulýðs-
messa kl. 11. Davíð Þór Jónsson og
Hjalti Jón Sverrisson leiða stundina.
Skólahljómsveit Austurbæjar leikur
tónlist, Magnús Atlason leikur á pí-
anó og Stella Roloff á orgel. Kaffi og
samvera á eftir. Helgistund kl. 13 í
Betri stofunni, Hátúni 12, með Sr.
Davíð Þór og Elísabetu organista.
Mánudagur 12. mars. Gospelkvöld kl.
20 í félagsheimili Sjálfsbjargar, Há-
túni 12.
Fimmtudagur 15. mars. Kyrrðarstund
kl. 12. Tónlist, hugvekja, altarisganga
og fyrirbænir. Súpa á eftir.
Samvera eldri borgara kl. 13.30.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Kristín Pálsdóttir prédikar
og þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn
syngur undir stjórn Þórðar Sigurðs-
sonar organista. Sunnudagaskóli kl.
13 í umsjá Hreiðars Arnar og Þórðar.
Barnakór Lágafellsskóla syngur undir
stjórn Berglindar Björgúlfsdóttur.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Föstuguðsþjónusta
Eldriborgararáðs kl. 20. Séra Dís
Gylfadóttir prédikar og þjónar fyrir alt-
ari ásamt Þóreyju Dögg Jónsdóttur
djákna. Kór Lindakirkju leiðir almenn-
an safnaðarsöng undir stjórn Óskars
Einarssonar. Eftir guðsþjónustuna
bjóða Eldriborgararáð og Lindasöfn-
uður kirkjugestum upp á kvöldhress-
ingu.
Mosfellskirkja í Grímsnesi | Föstu-
messa miðvikudagskvöld 14. mars
kl. 20.30. Egill Hallgrímsson sóknar-
prestur og Kristján Valur Ingólfsson
Skálholtsbiskup annast stundina.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Fjölskyldu-
guðsþjónusta og töfrabrögð kl. 14.
Sr. Pétur þjónar fyrir altari og fremur
einhver töfrabrögð. Messugutti er
Petra Jónsdóttir. Félagar úr fjárlaga-
nefnd leiða sönginn, svör og sálma,
við undirleik Kristjáns Hrannars.
Ólafur Karlsson tekur á móti öllum.
Hlaðborð af alls kyns góðgæti á báð-
um hæðum í kaffinu á eftir til styrktar
Bjargarsjóði. Ekki posi á staðnum.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11.
Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A.
Molnár. Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Sunnudagaskóli á sama tíma, um-
sjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt
leiðtogum. Súpa og brauð í safn-
aðarheimilinu á eftir. Batamessa kl.
17. Prestur Guðbjörg Arnardóttir. Veit-
ingar og kaffi í safnaðarheimilinu eftir
messu.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Óli og Tómas leiða sam-
veruna. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólaf-
ur Jóhann leiðir stundina. Kór Selja-
kirkju syngur undir stjórn Tómasar
Guðna.
SELTJARNARNESKIRKJA |
Fræðslumorgunn kl. 10. Björgvin
Schram segir frá dvöl sinni sem barn
og unglingur á Hofi í Öræfasveit.
Messa og sunnudagaskóli kl. 11.
Kaffiveitingar og samfélag eftir at-
höfn.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
kl. 11. Egill Hallgrímsson sóknar-
prestur annast prestsþjónustuna.
Organisti er Jón Bjarnason.
SÓLHEIMAKIRKJA | Kirkjuskóli
laugardag 10. mars kl. 14. Messa
sunnudag 11. mars kl. 14. Sr. Sveinn
Alfreðsson. Valdís Ólöf Jónsdóttir pré-
dikar. Elísa Elíasdóttir er organisti.
Cell-stúdentar syngja, leika á hljóð-
færi og lesa ritningarlestur. María K.
Jacobsen leiðir lokabæn. Meðhjálpari
er Valdís Ólöf Jónsdótttir. Kirkjuverðir
eru Reynir Pétur Steinunnarson og
Hanný María Haraldsdóttir.
STÓRUBORGARKIRKJA Gríms-
nesi | Bæna- og kyrrðarstund við
kertaljós kl. 20.30. Egill Hall-
grímsson sóknarprestur leiðir stund-
ina.
STRANDARKIRKJA | Miðfasta.
Messa kl. 14. Kór Þorlákskirkju.
Miklos Dalmay. Sóknarprestur.
TORFASTAÐAKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 14. Egill Hallgrímsson sókn-
arprestur annast prestsþjónustuna.
Organisti er Jón Bjarnason.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Síðasta
messa fyrir fermingar. Kór Vídal-
ínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns
Baldvinssonar organista. Sr. Friðrik J.
Hjartar prédikar og þjónar ásamt
messuþjónum. Molasopi, djús og
samfélag í messulok. Kyrrðarstund í
hádegi hvern þriðjudag.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjuferð frí-
múrara. Bjartmar Sigurðsson syngur
einsöng og félagar úr Drengjakór
Hamars leiða almennan söng. Prédik-
un: Gísli Kr. Björnsson. Organisti:
Helga Þórdís Guðmundsdóttir.
Prestur: Bragi J. Ingibergsson. Sunnu-
dagaskóli kl. 11.
Orð dagsins: Jesús
mettar fimm þúsund
manna.
(Jóh. 6)
Morgunblaðið/Ómar
Stykkishólmskirkja.
Í dag stöndum við á tíma-
mótum, afkomendur systkin-
anna á Hverfisgötu 96, þegar
við kveðjum Fríðu frænku.
Fríða frænka átti stað í hjarta
okkar allra fyrir margra hluta
sakir. Fyrst skal nefna að hún
hefur verið aldursforseti ætt-
arinnar um nokkurra ára skeið
og sinnt því hlutverki af alúð
og festu. Hlutverki hennar má
líkja við hlutverk Heimdallar í
norrænni goðafræði, hún vissi
allt og kunni ráð við flestu.
Eins og gefur að skilja
gengur mikið á í stórri fjöl-
skyldu, afmæli, útskriftir,
brúðkaup, fermingar, barns-
fæðingar, skírnir og andlát og
skipst hefur á gleði og sorg
eins og gengur. Fríða frænka
hefur ætíð staðið sem klettur í
lífi okkar, ætíð hægt að leita
til hennar með hvað sem okkur
lá á hjarta.
Fríða frænka hefur kennt
okkur margt í gegnum tíðina,
kannski ekki með orðum held-
ur gjörðum. Staðfesta, réttlæt-
iskennd, frændrækni og trú á
eigin sannfæringu eru allt
hugtök sem geta lýst þessari
einstöku frænku sem við
kveðjum nú.
Árið 1972 þegar Björg, syst-
ir Fríðu, lést gekk hún mér og
fjölskyldu minni því sem næst
í móðurstað, æ síðan hefur hún
sýnt mér, Rósu og börnunum
ástúð og athygli. Ekki hefur
verið sá fjölskylduviðburður
sem Fríðu frænku hefur vant-
að á og ef hún átti ekki heim-
angengt sendi hún kveðju sína.
Lýsandi dæmi um það er að
fjórum dögum fyrir andlát sitt
gat hún ekki fundið hugarró
fyrr en hún var fullviss um að
afmæliskveðja hefði borist frá
henni til Rósu.
Þegar nýr fjölskyldumeð-
limur bættist í hópinn var hefð
fyrir því að systurnar Jóna,
Ása og Fríða kæmu í heim-
sókn, helst á fæðingardeildina.
Þar dáðust þær að nýjum
frænda eða frænku og kom
fljótt í ljós hvort ungbarnið
var: „hátt til hnés, með rós-
arhnappaeyrun og allt í okkar
ætt“. Að því sögðu gátu ný-
bakaðir foreldrar andað léttar
og ekki er enn vitað um tilfelli
sem þetta á ekki við.
Fríða frænka bjó yfir mann-
kostum sem við öll myndum
vilja hafa, hún var ætíð stolt af
sér og sínum, sýndi náungan-
um kærleika og virðingu og
var ábyrgur þjóðfélagsþegn.
Á kveðjustund er okkur efst
í huga þakklæti. Þakklæti fyr-
ir svo margt sem Fríða frænka
hefur kennt okkur og skilur
eftir sig. Þakklæti fyrir hversu
ríka áherslu hún lagði á að
stórfjölskyldan hittist og að
við fengjum að fylgjast hvert
með öðru. Þakklæti fyrir þær
stundir sem hún tók á móti
okkur í spjall yfir kaffibolla
um menn og málefni líðandi
stundar. Þakklæti fyrir að
sýna okkur að það er í lagi að
vera ekki alltaf sammála – að
þín skoðun geti verið ágæt
þrátt fyrir að vera ekki sú
sama og mín skoðun. Rósu,
Hjalta, Steinunni og fjölskyld-
um sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Skarð
Hólmfríður
Gísladóttir
✝ HólmfríðurGísladóttir
fæddist 23. júlí
1923. Hún lést 16.
febrúar 2018.
Hólmfríður var
jarðsungin 1. mars
2018. Greinar þess-
ar eru endurbirtar
vegna mistaka sem
urðu þegar þær
birtust í blaðinu á
útfarardegi.
Fríðu frænku
verður vandfyllt
og minning hennar
lifir með okkur öll-
um.
Gils Stefánsson,
Rósa Héðins-
dóttir og börn.
Ástkær móður-
systir mín, Hólm-
fríður Gísladóttir,
alltaf kölluð Fríða, lést 16.
febrúar síðastliðinn og langar
mig að minnast hennar í örfá-
um orðum.
Björg móðir mín og Fríða
voru yngstar systkinanna sjö á
Hverfisgötu 96 og milli þeirra
systra var mikill samgangur.
Eftir að móðir mín dó langt
um aldur fram átti ég ávallt
öruggt skjól hjá Fríðu frænku,
Magnúsi eiginmanni hennar og
frændsystkinum mínum, þeim
Rósu, Hjalta og Steinunni í
Heiðargerði 100 í Reykjavík.
Dvaldi ég sem barn og ung-
lingur um nokkurra ára skeið
gjarnan hjá þeim um helgar og
sótti ég í að fá að dvelja hjá
þeim, umvafinn ást og hlýju
Fríðu frænku sem hefur dekr-
að við mig, eins lengi og ég
man eftir mér og hugsa ég að
frændsystkinum mínum í
Heiðargerði hafi oft þótt nóg
um dekrið við frændann úr
Firðinum. Í minningunni var
sandkakan hennar ómótstæði-
lega, sem var í sérstöku uppá-
haldi hjá mér, alltaf á borðum
og hún sá til þess að að ég
fengi uppáhaldsmatinn minn
sem barn, bjúgu með kart-
öflum og uppstúf, reglulega
þegar ég dvaldi í Heiðargerð-
inu.
Fríða var einstaklega gjaf-
mild kona og styrkti hún m.a.
nunnurnar í Karmelklaustri í
Hafnarfirði reglulega með
matar- og peningagjöfum og
keypti af þeim ýmsa muni til
margra ára. Hugsa ég að hún
hafi fundið bæði gleði og ham-
ingju í gjafmildi sinni til svo
margra í kringum sig og þar
var ég alls ekki undanskilinn
og nutum við fjölskylda mín
gjafmildi hennar ríkulega.
Fríðu var mjög umhugað
um ættmenni sín enda ætt-
rækni henni í blóð borin og
fylgdist hún vel með ættingj-
um sínum í leik og starfi. Hún
hafði iðulega nóg að gera við
að mæta á hina ýmsu viðburði
hjá stórfjölskyldunni, s.s.
skírnir, fermingar og gifting-
ar. Hún var stálminnug fram á
síðasta dag bæði á menn og
málefni og nöfn á öllum börn-
um og barnabörnum frænd-
fólks síns virtist hún muna án
fyrirhafnar. Hún var tónelsk,
spilaði á píanó og hafði gaman
af góðum tónlistarflutningi.
Þrátt fyrir hrakandi heilsu
nú síðari ár bjó hún ein í
Fannafoldinni og sá um sig
sjálf með aðstoð barna sinna.
Hún var ótrúlega dugleg í
ýmsu félagslífi, bæði hjá kirkj-
unni sinni í Grafarvogi og hjá
Blindrafélaginu þar sem hún
mætti reglulega síðustu miss-
erin eftir að sjón hennar fór að
hraka. Hún hafði reyndar á
orði að verst þætti sér að geta
ekki keyrt lengur en hún
keyrði þó framundir nírætt
sem mörgum þætti nú eflaust
ágætt.
Ég vil að lokum senda
frændsystkinum mínum, þeim
Rósu, Hjalta og Steinunni og
fjölskyldum þeirra mínar inni-
legustu samúðarkveðjur og bið
Guð að styrkja þau í sorg
sinni.
Blessuð sé minning Hólm-
fríðar Gísladóttur.
Árni og fjölskylda.
Minningar