Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 19
Í þessari ferð verður boðið upp á fjölbreytta dagskráþar sem náttúra, matur og menning koma við sögu.
Við ætlum að fara um slóðir Jakobsstígsins við strendur
Norður Spánar, heimsækja margar fagrar borgir og
einstaka staði. Við fáum innsýn í matargerð heimamanna,
en Norður Spánn hefur löngum verið þekktur fyrir frábært
hráefni og snilldar kokka enda margar Michelin stjörnur
hérna niðurkomnar.
Við byrjum ferðina í borginni San Sebastian þar sem
gist er fyrstu þrjár næturnar. Við heimsækjum því næst
borgirnar Bilbao og Santander, förum m.a. á Guggenheim
Við heimsækjum miðaldarbæinn Santillano de Mar
og hina frægu Altamira hella og förum í göngutúr um
þjóðgarðinn Picos de Europa þar sem við skoðum
Covadonga vötnin og njótum okkar í sveitasælunni. Einnig
heimsækjum við Basilíku og helgidóm Covadonga en þessi
sérstaki staður á sér mikla sögu og hingað leggja margir
pílagrímar Jakobsstígsins leið sína til þess að heiðra jómfrú
helgidómsins, La Virgen de Covadonga.
Hin gamla borg Oviedo verður einnig heimsótt og þegar
við dveljum þar nýtum við tækifærið og smökkum hið
fræga „La Sidra“ vín heimamanna. Við endum ferðina í
Santiago de Compostela á Norð-vesturhorni Spánar. Þar
ætlum við meðal annars að skoða hina frægu dómkirkju
þar sem gröf heilags Jakobs er (St. James), en þangað
liggur leið allra pílagríma Jakobsstígsins.
Frá kr.
249.995
m/fæði skv. ferðal.
Bi
rt
m
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th
.a
ðv
er
ðg
etu
rb
re
ys
tá
nf
yri
rva
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
8
6
6
9
9
Á slóðum
JAKOBSSTÍGS
19. júní 10 nætur
Frá kr. 249.995 m/fæði skv. ferð
Netverð á mann m.v. 2 í gistingu.
Innifalið:
Allur akstur samkvæmt ferðalýsingu. Gisting á 4* hótelum í San
Sebastian, Santander og Oviedo og á 3* hóteli í Galicia. Morgunverður
innifalinn alla daga ásamt 4 kvöldverðum. Aðgangseyrir og leiðsögn
í Guggenheim listasafnið, aðgangseyrir og leiðsögn í Altamira
safnið, aðgangseyrir í dómkirkju Oviedo og í dómkirkju Santiago de
!
"
#
$
%
Fararstjóri: Brynjar Karlsson
Matur og menning á Norður Spáni
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Framlög ríkisins til grunnrannsókna
á jarðrænum auðlindum landsins
hafa dregist mikið saman og eru þær
orðnar nánast að engu. Þetta kom
fram í máli Ólafs G. Flóvenz, for-
stjóra, ÍSOR, Íslenskra orkurann-
sókna, á ársfundi ÍSOR sl. fimmtu-
dag.
Ólafur fór yfir starfsemi ÍSOR og
nefndi að það væri orðið tímabært að
endurskoða rekstrarform og hlut-
verk ÍSOR eftir 15 ára starfsemi.
Stjórnvöld þyrftu að svara því hvort
þau ætluðu ÍSOR eitthvert ákveðið
hlutverk fyrir hið opinbera í framtíð-
inni eða ekki.
Selji þjónustu ÍSOR
á samkeppnismarkaði
Í umfjöllun um málið í ársskýrslu
ÍSOR segir Ólafur að um tvo meg-
inkosti sé að ræða. „Annar er sá að
ÍSOR verði falið opinbert hlutverk og
selji jafnframt þjónustu á samkeppn-
ismarkaði líkt og nú er gert hjá öðr-
um innlendum rannsóknarstofnunum
og einnig hjá flestum jarðfræðistofn-
unum í Evrópu. Hinn kosturinn er sá
að ríkið selji ÍSOR enda varla hlut-
verk ríkisins að reka fyrirtæki sem
ekki gegnir neinu opinberu hlutverki.
Til þess þarf fyrst að breyta ÍSOR í
hlutafélag sem síðan yrði opnað fyrir
öðrum,“ segir Ólafur í ársskýrslunni
og heldur áfram; ,,Í kjölfarið er lík-
legt að ÍSOR hf. sameinaðist fyr-
irtæki á sama starfssviði, eins og til
dæmis stórri verkfræðistofu. Í þessu
tilviki myndi ÍSOR hætta að sinna
þeim grunnrannsóknum og sam-
félagslegu verkefnum sem ÍSOR hef-
ur sinnt sem opinber rannsókn-
arstofnun. Þetta yrði talsverður skaði
fyrir grunnrannsóknir á sviði jarðvís-
inda og jarðhitanýtingar í landinu.“
Ólafur sagði framtíð ÍSOR varða
marga. Auk ríkisins væru orkufyr-
irtæki, jarðvísinda- og jarðhita-
samfélagið í landinu hagaðilar í mál-
inu að ótöldum starfsmönnum ÍSOR.
Því væri mikilvægt að höfð yrði víð-
tæk samvinna þegar og ef hafist yrði
handa við breytingar á rekstrarformi
og hlutverki ÍSOR. Alls störfuðu 76
manns hjá ÍSOR um seinustu ára-
mót.
Ólafur bendir á að í reynd hafi
áherslur ÍSOR hverfst um jarðrænar
auðlindir og jarðvísindi. Megin-
áherslan verið lögð á rannsóknir á
jarðhita og nýtingu hans þótt grunn-
vatn, jarðefni, umhverfiseftirlit og
hafsbotnsrannsóknir komi talsvert
við sögu.
,,ÍSOR varðveitir gríðarmikið safn
gagna um jarðhitavinnslu og jarðvís-
indi sem í langflestum tilvikum eru
eign viðskiptavina ÍSOR. Gagnasafn-
ið er ein af helstu undirstöðum starf-
semi ÍSOR,“ segir í grein hans.
Meginverðmæti ÍSOR er að mati
Ólafs fólgið í viðamikilli þekkingu og
reynslu starfsmanna og hæfni þeirra
til að tengja saman mismunandi
fræðasvið til jarðhita- og náttúrufars-
rannsókna. Sú reynsla hafi byggst
upp á rúmlega 70 ára samfelldu rann-
sóknar- og vísindastarfi.
Hækkandi gengi og miklar
almennar launahækkanir
Fram kemur í ávarpi Sigrúnar
Traustadóttur, stjórnarformanns
ÍSOR, að rekstrarniðurstaða ÍSOR á
seinasta ári varð lakari en áætlanir í
upphafi árs gerðu ráð fyrir. Á árinu
2017 nam veltan 1.361 milljón kr. og
dróst saman um tæp 8 prósent frá
árinu á undan.
Tekjur vegna erlendra verkefna
urðu mestar 44% af heildartekjum
árið 2012 og hæstar í krónutölu árið
2015, 479 milljónir kr., en hafa lækk-
að síðan. Í fyrra drógust tekjur af
verkefnum erlendis saman um 27%
milli ára og námu 305 milljónum
króna, eða 22% af heildartekjum árs-
ins. ,,Því veldur einkum hækkandi
gengi krónunnar og miklar almennar
launahækkanir á Íslandi sem tor-
velda samkeppnisstöðuna,“ segir í
ársskýrslunni.
Óvissa um þróun orkumála
Fram kemur að tekjur af inn-
lendum verkefnum námu rúmum
milljarði í fyrra og eru svipaðar og
þær höfðu verið árin tvö á undan eftir
stöðuga aukningu árin þar á undan.
Erfitt sé að spá fyrir um hvernig eft-
irspurnin verður á komandi miss-
erum vegna óvissu um þróun ís-
lenskra orkumála.
Verkefni í 13 öðrum löndum
ÍSOR sinnir fjölmörgum jarð-
hitaverkefnum m.a. á Reykjanesi og í
Svartsengi, á Hellisheiði og Nesja-
völlum og á Kröflusvæðinu og á
Þeistareykjum og víða annars staðar.
ÍSOR kemur einnig að viðamiklum
hafsbotnsrannsóknum og segir í yf-
irliti yfir starfsemina í fyrra að nú-
verandi verkhluta eigi að ljúka 2019
en gert sé ráð fyrir framhaldi verks-
ins eftir það til 2021.
Þá stóð ÍSOR að verkefnum í 13
löndum í fyrra skv. yfirliti yfir árið,
m.a. ráðgjafarverkefnum og þjónustu
vegna borana svo sem í Tyrklandi,
Níkaragva, Eþíópíu, Djíbútí, Fíd-
jíeyjum og El Salvador.
Framlög ríkisins eru
nánast orðin að engu
Annar af tveimur kostum er sagður sá að ríkið selji ÍSOR
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þeistareykjavirkjun ÍSOR kom að ýmsum þáttum borframkvæmdanna.
• Bindivír 1 mm U hankir og rúllur 1.4 mm
• Fjarlægðarstjörnur og steinar 20-50 mm
• Plastlistar á undirslegnar plötur,
einnig harðir
• U listar á ull eða plasteinangrun
• Járnstólalengjur, sterkir og góðir stólar
frá 50 mm
• Mótarör og kónar 10–50 mm
• Öryggishlífar á kambstál,
listar og sveppir
Járnabakkar
Járnabindingavörur
Erum með á lager
allar helstu gerðir af járnabökkum
Vír og lykkjur ehf
www.viroglykkjur.is - viroglykkjur@internet.is
772-3200/692-8027