Morgunblaðið - 19.03.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.03.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2018 Nýlöguð humarsúpa Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Glæný lúða Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Ný línuýsa Klaustur- bleikja Eyþór Arnalds, oddviti sjálf-stæðismanna í Reykjavík, fór yfir borgarmálin í ræðu sem hann hélt á landsfundi flokksins. Þar benti hann á að tvær leiðir væru framundan fyrir Reykjavík: „Annaðhvort verður haldið áfram með óbreytt ástand þar sem húsnæðis- skortur, sam- gönguvandi og svifryk fær að dafna, eða Reykjavík endurheimtir forystu- hlutverk sitt sem höfuðborg. Borg sem á að vera leiðandi á öllum sviðum í þjónustu við íbúa og fyrsti búsetukostur fyrir ungt fólk.“    Eyþór nefndi að Reykjavík væri„eftirsóknarverð ferða- mannaborg með frábærum veit- ingastöðum og menningu. En í allri veislunni er eins og íbúarnir hafi hreinlega gleymst“.    Hann vék einnig að því að fólkhlyti að spyrja hvort fljót- legra væri að ferðast innan Reykjavíkur en fyrir fjórum árum, hvort auðveldara væri að kaupa eða leigja íbúð, hvort borgin væri hreinni, hvort til væru leikskóla- rými fyrir þá sem þyrftu, og fleira í þeim dúr. Ljóst er að flest hefur því miður færst til verri vegar.    Og hvað geta borgarbúar þágert? Eins og Eyþór benti á þá hefur borgarstjóri komið sér upp umboðsmanni borgarbúa, sem sé valdalaus og fái varla sjálfur svör úr borgarkerfinu. En með þessu komi „borgarstjóri sér und- an því að veita borgarbúum áheyrn“.    Þessu sagði Eyþór að sjálfstæð-ismenn í borginni vildu breyta. Skyldi engan undra. Eyþór Arnalds Íbúarnir gleymdust STAKSTEINAR Veður víða um heim 18.3., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 9 léttskýjað Nuuk 12 léttskýjað Þórshöfn 5 heiðskírt Ósló -1 heiðskírt Kaupmannahöfn 1 heiðskírt Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki 1 skýjað Lúxemborg -3 skýjað Brussel 0 léttskýjað Dublin 0 skýjað Glasgow 2 alskýjað London 0 snjókoma París 0 snjókoma Amsterdam 1 heiðskírt Hamborg 0 heiðskírt Berlín 0 heiðskírt Vín 0 skýjað Moskva -6 heiðskírt Algarve 17 léttskýjað Madríd 12 léttskýjað Barcelona 12 skýjað Mallorca 14 léttskýjað Róm 12 skýjað Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -1 alskýjað Montreal -11 skýjað New York 0 heiðskírt Chicago 6 heiðskírt Orlando 24 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:32 19:40 ÍSAFJÖRÐUR 7:36 19:45 SIGLUFJÖRÐUR 7:19 19:28 DJÚPIVOGUR 7:01 19:10 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Ársreikningur Byggðastofnunar fyrir árið 2017 var staðfestur af stjórn stofnunarinnar nú fyrir helgi. Þetta kemur fram á heimasíðu Byggða- stofnunar. Þar segir ennfremur að hagnaður á síðasta ári hafi numið 99,6 milljónum króna, en eiginfjárhlutfall stofnunarinnar jókst í sam- ræmi við það eða úr 22,74% árið 2016 í 23,57% árið 2017. Hagnaður stofnunarinnar dróst þó talsvert saman milli ára, en árið 2016 nam hagnaðurinn 157,1 milljón króna. Eignir Byggðastofnunar í árslok námu 13,1 milljarði króna, en skuldirnar voru um 10,1 milljarður króna. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að sterk eiginfjárstaða hennar muni gera henni kleift að halda áfram að vera öflugur bakhjarl fyrirtækja á landsbyggðinni á kom- andi árum. Laun og annar rekstrarkostnaður hækkaði á milli ára og nam 446,3 milljónum króna árið 2017 en var 428,2 milljónir króna ár- ið 2016. Hagnaður dróst saman milli ára  Byggðastofnun hagn- aðist um 99,6 milljónir Sauðárkrókur Byggðastofnun leggur áherslu á jöfnun tækifæra óháð atvinnu og búsetu á landinu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Afmælisnefnd um 100 ára afmæli sjálfstæðis og fullveldi Íslands, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, hefur efnt til samkeppni um nýtt kórlag sem frumflutt verður 1. desember næstkomandi á sérstakri hátíðardagskrá í Hörpu. Samkvæmt reglum keppninnar skal verkið samanstanda af frum- sömdu og óbirtu ljóði og lagi fyrir blandaðan kór. Þá verður verkið sem vinnur keppnina að hæfa til- efninu og henta vel til söngs. Sigur- vegari í keppninni fær eina milljón króna í verðlaunafé sem mun skiptast til helminga milli tónskálds og ljóðskálds. Dómnefnd skipa fulltrúar Sinfón- íuhljómsveitar Íslands, sem fer með formennsku í dómnefndinni, Tón- skáldafélags Íslands, Rithöfunda- sambands Íslands, Félags tónskálda og textahöfunda, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Ríkisútvarps- ins, auk fulltrúa afmælisnefndar. Samkeppni um kórlag Tímamót Þess er minnst að 100 ár eru frá því að Ísland varð fullvalda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.